Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 3
JLt'W FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 HLJÓMPLjÍTU Bee Gees - Still Waters: Falsettan hljómar ★★< Bræðurnir Gibb eru samir við sig þótt árin líði. Létt poppið, samstilltar háar raddirnar, skerandi falsettan. Allt hljómar þetta afskaplega gamalkunnugt. Og kannski hafa raddir bræðranna aldrei verið jafn bjartar og skjálfandi og einmitt nú. Við höfum heyrt mörg dæmi þess í áranna rás að Barry, Robin og Maurice Gibb kunna að semja grípandi popplög. Sum hafa lif- að lengi og eru orðin sígræn. Önnur eru fallin í gleymsku jafnvel þótt þau séu ekkert síðri en þau sem náðu í efstu sæti vinsælda- listanna. Ómögulegt er að spá fyrir um örlög áheyrilegustu lag- anna á Still Waters, laga eins og Alone og I Surrender. Kannski hljóma þau á öldum ljósvakans eftir tuttugu ár eins og lögin úr Saturday Night Fever gera nú eða eftir þrjátíu ár eins og Massachusettes, To Love Somebody. Og þó sennilega ekki. Bee Gees hafa náð sínum hápunkti á ferlinum (og það meira að segja tvisvar sinnum) og það sem nú er gefíð út og á eftir að koma út er rétt til að minna okkur á að bræðumir eru enn að. Meira að segja þokkalega emir. Van Morrison - The Healing Game: Hinn mikli Morrison Aðdáendur Morrisons hafa kannski ekki verið sáttir við allt sem hann hefur verið að fást við það sem af er þessum áratug. En á The Healing Game er hann kominn í sitt gamla horf, soul- og blúsblandaður með tilfmningaþrungna doo- wop ballöðu hér og þar. Lögin eru grípandi og hvert viðlagið á fætur öðru krækir sig í undirvitundina og ómar í henni löngu eftir að lokalagið, titillag- ið sjálft, er á enda runnið. Það er afskaplega erfitt að gera upp á milli laganna á The Heal- ing Game. Piper at the Gates of Dawn er snoturt í einfaldleik sín- um og sker sig nokkuð frá hinum, enda í írskum anda. Doo-wop lögin It Once Was My Life og If You Love Me hljóma áheyrilega, ekki síst vegna þess að ný lög i þeim stíl verða ekki oft á vegi manns. Titillagið er sterkt, sömuleiðis Waiting Game og ... já, í raun og vem má hrósa öllum tíu lögum plötunnar. Van Morrison er jafn kröftugur og fyrr. Af meðreiðarsveinum og -meyjum hans á plötunni á Pee Wee Ellis saxisti eftirtektar- verðastan leik. Gamli nótnaboxarinn og söngvarinn Georgie Fame kemur við sögu, á nokkrar látlausar krúsidúllur á Hamm- ond og raddar hér og þar. Fjöldi annarra hljóðfæraleikara og söngvara lætur í sér heyra. Hvergi er slegið feilpúst enda er The Healing Game ein af eftirtektarverðari plötunum sem út hafa komið það sem af er þessu ári. Ásgeir Tómasson tónlist s1 tl 01 les' 1 PJ La- ta 1 Si níd Ulí Fjórmenningarnir í hljómsveit- inni Rolling Stones eru teknir til við að hljóðrita lög á nýja plötu sem talið er að komi út síðar á þessu ári. Don Was upptökustjóri hefur yfir- umsjón með verkinu og meðal ann- arra upptökustjóra sem leggja hönd á plóginn eru Kenneth „Babyface" Edmonds, Dust Brothers og Danny Saber. Don Was lagði einmitt gjörva hönd á síðustu tvær Stonesplötur, Frekari vangaveltur liggja ekki fyrir um hvaða listamenn aðrir eigi eftir að koma við sögu á næstu plötu Stones. Óvíst er einnig hvort Daryl Jones leikur á bassann. Hann tók sem kunnugt er þátt í gerð tveggja síðustu platna Stones og fór með í Voodoo Lounge-hljóm- leikaferðina. Og varðandi hljóm- leikaferðir gengur sá orðrómur einnig fjöllunum hærra að The Rolling Stones hyggi á hljómleika- ferð með haustinu sem eigi eftir að teygja sig fram eftir næsta ári. Ef fylgt verður hefðbundnu mynstri síðustu ferða leikur hljómsveitin i Norður-Ameríku í haust, ferðast um Asíu og Ástralíu í vetur og vor og kemur síðan til Evrópu næsta sumar. -ÁT Rolling Stones eru í óðaönn að hljóðrita lög á næstu plötu sína undir stjórn valinkunnra upptökustjóra. Voodoo Lounge og Stripped, og ætti því að vera orðinn öllum hnútum kunnugur. Babyface hefur unnið með hljóm- sveitinni siðustu daga og er talið að hann taki þátt í að hljóðrita tvö til þrjú lög. Eftir það taka Dust Brothers við stjórninni. Þeir sáu um upptökur Odelay-plötu Becks og Paul’s Boutique með The Beastie Boys. „Við byrjum á þremur lögum og sjáum svo til hvort þeim fjölgar," segir John King, helmingur Dust Brothers. „Þannig var það líka þegar við unnum með Beastie Boys og reyndar Beck einnig." Mick Jagger hafði samband við Dust Brothers fyrr á árinu og sagðist telja að þeir gætu gert góða hluti með þyngri lögin á næstu Sto- nesplötu. King segir að Jagger hafi talað um að hann vildi fá nokkra upptökustjóra til að taka að sér hin ýmsu lög, allt efir því hvaða stíll hentaði hverjum. Clapton í gestahlut- verki? Talsmenn The Rolling Stones hafa enn ekki látið neitt fara frá sér opin- berlega um nýju plötuna. Aðdáendur hljómsveitarinnar á netinu hafa hins vegar komist að því að hljómsveitin mætir síðdegis á degi hverjum í hljóðver í Los Angeles. Þar eru lög samin og slipuð og hljóðrituð til prufu þegar í stað. Babyface hefur verið á ferli og einhverjir hafa hald- ið því fram að Eric Clapton hafí sömuleiðis litið inn. Því er talið að hann eigi eftir að taka þátt í gerð plötunnar. Babyface stjórnaði einmitt upptöku síðasta lagsins sem Clapton sendi frá sér, Change the World, sem hann hlaut Grammy- verðlaunin fyrir fyrr á árinu. Kryddstelpurnar sætu í Spice Girls láta sér ekki nægja aö vera heitasta númerið í poppbrans- anum. Nú ætla þær píur að leggja undir sig kvikmynda- heiminn með mynd sem mun vera einhvers konar sambland af Wayne’s World og A Hard Day’s Night (sem Bítlarnir gerðu á sínum tíma). Leikstjór- inn verður Rob nokkur Spiers en gamanleikkonan Jennifer Saunders, sem lék í Absolutely Fabulous, er meðal handritshöf- unda. Lög úr myndinni verða líklega á annarri plötu Spice Girls en ekki er byrjað að taka þau upp. Tökur hefjast hins veg- ar á myndinni í júli. Annai's er það að frétta af út- gáfumálum Spice Girls að vænt- anleg er safnplatan Girl Power sem inniheldur lögin Wannabe og Who Do You Think You Are með þeim vinkonum. (" á plötunni munu vera u] haldslög þeirra. Spice Girls 1 eiimig g ing greinilegaek

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.