Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1997, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 24. MARS 1997 íþróttir Michael Jordan tekur frákast f leik Chicago vifi Indiana um helgina og Dennis Rodman er til taks ef eitthvafi fer úr- skeifiis. Sfmamynd Reuter NBA-deildin í körfuknattleik: „Ætlum að vinna hvem einasta" - Chicago vann Indiana og Detroit Chicago ætlar ekkert að gefa eftir þrátt fyrir yfirburðastöðu sína. Um helgina vann liðið tvo mjög örugga sigra, gegn Indiana og Detroit. Michael Jordan skoraði 36 stig gegn Indiana en gegn Detroit var Scottie Pippen í aðalhlutverki og skoraði 26 stig þrátt fyrir að vera hvildur allan fjórða leikhlutann. „Okkar markmið er að vinna hvern ein- asta leik. Doug Collins (þjálfari Detroit) þjálfaði mig og er mikill vinur minn en þeg- ar ég fer inná körfuboltavöll reyni ég að sigra, sama hver mótherjinn er,“ sagði Jord- an. „Það er engin spuming að Chicago er besta liðið í deildinni. Þeir yfirspiluðu okk- ur á öllum sviðum íþróttarinnar," sagði Doug Collins, sem þjálfaði Chicago á sínum tíma. Sigurganga Portland rofin Ellefu leikja sigurganga Portland var loks rofin í fyrrinótt þegar liöið tapaði í Was- hington, 108-104. Sigurgangan hófst um leið og blaðaskrif fóru af stað um að P.J. Car- lesimo, þjálfari liðsins, yrði rekinn. Hann hefur heldur betur fest sig í sessi síðan. Phoenix hefur heldur betur sótt sig og vann góðan útisigur í Houston. Phoenix, sem tapaði fyrstu 13 leikjum sínum í vetur, er nú komið í áttunda sæti vesturdeildarinnar og sttefnir í úrslitakeppnina. Charles Barkley er enn meiddur og lið Houston er í vanda án hans, og það skipti ekki máli þó Hakeem Olajuwon gerði 39 stig fyrir heimaliðið. Sætur sigur Milwaukee Milwaukee vann sætan sigur á New York, 80-79, þann fyrsta á heimavelli í viðureign- um liðanna í sjö ár. Samt skoraöi Milwaukee aðeins 10 stig í síðasta leikhluta. New York gerði átta síðustu stig leiksins, lokakörfúna þegar enn voru tæpar tvær mínútur eftir, en heimaliðið hélt út í lokin þrátt fyrir að New York fengi fjölda færa til að tryggja sér sig- urinn. -VS ASKRIFTARFERÐIR DV OG FLUGLEIÐA NLI j/í 1 j y i a ^ Virmingur Einn heppinn askrifandi DV er dreginn út í viku hverri og hreppir ferð fyrir tvo til St. Petersburg Beach í Florida ásamt gistingu í eina viku. Sólarstundin nálgast Heppinn áskrifandi DV verður dreginn út næsta miðvikudag. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-Ferðum í Helgarblaði DV. Ert þú heitur? Allir skuTdlausir áskrifendur DV, nýir og núverandi, eru með í sólarpottinum. DV-Ferðir alla laugardaga Alla laugardaga er umfjöllun í DV-Ferðum þar sem er að finna upplýsingarog vandaðar frásagnir um ferðalög innanlands og utan. Sóiarhöfuðborg Fiugleiða í ár. Sannkailaö ævintýri fyrír ai!a fjöiskyiduna. St Peterburg Beach er einn vinsæiastí áfangastaöursóiþyrstra Ísiendínga í Fiorida. Par bjóöast nær óteijandi tækífæri tii hvers konar skemmtunar og útivistar, góðir gistístaðir, yndisieg strönd, írábær aðstaöa fyrír ferðamenn, þar sem aflt er í boðí, og hagstætt verðlag. íslenskur fararstjóri verður á St. Petersburg Beaeh 27.5. - 2.9. í ferðum sem hefjast á þriöjudögum og lýkur á mánudögum. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagt DV NEA-ÐEILDIN Aðfaranótt laugardags: Boston-Orlando ..........99-104 Walker 19, Wesley 19, Williams 17 - Hardaway 27, Seikaly 17, Armstrong 17. Toronto-Charlotte .......97-102 Stoudamire 29, Camby 16, Wright 14 - Rice 27, Bogues 17, Pierce 16. Philadelphia-New Jersey 112-110 Stackhouse 31, Williams 20, Iverson 19 - Gill 33, Cassell 28, Kittles 14. Miami-LA Lakers...........98-97 Lenard 25, Hardaway 21, Mashbum 21 - Campbell 24, Van Exel 20, Jones 17. Atlanta-Dallas............93-77 Blaylock 20, Laettner 18, Corbin 17 - Bradley 17, Harper 11, Watson 10. Detroit-Minnesota .......112-98 Hiil 22, Thorpe 20, Dumars 18 - Gugl- iotta 18, K.Gamett 16, D.Gamett 15. Indiana-Chicago..........98-117 Smits 20, Miller 18, Ferrell 14 - Jordan 36, Pippen 18, Longley 15. Vancouver-Denver........109-101 Reeves 31, Rahim 24, Peeler 14 - McDyess 29, D.Ellis 26, L.Ellis 20. Sacramento-San Antonio 114-110 Richmond 28, Williamson 17, Rauf 16 - Wiiliams 31, Del Negro 25, Maxwell 16. Aðfaranótt sunnudags: Washington-Portland ... 108-104 Webber 26, Strickland 22, Muresan 17 - Rider 28, Wallace 25, Sabonis 20. Charlotte-Golden State ... 100-93 Rice 24, Curry 21, Bogues 17 - Smith 31, Mullin 22, Sprewell 14. Chicago-Detroit .........103-88 Pippen 26, Jordan 23, Longley 16 - Hill 16, Thorpe 14, Dumars 13. Dallas-Cleveland .........72-75 Finley 22, Harper 16, Bradley 13 - Hiil 24, Ferry 16, Phills 13. Houston-Phoenix .........99-104 Olajuwon 39, Drexler 17, Wiilis 12 - Chapman 27, Johnson 21, Manning 15. Milwaukee-New York........80-79 Gilliam 20, Baker 16, Robinson 16 - Ewing 25, Johnson 15, Oakley 12. Utah-LA Clippers.........107-94 Malone 20, Stockton 19, Homacek 14 - Sealy 19, Rogers 18, Vaught 16. Seattle-Sacramento.......113-99 Hawkins 22, Kemp 16, Wingate 14 - Richmond 25, Rauf 21, Wiiliamson 12. John Starks var settur í eins leiks bann hjá New York um helgina eftir að hafa lent i rifrildi við þjálfarann, Jeff Van Gundy, fyrir æfmgu á fóstu- dag. Hann lék því ekki með gegn Milwaukee en átti að spila gegn Portland í gærkvöldi. Nick Van Exel hjá LA Lakers var um helgina sektaður um 1,1 milljón króna af stjóm NBA-deildarinnar. Eftir ósigur 1 Miami á föstudags- kvöldið, þar sem umdeildur dómur féll Miami I hag á lokasekúndunum, ásakaöi Van Exel dómarana um að hafa þegið mútur. Hann sendi þeim síðan skriflega afsökunarbeiðni og af þeim sökum var ákveðið að dæma Van Exel ekki í leikbann. Anthony Mason, hinn öflugi framherji hjá Charlotte, veröur frá i tvær til þrjár vikur vegna meiðsla á fæti. Mason hefúr náö „tvöfaldri tvennu" oftast af öllum leikmönnum NBA-deildarinnar 1 vetur og hefur líka spilað flestar minútur af öllum á tímabilinu. Alonzo Mouming, miðherji Mi- ami, spilar væntanlega næsta leik liösins efír að hafa misst af síðustu þrettán vegna meiðsla. Golf: Olazabal vann Spænski kylfingurinn Jose Maria Olazabal sigraöi á Turespana meistaramótinu í golfi sem lauk á Kanaríeyjum í gær. Olazabal, sem er nýbyrjaður aö spila aftur eftir að hafa veriö frá vegna meiðsla í 18 mánuði, lauk keppni á 272 höggum eða 20 höggum undir pari vallarins. Hann var í forystu allt mótið og tryggði sér sigurin meö því að fara síðasta hringinn á 67 högg- um. í ööru sæti var Bretinn Wa- yne Westwood, tveimur höggum á eftir Olazabal. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.