Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Blaðsíða 28
52 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Ofraun „Ég held að þeir ættu að fara sér hægt í að sameinast Fram- sókn og stækka félagið, þegar þeim er ofraun að halda því sam- an eins og það er í dag.“ Bjarki Magnússon Dagsbrúnar- maður í Alþyðublaðinu. Einir eftir „Þar með verðum við einir eft- ir i Evrópu sem bönnum okkar þegnum að neyta landbúnaðaraf- urða frá öðrum löndum.“ Sighvatur Björgvinsson í DV Harðsvíruð ríkisstjóm „Ég vona að þjóðin átti sig á hverra hagsmuna þessi ríkis- stjórn stendur fyrir. Hún er lang- langharðsvíraðasta ríkisstjórn sem við höfum nokkurn tíma haft.“ Steingrímur J. Sigfússon í Al- þýðublaðinu. Spnrnin um réttaröryggi „Allt vekur þetta upp spurn- ingar um almennt réttaröryggi í landinu; að tveir opinberir emb- ættismenn geti hist í sundi og tekið þar ákvörðun um opinbera rannsókn og málshöfðun." Árni Gunnarsson um Spaug- stofumálið í Degi-Tímanum. Ummæli Páskaeggið bíður „Þetta er yndisleg tililnning og frábær stund. Við hefðum all- ar getað unnið. Þegar nafn mitt var kallað fór fiðringur og skjálfti um mig. Nú bíður páska- eggið eftir mér heima.“ Harpa Lind Harðardóttir, feg- urðardrottning Suðurnesja 1997, í DV. Hundur klifrar í trjám Flat Nose eða Flatnefur er blendingur bolabíts og völsku- hunds. Hann hefur haft eðlis- læga áráttu til að klifra í trjám allt frá því hann var smáhvolp- ur. Hann er nú hreinasta stjarna í Bandaríkjunum og Japan. Eig- andi hans, Barney Odom, segir þetta „náðargjöf ‘ úr hendi guðs. Blessuð veröldin Dagblöð úr plasti? Getur hugsast að blöð og bæk- ur framtíðarinnar verði prentuð á plast? Sænska fyrirtækið AB Gelloplast hóf að gefa fréttablað fyrirtækisins út á plasti 1984. í fyrstu var þetta í gamni gert en fleiri létu í ljós áhuga sinn á þessu. Blaðið er prentað á pólý- eten sem blandað er fylliefnum. Hægt er að endurvinna plastið. DV Hlýnandi veður Á sunnanverðu Grænlandssundi er 995 mb lægð sem hreyfist aust- norðaustur en víðáttumikið og vax- andi háþrýstisvæði er suður í hafi. Gert er ráð fyrir vestan- og suðvest- Veðrið í dag anátt næsta sólarhringinn, víða all- hvössu og á stöku stað hvössu síðar í dag. Rigning verður annað slagið um landið suðvestan- og vestanvert en úrkomulítið norðaustan- og aust- anlands. Heldur lægir og léttir víða til í nótt. Hlýnandi veður og víða má reikna með 4 til 7 stiga hita í dag. Horfumar á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir suðvestan stinning- skalda og rigningu eða súld en all- hvassri vestanátt með skúrum þeg- ar líður á daginn. Hiti verður 3-5 stig. Veðrið kl. 6 í morgun Sólarlag í Reykjavík: 20.44 Sólarupprás á morgun: 06.13 Síðdegisflóð i Reykjavík: 19.55 Árdegisflóð á morgun: 08.18 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París Róm New York Orlando Nuuk Vín Washington snjóél 2 alskýjað 3 snjóél á sið. klst. 2 snjóél 2 skýjað 3 skúr á síð. klst. 4 alskýjað 2 alskýjað 0 rigning 3 rigning 5 léttskýjað -2 rign. á síó. klst. 5 þokumóða 5 alskýjað 2 rigning 5 skýjað 7 léttskýjað 11 heiðskírt -4 léttskýjað 2 mistur 8 skýjaó 4 mistur 5 léttskýjað 5 rigning 14 alskýjað 13 léttskýjað 5 heiöskírt 4 rigning 3 heiðskírt 19 skafrenningur -19 léttskýjað 0 skýjaö 6 Sterkasti maður heims í fjögur skipti: Kemur fram hjá David Letterman í kvöld - er farinn að þreytast, segir Magnús Ver „Ég viðurkenni fúslega að ég er farinn að þreytast, aldurinn virð- ist eitthvað vera farinn að segja til sin. Ég ætla hins vegar að halda áfram í þessu á meöan ég held fullri orku, þetta er gaman og mér gengur þokkalega vel,“ segir Magnús Ver Magnússon krafta- karl en hann hélt í gærkvöld utan til Bandaríkjanna þar sem hann kemur fram í þætti hins þekkta Maður dagsins Davids Lettermans. Magnús Ver er nýkominn heim frá kraftakeppni í Ástralíu þar sem hann bar sigur úr býtum. Hann hefur unnið á nokkrum slik- um mótum undanfarin ár, auk þess að vera sterkasti maður heims fjórum sinnum, þar af þrjú síðastliðin ár. „Ég veit svo sem ekki nákvæm- lega hvað Letterman vill mér en þeir eru nýfamir að sýna myndir frá þessum mótum í Ameríku og viðtökurnar hafa verið mjög góð- Magnús Ver Magnússon. ar. Ég get ekki sagt að ég kvíði því að koma fram í þættinum, enda orðinn nokkuð sjóaður í þessu." Magnús segist ekki í nokkrum vafa um landkynningarþáttinn í þessu brölti sínu og segist raunar oft hafa orðið var við það að einu íslendingamir sem fólk erlendis þekkti væru hann og Björk. Hann segist gjarna vildu sjá styrk frá hinu opinbera vegna ferðalag- anna. „Ég lifi og hrærist í þessu og þetta er það eina sem ég geri, keppi, kem fram sem kynnir og þess háttar. Það er hægt að lifa af þessu með góðum stuðningi fyrir- tækja en ég fékk synjun i eina skiptið sem ég sótti um styrk frá utanríkisráðuneytinu. Magnús segist hafa ýmis önnur áhugamál en kraftabakteríuna. Hann sé t.d. um þessar mundir að vinna í því að flytja inn fæðubæti- efni og vítamin. „Síðan álpaðist ég til þess að kaupa mér tölvuleikinn Doom og hann tekur mikinn tíma. Ég reyni svo auðvitað að æfa um fimm sinnum í viku en vegna ferðalaga get ég yfirleitt ekki æft eins mikið og ég vildi," segir Magnús Ver Magnússon. Magnús er í sambúð með Ástu Guðmundsdóttur. Hann á tvær dætur, Steinunni Sif, 7 ára, og Maríönnu, 8 ára. -sv Myndgátan Lætur ekki deigan síga Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. Bikarinn fer á loft í Ásgarði í kvöld. Hrein úrslit í kvenna- bolt- anum í kvöld kl. 20 i Garðabæ mæt- ast Stjaman og Haukar í fimmta leik liðanna um íslandsmeistara- titilinn í handknattleik kvenna. Haukar unnu fyrstu tvo leikina og margir töldu Stjömuna þar með úr leik. Þær hafa hins vegar heldur betur bitið frá sér, jöfn- uðu metin í fyrrakvöld og nú er hreinn úrslitaleikur 1 kvöld. Reikna má með fullu húsi í Ás- garði og eins gott fyrir áhan- gendur liðanna að láta sig ekki vanta. Bikarinn fer á loft í kvöld. íþróttir í kvöld er líka leikið á Reykja- vikurmótinu í knattspymu en þá mætast Valur og Víkingur á gervigrasinu í Laugardal. Leik- urinn hefst kl. 20.30. Bridge Landslið ítala vann góðan sigur, 73-29 á landsliði Bandaríkjanna á Forbo-bridgemótinu sem fram fór í Hollandi í janúarmánuði síðastliðn- um. í þessu spili græddu ítalir 13 impa, þrátt fyrir að sami samningur hafi verið spilaður á báðum borð- um. Sagnir gengu eins á báðum borðum: f K853 * G1096 -f ÁG9 * 107 * Á62 V D2 * K74 * KG984 * G4 * ÁK83 * D105 * ÁD63 Suður Vestur Norður Austur 1 Grand pass 2 * pass 2 * pass 4p/h í lokuðum sal varð Bob Hamman sagnhafi og fékk út tígulsjöu. Hann átti slaginn á niuna í blindum og svínaði strax hjartagosa. Versace, sem sat í vestur, drap á drottningu og spilaði meira hjarta. Hamman svínaði næst laufdrottningu sem Versace drap á kóng og spilaði lauf- gosa. Eftir þessa byrjun fékk Ham- man ekki nema 9 slagi. Á hinu borð- inu var Lanzarotti sagnhafi og fékk út tígulfjarka. Hann átti fyrsta slag- inn á gosann og svínaði strax lauf- drottningu. Freeman, sem sat i vest- ur, drap á kóng og spilaði áfram tígli. Lanzarotti drap á drottningu heima, lagði niður laufás og tromp- aði lauf með hjartagosa. Austur henti tígli og eftirleikurinn var auð- veldur. Trompdrottning var sönnuð í vestur, næst kom hjarta á ás, fjórða laufið trompað og síðan hjarta á kóng. Spaðakóngur varð siðan 11. slagur sagnhafa. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.