Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 DeVilbiss Fréttir DV, Akranesi: Rekstur Hótel Stykkishólms gekk mjög illa á síðasta ári og er unnið að endurskipulagningu rekstrarins að sögn Sigurðar Skúla Bárðarsonar hótelstjóra. I>V Hótel Stykkishólmur: erfiður rekstur Nýting hótelsins var góð yfir sum- armánuðina en veturinn hefur verið mjög erflður og skuldir hótelsins eru töluverðar. Stykkishólmsbær, sem á 77% hlutafjár í hlutafélaginu Þór sem rekur hótelið, samþykkti á síðasta fundi sínum að beina því til stjómar Þórs hf. að leitað yrði eftir auknu hlutafé utan núverandi hluthafahóps og að ákvörðun um hlutafjáraukn- ingu bæjarins yrði tekin með hlið- sjón af aukningu annarra aðila. Forsenda þess að bærinn setji meira fé í fyrirtækið sé sú að rekst- urinn verði endurskipulagður. Samkvæmt heimildum lítur rekst- ur Hótel Stykkishólms vel út næstu 5 mánuði en ljóst er að ekki er hægt að reka hótelið með svo miklar skuldir til langs tíma án aukningar hlutafjár og skuldbreytinga. -DVÓ Sparisjóður Keílavíkur: sprautukönnur og fylgihlutir í úrvali 17 milljóna hagnaður Þegar gæðin skipta máli Skeifan 11 D • Sími 568 6466 DV, Suðurnesjum: Heildartekjur Sparisjóðsins í Keflavik 1996 voru 903,5 milljónir og heildargjöldin 190,5 milljónir. Fram- lag til afskriftareiknings útlána nam 86,8 milljónum. Hagnaður af rekstri Sparisjóðsins eftir skatta varð 17,1 milljón króna. Þetta kem- ur fram í nýrri ársskýrslu Spari- sjóðsins. Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok námu 4,9 milljörðum og höfðu aidiist frá fyrra ári um 116,3 milfjónir eða 2,4%. Ef núvirði verð- bréfaútgáfu er bætt við innlán námu þau um 6,3 milljörðum. Heild- arútlán námu 6,0 milljörðum í árs- lok og höfðu aukist um 275 milljón- ir frá árinu áður eða um 4,8%. Útlán til viðskiptamanna námu 5,8 millj- örðum eða 96,3% af heildarútlánum og höfðu þau aukist um 7,4% frá ár- inu áður. Eigið fé sjóðsins nam í árslok 556 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall samkvæmt ákvæðum 54. greinar laga um banka og sparisjóði var í árslok 12,11%. Sambærilegt hlutfall árið áður var 9,45%. Á árinu var meðaltal stöðugilda hjá sjóðnum 68,6 og námu launagreiðslur 148,6 milljónum. Sparisjóðurinn í Keflavík verður 70 ára 7. nóvember. Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík og rek- ur sjóðurinn útibú í Njarðvík, Garði og Grindavík. Sparisjóðsstjóramir eru tveir, Geirmundur Kristinsson og Páll Jónsson. -ÆMK ASKRIFTARFERÐIR DV OG FLUGLEIÐA Vinningur Einn heppinn askrifandi DV er dreginn út í viku hverri og hreppir ferð fyrir tvo til St. Petersburg Beach í Florida ásamt gistingu í eina viku. Sólarstundin nálgast Heppinn áskrifandi DV verður dreginn út næsta miðvikudag. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-Ferðum í Helgarblaði DV. Ert þú heitur? Allir skuTdlausir áskrifendur DV, nýir og núverandi, eru með í sólarpottinum. DV-Ferðir alla laugardaga Alla laugardaga er umfjöllun í DV-Ferðum þar sem er að finna upplýsingar og vandaðar frásagnir um ferðalög innanlands og utan. Sólarftöfuðborg Flugleiða í ár. Sannkallað ævintýri fyrir alla fjölskylduna. St. Peterburg Beach er einn vinsælasti áíangastaður sólþyrstra ísléndinga í Florida. Þar bjóðast nær óteljandi tækifæri til hvers konar skemmtunar og útivistar, góðir gististaðir, yndisleg strönd, frábær aðstaða fyrir ferðamenn, þar sem allt er í boði, og hagstætt verðlag. Islenskur fararstjóri verður á St. Petersburg Beach 27.5. - 2.9. í ferðum sem hefjast á þriðjudögum og lýkur á mánudöguin. FLUGLEIDIR Traustur islenskur ferðafilagi Fjölmargir án bílbelta DV, Akureyri: Lögreglumenn á Ólafsfirði og Dal- vík könnuðu sérstaklega í vikunni notkun bílbelta í bæjunum tveimur og reyndist útkoman slök, að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði. Á stuttum tíma voru 8 ökumenn stöðvaðir sem ekki voru með beltin spennt og þurfa þeir að greiða sekt vegna þessa. Einn ökumaður var einnig tekinn fyrir að viröa ekki stöðvunarskyldu og annar stöðvað- ur réttindalaus á vélsleða. -gk Grindavík: Nýr slökkvibíll DV, Suðurnesjum: „Ég er mjög ánægður með aö fjár- veiting sé komin til að kaupa slökkvi- bíl. Það er veriö að hressa upp á bíla- flotann en meðalaldur hans er 25 ár. Við erum ekki búnir að ákveða hvemig bíll verður keyptur en okkur vantar dælubíl," sagði Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grinda- vík, i samtali við DV, en bæjarstjóm Grindavíkur hefur ákveðið að verja allt að 8 miiljónum króna á þessu ári til að kaupa slökkviliðsþifreið. Ásmundur segir að nú verði reynt að vinna úr þessum fjármunum til að kaupa notaðan og góðan bíl, en dælu- bíllinn sem fyrir er sé orðinn gamall og lúinn og þarfhist mikilla viðgerða enda frá árinu 1964 og ekki er lengur hægt að treysta á hann þegar útkall verður. Slökkvilið Grindavíkur er með 4 bíla. -ÆMK Eru Eiðar að fara í eyði? DV, Egilsstöðum: Það virðist vera að halla undan fæti fyrir skólahaldi á Eiðum. Fyrir tveim árum var Alþýðuskólinn lagð- ur niður sem slíkur og rekstur skóla- halds á staðnum sameinaður Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú er svo komið að einungis 38 nemendur frá ME era á Eiðum og ekki líklegt að þar verði rekinn skóli meö svo fáum nemendum. Á Eiðum hefur lengi verið starfandi 10. bekkur grunnskóla en vitað er að hann verð- ur ekki starfræktur þar næsta vetur. Á Eiðum er heimavist fyrir um 100 manns, mötuneyti, sundlaug og íþróttahús, auk kennarabústaða. Því er mikið í húfi að þessi hús verði nýtt áfram. Mikill áhugi er á því eystra að fmna leiðir til að nýta þessi mannvirki á Eiðum en á þessari stvmdu er allt í óvissu um framtíð skólahalds þar. -SB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.