Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. APRIL 1997 DV Utlönd Fyrrum ráðherra áfram í framboði fyrir íhaldsflokkinn: Stríðsfréttaritari hefur mikið fylgi Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að spillingarmál verði eitt helsta umræðuefnið í baráttunni fyrir þingkosningamar í Bretlandi eftir að flokksdeild íhaldsflokksins í kjördæminu Tatton valdi Neil Hamilton, fyrmm ráðherra sem hef- ur verið sakaður um fjármálaspill- ingu, sem frambjóðanda sinn. Hann mun mæta Martin Bell, stríðsfrétta- ritara BBC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem býður sig fram í nafni andspill- ingaraflanna. „Ég er mjög ánægður með þennan yfirgnæfandi stuðning við mig og ég tel það veita á gott fyrir kosningarn- ar,“ sagði Hamilton við fréttamenn í gærkvöld þegar úrslit atkvæða- greiðslunnar lágu fyrir. Hamilton fékk atkvæði 182 fulltrúa en 100 voru ýmist á móti honum eða sátu hjá. íhaldsflokkurinn sigraði ömgg- lega í Tatton í síðustu kosningum. Hamilton neitar öllum ásökunum um að hann hafi þegið fé af kaup- sýslumanni fyrir að bera upp fyrir- spumir í þinginu og hann hefur staðfastlega neitað að fara frá. Hneykslið hefur orðið flokki hans dýrkeypt en Ihaldsflokkurinn nýtur um 20 prósentustiga minna fylgis en Verkamannaflokkurinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir ITN-sjónvarpsstöðina styðja 55 prósent kjósenda þá ákvörðun Martins Bells að bjóða sig fram gegn Hamilton en 22 prósent sögðu að hann ætti ekki að fara fram. Bell lýsti því yflr í upphafi að hann mundi fara fram nema Hamilton drægi sig í hlé. Þegar hann frétti að flokksdeildin í Tatton hefði staðfest framboð Hamiltons, sagðist hann vera tilbúinn í slaginn. „Hann virðist vera ljúfur náungi, algjörlega vanhæfur til að stunda stjórnmál," sagði Hamilton um Bell eftir fund flokksdeildarinnar. „Ég veit ekki hvaða tilgangi framboð hans þjónar héðan I frá.“ Fyrr um daginn sat Hamilton fyr- ir Bell I þorpinu Knutsford þar sem flokksdeildin i Tatton kom saman undir árvökulum augum íjölmiðl- anna. Bell var kominn í bæinn til að útskýra framboð sitt. Frambjóðend- umir stóðu augliti til auglitis og skiptust á ókvæðisorðum, þar sem Hamilton sakaði fréttamanninn m.a. um að ætla að eyðileggja póli- tískan feril sinn. Reuter Martin Bell, stríðsfréttaritari BBC-sjónvarpsins, heilsar Neil Hamilton, fyrrum ráðherra íhaldsflokksins. Þeir ætla að berjast um þingsæti Hamiltons í norðvesturhluta Englands. Slmamynd Reuter Bandaríkin: Ein milljón barna misnotuð eða vanrækt Ein milljón bandarískra bama er misnotuð og vanrækt á hverju ári, að því er bandarískir embættis- menn greina frá. Helmingur barn- anna er undir átta ára aldri. Tölurn- ar em frá 1995 og var fjöldinn sá sami 1994 og 1993. Vitað er að um eitt þúsund böm dóu 1995 vegna misnotkunar eða vanrækslu. Um er að ræða tilfelli sem til- kynnt hafa verið eða færðar sönnur á. Aðrar kannanir hafa sýnt að raunverulegur fjöldi misnotaðra eða vanræktra barna geti verið ná- lægt þremur milljónum á ári. í fjórum af hverjum fimm tilfell- um vom það foreldrar sem misnot- að höfðu bömin. „Misnotkun á bömum og van- ræksla er enn smánarblettur á þjóð- félagi okkar og það er allra hagur að koma í veg fyrir þetta," segir í yflr- lýsingu Donnu Shalala hjá heil- brigðismálaráðuneyti Bandaríkj- anna. Stjómvöld leggja áherslu á for- varnaraðgerðir meðal fjölskyldna og vinna að því að auka möguleika á ættleiðingu bama sem eru I fóstri. Reuter Sammála um að vera ósammála um tengsl við Kúbu Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, voru í gær sammála um að vera ósammála um bestu leiðina til að efla lýðræði á Kúbu. Sagði Clint- on að hingað til hefði hvorki stefna Bandaríkjanna né Kanada borið ár- angur. Chretien er nú í opinberri heimsókn í Washington í Bandaríkj- unum. Yflrvöld í Kanada hafa harðlega gagnrýnt lögin sem kveða á um refs- ingu gagnvart þeim þróunarlöndum er eiga viðskipti við Kúbu. Banda- rískum yfirvöldum falla hins vegar ekki í geð viðskipta- og stjómmála- Jean Chretien, forsætisráöherra Kanada, og Bili Clinton Bandaríkja- forseti. Símamynd Reuter tengsl Kanada við Kúbu en Kanada er stærsti erlendi fjárfestingaraðil- inn á Kúbu. Leiðtogarnir gerðu að gamni sínu á fundi með fréttamönnum og kvart- aði Clinton undan því að hnémeiðsl hans hefðu slæm áhrif á tengsl Bandaríkjanna við Kanada þar sem þau kæmu í veg fyrir að hann gæti leikið golf með Chretien. „Stærsta ógnunin við vináttu okkar era þessi meiðsl mín því þau hafa komið í veg fyrir að við gætum fullnægt golfástríðu okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti. Reuter rAEGl VAMPYR léttar og með- færilegar ryksugur VERÐ STGR.: Öko Vampyr 8251 17.990, Sexföld ryksíun Stillanlegur sogkraftur Stillanlegt Sogrör , Fylgihlutageymsla ( þrir auka sogstútar V Inndraganleg snúra ' Rykpoki 5,5 lítrar 900vött ( Nýr Öko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) Verö:18.936,- stgr, 17,990,- „ERGO- GRIFF“ Nýtt handfang fer betur í hendi. Umbodsmenn um allt land Reykjavfk: Byggt og Búið Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirðir:.Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði.KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. VtRÐ STGR <m AEG Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraflur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 7 kg Verib: 15.409,- stgr. 14.639,- Á meðan hlé er gert á ryksugun er sogrörinu fest ) Vampyr 5010 , ryksugunnar^/ Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd ó kg • VerJb: 13.674,- stgr. 12.990,- B R Æ Ð U R N I R 533 Lágmúla 8 2800 Vampyr 6400 Sexföld ryksiun* Ultra- filter (Skilar útblásturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg • Verð:17,842,- stgr. 16.950,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.