Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 45 LeikhúskjaUarinn: Listamanna- hjónaband Frá Danmörku eru væntan- legir aíbragðslistamenn til að frumsýna hér nýtt verk um stormasamt hjónaband hins þekkta tónskálds Carls Nielsens og myndhöggvarans Önnu Mar- íu Brodersen en þau voru meðal fremstu listamanna Dana fýrr á öldinni. Nú hafa verið grafin upp bréf þeirra hjóna sem sýna nýja hlið á þessu frægu listamönnum en dóttir þeirra gaf leyfi til að þau yrðu notuð í þessa dagskrá. í verkinu fylgjumst við með lífi þeirra frá því þau hittast og verða ástfangin, í gegnum storma og velgengni, en Anna María dvaldist langdvölum er- lendis vegna starfa sinna á með- an Carl var heima í Danmörku. Leikhús Leikkonan Fritze Hedemann les bréf Önnu og Claus Lembek, óperusöngvari við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, syngur hins vegar bréf Carls. Með þeim er einn þekktasti pí- anóleikari Dana, Mogens Dal- gaard, sem leikur verk Carls Ni- eisens. Sólveig Eggertsdóttir sýnir í Ný- listasafninu. Sólveig sýnir Sólveig Eggertsdóttir opnaði sýningu í Nýlistasafninu sl. laug- ardag. Á sýningunni eru verkin Huldir speglar og Svo sem í skuggsjá sem er innsetning úr gleri. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og henni lýkur 27. apríl. Olía og akrýl Guðrún Einarsdóttir opnaði eixrni sýningu í Nýlistasafninu á laugardag. Hún sýnir ný verk í olíu og akrýl í efri sölum saftis- ins. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Sýningin stendur til 27. apríl og er opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Samkomur Grensássókn Kvenfélag Grensássóknar held- ur fúnd í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20. Upplestur, gaman- mál, kafíiveitingar o.fl. Gestir velkomnir. Tognun í hálsi Whiplash ísland, samtök fólks með tognun á hálsi og baki, held- ur fund í kvöld kl. 20 á ÍSÍ-hótel- inu í Laugardal. Gestur á fundin- um verður Hallgrímur Þ. Magn- ,ússon læknir. Allir áhugasamir velkomnir. Lekkert á Gauknum Hljómsveitin Lekkert leikur á Gauki á stöng. Sveitin flytur óraf- magnað gæöarokk. Tarzan hættir Bóka- og yfirlitssýningunni Tarzan á tslandi í 75 ár lýkur á miðvikudag. Sýnt er I Þjóðarbók- hlöðunni og er hún opin til 19 virka daga og 17 á laugardögum. Mosfellsbær, viö Btíöubakka SORW móttö flokku Grafarvorur, viö Bæjarflöt Við Ánanaust Ártúnshöfði, viö Sævarhöföa Mlðhraun 20, á mörkum Garöabæjar og Hafnarfjaröar Brelðholt, viö Jafnasel Kópavogur, viö Dalveg Woody Harrelson er Larry Flint í Sambíóunum. Woody komið víða við Woody Harrelson leikur klám- kónginn Larry Flint í mynd sem Sambíóin sýna þessa dagna. Harrelson hefur sannað sig á hvíta tjaldinu eftir áralanga við- dvöl í sjónvarpi en íslendingar kannast kannski helst við hann í hlutverki Woody Boyd, barþjóns- ins í Staupasteini. Fyrsta hlut- verk Harelsons var þegar haxm lék menntaskólapilt sem lék am- erískan fótbolta meö skólaliðinu í myndinni Wildcat en síðan þá hefur hann leikið á móti mörg- um stórstjömum. Þar má nefna Wesley Snipes í White Men Can’t Jump og Money Train, hann lék á móti Demi Moore og v Myndlistarsýning: Portmyndir á Laugvegi Þessa dagana stendur yfir myndlistarsýningin Portmyndir við Laugaveg og Bankastræti. Markmið sýningarinnar eru að fara út úr heföbundnum sýning- arsölum og tengja listina annríki dagsins. Verkunum verður komið fyrir í undirgöngum og sundum við Laugaveg og Bankastræti. Um Skemmtanir er að ræða sýningu á innsetning- um, listaverkum sem eru unnin sérstaklega inn í ákveðin valin port. Það era tólf listamenn sem taka þátt í sýningunni og uppistaðan í þeim hópi era listamenn sem hafa veriö virkir á þessum vett- vangi síðastliðin þrjú ár. Margir hverjir hafa hlotið viöurkenningu fyrir verk sin, notið styrkja frá ríki og borg og eiga verk á opin- beram söftium. Listamaöur við eitt verka sinna í porti við Laugaveg. Hótel Saga: Kynning um Ekvador í kvöld verður boðið upp á sér- stæða ferðakynningu í A-sal Hótel Sögu, kl. 20.30. Þar mun ferðaskrif- stofan Landnáma bjóða upp á kynn- ingu um náttúruundur og menn- Ferðakyniúng ingu í Ekvador, Galapagos og Ama- son- regnskóginn. Það er Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur sem leið mvm kynning- una í máli, myndum og tónum en jafnframt mun gefast tækifæri til þess að spjalla við fólk sem búið hef- ur í Ekvador um langt skeið. Markmiö kynningarinnar er að vekja athygli á ævintýraferðum Landnámu á þessar slóðir en þær munu standa íslendingum til boða til 20 október. ítarleg ferðaáætlun liggur fýrir en eingöngu verður far- ið með 40 manns í ferðina. Ari Trausti Guðmundsson sér um kynninguna. Fyrsta barn Þessi myndarlega stúlka fæddist á fæöingar- deild Landspítalans 11. apríl kl. 09.30. Hún var Barn dagsins 3.325 grömm að þyngd og 50 sentímetrar að lengd. Foreldrar hennar era Sandra Kjartansdóttir og Halldór K. Þórisson. Stúlkan er fyrsta bam þeirra. Kvikmyndir Robert Redford í Indecent Propo- sal og loks lék hann Mickey í mynd Olivers Stone, Natural Bom Killers. Meðal þeirra mynda sem hann leikur í á næst- unni má nefna The Sunchaser í mynd Michaels Cimino. Nýjar myndir: Bíóborgin: Lesið í snjóinn Háskólabíó: The Empire Strik- es Back Laugarásbíó: The Empire Stri- kes Back Kringlubíó: Lesið í snjóinn Bíóhöllin: The Devil’s Own Regnboginn: Englendingurinn Stjömubíó: The Devil’s Own Krossgátan r- 2' 3 * 15- L r~ S IO rr 1 II / rr~ 14 J * IL i 18 n Lárétt: 1 deila, 6 þræll, 7 hljóöfæri, 8 vex, 10 gleymska, 11 eflist, 13 beita, 15 kvendýr, 16 fisk, 17 fáviðri, 19 málgefna, 20 kyrrð. Lóðrétt: 1 Eggjarauðu, 2 víða, 3 stjaki, 4 systur, 5 kom, 6 spil, 9 ákaf- an, 12 skip, 14 gegnsæ, 16 snemma, 18 íþróttafélag. Lausn á síöustu krossgátu: Lárétt: 1 brot, 5 ösp, 7 lífemi, 9 ómyrk, 11 æð, 12 musteri, 14 ertu, 15 sin, 16 gaurs, 18 án, 19 gum, 20 dimm. Lóðrétt: 1 blóm, 2 rímur, 3 of, 4 tert- ur, 5 örk, 6 snæri, 8 iðinn, 10 ystum, 13 essi, 14 egg, 17 au, 18 ám. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 104 11.04.1997 kl. 9.15 Eininfl Kaup Sala Tollgenfli Dollar 71,280 71,640 70,940 Pund 115,710 116,300 115,430 Kan. dollar 51,120 51,440 51,840 Dönsk kr. 10,8840 10,9410 10,9930 Norsk kr 10,2350 10,2920 10,5210 Sænsk kr. 9,2750 9,3260 9,4570 Fi. mark 13,8750 13,9570 14,0820 Fra. franki 12,3200 12,3900 12,4330 Belg. franki 2,0087 2,0207 2,0338 Sviss. franki 48,5000 48,7600 48,0200 Holl. gyllini 36,8600 37,0800 37,3200 Þýskt mark 41,4600 41,6700 41,9500 ít líra 0,04195 0,04221 0,04206 Aust. sch. 5,8870 5,9240 5,9620 Port. escudo 0,4141 0,4167 0,4177 Spá. peseti 0,4904 0,4934 0,4952 Jap. yen 0,56530 0,56870 0,58860 írskt pund 110,340 111,030 112,210 SDR 96,75000 97,33000 98,26000 ECU 80,9300 81,4100 81,4700 Simsvari vegna gengisskréningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.