Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 7 DV Sandkorn Troðfull vél Samkeppnin S innanlandsfluginu tekur á sig ýmsar myndir. Fyrir helgi, mitt í umræðunni um um- deilda sameiningu Flugleiða og FN, gerðist það að Flugleiðir urðu að fresta flugi til Sauð- árkróks vegna veðurs. Far- þegar héldu að þeir myndu missa alveg af ferð til borgar- innar þegar kvisaðist út að vél frá ís- landsflugi, sem ekki gat flogið til Siglufjarðar, myndi koma við á Króknum og taka þá upp i. Vél íslandsflugs var troðfyllt en samt urðu einhverjir að verða eftir. Þegar þetta fregnaðist til höfúð- stöðva Flugleiða mun snúður hafa komið á menn og þeir í fyrstu neit- að að greiða reikning íslandsflugs. Á endanum fékkst reikningurinn greiddur en Flugleiðamönnum var ekki skemmt. Ríkasti pabbinn í einum 6 ára bekk í skóla í höf- uðborginni snerist umræðan á dög- unum um hver ætti ríkasta pabbann. Ein stelpan sagðist eiga svo ríkan pabba að mamma henn- ar gæti bara verið heima og þyrfti ekk- ert að vinna. Hún færi í all- ar búðimar og eyddi pen- ingunum hans pabba í fót. Einn strákur- inn í bekkn- um bætti um betur og sagði: Pabbi minn er svo ríkur að hann keyrir aldrei til Vestmannaeyja. Hann tekur annað hvort flugvél eða skip þegar hann fer þangað." „Sími í leg- göngum" Ungmennasamband íslands held- ur úti riti sem heitir Skinfaxi og er ætlað ungu fólki. I blaðinu kennir ýmissa grasa og er margt þar ágætt. Lesend- ur ráku þó sumir hveijir upp stór augu þegar nýjasta tölublaðið barst þeim í hendiu þvi svo var að sjá sem próförk blaðsins hefði lokað báðum augum. Á bls. 59 í blaðinu er fræðsla um ýmislegt sem snýr að kynlífi og kemur þar við sögu getnaðarvöm sem þeir Skinfaxamenn nefiia „lyggjuna". Þá er fóiki ráðlagt að setja vamir í „ieggönd" undir ákveðnum kringumstæðum. Það sem þó ber hæst er væntanlega simi í leggöngum sem fellur undir skilgreininguna „náttúrulegar að- ferðir". Orðrétt segir: ...dagatalsað- ferðin, breytingar á sími i leggöng- um. Undir herlegheitunum öllum tróna merki Flugmálastjómar og Hjálparstofnunar kirkjunnar - með þinni hjálp. Nú velta menn fyrir sér hvort símavæðing þjóðarinnar eigi sér engin takmörk. Kviðsvið ísfirðingum hefur að undanfömu orðið tiðrætt um sviðahausa eftir að stjómsýslu bæjarins var skipt upp í einstök svið. Gísli Hjartarson, ritstjóri Skut- uls, hefúr við mismikinn fognuð haldið úti skrifum í bæjarblöðun- um þar sem hann uppnefn- ir forstöðu- menn hinna ýtnsu sviða. Nú mun Gisli hafa bætt um betur og kall- ar undirstöðu bæjarapparatsins, starfsfólkið á bæjarskrifstofunni, sviðalappimar. Hina ýmsu fulltrúa stjómsýslunnar, sem hvomgum hópnum tilheyra, kallar hann svo því virðulega nafiii kviðsviðin. Umsjón: Róbert Róbertsson og Reynir Traustason Fréttir Hættan á skjálfta upp á 5,5 ekki úr sögunni: Ekki nogu oflugur til að brjóta hús - segir Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræðingur „Við höfúm haft áhyggjur af þvl að í kjölfar þeirra hreyfinga sem hafa verið á svæðinu við Ölkeldu- háls gætu hreyfingamar færst í sprungu til suðurs. Ef það gerist má allt eins búast við skjálfta af stærð- inni 5,5 á Richter en það er stærsti skjálfti sem mælst hefur á þessu svæði á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur um skjálftavirknina sem verið hef- ur við Ölkelduháls siðan um helgi. Stærsti skjálftinn á svæðinu nú varð rúmir 4 á Richter um kl. 11 á laugardagskvöld og síðar um nótt- ina varð annar aðeins minni. Rúm- lega þúsund smáskjálftar urðu á svæðinu á sunnudag, um 400 á mánudag og enn færri í gær. „Mér sýnist hafa dregið úr þessu en það segir ekkert um það að hætt- an á stærri skjáiftum sé liðin hjá. Mesta virknin er suður af Hengils- svæðinu, í átt til Þrengslanna. Dragi menn línu frá Ölkelduhálsi, þar sem mestu skjálftarnir hafa ver- ið nú, og til suðsuðvesturs um Hell- isheiði, þá lenda þeir suður í Þrengslunum. Við höfum óttast að svæðið þarna á milli kynni að brotna í skjálfta og ef það gerist þá sýna mælingar að við gætum fengið skjálfta allt að 5,5 á Richter." Ragnar segir að búast megi við þessum stóru skjálfttnn í fjalllend- inu þar sem byggð er lítil en Hjalla- hverfið sé þó ekki nema um 5-10 km austan við þetta svæði. „Skjálfti af þessari stærðargráðu myndi ekki valda neinum usla. Þetta yrði vissulega óþægilegur hristingur en hann myndi ekki brjóta hús eða neitt slíkt. Það helsta sem gæti gerst er að breytingar yrðu á hverum og slíku, einhver tímabundin röskun, en það er allt og sumt,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. -sv íbúar í Ölfusinu rólegir: Líklega oröin vön skjálftunum - segir Einey Þórarinsdóttir, húsfreyja á Bjarnastöðum „Við höfum vissulega fundið fyrir þessum skjálftum en þeir hafa ekki haft nein áhrif á okkur nú frekar en endranær. Við leggjumst óhrædd á koddann á kvöldin og líklega erum við bara orðin vön skjálftunum,“ segir Einey Þórarinsdóttir, hús- freyja á Bjamastöðum í Hjallahverfi í Ölfusi. Einey segir enga ástæðu til þess að vera að velta sér upp úr því þótt jarðfræðingar segi að hugsanlega geti skjálfti upp á 5,5 á Richter ein- hvern tíma komið. Sagt sé jafnframt að hús séu ekki í hættu vegna þess og því sé ekki ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta yfir einhverju sem aldrei verður. „Það má kannski segja að ástæða væri til að huga að lausamunum í hillum en þar með er það líka talið sem ég sæi ástæðu til að gera. Mér finnst þó ekkert athugavert við það þótt fólk hafi einhvern viðbúnað ef þvi líður betur með það. Ég veit hins vegar ekki um neinn hér í kringum okkur sem lætur þetta raska ró sinni,“ segir Einey Þórar- insdóttir. -sv Barnaspítali Hringsins: RS-tilvikum fækkar verulega „Tilfellum hefur ótvírætt fækk- að og okkur sýnist þetta vera í rénun. Það er með þetta eins og annað sem sem er að ganga að hrinan líður hjá. Það sem er þó sérstakt nú er hve harður sjúk- dómurinn hefur verið og hve þungt hann hefur lagst á marga," segir Þórólfur Guðnason, læknir á Barnaspítala Hringsins. Þórólfur segir að óvenjumörg böm á fyrsta ári hafi verið lögð inn vegna RS-sjúkdómsins nú og að ástandiö hafi varað lengur en nokkru sinn, eða frá því í janúar. Hann segfr að þótt tilfellum hafi nú fækkað verulega sé ekki úti- lokað að eitt og eitt skjóti upp kollinum. -sv Hverageröi ® Þoi Selfoss x____JL 0 rrrai Menn óttast að jarðskjálfti, 5,5 á Richter, geti orðið á þessu svæði í kjölfar hreyf- inga undanfarinna daga. Reykjavík Jaröskjálftar: Enginn viö- búnaður í Hveragerði - segir bæjarstjórinn „Það er enginn viðbúnaður í gangi af okkar hálfu vegna þessara jarðskjálfta nú. Hér hafa verið jarð- hræringar nokkuð stöðugt frá 1994 og lengur ef út í það er farið. Við vitum um það sem er að gerast en sjáum ekki ástæðu til neinna að- gerða, a.m.k. ekki miðað við óbreytt ástand," segir Einar Mathiesen, bæjarstjóri og formaður almanna- vama í Hveragerði. Einar segir fólk vissulega hafa allan varann á, almannavama- nefndin sé mjög virk og þar sé unn- ið eftir ákveðnu skipulagi. Menn yrðu þvi ekki gripnir í bólinu ef eitthvað gerðist. „Við höfum okkar upplýsingar frá jarðskjálftafræðingum og höfum ekki séð að neitt kalli á aðgerðir nú frekar en áður þegar þessar skjálftahrinur ganga yfir,“ segir bæjarstjórinn. -sv Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. apríl 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 3. flokki 1. flokki 2. flokki 1. flokki 3. flokki 1. flokki 1. flokki 1. flokki 2. flokki 3. flokki 1991-21. útdráttur 1991 -18. útdráttur 1992 -17. útdráttur 1992 -16. útdráttur 1993- 12. útdráttur 1993 -10. útdráttur 1994- 9. útdráttur 1995- 6. útdráttur 1996- 3. útdráttur 1996- 3. útdráttur 1996- 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. apríl. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CHÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS |J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • I08 REYKJAVlK • SlMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.