Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Síða 3
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 HLJÓMPLjíTU EdÖiJIYU Gus Gus - Polydistortion: Verkið fullkomnað Gus Gus hópurinn vakti fyrst athygli mína með sam- nefndri plötu fyrir tveim árum. Platan komst inn á topp fimm yfir uppáhaldsplötur mínar það árið og því varð ég að vonum ánægður þegar fréttist að Gus Gus hefði náð sér í samning hjá 4AÐ. Upp- runalega hugmyndin var að gefa plötuna út óbreytta en sökum ólöglegra sampla þurfti að endurhljóðblanda helming hennar og það er ástæða þessa dóms um plötuna nú. Fimmtíu prósent endurhljóðblöndun virðist ekki mikið en við fyrstu hlustun á Polydistortion fannst mér endilega eins og meira hefði verið gert sem var rétt að vissu marki. Platan hafði verið end- urmasteruð og við samanburð kemur í ljós að það breytir hljómn- um mikið til hins betra. Endrröðun laganna gerði einnig mikið fyr- ir útgáfuna, gerði hana i raun að mun sterkari heild en fyrri plöt- una. Platan inniheldur 10 lög og fyrstu 7 eru svokallaðir hittarar að mínu mati, lög sem einfaldlega þrælvirka. Belive er enn þá besta lag plötunnar að mínu mati en þar strax á eftir koma Polyesterday og Gun (endurhljóðblöndun þeirra tókst með eindæmum vel). Emilí- ana Torrini fer vel með ljúfa lagið Why? og Cold Breath 79 og Barry eiga sannarlega heima á underground vinsældalistum. Síðustu þrjú lögin er síðan örlítið rólegri, meira í takt við klúbbadansmenning- una og sýnir aðra hlið á Gus Gus hópnum. Lögin eru samt ekki eins sterk og þau átta sem á undan höfðu farið. Útgáfa Gus Gus á endurhljóðblandaðri Polydistortion fullkomnar verk sem hófst á íslandi fyrir tveim árum og á líklega eftir að auka hróður íslenskra tónsmíða ytra til muna. Guðjón Bergmann & w ★★★ JAN KASPERSE Jan Kaspersen and The Danish Radio Jazz Orchestra: Vel nýttir möguleikar Á þessum diski, sem kom út á síðasta ári, er upptaka frá tónleikum sem danski píanist- inn, tónskáldið og hljómsveit- arstjórinn Jan Kaspersen hélt ásamt Stórsveit danska út- varpsins. Tónleikar þessir voru haldnir í Copenhagen Jazz House og voru þar flutt verk eftir Kaspersen ein- göngu. Honum lætur greini- lega vel að skrifa fyrir stór- sveit. Efnið er áheyrilegt og vel nýttir möguleikar þessar- ar finu hljómsveitar undir stjórn Ole Koch Hansens. Margt ágætra hljóðfæraleikara prýðir Radions Bigband. Þar eru til að mynda innanborðs tenóristinn Uffe Markussen og trompetleikar- inn Henrik Bolberg Pedersen, svo að einhverjir séu nefndir. Píanistinn sjálfur, Kaspersen, á góða spretti en er dálítið mistæk- ur. Finnst mér eins og nokkurrar streitu gæti stundum í leik hans. Sem tónsmiður er hann hins vegar í góðu lagi og tónlist hans hin fjölbreytilegasta blanda cif gömlu og nýju. Það eru Olufsen Records sem gefa út. Ingvi Þór Kormáksson DANISH RA.D1C jAza ORCHESTR K.RVB A' COPfHHACCMJAZ2H01 E-Z-tölvupopp: Jimi Tenor-lntervision Jimi Tenor er skrýtinn fýr. Hann skýtur upp kollinum í miðri dansmenningu Breta sem að öllu jöfhu framleiðir mun þyngra efhi en það sem frá honum kemur á þessari fyrstu plötu hans. Warp- útgáf- an tekur líka sveig á reglu- bundna útgáfu til þessa sem hefur mikið til verið þung og instrumental. Plata Jimi Ten- ors er að vísu mikið til instru- mental (án söngs) en þung er hún ekki. Blandan er: Gilberto hittir Kraftwerk sem hittir síðan David Bowie sem síðan hittir Sinatra o.s.frv. Jimi Tenor er sem sagt E-Z-tölvupoppari og skapar alveg ein- staka stemningu með tónsköpun sinni. Taktfastir ljúfir tónar eru að- eins tvisvar brotnir upp í þyngri takt á þessari plötu (endurtekinga- söngur Tenors) og er þvi á heildina litið kjörin til afspilunar jafnt í lengri lyftuferðum, í kokkteilklúbbum alls konar og á dansstöðum. Tenor blandar saman hefðbundnum hljóðfærum og hljóðum úr heimilistölvunni með góðum árangri (eins og tíðkast að vísu á annarri hverri útgáfu nú til dags, hvort sem það er popp/rokk/dans). Hljóðfæraleikurinn er ekki framúrskarandi en skilar laglinum Tenors með prýði. Samruni E-Z-tónlistarinnar og tölvupoppsins var óumflýjanlegur og Jimi Tenor framkvæmir þennan samruna með stakri prýði. Endilega að eiga þessa til upphitunar þegar halda skal hóf. Guðjón Bergmann Hljómsveitin Depeche Mode er komin aftur á fulla ferð eftir að hafa átt mjög erfitt sökum eiturlyfjaneyslu þeirra fé- laga sem endaði með dauðsfalli eins þeirra. > Vakning Depeche Mode: ULTRA Ultra er tólfta plata Depeche Mode á sautján ára ferli. Ferillinn hófst árið 1981 með útgáfu plötunn- ar Speak and Spell en það var ekki fyrr en árið 1993 að hljómsveitin náði að koma breiðskífu í fyrsta sæti sölulistans í Bretlandi, þökk sé plötunni Songs of Faith and Devotion. Platan markaði ákveðin tímamót i sögu sveitarinnar. Gah- an, Gore og Fletcher sýndu á sér nýjar hliðar. Með nýrri plötu halda þeir áfram að sýna á sér nýjar hlið- ar. Þeir segja sýna myrkustu daga hafa tengst upptökum plötunnar Ultra. Dauði Alan Wilder og endir á heróínneyslu söngvarans Dave Gah- an bera þó hæst af myrkum tindum. Upp úr skítnum Gahan var komin eins djúpt og hann gat sokkið. Rétt áður en hann hætti vaknaði hann inn á spítala við setninguna: Við höfum misst hann. Hann rankaði viö sér og leið- rétti þann misskilning. Hann reyndi að svipta sig lífi í L.A. og var þá sagt að hann hefði framið glæp sam- kvæmt lögum ríkisins. Gahans út- gáfa af lífi fikilsins: ...þú getur ekki skitið, pissað, fengið það ... ekkert. Gleðin felst síðan í meðferðinni, Gahan er hættur. Ekkert alkóhól, engar pillur, ekkert hass, ekkert he- róin, EKKERT. Nýtt líf ... líf fikils- ins er búið. Fjölbreytt Eins og Songs of Faith and Devotion litaöist af neyslu Gahans, litast Ultra af reynsluheimi vinanna þriggja meðan á upptökutímanum stóð. Á plötunni er að fmna dans- tónlist, gospel, blús og jafnvel kántrí að sögn meðlima, eða eins og Gahan orðar það: Ég held það sé satt að segja að það sé hægt að finna allra- handa tónlist í Depeche Mode, og ég held að það sé það sem er sérstakt við okkur, við takmörkum okkur ekki við neitt eitt svæði tónlistar. í textagerðinni verður við- kvæmni mannlegra samskipta og sambanda fyrir barðinu, fyrirfram ákveðin örlög, útskúfun og endur- fæðing verða að yrkisefnum, svo eitthvað sé nefnt. Martin Gore (þessi sem hefur ekki breytt um hárgreiðslu nær allan feril sveitar- innar) sá um að semja víðfeðma og upplífgandi tónlist fyrir dramatísk áhrif Gahans og sjálfur segir Gahan sig aldrei hafa sungið betur. Tim Simenon var upptökustjóri Ultra og hefur bætt heilmiklum takti við upprunaleg demó Gore. „Hann hjálpaði okkur heilmikið," útskýrir Gore. Lögin voru þannig samin, að danstaktur hentaði mörg- um þeirra vel, þó ekki diskódan- staktur. Strákarnir í Mode leggja mikla áherslu á fjölbreytni plötunnar, enda allir alætur á tónlist. „Mikið af fólki er allt of þröngsýnt í því sem það hlustar á,“ segir Gore. „Það hef- ur miklu meira af áhugaverðri tón- list komið út á síðustu hundrað árum, en hefur gerst á síðustu fimm til átta árum.“ Eftir sautján ára fer- il ætti maðurinn að vita hvað hann er að tala um. GBG ruman milljarð Söngvarinn Elton John er tekjuhæsti tónlistarmaðim Bretlands annað árið í röð. Hann halaði inn rúmlega 1,2 milljaröa króna á síðasta ári og gerði þar með mun betur cn menn eins og Sting og Eric Clapton. Þeir eru báðir með árstekjur upp á rétt inn- an við einn milljarð. Phil Collins var næst tekjuhæsti tónlistarmaöur Bretlands árið 1995 en hrapar nú niður 1 4. sæti með tæplega níu hundruð milljónfr króna í tekjur. Bítlarnir voru söluhæsta eit ársins 1996 í Bret- landi og er þaö aö sjálfsögðu Antliology-plöfrmnar og tekj- um sem þeim fylgja sem koma þeim á toppinn. Á eftir Bítlunum koma Oasis en þeir högnuðust mikiö á tón- leikahaldi og sölunni Á What's the Story Glory), Queen ust á Made in Floyd (sem enn selja The Wall og Dark Side of the Moon í bllfórmum) og fega stóran Virgin í fyiTa: l§tf '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.