Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 14
14
MIÐ VTKUDAGUR 16. APRÍL 1997
Qtgáfufélag: FRIÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfust|'óri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjón og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritsflóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: alAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir 550 5999
GRÆN númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafraen útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritsbórn: dvritst@centrum.is - Augtýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Róttækt og rökrétt
Tímaritið Economist hefur löngum skrifað skynsam-
lega um efiiahagsmál, þar á meðal um stjórnkerfi sjávar-
útvegs. Blaðið hefúr auðvitað mælt með sölu veiðileyfa
eins og flestir firæðimenn, sem fiallað hafa um málið hér
á landi, en sérstaklega þó bent á uppboð veiðileyfa.
Einn ritstjóra blaðsins og höfundur tveggja bóka um
umhverfismál, Frances Caimcross, var hér á landi fyrir
helgina í boði umhverfisráðuneytis og Verzlunarráðs.
Hún flutti erindi á föstudaginn og bætti sínu lóði á vog-
arskál stuðnings við sölu veiðileyfa í sjávarútvegi.
Margir hafa lengi mælt með sölu veiðileyfa, en talað
fyrir daufum eyrum pólitískra ráðamanna, enda eru
miklir hagsmunir í húfi. Til skamms tíma var almenn-
ingur fremur áhugalaus um fremur fræðilega umræðu
málsins, en hefur þó rumskað á síðustu mánuðum.
Sumir forustumenn í sjávarútvegi hafa áttað sig á
hngarfarshreytingunni og vilja koma til móts við hana í
tæka tíð, áður en almenningur snýst beinlínis gegn hags-
munum útgerðarinnar. Aðrir hanga fastir á sínu roði og
munu enn um sinn ráða ferð samtaka útgerðarinnar.
Krafan um sölu veiðileyfa er komin í flokk málefiia,
sem njóta víðtæks stuðnings í þjóðfélaginu, þvert á
flokkakerfið í landinu, án þess að stóru stjóramálaflokk-
amir hafi tekið við sér. Hugsanlega er að myndast jarð-
vegur fyrir nýjan flokk utan um þessi nýju mál.
Það er til dæmis ærið verkefni fyrir nýjan stjórnmála-
flokk að berjast fyrir sölu veiðileyfa í sjávarútvegi og af-
námi ríkisafskipta af hefðbundnum landbúnaði, svo að
tvö veigamestu dæmin séu nefiid. Markhópar fylgis-
manna ættu alténd að vera nógu fjölmennir.
Mikilvægur þáttur sinnaskipta fólks felst í, að fólk í
sjávarplássum hefúr áttað sig á, að kvótakerfið vemdar
ekki hagsmuni byggðarlaga. Kvótar eru á fleygiferð milli
sveitarfélaga og landshluta. Fyrirtæki gleypa hvert ann-
að í stórum stíl og útgerðarmenn festa fe í útlöndum.
Tökum Eskifiörð sem daemi. Þegar AIli ríki hættir að
gera út og erfingjar fara að hugsa um fiármál sín, fer
eignarhald í sjávarútvegi á Eskifirði á tvist og bast. Einn
góðan veðurdag situr Eskifiörður uppi með engan Alla
og engan kvóta og algert hrun í atvinnulífinu.
Ríkisvaldið getur með góðri samvizku selt veiðileyfi.
Það er höfúndur allrar velgengni í sjávarútvegi. Ef það
hefði ekki skammtað aðgang að fiskimiðum, væri afli
mjög rýr og afkoma sjávarútvegs hörmuleg. Með
skömmtun hefúr ríkið nánast framleitt auðlindina.
Eina leiðin til að meta sannvirði leigunnar fyrir að-
gang að takmarkaðri auðlind er að bjóða hana út og sjá,
hvað markaðurinn vill borga fyrir hana. Þetta er ein
helzta grundvallarregla markaðshagkerfisins og gildir
fyrir sjávarútveg eins og aðrar athafiiir.
Þaö væri meira að segja hægt að leyfa útlendum aðil-
um að bjóða í veiðileyfi, svo framarlega sem afla sé land-
að á íslenzka fiskmarkaði. Með leigugjaldi útlending-
anna hefði þjóðfélagið allan arð sinn af auðlindinni á
hreinu, áður en nokkurt veiðarfæri er bleytt í sjó.
Alþjóðlegt uppboð veiðileyfa ryður úr vegi einu hindr-
un þess, að við getum tekið þátt í Evrópusambandinu og
notið margvíslegra hagsmuna þess og fiíðinda til fulls.
Sá ávinningur bætist við arðinn af markaðsvæðingu
sjávarútvegs og eflir framtíðarhagsmuni þjóðarinnar.
Margir eiga vafalaust erfitt með að sætta sig við svo
róttæka útfærslu á sölu veiðileyfa. En hún er samt ein-
mitt rökréttasta niðurstaðan af forsendum málsins.
Jónas Kristjánsson
„Opinberir grinistar veröa alltaf afi fara mefi gát,“ segir Hjalti m.a. í grein sinni. - Spaugstofumenn mefi hýrri há.
Grín eða guðlast?
Enn ein stöðin er löngu orðin
stofiiun í samfélaginu. Hlutverk
hennar er að sýna hina hliöina á
okkar daglega streði. Án skrum-
skælingar yrði alvaran í hinu
opna samfélagi of yfirþyrmandi,
við myndum slævast, glata dóm-
greind bæði á það sem miður fer
og hitt sem okkur er kært.
Ofnotaðar hugmyndir
Stöðin fellur þó misvel í kramið.
Stundum tekst höftmdunum ein-
faldlega ekki nógu vel upp. Stund;
um erum við viðkvæm fyrir því
sem við sjáum. Stundum eru hug-
myndir ofnotaðar. Ef til vill var
það einmitt það sem gerðist laug-
ardaginn fyrir páska.
Helsti vandi stöðvarinnar er þó
ef til vill að skilaboðin eru ekki
alltaf nægilega skýr. Við sjáum
ekki hvort um grín eða gagnrýni
er að ræða. Opinberir grínistar
verða alltaf að fara með gát.
Gagnrýnendur sem beita
húmor verða hins vegar að halda
sig á ystu nöf. Annars missa þeir
marks. Þeir verða að ögra, taka
áhættu og vera óhræddir við af-
leiðingamar. Trúverðugleiki
þeirra og réttlæting felst þó í þvi
að alltaf sé ljóst hvað þeir eru að
gagnrýna og fyrir hvað.
Hvar stirðnar hláturinn?
En víkjum þá að „páskafrétt-
um“ Stöðvarinnar. Hvað var um
að vera? Grín, gagnrýni eöa jafii-
vel guðlast? Þeirri spumingu verð-
ur hver að svara fyrir sig og svo
auðvitað hið opinbera réttarkerfi
ef tilefiii reynist til slíkrar rann-
sóknar. Hver svo sem niðurstaðan
verður vakti þátturinn umræðu og
áleitnar spumingar sem allir hafa
gott af að glíma
við: Hvað er okk-
ur heilagt? Hvar
stirönar hlátuiinn
og hvenær tekur
sársaukinn við?
Hér er ekki mn
nein algild mörk
að ræða. Hið
heilaga veröur
ekki skilgreint í
eitt skipti fyrir
okkur öll. Þar
ráða tilfinningar,
jiersónugerð, lífs-
reynsla og gildis-
mat of miklu. Alla
þessa þætti verð-
um við að virða,
hvort sem um til-
„Guölast merkir óvirðingarum-
mæfí um guö og sögnin að guö-
lasta þýöir aö hafa guö aö spotti.
Hér or þaö guödómurinn sjálfur
sem er I brennipunkti. “
Kjallarínn
Hjalti Hugason
prófessor
fiimingar og reynslu okkar eða
annarra er að ræða. Þess vegna er
kveðið á um guðlast í lögum.
Ákvæðinu er ætlað að standa vörð
um tilfinningar.
Gu&löstunarhugtakið
Guðlöstunarhugtakið hefur ann-
ars tekið athyglisverðmn breyting-
um í gegnmn tíðina. Orðið er
gagnsætt og orðabókarmerking
þess skýr. Guðlast merkir óvirð-
ingarummæli um guð og sögnin að
guðlasta þýðir að hafa guð að
spotti. Hér er það því guðdómur-
inn sjálfur sem er í
brennipunkti. Svo algild
viðmiðim virðist rúmast
illa í lögum fjölhyggju-
samfélags þar sem trú-
frelsi ríkir.
Af þeim sökum hefur
hugtakið fengið þrengri
merkingu og nær nú
einkum yfir háð og spott
mn trúarkenningar eða
guðsdýrkun löglegra
trúarbragðafélaga sem
starfa hér á landi. Með
þessu er þung ábyrgð
lögð á trúfélög og for-
ystmnenn þeirra þar
sem þeir hljóta að meta
hversu langt má ganga
gagnvart þeim helgu
dómum sem þeim
er trúað fyrir.
Skilgreini þeir
þessi mörk of
þröngt verða þeir
ásakaðir fyrir
metnaðarleysi og
glata trúverðug-
leika í augum
„sa£naðarbama“
sinna. Skilgreini
þeir mörkin hins vegar of vitt
rekast vamarviðbrögð þeirra fyrr
eða síðar á við tjáningarfrelsið.
Af tvennu illu er fyrri villan
betri. Hún skapar vanda sem
mögulegt er að leysa með mál-
efhalegri umræðu. Sú síðari getur
aftur á móti leitt til mannrétt-
indabrota.
Gleymum svo ekki að glíman
um hin leyfilegu mörk á þessu
sviði em ekki ný af nálinni. Marg-
ar faríseasögur guðspjallanna
fjalla einmitt um slík átök.
Hjalti Hugason
Skoðanir annarra
Þögnin mikia i lífeyrismálum
„Það undarlega viö „bestu lifeyrissjóði í heimi“
er, að þeir greiða einhvem lélegasta lifeyri sem um
getur í sæmilega efnuðum velferðarríkjum. Lifeyris-
greiðslur hefjast ekki fyrr en sjóðfelagar em orðnir
sjötugir. Sama þótt þeir séu búnir að greiða í þrjá til
fjóra áratugi til sjóðanna. Þetta mun heimsmet sem
hvergi er slegið. Að vísu er hægt að fa lífeyrinn eitt-
hvað fyrr, en þá með afarkostum og upptöku fjár-
muna. Um svona smámuni geta þeir aldrei sem em
að hælast um fjármálastjóm sína og hve vel þeim
hefur tekist að ávaxta sín privat pund.“
OÓ í Degi-Timanum 15. apríl.
Kjaramál farmanna
„Hugmyndir um, aö ríkissjóður greiði niður laun
farmanna á islenska kaupskipaflotanum, til þess að
skipafélögin ráði fremur til starfa islenska farmenn,
er fráleit ...Stjómvöld eiga ekki að hafa afskipti af
kjaramáium farmanna með þvi að hefja niður-
greiðslur á laun þefrra, svo skipafélögin ráði fremur
til sin íslenska famenn. Kjaramál farmanna em
þeirra mál og skipafélaganna og kalla ekki á nein af-
skipti framkvæmda- eða löggjafarvaldsins."
Úr forystugrein Mbl. 15. apríl.
Dánarbætur, smánarbætur
„Kona sem bjó við tiltölulega gott fjárhagslegt at-
læti stendur í vetfangi uppi slypp og snauð ...Þetta
mál vekur fjölmargar spumingar: Að því er dánar-
bætumar varðar hljóta menn að velta fyrir sér, hvað
valdi hinum furðulega lágu bótagreiðslum? Hvemig
stendur líka á því, að varðskipsmenn hafa margfalt
verri tryggingar en björgunarmenn í landi? Hvar er
sómakennd ríkisvaldsins í þessu máli - ætlar það aö
láta lúsarbætur til ekkjunnar verða einu aðstoð þess
við fjölskyldu, sem fómfýsi og hefjulund fyrfrvinn-
unnar leiddi til þessarar erfiðu stöðu?“
Úr forystugrein Alþ.bl. 15. apríl.