Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 íþróttir JOV KR (43) 95 Keflavík (52) 100 12-16, 25-20, 34-32, 36-50, (43-52), 55-54, 57-71, 68-76, 84-84, 85-95, 91-96, 95-100. Stig KR: Hermann Hauksson 25, Jónatan Bow 20, Rony Eford 20, Ingv- ar Ormarsson 12, Gunnar örlygsson 10, Hinrik Gunnarsson 4, Björgvin Reynisson 4. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Kristinn Friðriksson 24, Guðjón Skúlason 20, Falur Harðarson 15, Al- bert Óskarsson 11, Birgir öm Birgis- son 4, Gunnar Einarsson 1. Fráköst: KR 28, Keflavik 33. 3ja stiga körfur: KR 8, Keflavík 11. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Albertsson, höfðu mjög góð tök á leiknum. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Kristinn Frið- riksson, Keflavík. vik i úrslit - vann KR 3-1 Hinrik Gunnarsson úr KR grípur Keflvíkinginn Damon Johnson heljartökum víkingar fengu vítaskot og héldu síöan boltanum. Keflvíkingar eru komnir í úrslit íslandsmótsins í körfuknattleik gegn Grindavík annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í fjörugum leik á Nesinu í gær. „Við vissum að þeir gæfust ekki upp því þetta var þeirra síðasti möguleiki. Við lékum ekkert sérstaklega vel í dag, við þurftum engan stórleik til þess að sigra þá enda erum við einfaldlega betri en þeir,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjáífari Keflvíkinga, eftir leikinn. Sigurður sagðist ánægður að vera kominn með liðið í úrslit. „Leikimir gegn Grindavík leggjast vel í mig og það verður góð stemning fyrir þessum leik- um tveggja bestu liða landsins.“ sagði Sigurður. Sigurður hafði talsvert við störf aga- ne&dar KKÍ að athuga og sagði það hneyksli að Roni Eford, leikmaður KR, hefði aðeins fengið tveggja leikja bann. „Hann hefði átt að fá mim lengra bann og það strax. Ársbann hefði verið nær lagi.“ Leikur liðanna var jafii og skemmti- I legur en nokkuð sveiflukenndur. Kefl- j víkingar voru þó yfirleitt með frum- kvæðið og ávallt fljótir að taka sig á ef KR-ingar komust of nálægt eða yfir. Hermann, Jónatan voru bestir hjá KR, en Eford virkaði utan við sig og gerði mikið af mistökum. Liðsheild- in hjá Keflavík var sterk með Krist- in í miklu stuði og Damon og Guð- jón góða. Falur fór mikinn í fyrri hálfleik og Albert skilaði sínu i vörninni að vanda. „Við náðum því sem við ætl- uðum og vorum inni i leiknum alveg þangað til í lokin að þeir reyndust sterkari. Með smá- heppni hefði við getað unn- ið. Við erum ekki búnir að L þróa leik okkar jafh mikið J og þeir enda allt of mikl- / ar breytingar á liðinu í vetur. En það tókst eða vera í hópi 3-4 bestu liðanna,1 sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR-inga. f leik liðanna í gær. Þetta þóttu að vonum fullharkalegar varnaraðgerðir og Kefl- \ -BL Fimleikar: Tvöfaldur sigur gegn írum ísland vann auðveldan sigur, og þaö tvö- faldan, í landskeppni í fimleikum í Laugar- dalshöllinni á laugardaginn. ísland A sigraði með 128,150 stig, ísland B kom næst með 120,825 stig og írland rak lestina með 116,900 stig. Elva Rut Jónsdóttir sigraði sem einstak- lingur með 34,850 stig. Elaine Duggan frá ír- landi kom næst með 32,200 stig og þriðja varð Elín Gunnlaugsdóttir með 32,050 stig. Lið Austurríkis og Norður-írlands hafa venjulega tekið þátt þessari landskeppni, sem nú var haldin í þriðja sinn. Noröur-írar treystu sér ekki til að vera með í þetta skipti vegna nýrra keppnisrreglna sem voru í gildi og Austurríki afboðaði þátttöku sína tíu dög- um fyrir mótið vegna meiðsla og veikinda. -VS Eva Þrastardóttir lelkur listir sfnar f gólfæfingunum f landskeppninni á laugardaginn. DV-mynd Hilmar Þór Kristján stiga- meistari í snóker Kristján Helgason tryggði sér í gær stiga- meistaratitilinn í snóker þegar hann sigraði Jónas P. Erlingsson, 3-1, f úrslitaleik síðasta stigamóts vetrarins. Jóhannes B. Jóhannesson var sá eini sem átti möguleika til þess að skáka Kristjáni. Til þess þurfti hann að slá Kristján út í átta manna úr- slitum og vinna síðan mótið. Jóhannes freistaði þess að lenda í fjórða sæti í sínum riðli til að lenda á móti Kristjáni. Sú ráðagerð fór út um þúfur því Jóhannes misreiknaði sig örlítið og lenti í fimmta sæti í riðlinum! Kristján fékk samtals 283.000 stig, Jóhannes B. Jóhannesson 186.343, Jóhannes R. Jóhannesson 74.000, Ásgeir Ásgeirsson 73.592, Gunnar Hreið- arsson 63.875, Bemharð Bemharðsson 42.029, Jónas P. Erlingsson 41.000 og Bjami Jónsson 39.686. Kristján hefur þar með tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í Zimbabwe næsta vetur. Hitt sætið fær íslandsmeistarinn, og hreppi Kristján líka þann titil fer Jóhannes B. Jóhann- esson á HM. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.