Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Side 3
I>V FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 1997 tónlist HLJÓMPLÖTU Alpha Centauri - 20:33 Hefurelstvel ★★★ Arið 1980 var platan 20:33 hljóðrituð af nokkrum af fremstu og bestu djassbræðings- spilurum Danmerkur. Pianó- leikarinn Jörgen Emborg, bassaleikarinn Bo Stief, gítar- leikarinn Bjarne Roupé og trommarinn Ole TheiO, ásamt Palle Mikkelborg á trompet, nefndu hljómsveitina Alpha Centauri og fiuttu við þetta til- efni eintóma frumsamda ópusa. Músíkin hefur nú verið endur- útgefin á diski og er býsna fróð- legt og gaman að hlýða á hana 17 árum síðar. Allir áttu þessir kappar síðar eftir að gera garðinn frægan í svipaðri músík. Má nefna hina frá- bæru hljómsveit Mikkelborgs, Entrance, sem um margt minnti á We- ather Report, og hljómsveitina Frontline sem Emborg stóð fyrir og skart- aði hinni ágætu söngkonu, Cæcilie Norby, sem nú gerir það gott hjá út- gáfufyrirtækinu Blue Note. Það kemur eiginlega mest á óvart hversu vel hún hefur elst, þessi plata, sem hlýtur að hafa talist nokkuð nútímaleg á sínum tíma. Spar- lega er farið með hljóðgervla og þau sánd sem síðar áttu eftir að úreld- ast og virðast hallærisleg. Emborg notar t.d. mest flygil og Rhodes-rafþí- anó sem virkar vel nú á dögum. Spilamennskan er afbragð, Roupé og fleiri með þessi finu sóló; heildarhljómur með ágætum og nokkru mýkri en tiðkast í digital-upptökum á rafmagnsdjassi. Ingvi Kormáksson Morphine - Like Swimming Einfalt grípandi grúv *★★ Morphine er töffarasveit. Ekki þannig að tríóið gangi um í leðurjökkum og spili rudd- arokk. Hljómurinn sem Morp- hine framkaliar er það sem er töff við sveitina. Sexí saxófónriff Dana Colley, einfalt grúv Biily Conwayt og töff bassalínur í takt við seiðandi söng Mark Sandman. Platan setur hlust- andann í stellingar. Menn halla sér aftur í bílsætinu, slaka á í sófanum, reykja of mikið á kaffi- húsinu (slæmur siður), verða taktfastir í rúminu og langar mest að falla inn í einfaldleikann. Þannig kemur Morphine fyrir eyru hlustandans og þannig er platan Like Swimming í heild sinni. Textamir eru mikið til einfaldar endur- tekningar um ýmislegt sem þarfnast ekki mikillar hugsunar (engar heimspekihugsjónir eða söngvar um samfélagsleg vandamál), þó alltaf sé stutt í húmorinn. Aðalsmerki sveitarinnar eru samt töff frasar (sam- spilaðir af bassa og saxófóni) sem gefa einföldum lögunum mikla fyll- ingu. Morphine hefur kannski ekki skapaö neitt meistarastykki heldur kannski plötu sem heldur hlustandanum i frjálsu falli einfaldleikans. Bestu lög plötunnar að minu mati eru: Potion (seiðandi söngur um ást- ina), I Know You (taktfast grúv með flottum frasa), Early to Bed (stutt í húmorinn í textanum og lagið heldur), French Fries w/Pepper (enn styttra í húmorinn í grípandi afslöppuðu umhverfi) og Eleven O’Clock (í hraðari kantinum, en grípandi engu að síður). Töff? Kíktu á seiðandi hljóma Morphine. Guðjón Bergmann Live-Secret Samadhi: Kemur skemmtilega á óvart ★*★ Platan Throwing Copper var ein af þessum plötmn. Hún skaut hijómsveitiimi Live upp á stjömuhimininn í einni svipan á ótrúlega löngum tíma (hafið þið heyrt um andstæður?). Það tók hana ár að ná eyrum Evr- ópubúa og svipaðan tíma að ná toppsæti bandaríska Billboard- listans, en um hljómsveitina hafði enginn heyrt áður, né heldur meðlimi hennar. Throwing Copper sýndi Live sem kraftmikla rokkhljómsveit með þónokkrar melódískar hugmyndir. Secret Samadhi er á svipuðum, þó aðeins þroskaðri nótum. Live hefúr dregið aðeins úr keyrslurokkinu (ekki að það sé neitt sérstakt merki um þroska) og sett í staðinn þunga frasa, léttar melódíur og einstaka fiðlur (Led Zeppelin stæl). Nýja platan byijar af miklum krafti á laginu Rattlesnake sem verður að teljast til melódísku hliðar Live. Frasinn ...Its a crazy, crazy mixed up town... er ferlega grípandi og minnir á eitthvað sem hefði getað komið frá R.E.M. Lakinis Juice er ekki minna grípandi þó það sé mikið þyngra, undirstrikað af tónum fiðlunnar og rifnum söng. Graze er síðan í ball- öðustíl, Century byijar á léttum kassagítamótum en sækir smám saman í sig veðrið og Ghost heldur uppi heiðri melódískra viðlaga sveitarinnar. Eftir það smáhallar undan fæti hjá Live. Þessi kraftmikla byrjun bygg- ir upp væntingar sem hljómsveitin nær síðan ekki að fylgja eftir af eins mikilli ástríðu og hlustandinn býst við. Lögin eru ekkert sérstaklega slæm, en þau eru ekkert sérstaklega góð heldur og það heldur plötunni í tveim og hálfri stjömu. Ef sami kraftur hefði haldið sér (og þá er ég ekki að tala um keyrslu) út plötuna hefði hún hiklaust fengið fjórar stjörnur, svo góð er byijunin. Guðjón Bergmann Liye Endurkoma PreíablSprout Hljómsveitin Prefab Sprout er nú aö gefa út nýja skífu en ekkert haföi heyrst frá sveitinni í fimm ár. Það eru liðin 7 ár síðan út kom plata með hljómsveitinni Prefab Sprout. Fyrir fimm árum kom plata með því besta sem sveitin hafði gefið út. Síðan hefur enginn heyrt frá sveitinni eða séð fyrr en nú. Það eru liðin heil þrettán ár frá því fyrsta plata Prefab Sprout kom út. í mars árið 1984 kom platan Swoon og fékk frábærar viðtökur gagnrýnenda þó almenn sala hefði mátt vera meiri. Ári síðar kom platan Steve McQueen. Upptökustjóri á henni var Thomas Dolby. Platan hefur síðan verið talin til fyrirmyndar hvað varðar hljómgæði á níunda áratugnum. When Love Breaks down var slagari plötunnar, hug- ljúft og rómantískt. NME kallaði Paddy McAloon frumlegasta laga- höfund áratugarins og platan lenti á topp 30 yfir árið hjá NME, Spin og US Tastemaker. Fjórum árum siðar (1989) kom platan Protest Songs út. Protest Songs var í raun hliðarverkefni og var tekin upp sama ár og Steve McQueen kom út en náði dreifingu fjórum árum síðar vegna mikillar eftirspumar. Eftirminnilegasta verk Prefab Sprout var síðan From Langley Park to Memphis sem kom út 1988. Lögin Cars and Girl og King of Rock and Roll náðu vinsældum um alla Evrópu og viðbrögð tónlistar- pressunnar voru enn á sömu leið, platan var talin meistaraverk. Það síðasta sem heyrðist frá Prefab Sprout var áriö 1990 þegar platan Jordan kom út. NME kallaði þessa nítján laga plötu poppsigur ársins og Sunday Times valdi Jord- an plötu ársins og líkti Sprout við The Beatles og Steely Dan. Á þessum sjö árum hefur Paddy McAloon verið iðinn við lagasmíð- ar og því kominn tími á útgáfu. Þó að hann hafi ekki gefið neitt út undir eigin nafni á tímabilinu hafa listamenn eins og Jimmy Nail, Kylie Minouge og Cher notið hæfi- leika hans. Nýja platan heitir Andromeda Heights og heitir í höf- uðið á nýju hljóðveri sem Prefab Sprout hefur byggt til frekari hljóð- ritana. Hljómsveitin fer ekki í tón- leikaferð en Andromeda Heights er aðeins byrjunin á nýrri útgáfuröð sveitarinnar. -GBG RCA er meðal annars aö finna 77 ly Live Recording. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.