Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 43 pv_______________________________________________Fréttir Fríhafnarstarfsmenn: Skipta um félag innan BSRB DV, Suðurnesjum: „Ástæðan fyrir úrsögn okkar er að við sættum okkur ekki við hækk- un félagsgjalda sem myndi þýða helmingshækkun hjá okkar fólki. Við mótmæltum þessari ákvörðun fyrir aðalfund SFR en án árangurs," sagði Valdimar Þorgeirsson, starfs- maður Frihafnarinnar á Keflavíkur- flugvelli, við DV. Hann var valinn í þriggja manna nefnd sem starfsfólk valdi til að vinna að hagsmunum þess. Form- lega hefur verið gengið frá því að allir starfsmenn Fríhafiiarinnar - samtals 91 - hafa sagt sig úr Starfs- mannafélagi ríkisstofnana og gengu í Félag flugmálastarfsmanna sem einnig er innan BSRB. Á aðalfundi SFR var samþykkt að taka 1,1% af heildarlaunum félags- manna en var áður 1,3% af föstum launum. Þessi ákvörðun stjómar þýddi að hækkunin myndi meðal annars koma verst niður á starfs- fólki Fríhafnarinnar sem vinnur mikla yfirvinnu en er með lág grunnlaun. Hjá sumum starfsmönnum væri um helmings hækkun félagsgjalda að ræöa. Starfsmennimir vildu ekki una þessari niðurstöðu og lögöu fram breytingartillögu um að hækka félagsgjöld í 1,6% af föstum launum. Aðalstjómin féllst ekki á tillögu starfsmanna sem tóku þá ákvörðun allir sem einn að segja sig úr stéttarfélaginu. Starfsfólk mun borga í hið nýja félag 1% af föstum launum í félagsgjöld. Heimildar- maður DV sagði að félagsgjalda- hækkun SFR væri til komin vegna þess að meira fé vantaði í rekstur félagsins. „Það lá fyrir tillaga á aðalfundi 1995 um að skipa félagsgjaldanefnd sem skilaði síðan þessari niður- stöðu að taka 1,1% af heildarlaun- um. Á aðalfundi í mars var síðan tekist á um tvö sjónarmið og greidd atkvæði. Þetta kemur lægst launaða fólkinu til góða sem er á lærri grunnlaunum en hækkar hjá öðr- um,“ sagði Ámi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofhana, en í því félagi vom fyrir uppsögn starfsmanna Fríhafn- arinnar 4.458 manns. Árni á ekki von á því að fleiri segi sig úr félag- inu vegna þessa mdaáls. -ÆMK Hvalfjaröargöngin vel hálfnuð DV, Akranesi: Bormenn Fossvirkis höfðu lokið við að sprengja og grafa alls 3.244 metra undir Hvalfjörð núna um mánaðamótin eða tæplega 60% af heildarlengd ganganna. Lokið var við 1.822 metra að sunnanverðu og 1.402 metra að norðan. Fossvirkismenn í göngunum fengu frí um páskana og snera aftur til starfa að morgni 1. apríl. Verkið gekk vel dagana og vikumar fyrir páska. Heildarlengd ganganna verður 5.484 metrar og þar af era sprengd göng á landi 1.734 metrar en undir sjó 3.750 metrar. Vegskálar við enda ganga era 165 metrar. Tvær akrein- ar verða að sunnanverðu, 3,6 km, en þrjár akreinar að norðanverðu, 2,2 km. -DVÓ Flutningaaðilar: Takiö eftir Ðjóðum upp á þrif á: vöruflutningabifreiðum og hópferðabifreiðum. Tjöruþvottur, þvottur, blettun, vélaþvottur, bón, teflonhúð, þrif að innan, djúphreinsun, lakkhreinsun og mössun. Einnig merkingar á bíla, glugga, skilti o.fl. Ungt fólk hefur síöustu mánuöi flutt inn í falleg hús viö Víkurbraut i Vík í Mýrdal. Á myndinni er falleg húsalengja viö Víkurbrautina. Frá vinstri er fyrst hús Ivars Páls Bjartmarssonar. Næst er parhús og í endanum nær býr Bjarghildur Pálsdóttir. Þriöja húsið er hús Verkalýösfélagsins Víkings og síöan kemur parhús þeirra Ágústs Freys Bjartmarsson- ar og Kristínar Svafars. Fjærst er hús Jóhanns Einarssonar og Fríöu Jóhönnu Hammer. DV-mynd Njöröur EyjaQöröur: Löng bið eftir stórgripaslátrun DV, Dalvík: Bið eftir að koma nautgripum til slátrunar hjá Sláturhúsi KEA á Ak- ureyri er aillöng um þessar mundir og nú er verið að lóga gripum sem búið var aö panta fyrir á tveim síð- ustu mánuðunum 1996. Samkvæmt upplýsingum frá Slát- urhúsi KEA era nú um 300 ungneyti á biðlista og um 200 kýr. Ekki er þó um að kenna afkastagetu Slátur- hússins heldur því að erfiðlega hef- ur gengið að vinna markaði. Að sögn Helga Sveinssonar hjá sláturhúsi KEA era í gangi mikil undirboð á markaðnum og kjöt- vinnslumar hafa verið tregar til að kaupa kjöt á verði sem sláturhúsið telur að það þurfi að fá. „Mér sýnist allt stefna í það að við þurfum að auka fullvinnslu kjöt- afurða hjá okkur, til að liðka fyrir,“ sagði Helgi. Hann benti jafnframt á að markaðurinn hérlendis tæki tæp- lega við öllu því kjöti sem til væri á fæti og m.a. þess vegna verður bændum greiddur bónus fyrir smá- kálfa sem þeir koma með tU slátran- ar á næstunni, tU þess að spoma við birgðasöfnun. -hiá Smiðjuvegi 12, rauð gata Sími: 587-2323 Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50 crfsiát+ur af annarri auglýsingunni. Smáauglýsíngar ii W : 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.