Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 Fréttir Ólga meðal vagnstjóra SVR: Trúnaðarlæknir SVR kærður til landlæknis „Þetta er tvímælalaust trún- arbrot læknis gagnvart sjúklingi. Hann gengur svo langt að birta sjúkrasögu mína og að auki, sem er sýnu alvarlegra, þá leggur hann til við stjómendur SVR að ef veikindi mín taki sig upp aftur þá verði ég rekin úr núverandi starfi. Hann fer þarna langt út fyrir sitt svið og leggur til að brotið verði gegn rétt- indum mínum sem opinbers starfs- manns,“ segir Unnur Eggertsdóttir, vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, sem kært hefúr trún- aðarlækni SVR til embættis land- læknis. Forsaga málsins er sú að Unnur veiktist í baki í september sl. haust og var frá vinnu þar til í síðasta mánuði. Hún hefúr verið í meðferð bækltuiarsérfræðings og sjúkra- þjálfara allar götur síðan. Hún hóf störf í byijun mars en þá fór fyrir- tækið fram á það að trúnaðarlækn- ir þess, Kjartan Magnússon, gæfi út vottorð um það hvort Unnur væri hæf til að byrja að vinna á ný. í vottorðinu, sem er vélritað A-4 blað, kemur fram álit Kjartans á veikindum Unnar, auk þess að hann lýsir því yfir að hann geti ekki ráðlagt SVR að láta hana halda áfram akstri taki veikindin sig upp á ný. DV hefur undir hönd- um vottorð læknisins og þar segir orðrétt: „Ég hef í samtali við hana tjáð henni að taki veikindin sig upp geti ég ekki mælt með því við stjómendur SVR að hún haldi áfram akstri strætisvagna á leiðum SVR.“ Einkasamtöl „Hann vísar í samtöl sem við átt- um og ég taldi vera milli mín og hans. Þetta er með slíkum ólíkind- um af lækni að vera að ég get ekki látið það óátalið. Ég hef frelsi til að Kálfatjamarprestakall: Höfum ekkert illt gert af okkur „Þetta eru hrein ósannindi og getgátur. Við höfum ekkert illt gert af okkur og við höfðum ekk- ert samráð við sóknamefnd Bessa- staðasóknar. Innan sóknamefnd- arinnar hér em meira að segja skiptar skoðanir á þessum úrslit- um,“ segir Símon Kristjánsson, sóknamefhdarmaður i Kálfatjam- arsókn, um þær ásakanir sem bomar hafa verið fram um að hans sóknamefnd og Bessastaða- sóknamefhd hafi haft samráð um að styðja séra Bjama Karlsson til embættis sóknarprest og þar með hafi verið gengið gegn stærstum hluta íbúa prestakallsins, Garðbæ- ingum. „Hjá okkur var enginn með áróður og á sóknamefndarfúndi okkar daginn fyrir kosninguna komum við okkur saman um að hver skyldi kjósa eftir bestu sann- færingu. Á fúndinum komu fram meðmæli með öllrnn frambjóðend- unum þannig að okkar atkvæði féllu ekki á einn frambjóðanda,“ segir Símon. -rt Unnur Eggertsdóttir, vagnstjórí hjá SVR, hefur kært trúnaóariækni fyrirtækisins til embættis landiæknis og sakar hann um trúnaöarbrot. Mikil reiði er meöal vagnstjóra vegna málsins og trúnaðarmaöur þeirra segir þá standa jjétt að baki Unni. Hér er hún við vagn sinn. DV-mynd Hilmar Pór segja það sem ég vil um heilsufar mitt en hann hefúr það ekki án mins samþykkis. Mér virðist sem forstjórar geti þama pantað vottorð til að koma höggi á starfsmenn. Ég mun fylgja þessu máli eftir eins langt og ég þarf,“ segir Unnur. Kjartan Magnússon læknir, sem kæra Unnar beinist að, segist taka þessar ásakanir mjög nærri sér og hann hafnar því alfarið að um sé að ræða trúnaðarbrot hans við sjúkling. „Unnur var búin að reifa sjúk- dómssögu sína í Morgunblaðinu síðasta haust. Það sem ég segi í vottorði mínu er ekkert sem hún hafði ekki sagt áður og þetta er ekki trúnaðarbrot af minni háifu. Mín tillaga var ekki sú að hún yrði rekin heldur var ég að benda á að vagnstjórastarfið kynni að verða henni of erfitt með tilliti til veik- inda hennar,“ segir Kjartan sem þegar hefúr svarað landlækni varð- andi málið. Hitafundur Vagnstjórar héldu hitafúnd í fyrrakvöld þar sem þetta mál var m.a. rætt. Þar kom fram mikill stuðningur þeirra 60 vagnstjóra sem fúndinn sátu. Almennt voru fundarmenn á þeirri skoðun að trúnarbrestur hefði orðið á milli trúnaðarlæknisins og vagnstjóra. „Það er geysilega mikil ólga með- al vagnstjóra út af þessu máli. Okk- ur finnst þetta vera aðfor að henni og í mínum huga er þama um að ræða skýlaust trúnaðarbrot. Vagn- stjórar eru mjög reiðir vegna máls- ins sem er allt hið ótrúlegasta," segir vagnstjóri sem sat fundinn en vill ekki láta nafns síns getið. Sigurbjöm Halldórsson, einn trúnaðarmanna vagnstjóra, segir vagnstjóra vera mjög reiða vegna málsins sem ekki sé einsdæmi. „Það er mjög alvarlegt þegar trúnaðarlæknir brýtur trúnað við sjúkling og við vagnstjórar stönd- um þétt að baki Unni í þessu máli. Þetta er ekki eina dæmið um að trúnaðarlæknirinn hafi brugðist trausti okkar og við treystum hon- um einfaldlega ekki lengur,“ segir Sigurbjöm. -rt Dagfari Gjörið svo vel að ræna Fólk og fjölmiðlar hafa verið æsa sig vegna ránsins hjá 10-11 verslununum. Ræningjamir sagð- ir biræfiiir að ráðast til atlögu um hábjartan daginn og gerðu meira að segja tilratm til að rota sendil- inn. Lögreglan hefúr handsamað mann sem á bil sem iagt var á sama stað í Brautarholtinu og þegar bíll ræningjanna í Lands- bankanum fannst um árið. Það hefur verið upplýst að maðurinn sem á bílinn sem fannst í Brautar- hotinu er góðkunningi lögregl- unnar. Raunar dæmdur maður sem hefur ekki hafið afþlánun. Síðast þegar fréttist var búið að handtaka góðkunningja góðkunn- ingja lögreglunnar og báðir í haldi og yfirheyrslum. Já, fólk er að hneykslast á rán- inu og bíræfninni. En hvað er eðlilegra heldur en að félausir og dæmdir menn taki sig til og ræni banka og verslanir þegar þeir hafa ekkert annað að gera meðan þeir bíða eftir afþlán- un? Ekki er heldur ólíklegt að þetta séu sömu mennimir og rændu Búnðarbankann á Vestur- götunni og íslandsbanka í Lækjar- götu og guð má vita hvað þeir hafa rænt marga banka og kaupa- héðna xnn dagana. Þetta hefur tek- ist svo ágætlega fram að þessu og hvers vegna ættu þeir þá ekki að halda áfram á sömu braut? Vanir menn með reynslu. Gott líka að vera búnir að safiia nokkrum miijónum á bankabæk- ur til ávöxtunar meðan þeir sitja inni fýrir önnur minni háttar af- brot sem era svo lítilfjörleg að það tekur því eiginlega ekki að stinga þeim inn. Þeir era látnir ráfa um í óvissu, vikum og mánuðum sam- an, aðgerðarlausir og atvinnu- lausir og hvers vegna skyldu þeir þá ekki snúa sér að þeirri at- vinnugrein sem þeir kunna? Ekki síst þegar peningafúlgur era sendar á milli búða og kontóra í töskum og pokum og notaðir til flutningsins sendlar og annað góðhjartað fólk sem á sér einskis ills von. Það sem klikkaði í þessu ráni var að sendillinn var vel á sig kominn líkamlega, og var seinrotaður og þoldi barsmíð- amar. Hvemig geta ræningjar bú- ist við því að venjulegir sendlar veiti mótspymu og rotist ekki strax og þeir era barðir? Annað var það líka sem klikk- aði. Tveir menn, sem af algjörri tilviljun áttu leið um húsið þar sem ránið fór fram, urðu á vegi ræningjanna og eltu þá nógu lengi til að geta borið kennsl á bifreið- ina. Þessa sömu bifreið og lagt var í Brautarholtinu á sama stað og bíllinn fannst forðum. Nú hefði lögreglan að vísu get- að beðið í Brautarholtinu eftir að maöurin kæmi aðvífandi og legði bílnum, en lögreglan vissi auðvit- að ekki um að bílnum yrði lagt á sama stað og síðast og þess vegna var það lán í óláni að ræningjam- irskyldu rekast á þessa tvo menn sem endilega þurftu að fara að elta þá. Hins vegar er það lögreglunni til hagræðis að maðurinn sem átti bílinn, og fannst við bílixm, skyldi vera dæmdur maður að bíða eftir afþlánun því þannig má þrengja hringinn þegar rán era framin og leita einmitt af þeim mönnum sem ganga lausir þrátt fyrir fang- elsisdóma. Auðvitað má halda því fram að rán væra ekki framin ef þeir væra bak við lás og slá. En úr því bankar og kaupmenn bjóða upp á það að vera rændir og rán era á annað borð framin, þá er líka miklu auðveldara að vita hveijir fremja ránin. Lögreglan hefur góðar gætur á góðkunningjum sinum og veit upp á hár hvar þeir leggja bíltmum sínum í Brautar- holtinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.