Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 13
MIÐVKUDAGUR 16. APRÍL 1997 13 > > > > I > i > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > Fréttir Akureyri: Friðsamur og átaka- laus aðalfundur ÚA DV, Akureyri: Aöalfundur Útgerðarfélags Akur- eyringa var friðsamur og átakalaus, þrátt fyrir mjög slæma afkomu fé- lagsins á síðasta ári þar sem tap af reglulegri starfsemi nam 266 miilj- ónum króna og félagið var gert upp með 123,5 milljóna króna tapi. Nánast engar umræður urðu um skýrslu stjómarinnar og reikninga félagsins og ein tillaga um nýja stjóm var samykkt mótatkvæða- laust. í nýrri stjórn eru Jón Þórðar- son, Halldór Jónsson og Kristján Aðalsteinsson sem allir sátu í fyrri stjóm, og nýir menn í stjórn eru Benedikt Jóhannesson og Friðrik Jóhannsson. Aðalfundurinn sam- þykkti tillögu fráfarandi stjórnar að greiða hluthöfum 5% arð. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði í skýrslu sinni á fundinum að i ljósi rekstrar- afkomu síðsta árs hafi á undanfórn- um mánuðum verið gripið til ým- issa aðgerða til að bæta rekstur fé- lagsins. Nefndi hann almennar að- gerðir sem miða að hagræðingu og að ná niður kostnaði, löndunardeild félagsins hefur verið lögð niður og starfsemin boðin út, starfsemi þjón- ustudeilda og skrifstofu var endur- skipulögð og stöðugildum fækkað um 18. Þá hefur einum togara fé- lagsins verið lagt til að styrkja rekstrargrundvöll hinna sem veiða munu kvóta hans. Síðast en ekki síst er svo unnið að endurskipu- lagningu landvinnslu félagsins með það að markmiði að auka fram- leiðni með meiri sjálfvirkni og bættu vöruflæði í vinnslurásinni. -gk Hótel Akureyri starfar að nýju Nýkomnir herraskór Teg. 1709 Vandaðir skór, fóðraðir og með fótlaga innleggssóla. Litur: Beigebrúnt leður. Teg. 1910 Með slitsterkum sóla, höggdeyfir og fóðraðir. Litur: svart leður. Stærðir: 40-47. Verd kr. 5.200 ^Skóverslun ÞÓRÐAR GÆÐl & ÞIÓNUSTA Laugavegi 40a - sími 551 4181 ÖKUSKÖLI SÍMI 5811 91 g LEIGUBIFREID - VðRUBIFREID HÚPBIFREID Akureyri: Atvinnumálanefnd styrkir þrjá aðila DV, Akureyri: Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hefur ákveðið að styrkja þrjá aðila í bænum um samtals 400 þúsund krónur til að vinna að ákveðnum verkefhum. Leikráð ehf. og Sigurjón Haralds- son fá 100 þúsund krónur vegna upplýsinga- og stjómunarkerfis þar sem vistaðar eru upplýsingar um málefni leikskóla. Kerfinu er ætlað að miðla upplýsingum milli sfjóm- enda, starfsfólks, foreldra og rekstr- araðila. Á „upplýsingakerfi" verða upplýsingar um innlenda og erlenda leikskóla, greinasafn og upplýsingar um rekstrarkostnað leikskóla eftir sveitarfélögum o.fl. Skinnastofan ehf. og Steindór Kárason fá 150 þúsund krónur en Skinnastofan hefur undanfarið ár unnið að markaðssetningu Mót- smávöra erlendis og er stefnt að þvi að stækka þann markað. Taldir eru góðir möguleikar á að auka mark- aðshlutdeild innanlands og hefja framleiðslu á nýjum vörum. Tölvutónn ehf. og Jón Hlöðver Ás- kelsson fá 150 þúsund krónur til kaupa á tölvubúnaði og hljóðtækjum vegna stofnunar tón- og hljóðversins Tölvutóns ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í útsetningum á tónlist og gerð tónlistar- og hljóðeffekta. -gk Arnarborg EA við Svalbarða: ísinn gerir veiðarnar erfiðar DV, Akureyri: „Suma daga er ísinn svo mikið til trafala að það er erfitt að komast um veiðisvæöin," segir Sigurður Friðriksson, skipstjóri á Am- arborgu EA frá Dalvík, sem hefur undanfarnar vikur verið að rækju- veiðum við Svalbarða. Sigurður segir að þótt aflinn hafi komist í 5 tonn á dag þegar mest sé.væri nær sanni að tala um 3-4 tonna afla á dag þegar hægt er að komast um veiðisvæöin. „Það em bara tvö veiðisvæði hérna sem ekki eru undir ís eða lokuð með reglu- gerð, og það svæði sem við höfum verið við veiðar á er ekki mjög stórt og veiðin er verri ef eitthvað er á hinu svæðinu sem er opið,“ segir Sigurður. Hann segir samskiptin við Norð- menn vera eins og áður, það er að segja góð og að allir í áhöfn sinni hafi það gott. -gk AUKIN ÖKURÉTTINDI sláttarverði. Auk þess er aðstaða fyrir ráðstefnur og fundi og ýmis- legt fleira. -gk • leigubifreið • vörubifreib • hópbifreib Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst í Reykjavík 21. apríl næstkomandi kl. 18.oo. NÝTT! Bjóðum einnig upp á námskeið til flutnings hættulegra efna. Það námskeið stendur frá 5.-9. maí nk. Vinsamlegast skráið ykkur sem allra fyrst! Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Suðurlandsbraut 16. fyzfiwúruri'Mjódd' Sími 587 2570 Úrval af fallegri tækifærisvöru við öll tækifæri Syngjandl R®sirna^ Asörsönava %æis Brúðkaups og Astarsongva DV, Akureyri: Hótel Akureyri hefur hafið starf- semi í Hafnarstræti 67 þar sem áður var Hólel Óðal en hótel með þessu nafni hefur oftar en einu sinni ver- ið rekið á Akureyri. Hótel Akureyri er í eigu hlutafélags með sama nafni en eigendur þess eru Héðinn Bech og Snæbjöm Kristjánsson, veitinga- menn á Fiðlaranum á Akureyri, og Kristján Ármannsson sem er hótel- stjóri. Ferðamálasjóður leysti hótelið til sín við gjaldþrot Hótels Óðals fyrir 40 milljónir króna en hinir nýju eig- endur hótelsins munu hafa keypt á 45-50 milijónir króna. í hótelinu eru tvö eins manns herhergi og 17 tveggja manna herbergi, öll með baði, minibar, öryggishólfi og sjón- varpi með gervihnattarmóttöku. Hótelið er í húsi sem á sér langa og merkilega sögu á Akureyri og hefur lengst af gengið undir nafninu Skjaldborg. Það var byggt 1925 af Eigendur Hótels Akureyrar: Kristján Armannsson, Héðinn Bech og Snæbjörn Kristjánsson, fyrir framan hótei sitt. Góðtemplarareglunni og Ung- mennafélagi Akureyrar en meðal þeirrar starfsemi sem verið hefur í húsinu má nefna mat- og veitinga- sölu, kvikmyndasýningar, prent- smiðju og bókaútgáfu. Á hótelinu fá gestir morgunverð og léttar veitingar en í samstarfi við Fiðlarann, sem er landsþekktur sem einn af þetri veitingastöðum lands- ins, verður gestum þoðið upp á há- degis- og kvöldverði á sérstöku af- Símar 581 1919 og 892 4124

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.