Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Qupperneq 9
DV FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 1997 Sossa sýnir í Gallerí Fold Á morgun, kl. 15, opnar Sossa, Margrét Soffía Bjöms- dóttir, sýningu á olíumálverk- um i Gallerí Fold við Rauðar- árstíg. Sýninguna nefnir lista- konan Freistingar og félags- legt samneyti. Sossa er fædd í Keflavik árið 1954. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla Islands 1977-79, Skolen for Bragskunst í Kaupmanna- höfn 1979-84 og School of the Museum and Fine Art í Boston í Bandaríkjunum 1989-92. Það- an lauk hún mastersgráðu í myndlist. Sossa hefur haldið Qölda sýninga hérlendis og er- lendis. Sýningin stendur til 25. maí. Galleri Fold er opið dag- lega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga frá kl.14-17. Sossa við eitt verka sinna sem eru til sýnis í Gallerí Fold. DV, Vesturlandi:__________________ Laugardaginn 3. maí nk. verður opið hús í Samvinnuháskóanum frá kl. 13:00til 15:00.Gestum verða sýnd húsakynni og aðstaða. Kennarar og nemendm- taka á móti gestum, leiða þá um húsakynnin og svara spurn- ingum. Sýndar verða tiilögur sm borist hafa í samkeppni um nýtt merki skólans, og veitt verða verð- laun fyrir bestu tillöguna. Afmælis- árgangar Samvinnuháskólans og gamla Samvinnuskólans heimsækja skólann þennan dag, en húsið er öll- rnn opið og væntanlegir umsækj- endur eru sértaklega boðnir vel- komnir. DVÓ Mikið um dýrðir hjá Heklu Á morgun og sunnudag verður mikið um dýrðir hjá raftækjaversl- un Heklu í tilefni þess að í ár eru liðin fimmtíu ár síðan Kenneth Wood stofnaði fyrirtæki sitt, Kenwood. Á þessu ári eru einnig liðin fimmtíu ár frá því Hekla hóf innflutning frá fyrirtækinu. Vegna þessa ætlar Electric, raftækjaversl- un Heklu, að bjóða Kenwood Chef- hrærivélina á ótrúlegu verði. Á morgun munu þeir Eiríkur og Siggi Hall senda þátt sinn út frá versluninni og verður gestum og gangandi boðið upp á veglega afmæ- listertu, pylsur og kók. Jóhannes Felixson, íslandsmeistari í köku- bakstri, mætir báða dagana til skrafs og ráðagerða. Magnús Ver Magnússon, sterkasti maður heims, kemur og veitir eiginhandaráritan- ir o.fl. Skemmtunin stendur frá 10-17 laugardag og 13-17 sunnudag. Norðlenskir og sunnlenskir hestadagar í Reiðhöllinni Um helgina verða i Reiðhöllinni hinir árlegu hestadagar sem hesta- menn á Suður- og Norðurlandi standa að. Á sýningunni hafa jafnan komið fram mörg af þeim hrossum sem hæst ber á landinu enda landshlut- amir sem að sýningunni standa hrossmargir. Að vanda ber margt skemmtilegt fyrir sjónir. Nemendur frá Bændaskólanum á Hólum opna sýninguna af sinni alkunnu snilld og smekkvísi. Sýndir verða tveir ís- landsmeistarar í tölti, þeir Laufi frá Kollaleiru og Hrafn frá Hrafnagili, en þessir hestar vöktu mikla athygli á síðasta ári. Að þessu sinni verða það ekki atvinnuknapar sem ríða þessum gæðingum heldur eigendur þeirra. Ræktunarhússýningar verða frá Laugarvatni þar sem fram koma sex stóðhestar sem allir hafa hlotið fyrstu verðlaun, auk stóðhestsins Glampa frá Vatnsleysu í Skagafirði. Þá koma fram afkvæmi Ófeigs frá Flugumýri. Afkvæmi Galdurs frá Sauðárkróki koma fram í fyrsta skipti en þau eru öll brúnskjótt og vekja vafalaust mikla athygli. Einvígi verður á hverju kvöldi en því er haldið leyndu hvaða hestar og kempur takast á en það verða aldrei þeir sömu. Ýmislegt verður til skemmtunar á milli reiðsýninga og verða sýning- arbásar frammi í anddyri. Á einum þeirra verður stóðhesturinn Feykir frá Hafsteinsstöðum sem er snjó- hvítur höfðingi. Sýningamar verða í kvöld og á morgun, kl. 21, og á sunnudaginn, kl. 16. Hér má sjá eitt af verkum fvu Sigrúnar Björnsdóttur en hún mun opna sína fyrstu einkasýningu í Listhúsi 39 í Hafnarfiröi laugardaginn 3. maf. A sýning- unni veröa 20 grafikverk sem eru dúkristur og unnar meö blandaöri tækni. Sýningin ber heitiö „Öfl náttúrunnar" og sýnir hvert verk mynd af því sem hin ólfku öfl í náttúrunni geta myndaö. Listhúsið er opiö ki. 10-18 virka daga, á laugardögum er opiö 12-18 og á sunnudögum 14-18. •n helgina Þjóðleikhúsið Litli Kláus og Stóri Kláus sunnudag kl. 14.00 Leitt hún skyldi vera skækja laugardag M. 15.00 Fiðlarinn á þakinu laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 Köttur á heitu blikkþaki fóstudag kl. 20.30 Listaverkið laugardag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Borgarleikhúsið Völxuidarhús laugardag kl.20.00 Svanurinn fóstudag kl.20.00 Dómínó föstudag kl. 20.00 Loftkastalinn Áfram Latibær sunnudag kl. 14 sunnudag kl. 16.00 Á sama tíma að ári laugardag kl. 15.30 íslenska óperan Káta ekkjan laugardag kl. 20 Kaffileikhúsið Vinnukonurnar föstudag kl. 21.00 Leikfálag Akureyrar Vefarinn mikli frá Kasmír laugardag kl. 20.30 Skemmtihúsið Ormstunga sunnudag kl. 20.30 Hugleikur Tjarnarbíóí Embættismannahvörfin föstudag kl. 20.30 aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar in 550 5000 HASKULABIU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.