Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 JÖ> V
32 %yndbönd
*> • -----
Þaö gengur mikiö á hjá Chris Farley í The Black Sheep eins og sjá má á myndinni.
bransanum hefur
miöast við að
skemmta Bandaríkja-
mönnum og er hann
mjög fastur í þeim
skorðum. Hefur það
oftlega komið í Ijós að
húmor Bandaríkja-
manna og Evrópubúa
fer ekki saman og er
Farley kannski ein
besta sönnun þess.
Það er þó miður að
Evrópubú-
ar hafa
ekki séð
til hans
þegar hann
hermir eftir
írægum
skemmtikröft-
um og söngvurum
þvi hann þykir með
þeim allra bestu í
þeim geira skemmtiiðnaðarins.
Chris Farley hafði í raun aldrei ætl-
að af neinni alvöru í kvikmyndimar
og hafði aðeins leikið nokkur smáhlut-
verkum í kvikmyndum þegar honum
var boðið aðalhlutverkið í Tommy
Boy. Var það aðallega frammistaða
hans í Waynes World- myndunum
tveimur sem gerði það að verkum að
hann fékk stóra tækifærið sem hann
nýtti sér svo til fúils.
Rmm áríþátta-
röðinni Satnr-
day Night Live
Chris Farley
for sömu leið á framabrautinni og
margir af þekktustu gamanleikurum í
Bandaríkjunum. Hann var í funm ár
einn af meðlimum grínhópsins í þátta-
röðinni vinsælu, Saturday Night Live.
Chris Farley fæddist í Madison í
Wisconsin-ríki og áður en hann sneri
sér að skemmtanabransanum að fúllu
útskrifaðist hann frá Marquette Uni-
versity með gráðu í fjölmiðlafræði og
leikhúsi. Meðan á námi stóð skemmti
hann í ýmsum klúbbum og lék meðal
annars með þekktum leikhópi sem
heitir The Ark Improvisational
Theatre Group. Leið hans lá síðan tO
Chicago þar sem hann skemmti í tvö
ár í ýmsum klúbbum og varð stöðugt
vinsæUi. Þar sá þekktur leikhúsmað-
ur, Del Close, hann og í gegnum hann
var Farley ráðinn í þættina Saturday
Night Live, þar sem hann var síðan í
fimm ár, og var hann orðinn aðal-
stjama þáttanna þegar hann hætti.
Á þessum fimm árum skapaði Chris
Farley margar eftirminnUegar persón-
ur, auk þess sem eftirhermur hans
voru með hvUíkum ágætum að þær
einar hefðu getað haldið nafni hans á
lofti. Á meðal
þekktra per-
sóna sem
hann náði
góðum tök-
um á má
nefna tónlist-
armennina
Jerry Garcia,
Meatloaf og
Mama Cass,
leikarann
Tom Amold
og þingmann-
inn Newt
Gingrich.
Það sem
hefur háð
Chris Farley
sem gaman-
leikara að
mati Evrópu-
búa er að
hann á erfitt
með að losna
úr viðjum sjónvarpsins. Myndir hans
em geysihraðar, nánast farsar, og það
er með ólíkindum hvemig hann getur
látið með öU þessi kUó framan á sér.
Virðist hann ekkert hafa fyrir því að
láta öUum iUum látum, hvort sem það
er í gervi rokkstjömu á sviði eða í
slagsmálum, þyngdin hefur engin
áhrif. En þótt mörg atriði séu kostuleg
og skemmtUeg era samt margar
brotalamir í uppbyggingu mynda hans
og heUdin ekki upp á marga físka. Það
er samt ekki hægt að neita því að
hann er stundum bráðfyndinn. Næsta
kvikmynd Chris Farleys er Edwards
& Hunts og er mótleikari hans Matt-
hew Perry úr þáttaröðinni vinsælu,
Friends. -HK
f Tommy Boy lék Chris Farley son verksmiöjueiganda sem taka á viö fjöl-
skyldufyrirtækinu.
Chris Farley hafði í raun
aldrei ætlað af neinni al-
vöru í kvikmyndirnar og
hafði aðeins leikið nokkur
smáhlutverk þegar honum
var boðið aðalhlutverkið í
Tommy Boy.Var það aðal-
lega frammistaða hans í
Waynes World-myndunum
tveimur sem gerði það að
verkum að hann fákk stóra
tækifærið.
mörgu leyti
skUjanlegt.
AUt hans upp-
eldi í skemmti-
Chris Farley sem
karatemeistarinn
Haru í nýjustu mynd
sinni, The Beverly
Hills Ninja.
Fituhlunkurinn og grínistinn
Christ Farley hefúr átt mikUli vel-
gengni að fagna í Bandaríkjunum und-
anfarin misseri. AUar þær þijár kvik-
myndir sem hann hefur leikið aðal-
hlutverk í hafa slegið í gegn. Fyrst var
það Tommy Boy þar sem hann lék son
verksmiðjueiganda sem hefur ekki
mikla hæfileika tU að taka við fyrir-
tæki fóður síns. Hann er þvi sendur í
söluferð ásamt eftirlitsmanni sem
endar að sjálfsögðu með ósköpum.
í Black Sheep leikur hann bróð-
ur stjómmálamanns sem sér
þann kost vænstan að senda
bróðurinn burt meðan á
kosningabaráttu hans
stendur. í báðum þess-
um myndum
var mót-
leik-
ari
hans David Spade og mynduðu þeir
nokkurs konar nútíma Laurei og
Hardy og tekst oft ágætlega upp. í nýj-
ustu kvikmynd sinni, The Beverly
HiUs Ninja, er Farley án Spade og
virðist það ekki hafa sakað. Myndin
hlaut góða aðsókn í Bandaríkjunum
en í henni leikur hann karatekennara
sem heldur sig vera þann besta í fag-
inu. Er hann þó einn
um þá skoðun.
Þegar fögur
stúlka hverf-
ur sporlaust
í hæðum
Beverly tel-
ur hann það
sjálfsagðan
hlut að bjarga
henni og heldur á
vit ævintýranna.
Chris Farley hef-
ur ekki náð sömu
vinsældum í Evr-
ópu og í
Bandarikj-
unum og
hafa mynd-
ir hans þar
faUið í
grýttan
jarðveg.
Það er
Farley
- þykir með snjöllustu eftirhermum í Hollywood
Sr
Robert De Niro - Ferillinn
Robert De Niro leikur annað
aðalhlutverkið í The Fan, sem er
í öðru sæti myndbandalistans. De
Niro fæddist 17. ágúst 1943 í New
York og þar býr hann enn þann
dag í dag. Leiklistin átti hug hans
allan allt frá því hann var ung-
lingur og eftir að skyldunámi
lauk settist hann á skólabekk hjá
ekki ómerkari leiklistarkennur-
um en Stellu Adler og Lee Strass-
berg. Snemma fékk hann lítil
hlutverk í leikritum á Broadway
og utan Broadway en hafði ekki
erindi sem erfiði í leikhúsum
stórborgarinnar. í New York
kynntist hann ungum kvik-
myndagerðarmönnum, til að
mynda Brian De Palma og Mart-
in Scorsese og það var í gegnum
þá sem frægðarsól hans tók loks
að hækka á lofti. Sú mynd sem
gerði hann að kvikmyndastjömu
var The Goodfather Part II. Þar
lék hann hinn unga Vito Corleo-
ne, sem Marlon Brando lék á efri
árum í fyrstu myndinni. Fékk
hann óskarsverðlaun sem besti
leikari í aukahlutverki fyrir leik
sinn í þeirri mynd. Ferill Roberts
De Niro hefur síðan verið nánast
ein sigurganga og hefur hann
skilaö frá sér mörgum eftirminni-
legum hlutverkum. Sín önnur
óskarsverðlaun fékk hann fyrir
Raging Bull. Hér á eftir fer listi
yfir þær kvikmyndir sem Robert
de Niro hefur leikið í.
Greetings, 1968,
The Wedding Party, 1969
Bloody Mama, 1970
The Gang that Couldn't Shoot
Straight, 1971
Bang the Drum Slowly, 1973
Mean Streets, 1973
The Godfather Part II, 1974
The Last Tycoon, 1976
Taxi Driver, 1976
1900, 1976
New York, New York, 1977
The Deer Hunter, 1978
Raging Bull, 1980
True Confession, 1981
Once Upon a Time in America,
1984
Brazil, 1985
The Mission, 1986
Angel Heart, 1986
The Untouchables, 1987
Midnight Run, 1988
Jacknife, 1989
We're No Angels, 1989
Stanley 8c Iris, 1990
GoodFellas, 1990
Awakenings, 1990
Guilty By Suspicion, 1991
Backdraft, 1991
Cape Fear, 1991
Mistress, 1992
Night and the City, 1992
Mad Dog and Glory, 1993
This Boy's Life, 1993
A Bronx Tale, 1993
Frankenstein, 1994
Heat, 1995
Casino, 1995
The Fan, 1996
-HK