Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Fréttir Heilahimnubólgan á Sauðárkróki: Sjúklingar á batavegi eftir meðvitundarleysi í sólarhringa DV, Sauðárkróki: „Konan mín varð þess var um fimmleytið um morguninn að ég lá meðvitundarlaus í rúminu og hafði strax samband við lækni. Ég lá síðan án meðvitundar á sjúkrahúsinu á þriðja sólarhring. Þegar ég rankaði við mér vissi ég varla í þennan heim né annan og fór ekki að hjama við íyrr en undir síðustu helgi," sagði Jónas Sigurjónsson, verkamaður á Sauðárkróki, í samtali við DV á Sjúkrahúsi Skagfírðinga á Sauð- árkróki í gær. Jónas er einn þriggja einstak- linga sem veiktust alvarlega af heilahimnubólgufaraldri á Sauð- árkróki. Jónas fær að fara heim af sjúkrahúsinu í dag eftir að hafa dvalið þar í tvær vikur vegna veikindanna. Hann sagði að veikindin hefðu byrjað með kvefi sem hefði ágerst. Daginn fyrir nóttina sem hann veiktist og missti meðvitund var hann þó ekki slappari en svo að hann fór á hestbak. Hinir tveir sem veiktust á Króknum voru tveggja ára barn og nemandi á heimavist Fjölbrautaskólans. Þau voru bæði flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en eru á batavegi. Landlæknir ákvað að öllum íbúum Sauðárkróks á aldrinum 2-18 ára yrði boðin hólusetning og hefur vel rúmur helmingur fólks á þessum aldri þegið bólu- setningu, en einnig verður bólu- sett á morgun og fóstudag. Að sögn Amar Ragnarssonar heilsu- gæslulæknis er veikin ekki bráðsmitandi. Helstu einkenni em hár hiti og skert meðvitund ásamt slappleika. Þessi tegund heilahimnubólgu, meningokokka, mun vera land- læg en hefur skotið upp kollinum annað slagið. Það verður að telj- ast sérstakt að svo mörg alvarleg tilfelli hafi komið fram á svo skömmum tíma og litlu svæði sem Sauðárkróki. -Þ.Á. Jónas á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. DV-mynd Þórhallur Stulkur voru sigursælar a framhaldsskólamótinu Norton slípiskífur og skurðarskífur fyrir járn, ál, ! ryðfrítt stál og stein fmlk Þegar gæðin skipta máli Skeifan 11 D • Sími 568 6466 Stúlkur voru sigursælar á hesta- íþróttamóti framhaldsskólanna en þar kepptu nemendur frá 15 skólum. Fiölbrautaskólinn í Breiðholti fékk flest stig, 464,3, en Menntaskól- inn í Hamrahlíð fékk 463,5 stig. Auk þess aö keppa að saman- lagðri stigasöfnun fyrir skólana kepptu stigahæstu keppendur for- keppninnar til úrslita og vom stúlk- ur í flestum verðlaunasætunum. Ásta D. Bjamadóttir var stiga- hæsti knapinn með 168,1 stig en Sig- ríður Pjetursdóttir var í öðm sæti með 168 stig. Hún og hestur hennar, Rómur, voru jafnframt valin glæsi- legasta par mótsins. Fjórgangur 1. Ásta D. Bjamadóttir (FG) á Eldi 2. Sigríður Pjetursdóttir (MH) á Rómi 3. Þóra Brynjarsdóttir (FS) á Kjama 4. Marta Jónsdóttir (FS) á Sóta 5. Kristín Sveinbjamardóttir (MS) á Fjólu 6. Helga R. Spuna Valgeirsdóttir (FB) á Tölt 1. Ásta D. Bjarnadóttir (FG) á Eldi 2. Drífa Jónasardóttir (ML) á Skafli 3. Margrét S. Sigmarsdóttir (MS) á Mána Guðmar Þ. Pétursson (FB) á Þjóni Saga Steinþórsdóttir (MR) á Sunnu Borghildur Kristinsdóttir (FSU) á Girði Fimmgangur 1. Guðmar Þ. Pétursson (FB) á Snoppu 2. Þóra Brynjarsdóttir (FS) á Tý 3. Sigríður Pjetursdóttir (MH) á Þöll 4. Anna Ingimarsdóttir (FNVS) á Þokkabót 5. Jóhanna Claessen (MR) á Blakki 6. Haraldur Ambjömsson (FS) á Blæ Húsfélagsdeila: Umhverfisráðherra víki Þess hefur verið krafist að Guð- ráðherra taki sæti hans þegar ráðu- flokksfélaga og hlutafélaga í eigu ým- mundur Bjarnason umhverfisráð- herra víki úr ráðherrastóli og annar K Littlewoods pöntunarlistinn vor/sumar 1997 er kominn. Rúmlega 600 bls., fullar af glaesilegum fatnaði á alla fjölskylduna. o i-£Q *£ (Þú GRÆNT SÍMANÚMER: Þú færð listann ÓKEYPIS ef þú hringir í okkur! greiöir eingöngu póstburðargjaldið) 800 8600 Littlewoods neytið fjallar um deilumál í húsfé- lagi hússins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík, sem vísað hefur verið til úrskurðar umhverfisráðuneytisins. Skrifstofur Framsóknarflokksins eru í húsinu og er húsnæðið í eigu issa Framsóknarmanna og er Guð- mundur Bjarnason einn eigendanna. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar á skrifstofu Framsóknarflokksins snýst deilan um breytingar sem gerð- ar voru á fyrstu hæð hússins þar sem aðstaða SVR er til húsa, en breyting- amar vom samþykktar í húsfélagi hússins. Einn eigenda hússins sætti sig ekki við málsmeðferðina og hefúr skotið ágreiningnum til umhverfis- ráðuneytisins eins og heimilt er sam- kvæmt lögum. -SÁ Hjálparstofnun kirkjunnar: Fatasöfnun Hjálparstofnun kirkjunnar verður komið fyrir við kirkjur á gengst fyrir fatasöfnun á Akureyri, viðkomandi stöðum og starfsfólk Egilsstöðum, Isafirði og í Reykjavík kirknanna tekur við fótunum. Tek- dagana 10.-12 apríl nk. Gámum ið verður á móti hreinum og heilum fatnaði og góðum skóm sem bundn- ir em saman. Fyrsta kastið fara fót- in til fyrram Júgóslavíu, Tsjetsjeníu og Angóla. -sv Vélsleðamenn með fjallamót DV, Akureyri: Eyfirskir vélsleðamenn gangast um helgina fyrir fjallamóti i Nýja- dal en rúmur áratugur er nú liðinn síðan eyfirskir og sunnlenskir vélsleðamenn beittu sér fyrir stofn- un Landssambands íslenskra vélsleðamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Nýjadal á Sprengisands- leið og var mikið í fréttum á sínum tima, enda brast á hið versta óveður og margir fundarmanna lentu í erf- iðleikum vegna þess. Nú er aftur stefnt að móti vélsleðamanna í Nýjadal að frum- kvæði vélsleðamanna í Eyjafirði og hefur undirbúningur staðið yfir síð- ustu vikur. Gert er ráð fyrir að menn mæti á staðinn nk. fóstudags- kvöld og á laugardagsmorgun verö- ur haldið i skipulagöa skoðunarferð um nágrennið. Þar er margt að sjá, s.s. stórfengleg hverasvæði í Vonar- skarði sem fáir hafa séð. Á laugar- dagskvöldinu verður efnt til mikill- ar grillveislu. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.