Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Side 1
MÁNUDAGUR 24. MARS 1997
21
IÞROTTIR
Getraunir:
Enski
boltinn
221 x1x2x21xx1
Lottó 5/38:
314 2025 33(35)
iiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Júlíus kjörinn formaður
Júdósambandsins og er
kominn í ólympíunefnd
Júlíus Hafstein, fyrrum formaður Ólympíuneöidar íslands, var á laug-
ardaginn kjörinn formaður Júdósambands íslands í stað Kolbeins Gísla-
sonar og mun hann jafhframt taka sæti í ólympíunefndinni sem fúlltrúi
júdósambandsins í stað Kolbeins. Ekki eru margar vikur liðnar síðan
Júlíus hætti sem formaður Óí en hann fékk ekki kosningu í neöidina á
aðalfundi ólympíunefndarinnar. í stað Júlíusar í formannsætið var kjör-
inn Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
„Við tókum þá ákvörðun á fyrsta stjómarfundi að ég tæki sæti júd-
ósambandsins í Ólympíuneöid íslands, á míniun heimavelli. Ég er mjög
ánægður með þann trúnað og það traust sem mér er sýnt og þetta kom
óvænt. Ég er ánægður að þetta skuli hafa þróast í þessa átt eöir það sem
á undan er gengið," sagði Júlíus í samtali við DV í gær.
„Ég mun auðvitað vinna vel að þessu verkefni og fylgjast vel með því
sem þar er að gerast. Júdóhreyfingin hefur verið fulltrúi á Ólympíuleik-
um síðustu 20 árin og hefúr náð einna bestum árangri. Það eru aðeins
öjálsar íþróttir og sund sem státa af því sama. Það er mikill efniviður í
júdóíþróttinni og mörg verk að vinna,“ sagði Júlíus Hafstein ennfremur.
Hin nýja stjóm Júdósambands íslands er þannig skipuð: Júlíus Haf-
stein, formaður, Magnús Ólafsson, Karel Halldórsson, Ásgeir Aðal-
bjamarson, Guðmundur Einar Halldórsson, Jón Hlíðar Guðjónsson og
Kolbeinn Gislason, fráfarandi formaður. -GH
Bjarki tæpur
gegn Frömurum
Bjarki Sigurðsson, leikmaður
Aftureldingar, hefur ekki getað
stigið í annan fótinn síðan eftir
leikinn gegn FH í 8-liða úrslitun-
um. Það er slæmt mar á hælnum
sem er að angra hann auk þess
sem hann er meiddur í nára. „Ég
verð sprautaður fyrir leikinn
gegn Fram og það veröur bara
að koma í Ijós hvemig það kem-
ur út,“ sagði Bjarki við DV í
gær. -GH
Eford í tveggja
leikja bann
Aganeöid körfuknattleikssam-
bandsins úrskurðaði Rony
Eford, leikmann KR, í tveggja
leikja bann á laugardaginn.
Eford sló Albert Óskarsson í
þriðja leik KR og Keflavíkur
Bannið tekur þó ekki gildi fyrr
en á fostudag og Eford tekur það
ekki út nema hann spili hér á
landi næsta vetur. -VS
SA meistari
Skautafélag Akureyrar varð
íslandsmeistari í íshokkí á laug-
ardagskvöldið með því að sigra
Bjöminn, 12-5, í Reykjavík. SA
hafði unnið tvo fyrstu leiki lið-
anna sem fram fóra á Akureyri,
15-7 og 17-7. Akureyringar hafa
þar með orðið meistarar sex ár í
röð. -VS
Þorbjörn áfram
með landsliðið?
„Ég reikna með því að Þorbjöm verði
áfram hjá okkur. Það eindreginn viiji hiá
HSÍ að Þorbjöm verði endurráðinn. Hann
hefúr unniö mjög gott starf og ég vona aö við
getum gengið frá samningum við hann sem
fyrst,“ sagði Guðmundur Ingvarsson, for-
maöur handknattleikssambands íslands, við
DV. Eins og DV skýrði frá fyrir skömmu fékk
Þorbjörn freistandi þjálfaratilboð frá norska
félaginu Drammen en samningur hans við
HSÍ rennur út eftir HM í Japan í vor.
Samkvæmt heimildum DV liggur á borð-
inu nýr samningur við Þorbjöm sem mun
gilda fram yfir ólympíuieikana í Sydney árið
2000. -GH
Skammarleg hegðun Valsmanna eftir tapið gegn Haukum:
Dómari sleginn í höfuðið
Leikmenn og stuðningsmenn
Vals tóku ósigrinum gegn Haukum
í 8-liða úrslitinum í 1. deild karla í
handknattleik á föstudagskvöld
ákaflega illa. Þeir vildu kenna
dómurunum um hvemig fór og
veittust að þeim í leikslok með
þeim afleiðingum að Sigurgeir
Sveinsson, annar dómari leiksins,
var sleginn í höfuðið af einum
stuðningsmanni Vals. Sigurgeir
meiddist ekki alvarlega en hann
hruflaðist á enni eftir höggið.
Leikmenn Vals, stjómarmenn og
skapheitir stuðningsmenn félags-
ins létu skammimar dynja á þeim
Sigurgeiri og Gunnari Viðarssyni
og þessi framganga Valsmanna í
leikslok setti svartan blett á ann-
ars frábæra skemmtun, sem leik-
urinn var, og var Hlíðarendafélag-
inu til mikilla vansa.
Dómgæsla þeirra Gunnars og
Sigurgeirs var lengst af góð en
segja má að Valsmenn hafi fengið
nokkra vafasama dóma á sig undir
lokin sem afsaka þó ekki þessa
hegðun þeirra í lokin.
Dómaramir svo og Óli Ólsen,
eftirlitsmaður á leiknum, mimu
skila inn skýrslu til aganefndar
HSí vegna þessa atviks. -GH
25 ára gömul
hefö rofin
Valur, FH og Víkingur hafa
einokað íslandsmeistaratitilixm í
1. deild karla í handknattleik síð-
ustu 25 árin en nú er ijóst að að
ekkert þessara félaga hampar
bikamiun eöir tap Vals gegn
Haukum á föstudagskvöldið.
Af þeim fiórum félögum sem
era komin í undanúrslit era það
aðeins Haukar og Fram sem hafa
orðið íslandsmeistarar. Haukar
einu sinni, fyrir 54 árum eða
árið 1943 en Fram hefur átta
sinnum orðið meistari, síðast
árið 1972 og síðan þá hafa Vík-
ingur, Valur og FH skipt titlin-
um á milli sín. Valsmenn hafa
verið mjög sigursælir undanfar-
in áratug. Þeir hafa orðið meist-
arar síðustu fjögur árin og sjö
sinnum á síðustu 10 árum. -GH