Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 13 pv_________________Fréttir Viðvörunarskilti á Skeiðarársandi Almannavarnir ríkisins hafa í samvinnu við Vegagerð- ina lokið við gerð og uppsetn- ingu viðvörunarskilta á Skeið- arársandi. Skiltum þessum er ætlað að vekja athygli ferða- manna á þeirri hættu sem m.a. stafar af sandbleytu og kviksyndi á þeim svæðum sem Grímsvatnahlaupið fór yfir í nóvember 1996. -RR Stórvirkar vinnuvélar hafa að undanförnu fjarlægt brunarústir fiskverkunarhússins Mar-ís viö Hrannargötu í Kefla- vík sem brann til kaldra kola. Ekki hefur verið ákveðið hvort byggt verður á lóðinni á ný. DV-mynd Ægir Már Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs EskiQarðar naumlega samþykkt: Ber keim af fjárfestingar- fýlliríi, segir minnihlutinn DV, Eskifirði: Síðari umræða um ijárhagsáætl- un bæjarsjóðs Eskifjarðar fyrir árið 1997 fór fram nú í mánuðinum og var hún samþykkt naumlega með 4 atkvæðum meirihlutans gegn 3 at- kvæðum minnihlutans. Miklar framkvæmdir verða á vegum bæjar- ins í ár og verulegum fjárhæðum verður veirið til holræsa, gatnamála og bundið slitlag lagt á nokkrar göt- ur. Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir: Skatttekjur eru 171,3 m.kr. Rekstur málaflokka samtals 134,2 milljónir króna. Tekjur umfram gjöld 36,8 m.kr. Fjárfesting verður 87,7 m.kr., sem skiptist í gjaldfærða upp á 27 m.kr. og eignfærða sem nemur 61 m.kr. Ný langtímalán verða tekin upp á 15 milljónir króna. Nettó greiðslu- byrði lána er áætluð 15 m.kr. Minnihlutinn har fram eftirfar- andi bókun við afgreiðslu íjárhagsá- ætlunar: „Við afgreiðslu á fjárhags- áætlun í fyrri umræðu voru tekjur ofreiknaðar um 20 milljónir króna. Út frá því var gengið í fjárfestingar- áætlun að tekjuáætlun væri rétt og ijárhagsáætlun síðan afgreidd með smá tekjuafgangi. Þrátt fyrir þessi mistök leggur meirihlutinn til að haldið verði fyrri ferð í fram- kvæmdum, i engu slegið af og ijár- festingaráætlunin afgreidd með verulegum halla. Umframeyðslan afgreidd með lántökuu upp á 15 m.kr. Þetta teljum við óábyrga fjár- festingarstefnu, sem ber keim af fjárfestingarfylliríi eða nálægð kosninga." -RT Aðalfundur Skagstrendings hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl 1997 í Felisborg, Skagaströnd, og hefst ki. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 11 gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um 10% hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félags- ins 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Skagstrendings hf. Austurstræti 12a — 101 Reykjavík Sími (tel) 354-562 3570 - Fax 354-562 3571 Stanslausar d sýningar O None stop shows Opnunartími Opening hours sun til fim Sun to Thu 21.00-01.00 fös til lau Fri to Sat 21.00-03.00 Frítt inn til kl. 23.00 alla daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.