Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 10
32 myndbönd FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 - tók að sér djarft hlutverk í Bound sem margar aðrar höfðu hafnað J Því er ekki að neita að ág hafði miklar efa- Jennifer Tilly, sem sjá má í nýj- ustu kvikmynd Jims Carreys, Liar Liar, sem sýnd er í kvikmynda- húsum á höfuðborgarsvæðinu, hefur á mörgum árum verið að vinna sig upp metorðastig- ann i Hollyood. Hún var bamung þegar hún hóf að leika í kvikmyndum og sjón- vai’pi árið 1983 og var þá frekar þekkt sem litla systir Meg Tilly. í dag stendur hún jafnfætis systur sinni, ef ekki feti framar, og má hún aðallega þakka það frammi- stöðu sinni í kvikmynd Wo- ody Allens, Bullets over Broadway, en fyrir leik sinn í henni hlaut hún til- nefningu til óskarsverð- launa. Þá hefur vakið mikla athygli leikur hennar í Bound sakamála- mynd sem íjallar um tvær lesbísk- ar stúlkur sem ákveða að stela pen- ingum af rnafl- unni. Meg Tilly hef- ur fengið það orð á sig að hún eigi auðvelt með að leika miskunnarlausar kon- ur, nokkurs konar gangstera. Sjálf er hún hissa á þessari líkingu enda segist hún varla vita hvernig gangster á að haga sér: „Þetta tengist þó sjálfsagt því að mjög auð- velt er að lenda i þeirri aðstöðu í Hollywood, ef maður stendur sig vel í einu hlut- verki, að fá tilboð um sams konar hlutverk aftur og aftur. Tilly er ánægð . með Bound sem hún segir brjóta nokkra múra i Hollywood. „Þetta er djörf til- raun í gerð saka- málamynda og eiga þeir bræð- ur, Larry og Andy Wachovski, heiður skilinn fyrir þor og kjark. Eg veit ekki hvað margar leikkonur höfnuðu hlutverk- inu sem ég leik vegna þess að í myndinni er ástarat- riði á milli tveggja les- bískra stúlkna. Það er skiljanlegt að mörgu leyti. Varla er hægt að búast við að mynd á borð við Bound fái mikla aðsókn og sjálfsagt hafa þær hugsað hlutina þannig að engin ástæða væri til að hætta mannorði sínu fyrir kvik- mynd sem myndi hvort er eð fara beint á myndbandamarkaðinn." Fljótt kom þó í ljós að þeir bræð- ur vissu hvað þeir voru að gera og hefur Bound vakið mikla athygli fyrir sérstök efnistök. En hvemig skyldi Jennifer Tilly líka það að vera nakin fyrir framan kvik- myndavélamar? „Það fer allt eftir því hvernig kvikmynd er verið að gera. Nekt er hægt að réttlæta í kvikmyndum þar sem mikill metn- aður er á bak við, eins og í Bound. Ég tók eftir því í Bound að þeir sem voru að vinna við kvikmyndatöku og fleira fóru meira hjá sér heldur en ég og Gina (Gershon) og þar voru þeir bræður engin undan- tekning, þeir gátu varla litið á okkur þegar þeir voru að leið- beina okkur. Því er ekki að neita að ég hafði miklar efa- semdir um það hvort ég gæti leikið eðlilega ástaratriði á móti annarri konu en þegar til kom var allt umhverflð svo laust við alla erótík að þetta var ekkert mál.“ Gefandi að leika undir stiórn Woody Allens Eins og fyrr segir er þekkt- asta hlutverk Jennifer Tilly hlutverk Olive í Bullets over Broadway, sem Woody Allen stjómaði, og hefur Tilly ekkert nema gott að segja um Allen. Hann er svo ósköp venjulegur og alls ekki eins og maður býst við fyrir fram. Hann er lítið gefinn fyrir að tala við annað fólk, stundum er eins og hann þekki ekki fólk sem hann er að vinna með, hvort sem það eru leikarar eða aðrir, ef hann hittir það fyrir utan starfið, en hann er ákaflega kurteis og á það til að sleppa beislinu af leikurunum og leyfa þeim að impróvisera. Jennifer Tilly hóf feril sinni í sjónvarpinu og var um skeið fasta- maður í Hill Street Blues og The Gary Shandling Show. Fyrir leik sinn í þvi síðamefnda og sjónvarps- myndinni Heads hlaut hún tilnefn- ingar sem besta leikkonan. Þá lék hún gestahlutverk í sjónvarpsserí- um á borð við Moonlighting, Cheers og Dream on. Tilly hefur jöfnum höndum leikið á sviði og fékk verð- laun fyrir leik sinn í One Shoe off eftir Tina Howe og önnur verðlaun fyrir leik sinn í Vanities. Meðal leikrita sem hún hefur leikið í má nefna Tartuffe, Baby with the Bat- hwater og The Wool Gatherers. Til- ly hefur leikið í mörgum kvikmynd- um. Má þar nefna The Getaway, Made in America, Shadow of the Wolf, Scorsher, The Fabulous Baker Boys, Moving Violations og No Small Affair. -HK semdir um það hvort ég gæti leikið eðlilega ást- aratriði á móti annarri konu en þegar til kom var allt umhverfið svo laust við alla erótík að þetta var ekkert mál. Jennifer Tilly og Gina Gershon í hlutverkum sínum í Bound. í Liar Liar leikur Jennifer Tilly eiginkonu sem stendur í skilnaðarmáli við eig- inmann sinn sem sakar hana um gróft framhjáhald. ur á The Apostle, sem hann leikstýrir og leikur í auk þess að skrifa hand- ritið. Hér fer á eft- ir listi yfir helstu kvikmyndir sem Robert Duvall hefur leikið í: To Kill a Mocking- bird, 1963, The Chase, 1966 Countdown, 1968 The Detective, 1968 Bullitt, 1968 True Grit, 1969 MASH, 1970 THX 1138, 1971 The í Phenomenon leikur Robert Duvall þorpslækni og vin Johns Travolta, þann sem fyrstur trúir honum og reynir að vemda hann. Robert Duvall á að baki langan feril í kvikmyndum, en hefur auk þess skrifað handrit og leikstýrt og gefið ^út plötur með eigin tónlist. Hann hlaut óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Tender Mercies en hefur að auki þrisvar verið tilnefndur; var það fyrir The Godfather, Apocalypse Now og The Great Santini. Robert Duvall hóf feril sinn í þeirri frægu kvikmynd To Kill a Mockingbird, árið 1963, og hefur síð- an leikið í yfir sextíu kvikmyndum. - leikferill Síðast sást hann leika á móti Demi Moore í The Scarlett Letter, á móti Dennis Quaid og Juliu Roberts í Something to Talk about og í A Family Thing lék hann á móti James Earl Jones auk þess að frammleiða þá mynd. Robert Duvall hefur leikið í nokkrum góðum sjónvarpsmynd- um, má þar nefna Stalin, þar sem hann lék titilhlutverkið, en fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut hann Golden Globe verðlaunin, Lonesome Dove og Ike, þar sem hann lék Eisenhower forseta. Robert Duvall á að baki eina heimildarkvikmynd, sem hann leikstýrði, We’re not the Robert Duvall í hlutverki þorpslæknisins í Phenomenon. Jet Set, sem fjallar um rod- eo-fjölskyldu í Nebraska og nú er hann að und- irbúa tök- Godfather, 1972 Joe Kidd, 1972 The Conversation, 1974 The Godfather Part II, 1974 Breakout, 1975 Network, 1976 The Eagle Has Landed, 1977 The Betsy, 1978 Apocalypse Now, 1979 The Great Santini, 1979 True Confessions, 1981 Tender Mercies, 1983 The Natural, 1984 The Lightship, 1986 Colors, 1988 The Handmaid's Tale, 1990 Days of Thunder, 1990 Rambling Rose, 1991 The Plague, 1991 Falling Down, 1993 Wrestling Ernest Hemmingway, 1993 The Paper, 1994 The Stars Fell on Henrietta, 1995 Something to Taik about, 1995 The Scarlett Letter, 1995 A Family Thing, 1996 Phenomenon, 1996 -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.