Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Fréttir Sameining í innanlandsflugi í uppnámi vegna skilyrða Samkeppnisstofnunar: Flugfélag íslands ekki á koppinn að óbreyttu „Ég get ekki lagt mat á það á þess- ari stundu hvort áhugi er fyrir því innan Flugfélags Norðurlands að draga félagið út úr Flugfélagi ís- lands. Það er alveg ljóst að menn eru mjög tvístígandi í afstöðu sinni og það er mikil ólga innan fyrirtæk- isins og óvissa um framhaldið," sagði starfsmaður FN sem DV ræddi við í gær. Úrskurður Samkeppnisráðs vegna samruna Flugfélags Norður- lands og Innanlandsflugs Flugleiða er í 8 liðum og setur hinu nýja fé- lagi mjög þröngar skorður hvað varðar samskipti við Flugleiðir og fleiri atriði. í skýrslunni segir að öll viðskipti hins nýja félags og Flug- leiða skuli vera í sama anda og ef um óskylda aðila væri að ræða. Þá segir að stjómarmenn Flugleiða og dótturfélaga, eða þeir sem eru í störfum sínum háðir Flugleiðum, skuli ekki sitja í stjóm Flugfélags íslands. Vegna þessa sendu Flugleiðir frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið telur ófært að fylgja sammna félaganna eftir. Að óbreyttum skilyrðum verði innan- landsflugið áfram hluti af Flugleið- um. Félagið hefur þegar hafið und- irbúning að nýjum rekstrar- og þjónustuáætlunum. Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, segir hug- myndir um aukna og hætta þjón- ustu í nýju félagi, Flugfélagi ís- lands, hafa verið ónýttar með úr- skurði Samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun krefst þess að atriði í hluthafasamningi Flugfélags Norðurlands sem kveða á um að hluthafar skuldbindi sig til að beina viðskiptum til Flugfélags Norður- lands á gildistíma samningsins og Flugleiða, eftir því sem við á, skuli felld út. Þá er þess einnig krafist að felld verði út grein í sama samningi sem kveður á um að Flugfélagi Norðurlands sé ekki heimilt að hefja flug til nýrra áfangastaða nema 4 af 5 stjómarmönnum greiði þeirri ákvörðun atkvæði sitt. hlunnindi. Þetta atriði eitt og sér er talið standa i starfsmönnum Flug- leiða sem verða starfsmenn Flugfé- lags íslands og höfðu gengið út frá flugi á nokkrum flugleiðum í því skyni að hamla samkeppni frá nú- verandi eða tilvonandi keppinaut- um. íslandsflug: Línur til framtíðar „Ég er ánægður með hvað þetta er afgerandi. Ég lít þannig á að þetta verði línur til framtíðar. Ég geri ráð fyrir því aö þessi sömu skilyrði muni gilda burtséð frá þvi hvort til þessa samruna kemur eða ekki,“ segir Gunnar Þorvalds- son, stjómarformaður íslands- flugs hf., sem er líklegasti sam- keppnisaðili hins nýja Flugfélags íslands á innanlandsmarkaði. „Ég er sérstaklega ánægður með það að þegar frjálsræðið kemst á 1. júlí nk. þá hafa sam- keppnisaðilar jafnan aðgang að flugstöðvum landsins. Það á raun- ar að mínu áliti að vera sjálfsagð- ur hlutur," segir Gunnar. -rt Skilyröi Samkeppnisstofnunar gætu orðið til þess aö ekkert verði af stofnun Flugfélags íslands með samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Keppinautar fá sömu kjör Úrskurðurinn kveður á um að keppinautar hins nýja félags njóti sömu kjara og Flugleiðir hvað varð- ar farseðlaskipti og vildarkjör. Þá ber Flugleiðum að leggja samkeppn- isaðilum Flugfélags íslands til sömu vildarkerfi og FÍ er boðið upp á. Þá er skýrt kveðið á um það að Flug- leiðir megi ekki bjóða starfsmönn- um FÍ upp á sömu kjör og starfs- menn þeirra njóta án þess að starfs- menn samkeppnisaðila njóti sömu fríðinda. Þama er um að ræða af- sláttar- og frífarseðla og önnur því að njóta sömu starfskjara áfram. Þessu atriði var raunar, samkvæmt heimildum DV, haldið á lofti þegar verið var að laða nýja starfsmenn til liðs við FÍ og þeim var sagt að þeir fengju sömu fríðindi og Flugleiða- starfsmenn. Ákveðin skilyrði eru sett um að óski nýir aðilar í innanlandsflugi eftir sambærilegri aðstöðu á Akur- eyrar- og Reykjavíkurflugvöllum og Flugfélag íslands hefur yfir að ráða þá beri hinu nýja félagi að uppfylla þær óskir. Loks er Flugfélagi íslands óheim- ilt að auka ferðatíðni í áætlunar- Mikil fundarhöld vora í gær vegna málsins og ljóst er að úr- skurðurinn hefur valdið miklu um- róti meðal væntanlegra starfs- manna Flugfélags íslands. Flugleið- ir og Flugfélag Norðurlands munu næstu daga fúnda um framhald málsins. -rt Stuttar fréttir Snuröa hljóp á þráöinn í viðræðum Eiríks og Stöövar 2: Ég er fárveikur - segir Eiríkur - gamlir þættir í gær og á mánudag „Biðstaða" er komin upp í samn- ingaviðræðum Eiriks Jónssonar og viðsemjenda hans á Stöð 2 um fram- tíð hans á sjónvarpsstöðinni. Snurða hljóp á þráðinn á fóstudag þegar forsvarsmenn stöðvarinnar fóru fram á það við Eirík að breyt- ingar yrðu á störfum hans en ákvæði í samningi hans við stöðina kveður á um að þann 1. apríl verði hlutverk hans endurskoðað. Athygli vakti að nokkurra mán- aða gamall þáttur Eiriks var sýndur á mánudagskvöldið og annar slíkur í gærkvöld. Þegar DV ræddi við Ei- rík i síma í gær sagði hann: „Ég er fárveikur, aldrei þessu vant. Það vill bara svo til núna, ann- ars er ég mjög sjaldan veikur. Ef ég væri það ekki núna væri ég í vinnu. Ég er svo bólginn í hálsinum að ég gæti ekki einu sinni farið í útvarp, hvað þá sjónvarp," sagði Eiríkur. Aðspurður um viðræður hans við yfirmenn sina á Stöð 2 sagði Eiríkur að ekki væru allir alltaf sammála. „Þetta er viðkvæmt starf. Það fer ekkert á milli mála og það er bara eins og gengur að það slái í brýnu hjá mönnum," sagði Eirikur. Hann sagðist ekki vera að hætta á Stöð 2 en starfssamningur hans rynni út um mitt sumar. „Þá er ég hættur en það gerist margt á skemmri tíma en það i þessum sirk- us,“ sagði Eiríkur Jónsson. -Ótt Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904 1600. 39,90 kr. mínútan jáiM Nim j rödd FOLKSINS 904 1600 Ertu fylgjandi frelsi í innanlandsflugi? Snuröa hljóp á þráöinn í samningaviöræðum Eiríks Jónssonar og Stöövar 2. Gamlir þættir hafa því veröi sýndir undanfarin kvöld. Magnesíumverksmiðja Hagkvæmnis- og umhverfisrann- sóknir benda til þess að fram- kvæmdir við magnesíumverksmiðju á Suðumesjum geti hafist strax á næsta ári. Sjónvarpið segir frá. Gróðinn varð að tapi Verðbréfaþing íslands hyggst spyrja stjómendur Útgerðarfélags Akureyringa hvemig á þvf standi að hagnaður sem boðaður var í sumar hefur orðið 250 milljóna króna tap. Sjónvarpið sagði frá. Norðmenn í Bakkavör Norskir aðilar eru að eignast fimmtung í fiskvinnslufyrirtæk- inu Bakkavör og leggja til fé til vöruþróunar og markaðssetning- ar að sögn Viðskiptablaðsins. Sæbergi stefnt Útgerðarfélaginu Sæbergi á Ólafsfirði hefur verið stefnt vegna launaskuldar við 26 sjómenn. Skuldin varð til í þátttöku sjó- mannanna í kvótaviðskiptum út- gerðarinnar. Innheimtan byggir á nýföllnum dómi félagsdóms. Áburðarverksmiðjan seld Ríkissjóður hefur auglýst Áburð- arverksmiðjuna i Gufunesi til sölu í opnu útboði. Tilboðsfrestur er til 30 maí. Morgunblaðið segir ffá. Ný gróðursamtök Ný samtök, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, voru stofhuð í gær, en samtökin ætla að stööva gróður- og jarðvegseyðingu á suð- vesturhorni landsins. Ingvi Þor- steinsson, fyrrv. sérfræðingim á RALA og frumkvöðull að kort- lagningu gróðurfars landsins, er formaður samtakanna. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.