Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 26
42
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997
Afmæli____________________
Guðný Guðlaugsdóttir
Guðný Guðlaugsdóttir, fyrrv. hót-
elstýra í Tryggvaskála og verslun-
arkona í Reykjavík, til heimilis að
Safamýri 40, nú vistmaður að Sól-
vangi í Hafnarfirði, verður áttatíu
og fimm ára í dag.
Starfsferill
Guðný fæddist að Götu í Holtum
en flutti eins árs með foreldrum
sínum að Vatnsnesi í Grímsnesi
þar sem hún ólst upp fram að ferm-
ingu er fjölskyldan flutti að
Tryggvaskála á Selfossi. Guðný
lærði kjólasaum í Reykjavík. Hún
starfaði við Tryggvaskála og tók
síðan við rekstri hans við lát föður
síns 1939.
Er Guðný gifti sig varð hún hús-
móðir í Reykjavík en eftir lát
manns síns varð hún matráðskona
á Mjólkurbamum og stundaði síðan
verslunarstörf, fyrst á Týsgötu 1,
síðan hjá KRON og loks í Exeter.
Fjölskylda
Guðný giftist 6.10. 1934 Karli I.
Jónassyni, f. 15.6.1900, d. 18.10.1952,
stöðvarstjóra hjá Bifreiðastöð Stein-
dórs og einum af stofnendum Karla-
kórs Reykjavikur. Hann var sönur
Jónasar, b. og smiðs í Litla-Skarði í
Stafholtstungum, og k.h., Ingibjarg-
ar Loftsdóttur, skálds og
húsfreyju.
Böm Guðnýjar og Karls
era Guðríður, f. 24.4. 1938,
kennari við Flensborg í
Hafnarflrði, gift Árna Ros-
enkjær rafvirkjameistara
og eiga þau fjögur böm;
Guðlaugur Tryggvi, f. 9.9.
1943, hagfræðingur og full-
trúi við aðalskrifstofu HÍ,
kvæntur Vigdísi Bjarna-
dóttur, deildarstjóra á
skrifstofu forseta íslands,
og eiga þau tvö börn, auk
þess sem hann á tvo syni frá fyrra
hjónabandi.
Systur Guðnýjar: Guðrún, f. 1.4.
1911, d. 11.8. 1986, húsmóðir á Sel-
fossi; Guðríður, f. 16.4. 1912, d. 13.2.
1991, húsmóðir í Reykjavík; Bryn-
dís, f. 22.9.1918, húsmóðir á Selfossi;
Guðbjörg, f. 22.9. 1918, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Guðnýjar voru Guð-
laugur Þórðarson, f. 17.2. 1879, d.
30.7. 1939, hótelstjóri í
Tryggvaskála, organisti og fyrsti
formaður UMFS, og k.h., Guðríður
Eyjólfsdóttir, f. 16.9. 1884, d. 9.4.
1948, húsfreyja á Selfossi.
Ætt
Guðlaugur var sonur Þórðar, b. á
Hellum á Landi, hróður
Vilborgar, langömmu
Þorgerðar Ingólfsdóttur
söngstjóra. Þórður var
sonur Guðlaugs, b. á
Hellum, Þórðarsonar, b.
á Hellum, Stefánssonar,
á Bjalla á Landi, bróður
Rannveigar Filippus-
dóttur, ættmóður
Waageættar, Geirs Haar-
de og Matthíasar Mat-
hiesens, og bróður Jóns
á Brekkum, afa Sólveig-
ar, ömmu Ásgeirs for-
seta. Móðir Þórðar yngri var Vil-
borg Einarsdóttir, b. á Hólum á
Stokkseyri, Jónssonar. Móðir Ein-
ars var Margrét Sigurðardóttir, b. í
Vorsabæ í Flóa, systur Bjama Sí-
vertsen riddara, forfoður Gunnars
Bjarnasonar hrossaræktarráðu-
nautar og Jónasar Kristjánssonar
ritstjóra.
Móðir Guðlaugs var Guðrún,
systir Sæmundar, afa Guðrúnar Er-
lendsdóttur hæstaréttardómara.
Guðrún var dóttir Sæmundar, b. í
Lækjarbotnum, ættfóður Lækjar-
botnaættarinnar, Guðbrandssonar,
bróður Sigurðar, langafa Guðmund-
ar Danielssonar rithöfundar.
Guðríður var dóttir Eyjólfs,
landshöfðingja í Hvammi á Landi,
Guðmundssonar, afa Eyjólfs Ágúst-
sonar í Hvammi og afkomanda
Markúsar Bergssonar, sýslumanns í
Ögri, forfoður Jóns Baldvins Hanni-
balssonar og Jóhannesar Nordals.
Móðir Eyjólfs var Guðríður Jóns-
dóttir, b. í Gunnarsholti, Jónssonar.
Móðir Jóns var Guðríður Árnadótt-
ir, prests í Steinsholti, Högnasonar,
„prestafóður" Sigurðssonar, forfóð-
ur Vigdísar forseta, Þorsteins Er-
lingssonar, Tómasar Sæmundsson-
ar, Gylfa Þ. Gíslasonar, Matthíasar
Johannessens ritstjóra og Halldórs.
Blöndals ráðherra. Móðir Guðríðar
var Guðbjörg, systir Guðna, afa
Guðna Kristinssonar á Skarði. Guð-
björg var dóttir Jóns, b. á Skarði á
Landi, Ámasonar, b. á Galtafelli,
Finnbogasonar, fóðurbróður Jó-
hanns, langafa Þórðar Friðjónsson-
ar. Móðir Guðbjargar var Guðrún
Kolbeinsdóttir, b. á Skarði, Eiríks-
sonar, ættföður Reykjaættar, Vig-
fússonar. Móðir Guðrúnar á Reykj-
um var Amdís Jónsdóttir frá Gils-
bakka, systir Sigríðar, móður Gunn-
laugs Briem á Grund, afa Tryggva
Gunnarssonar bankastjóra, langafa
Hannesar Hafsteins og forfóður for-
sætisráherranna, Jóhanns Haf-
steins, Gunnars Thoroddsens og
Davíðs Oddssonar. Móðir Guðrúnar
á Skarði var Solveig Vigfúsdóttir, af
Fjallsætt, þeirra Tryggva Ófeigsson-
ar og Jóns Bjama óperusöngvara.
Guöný
Guðlaugsdóttir.
Gísli Víðir
Gísli Víðir Björnsson
húsasmíðameistari, Hlíðar-
stíg 2, Sauðárkróki, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Gisli fæddist á Sauðár-
króki en ólst upp í Fram-
nesi í Blönduhlíð í Skaga-
firði. Hann lauk gagnfræða-
prófl frá Héraðsskólanum á
Laugum í Suður-Þingeyjar-
sýslu 1965, lauk prófum frá
Iðnskólanum á Sauðárkróki
1969, lærði húsasmíði hjá
ísak Árnasyni, húsasmiðameistara
á Sauðárkróki, lauk sveinsprófi 1974
pg fékk meistararéttindi 1977.
Gísli hefur stundaði húsasmíðar
frá því hann öðlaðist meistarcU'étt-
indi og jafnan unnið sjálfstætt.
Hann hefur lengi verið með bygg-
ingarflokk hjá bændum víða um
sveitir Skagafjarðar. Þá stundaði
hann jafnframt vertíðir í Vest-
mannaeyjum á ámnum 1967-84 og
var tímabundið í fisk-
vinnslu á Sauðárkróki
nokkra vetur eftir það.
Gisli hefur einnig verið
lausamaður hjá Sögufé-
lagi Skagfirðinga sl.
fjóra vetur við þátta-
skrif og fleira.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 16.4.1997
Hallfríði Hönnu Ágústs-
dóttur, f. 29.7. 1946, iðn-
verkakonu og húsmóð-
ur. Hún er dóttir
Ágústs Guðmundssonar og Sigur-
laugar Andrésdóttur, fyrrv. bænda
að Kálfárdal í Gönguskörðum.
Sonur Hallfríðar og Haralds Tyrf-
ingssonar flugvélstjóra er Úlfar Ingi
Haraldsson, f. 7.11. 1966, tónlistar-
maður við nám í San Diegó í Kali-
fomíu.
Systkini Gísla eru Sigtryggur
Jón, f. 4.1. 1938, kennari á Hvann-
eyri, búsettur í Varmahlíð í Skaga-
Gísli Víðir
Björnsson.
Björnsson
firði; Broddi Skagfjörð, f. 19.7. 1939,
oddviti í Framnesi í Blönduhlíð í
Skagafirði; Sigurður Hreinn, f. 16.5.
1941, kennari við Nesjaskóla í
Homafirði; Sigurlaug Una, f. 25.2.
1943, húsmóðir og verkakona í
Varmahlíð í Skagafirði; Helga
Björk, f. 7.11. 1944, húsmóðir og for-
stjóri í Hveragerði; Ingimar Birgis,
f. 1.3. 1950, húsasmíðameistari á
Sauðárkróki; Valdimar Reynir, f.
15.10. 1951.
Foreldrar Gísla: Bjöm Sigtryggs-
son, f. 14.5. 1901, fyrrv. bóndi á
Framnesi í Blönduhlíð, og k.h., Þur-
íður Jónsdóttir, f. 10.3. 1907, fyrrv.
húsfreyja á Framnesi, nú hjá dóttur
sinni í Varmahlíð.
Ætt
Björn er sonur Sigtryggs, b. í
Framnesi, Jónatanssonar, b. í Litla-
Árskógi og síðar á Reykjahóli í
Fljótum, Ögmundssonar, b. á Efri-
Vindheimum í Eyjafirði, Ólafsson-
ar, b. á Kálfskinni. Móðir Sigtryggs
var Hólmfríður Gunnlaugsdóttir frá
Gröf á Höfðaströnd Þorvaldssonar.
Móðir Björns var Sigurlaug Jó-
hannesdóttir, hreppstjóra á Dýrf-
innustöðum, Þorkelssonar, b. á
Svaðastööum, Jónssonar. Móðir Sig-
urlaugar var Kristín Jónsdóttir, b. í
Framnesi, Jónssonar og Rannveig-
ar, systur Gyðríðar, móður Stefáns
Stephensens, prófasts í Vatnsfirði,
langafa framkvæmdastjóranna
Bents og Davíðs Schevings Thor-
steinsson. Hálfsystir Rannveigar
var Þuríður, langamma Vigdísar
forseta. Rannveig var dóttir Þor-
valds, prests og skálds í Holti, Böðv-
arssonar, prests í Holtaþingum,
bróður Árna, prests í Steinnesi, föð-
ur Guðríðar í Gunnarsholti,
langömmu Eyjólfs landshöfðinga,
langafa Guðlaugs Tryggva hagfræð-
ings.
Þuríður, móðir Gisla, er dóttir
Jóns ríka á Flugumýri Jónassonar
og Sigríðar Guðmundsdóttm: frá
Gröf í Laxárdal í Dalasýslu.
Smáauglýsinga
deild DV
er opin:
• virka daga kl, 9-22
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl, 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir
birtingu,
Attl. Smáauglýsing í
Helgarblað DV verður þó að
berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudag.
aW mil/i himin.
Smáauglýsingar
550 5000
Ágústa Jóhanna Hafberg
Ágústa Jóhanna Haf-
berg bankastarfsmaður,
Þinghólsbraut 29, Kópa-
vogi, varð sextug á
mánudaginn.
Starfsferill
/ Ágústa fæddist á Flat-
/eyri og ólst þar upp. Hún
lauk þar grunnskólanámi
og stundaði síðan nám
við húsmæðraskóla.
Ágústa starfaði hjá
Pósti og síma í sautján ár
Ágústa Jóhanna
Hafberg.
en starfar nú hjá íslands-
banka og hefur verið
bankastarfsmaður í rúm-
an áratug.
Fjölskylda
Ágústa giftist 7.8. 1904 Ól-
afi Guðmundssyni, f. 11.5.
1934, málarameistara.
Hann er sonur Guðmund-
ar Jónssonar, skósmiðs á
Selfossi, og Jóhanne
ÓMsdóttur húsmóður.
Börn Ágústu og Ólafs eru
Vilberg F. Ólafsson, f. 4.4. 1967, mál-
arameistari í Kópavogi, en dóttir
hans er Ema Margrét; Jóhanna
Guðrún Ólafsdóttir, f. 17.4. 1968,
málari, en dóttir hennar er Guðlaug
Sunna.
Systkini Ágústu eru Einar Haf-
berg, f. 8.8. 1919, nú látinn; Ágúst
Hafberg, f. 31.7.1927; Þorvaldur Haf-
berg, f. 19.7.1932; Sveinn Hafberg, f.
21.4. 1934; Ingibjörg Hafberg, f. 14.8.
1935.
Foreldrai' Ágústu: Friðrik Haf-
berg, kafari á Flateyri, og Vilborg
Hafberg húsmóðir.
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
o\\t mili/ hirrn^
9.
%
Smáauglýsingar
Tll hamingju
með afmælið
16. apríl
85 ára
Sigurjón Jónsson,
Kleppsvegi 118, Reykjavík.
80 ára
Guðný Stefánsdóttir,
Hjúkrunarheimilinu Eir við
Gagnveg, Reykjavík.
Jóhann Jónsson,
Dalsgarði 2, Mosfellsbæ.
Magndis Guðjónsdóttir,
Ásabraut 12, Keflavík.
75 ára
Jóhannes Haraldsson,
Viðilundi 10A, Akureyri.
70 ára
Kristín Jakobsdóttir,
Kirkjuteigi 11, Keflavik.
60 ára
Sigurjón Helgason,
Háaleitisbraut 18; Reykjavík.
Turid Helene Otterstad
Gamst,
Garðastræti 40, Reykjavík.
Jean S.T. Leifsson,
Kríuhólum 4, Reykjavík.
Hlíf Steinsdóttir,
Hreðavatnsskála, Borgar-
byggð.
50 ára
Haukur Amar Gíslason,
matsfulltrúi og organisti,
Þrastarrima
4, Selfossi,
verður fimm-
tugur á morg-
un.
Kona hans er
Kristín Pét-
ursdóttir
þjónustufull-
trúi.
Þau hjónin taka á móti gest-
um að heimili sínu að morgni
afmælisdagsins frá kl.
7.00-12.00.
Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Löngubrekku 3, Kópavogi.
Erna Sigurðardóttir,
Stakkanesi 2, Isafirði.
Aðalheiður Kjartansdóttir,
Víkurási 1, Reykjavík.
40 ára
Elías Hafsteinsson,
Oddabraut 9, Þorlákshöfn.
Geirþrúður Pálsdóttir,
Safamýri 34, Reykjavík.
Ásmundur Hafsteinsson,
Kaplaskjólsvegi 64, Reykjavík.
Ólafur Tryggvason,
Miðvangi 41, Hafnarfirði.
Jón Óskar Ferdinandsson,
Lynghrauni 3, Skútustaða-
hreppi.
Ólafur Bragason,
Seljavogi 4, Höfnum.
Kristján Tryggvi Snorrason,
Kársnesbraut 23, Kópavogi.
Valur Stefánsson,
Sólvöllum 12A, Egilsstöðum.
Steinunn Þórdis Maríus-
dóttir,
Bæjargili 25, Garðabæ.
Guðrún A. Kristjánsdóttir,
Ljósvallagötu 18, Reykjavík.
Ragnheiður Viglundsdóttir,
Heiðarvegi 44, Vestmannaeyj-
um.
Erla Karlsdóttir,
Setbergi 35A, Hveragerði.
Sigríður Gísladóttir,
Lindasmára 57, Kópavogi.
Þórunn Ámadóttir,
Leiðhömrum 8, Reykjavík.