Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Side 11
, i <• » . j * * 9 v
myndbönd
33
FÖSTUDAGUR 25. APRIL 1997
Að snúa gæfunni
sér í hag
Vanur í faginu
Roy „Tin Cup“ McAvoy hefur
gert mörg mistök í lífinu. Hann
hefði getað verið atvinnumaður í
golfi í stað þess að kenna golf í
krummaskuðinu Salome í Texas.
Hann heíði getað haldið áfram ást-
arsambandinu við dansklúbbseig-
andann Doreen í stað þess að tapa
golfflötinni sinni til hennar í veð-
máli. Síðast en ekki síst þyrfti hann
ekki að lítillækka sig með því að
gerast kylfusveinn fyrir erkióvin
sinn og keppinaut, golfstjömuna
David Simms. Þegar Dr. Molly
Griswold, kærasta David Simms,
kemur til hans til að fá golfkennslu
gerir hann enn ein mistökin og
verður ástfanginn af henni. Honum
verður ljóst að til að vinna hug
hennar verður hann að gera eitt-
hvað stórfenglegt, svo sem að vinna
opna bandaríska meistaramótið,
erfiðasta atvinnumannamót heims-
ins.
Hæfileikaríkur undir-
málsmaður
Tin Cup verður gefin út á mynd-
bandi mánudaginn 28. apríl. Leik-
stjóri myndarinnar er Ron Shelton,
en í aðalhlutverkum eru Kevin
Costner og Rene Russo. í helstu
aukahlutverkum eru Cheech Marin,
annar helmingur Cheech & Chong
tvíeykisins, og Don Johnson, sem
frægur varð sem Sonny Crockett í
Miami Vice þáttunum. Shelton er
vanur að skrifa handritin að mynd-
unum sínum og gerði það einnig í
þessu tilviki. Hann fékk þó golffé-
laga sinn, John Norville, til að að-
stoða sig. Þeir skálduðu í samein-
ingu upp persónu sem bjó yfir mikl-
um hæfileikum, en einnig persónu-
■
Tin Cup gerist að hluta tii á golfvöllum.
leikagöllum sem kæmu henni í
vandræði. Roy McAvoy er viðkunn-
anlegur undirmálsmaður og vand-
ræðagemlingur sem hefur snilligáfu
hvað golf varðar og gallar hans
vama honum þess að nýta sér hæfi-
leika sína, en það voru einmitt þess-
ir gailar sem vöktu áhuga Kevins
Costners á hlutverkinu, ásamt far-
sælu samstarfi hans og Ron Shelton
í Bull Durham.
Til að ljá myndinni trúverðug-
leika fékk Shelton raunverulega
golfleikara til að koma fram í mynd-
inni, þeirra frægastir er sennilega
Fred Couples og Corey Pavin. At-
vinnugolfaramir Peter Jacobsen og
Cragi Stadler fengu meira að segja
nokkrar linur i myndinni. Næsta
vandamál var þá að gera Costner
trúverðugan sem golfleikara við
hliðina á þessum stjömum og at-
vinnugolfaramir Gary McCord og
Peter Kostis tóku hann því upp á
sina arma og leiðbeindu honum.
Leikstjórinn Ron Shelton hefur
leikstýrt „íþróttamyndum" með
góðum árangri, en skemmst er að
minnast samstarfs hans og Kevins
Costners í Bull Dur-
ham,
Shelton
fékk ósk-
arsverð-
launa-
tilnefn-
ingu fyr-
ir hand-
rit sitt að
þeirri
mynd.
Fyrsta
handrit
Sheltons
sem komst á
breiðtjaldið
var Under Fire,
en Bull Durham
var frumraun
hans sem leikstjóri. 1
kjölfar hennar gerði
hann Blaze, sem fjallaði
um samband ríkis-
stjóra og nektar-
dansmeyjar.
Þriðja mynd hans
var White Men
Can’t Jump og
sú fjórða Cobb,
og hafa íþrótt-
ir því komið
við sögu í
fjórum af
fimm mynd-
um hans.
Kevin
Costner er .
stór-
stjama
Kevin Costner
leikur Roy
McAvoy sem hefur
gert mörg mistök í
lífinu en reynir að
rétta úr kútnum.
í Hollywood og einn af áhrifamestu
leikurunum í kvikmyndaiðnaðinum
þar. Mesta verk hans hingað til var
Dances with Wolves, sem hann
framleiddi, leikstýrði og lék í, en
hún hlaut alls sjö óskarsverðlaun, þ. ,
á m. fyrir bestu mynd og bestu leik-
stjórn. Síðustu myndir hans á und-
an Tin Cup voru Wyatt Earp og Wa-
terworld, en Kevin Costner hefur
verið jafnvígur á grin, spennu,
hasar og drama. Meðal frægra
mynd hans era Silverado, The
Bodyguard, A Perfect World,
The War, JFK, Robin Hood:
Prince of Thieves, The
Untouchables, No Way Out,
Bull Durham og Field of
Dreams.
Mótleikari Kevin Costner er
Rene Russo sem byrjaði feril
sinn sem tískumódel áður en
hún sneri sér að kvikmynda-
leik. Fyrsta hlutverk
hennar var í grín-
myndinni Major
Leage, og í kjöl-
farið fylgdu
hlutverk í
Mr. Dest-
iny,
Freejack
og One
Good
Cop.
Ferill
hennar
tók svo
við sér
eftir að"
hún kom
fram í Let-
hal Weap-
on 3 og hún
náði í hlut-
verk í In
the Line of
Fire og Get
Shorty áður
en hún tók
sér hlut-
verk Dr.
Griswold 1,
Tin Cup. Næsta
mynd hennar
var síðan
Ransom sem
áætlað er að
komi út á mynd-
bandi í júlí. -PJ
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Guðrún Gunnarsdóttir
þeirra við ákveðnar
aðstæður og fordóma
sem ríkja í samfélaginu. Þetta er
mjög góð mynd sem vekur mann til
umhugsunar um manneskjuna og
samfélög mannanna.
Ég vil helst horfa á rómantískar
ástarsögur en þó ekki of væmnar
og sorglegar. Fjölskyldusögur
þar sem rakin er saga nokk-
urra ættliða og gerist á löng-
um tíma finnst mér gaman
að horfa á. Ég vil geta
hjúfrað mig niður í sófann og
fylgst nokkuð átakalaust
með því sem er að gerast
en ekki þurfa að sitja með
axlimar spenntar upp að
eyrum.
Ég hef gaman af mynd-
um þar sem spennan ligg-
ur í loftinu en eru ekki
af ofbeldi. Mér
finnst þó skemmtilegast
að horfa á manneskju-
legar og mannbætandi
myndir þar sem sagan
er góð. Ég get nefht
myndir eins og Legends
of the Fall og The Eng-
lish Patient, það eru
myndir að mínu skapi.“
„Besta myndin sem ég
hef séð heitir Brimbrot eða
Breaking the Waves. Þetta
“>■ ástarsaga sem fjallar um
ga stúlku sem ekki er al-
3g eins og fólk er flest.
The Keeper
An Occasional Hell'
The Keeper er kvikmynd sem
vakið hefur verðskuldaða athygli.
Hún er
frumraun leik-
stjórans Joe
Brewster, sem
þykir eiga
framtíð fyrir
sér í kvik-
myndabransan-
um. Myndin
segir ffá fanga-
verðinum Paul
Lamont sem
tekur starf sitt
alvarlega, en
meðfram starfinu stundar hann lög-
fræðinám. í fangelsinu kynnist
hann umkomulausum Haiti- búa,
Jean Babtiste, sem ákærður er fyrir
nauðgun sem hann segist ekki vera
sekur um. Paul sannfærist um sak-
leysi hans og ákveður að leggja
fram tryggingafé svo Jean þurfi
ekki að dúsa inni. Jean er einnig
húsnæðislaus og því ákveður Paul
að skjóta yfir hann skjólshúsi í
nokkra daga. Fljótlega eftir að Jean
flytur inn myndar hann sterkt sam-
band við eiginkonu Pauls og þegar
Paul fer að gruna að eitthvað meira
býr að baki en vinskapur tekur af-
brýðisemin völdin ...
í aöalhlutverkum eru Giancarlo
Esposito, Regina Taylor (Upp, Upp,
mín sál) og Isaach De Bankole.
Stjörnubíó gefur The Keeper út og
er hún bönnuð börnum innan 16
ára. Útgáfudagur er 24. apríl.
Smoke hefur á undanförnum
misserum vakið mikla athygli um
allan heim
og er það
skiljanlegt,
því um er
að ræða
einstaklega
athyglis-
verða kvik-
mynd sem
er afrakst-
ur leikstjór-
ans Wayne
Wangs og
rithöfund-
arins Paul
Auster.
Smoke
fjallar um nokkra einstaklinga sem
í fyrstu virðast fátt annað eiga sam-
eiginlegt en að búa í sömu stórborg-
inni. Það kemur hins vegar í ljós að
þessar persónur hafa allar, hver á
sinn hátt, misst mikilvægt haldreipi
úr lífi sinu. Þessi reynsla hefur í öll-
um tilfellum haft djúpstæð áhrif á
persónumar, til góðs eða ills eftir
því hvernig á það er litiö, en um
leið opnað fyrir ákveðið innsæi
þeirra á lífið og mannlegar tilfinn-
ingar.
í aðalhlutverkum eru Harvey
Keitel, William Hurt, Forest Whita-
ker, Stockard Canning og Ashley
Judd.
Skífan gefur Smoke út og er hún
leyfð öllum aldurshópum. Útgáfu-
dagur er 30. april.
An Occasional Hell er sakamála-
mynd með Tom Berenger í aðalhlut-
verki. Leikur
hann fyrrver-
andi rann-
sóknarlög-
reglumann,
Ernie, sem
neyddist til
að hætta
störfum eftir
að hafa særst
alvarlega í
skotbardaga.
Hann tekur
nú lífinu
ró sem kenn-
ari og stund-
ar ritstörf þess á milli. Dag einn er
samkennari hans myrtur. Á morð-
staðnum er að finna vísbendingar
sem benda til sektar eiginkonu hins
látna. Lögreglumaðurinn sem
stjórnar rannsókninni sannfærist
um að svo sé. í örvæntingu sinni
snýr hún sér til Ernies í von um að-
stoð. Hann tekur að sér rannsókn og
fljótt kemst hann að því að sá myrti
var ekki allur þar sem hann var
séður og lykillinn að lausn málsins
hljóti að vera hjá horfinni ástkonu.
Auk Tom Berengers leika stórT
hlutverk í myndinni Valeria Golino
og Robert Davi. Leikstjóri er Salome
Breziner.
Myndform gefur út An Occasional
Hell og er hún bönnuð börnum
innan 16 ára. Útgáfudagur er 29.
apríl.