Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 11 Fréttir Stökktu til Innsiglingin í Grindavík: 011 tilboð yfir kostnaðaráætlun DV, Suðumesjum: Opnuö voru tilboð hjá Vita- og hafiiarmálastofhun 14. apríl í dýpk- un innsiglingar i Grindavíkurhöfh. Þijú fyrirtæki buöu í verkið. Fær- eyska fyrirtækið J&K Petersen átti lægsta tilboðiö - tæpar 157 milljónir króna. Istak hf. kom næst með tæp- ar 204 milljönir. Kostnaðaráætlun verkkaupa var 132 milljónir. írskt fjTÍrtæki, Irish Dredging Co. Ltd, bauð rúmar 374 milljónir. Að sögn Jóns Gunnars Stefans- sonar, bæjarstjóra í Grindavík, vildu íramir bjóða í verkið í heild fyrir 628 milljónir og þyrfti þá að flytja dýran búnað til landsins. Far- ið verður í gegnum öll tilboðin hjá rannsóknardeild Vita- og hafnar- málastofiiunar. Færeyska fyrirtæk- ið, sem átti lægsta tilboðið, vann sL sumar við dýpkun í Grindavíkur- höfn. Fyrirtækið mun vinna verkið í samvinnu við íslenskt fyrirtækL Haftak. Jón Gunnar segir Færeying- ana hafi staðið sig mjög veL „Það er gert ráð fyrir að ganga til samninga fljótlega og verkinu á að vera lokið fýrir 1. október. Um er að ræða fyrsta áfanga, um 30% af heildarverkefiiinu, sem nnninn er í ár. Þegar verkinu lýkur verður gert ráð fyrir 5 metra dýpi alla leið inn í höfn. Þá geta stærri bátar með mikla djúpristu siglt inn sem þeir geta ekki gert í dag. Ég er geysilega ánægður að þessar framkvæmdir skuli vera að fara af staðsagöi Jón Gurrnar. -ÆMK Jörfagleði í Dalasýslu Um sumarmál halda Dalamenn JörfiigleðL - menningarhátíð sem haldin hefur verið annað hvert ár siðan 1977. Jörfagleðin hefst 24. apr- fl, sumardaginn fyrsta, og lýkur 27. apríL Stór hluti Dalamanna tekur á einn eöa annan hátt þátt i fjöl- breyttri dagskrá þessa daga Hátíðin hefst í félagsheimilinu Árbliki kL 21. Þar flytja heimamenn tónlist og söng og Söngbræður úr Borgarfirði koma í heimsókn. Kvöldið eftir frumsýnir Leikklúbb- ur Laxdæla Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Hörður Torfason. Á laugardags- kvöld er dagskrá í Dalabúð sem samanstendur af sveitakynningu og tónlistarflutningi. Sérstök áhersla er lögð á lög Dalamannsins Lárusar Jóhannessonar. Hátíðinni verður slitið formlega með stórdansleik þar sem hljómsveitin Papar leikur fyrir dansL Alla dagana verða sýningar í grunnskólanum í BúðardaL Hand- verkshópurinn Bolli sýnir auk þess sem sýning verður á verkum Sigfús- ar Halldórssonar. Þá tengjast Jörfa- gleði afmælishátíð Grunnskóla Búð- ardals, sem verður 26. aprfl, og loka- tónleikar Tónlistarskóla Dalasýsiu 27. apríL Ýmsar srnærri uppákomur bador leikur fyrir gesti á veitinga- húsinu Bjargi og keppt verður í skák og bridge við burtflutta Dala- menn. -M.B. Benidorm Síðustu s&tii1 i 6. maí í 15 daga frá kr. 20.932 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 6. maí til Benidorm. þú tryggir þér sæti í sóiina og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita á hvaða hóteli þú gistir. Á Benidorm er yndislegt veður í maí og þú nýtur rómaðrar þjónustu Heimsferða allan tímann. Verðkr. 29.932 Verð kr. 39.960 M.v. hjón með 2 böm í íbúð. 6. M.v. 2 í íbúð, 15 nætur, 6 maí. maí. 15 nætnr, flug, gisting, ferð- Vikulegt flug í allt sumar. ir til og frá flugvelli, skattar. B ókunars taða 21. maí-21 sasti 28. maí-18 sæti 4. júní — uppselt 11. júní-21 saíti Austurstraeti 17 - 2. hæi - Simi 5£2 4SM NOTAÐIR BILAR Visa/Euro 36 mán. greiðslur - sem og önnur bílalán! MMC Lancer GLi 1300 ’94, ek. 35 þús. km, biár, vökvastýri. Verð 950.000. Toyota Carína 2000 '90, ek. 130 þús. km, ssk., vökvastýri, vínrauður. Verð 770.000. Subara Justy 12004x4*89, ek. 90 þús. km, 5 g., silfurgrár. Verð 460.000. Mazda 323 F 1600 92, ek. 84 þús. km, 5 g., grár, vökvastýri. Verð 790.000. Peugeot309 '88, ek. 107 þús. km, ssk., hvrtur. Verð 330.000 Peugeot106 ’95, ek. 12 þús. km, blár, 5g- Verð 720.000. Volvo 460 GL ’92, ek. 140 þús. km, biár, vökvaslýri, sóllúga, 5 g. Verð 790.000. Volvo 740 GLi *91, ek. 78 þús. km, rauður, ssk., vökvastýri. Verð 1.290.000. Daihatsu Feroza EL-II ’89, ek. 150 þús. km, grár, vökvastýri. Verð 560.000. Ford Explorer E/B ’91,ek. 109 þús. km, grænn, vökvastýri, ssk., leður. Verð 1.850.000. E BRIMB0R6 Faxafeni 8 - Sími 515 7010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.