Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 &nlist Island - plötur og diskar - I 1. (2) Dig Your Own Hole Chemical Brothers 2. (1 ) Stoosh Skunk Anansie 3. ( 3 ) Pottþétt 7 Ýmsir 4. ( 7 ) Falling Into You Celine Dion 5. (- ) In It For the Money Supergrass 6. ( 8 ) Romeo & Juliet Úr kvikmynd 7. ( 9 ) Spice Spicc Girls 8. (12) Pop U2 9. ( 4 ) Polydistortion Gus Gus 10. (13) Live in Paris Celine Dion 11. (11) Paranoid & Sunburnt Skunk Anansie 12. (Al) Older George Michael 13. (17) Secrets Toni Braxton 14. (18) Homework Daft Punk 15. (10) Blur Blur 16. ( 6 ) Evita Ur kvikmynd 17. ( 5 ) Ultra Depeche Mode 18. (20) Coming Up Suede 19. (Al) Live Secret Samadhi 20. (Al) Tragic Kingdom No Doubt London -lög- 10. (_ ) Love Won't Wait Gary Barlow ( - ) Star People '97 George Michael (- ) Love is the Law Seahorses (4 ) Lovefool The Cardigans ( 2 ) I Belive I Can Fly R Kelly (_) Alright Jamiroquai ( 6 ) You Might Need Somebody Shola Ama (1 ) Blood on the Dance Floor Michael Jackson ( 5 ) Bellissima DJ Quicksilver (3 ) Bodyshakin' 911 New York 1. ( - ) Share My World Mary J. Blige 2. (- ) Carrying Your Love With Me George Strait 3. ( 2 ) Spice Spice Girls 4. (1 ) Life After Death The Notorious B.I.G. 5. ( 3 ) Space Jam Soundtrack 6. ( 4 ) Bringing Down the Horse The Wallflowers 7. ( 7 ) Pieces of You Jewel 8. ( 6 ) Falling Into You Celine Dion 9. (- ) Waterbed hev Heavy D 10. ( 8 ) Baduizm Erykah Badu ............ Bretland -^plötur og diskar — á brennandi böku Paul McCartney: Nýjasta platan hans er eins konar heimilisiðnaöur. „Eftir að vinnu við seríuna The Beatles Ant- hology lauk langaði mig að semja nýja tónlist," seg- ir Paul McCartney um tilurð nýjustu plötunnar sinnar, Flaming Pie, sem kom út á mánudag. „Ant- hology-útgáfan var mjög góð fyrir mig því að við að taka þátt í að ganga frá henni rifjaðist upp fyrir mér íjölmargt af þeirri tónlist sem við skópum í gamla daga og jafnframt af hvaða gæðaflokki hún var. Það má því segja að vinnan við Anthology hafi verið eins konar endurhæfingarnámskeið áður en ég hófst handa við Flaming Pie.“ Paul samdi flest laganna fjórtán sem völdust á plötuna siðustu tvö árin. Og þegar kom að hljóðrit- uninni voru hendur látnar standa fram úr ermum og unnið hratt. „Flaming Pie er að miklu leyti heimatilbúin plata,“ segir hann. „Ég átti lausar stundir, engin pressa var á mér að skila nýrri plötu en lögin komu bara eitt af öðru. Ég gat ekki stöðvað þau. Þau voru sem sagt samin mér sjálfum til skemmtunar en alls ekki til þess að fylla heiia plötu.“ Tímatakmörk í fleiri en einu tilviki setti Paul McCartney sér tímamörk við að semja lög. Lagið Some Days varð tO dæmis þannig til að Paul ók konu sinni, Lindu, dag einn til bóndabæjar í Kent á Englandi. Linda, sem er þekktur matreiðslubókahöfundur, þurfti að láta mynda nokkra rétti og Paul vissi að verkið tæki um það bil tvær klukkustundir. Hann einsetti -sér því að semja eitt lag og texta við það meðan hann biði. Það tókst. Þegar Linda hafði lokið verkinu sagðist hún vera tilbúin að halda heim og spurði Paul hvort honum hefði leiðst meðan hún var að vinna. Hann kvað nei við því. „Ég samdi lag á með- an ég beið. Viltu heyra?" Young Boy varð sömuleiðis til undir sambæri- legri tímapressu. Höfundurinn var nákvæmlega jafnlengi að semja það og það tók eiginkonu hans að elda hádegisverð - grænmetissúpu, eggaldinpottrétt og eplamauksköku. Grein um hádegisverðinn birtist í New York Times en Young Boy hljómar nú á út- varpsstöðvum um allan heim sem fyrsta smáskífu- lagið af Flaming Pie. Sum lög plötunnar urðu einnig til við sérstakar aðstæður þótt Paul McCartney setti sér ekki tíma- mörk til að ljúka þeim. Calico Skies var til dæmis samið á Long Island þegar fellibylurinn Bob gekk þar yfir. Rafmagnslaust varð og fjölskyldan varð að notast við arineld til að elda sér mat. Ekki var hægt að hlusta á neina tónlist svo að Paul tók sér kassagítar í hönd og fór að raða saman hinum og þessum tónum. Ein útkoman varð Calico Skies sem höfundurinn segir að beri nokkurn keim af Bítlalag- inu Blackbird. litillagið Þannig eiga öll lögin á Flaming Pie sér sögu. Sum urðu til í hljóðverinu (Used to Be Bad og Really Love You) og önnur í fríum á suðlægum slóðum. Souvenir var til að mynda smíðað á Jamaíku i letikasti. Paul McCartney gerði prufu- upptöku aö laginu þegar það var tilbúið. í miðju kafi tók síminn að hringja en hann hélt upptök- unni ótrauður áfram. Undir lokin var síminn þagn- aður en þá var hrostin á hitabeltisskúr eins og þær gerast háværastar. Til greina kom að láta prufu- upptökuna hljóma undir laginu þegar það var hijóðritað til útgáfú. Frá því var fallið, að þvi und- anskildu að regnið fær að hljóma í enda lagsins. Nafn plötunnar, Flaming Pie eða Logandi baka, á sér einnig sína sögu. Dag einn þegar Paul og Jeff Lynne gítarleikari unnu að lögum á plötuna tóku þeir sér hlé og skruppu á knæpu. Þeir höfðu lokið tveimur lögum um morguninn og ætluðu að snara af tveimur öðrum seinni hluta dagsins (enn ein tímatakmörkin, það átti að vinna hratt í hljóðver- inu og gefa hverju lagi helst ekki meira en tvær klukkustundir!). Paul var farinn að þreytast og átti þar af leiðandi í erfiðleikum við að snurfusa einn textann sem átti að nota seinnipartinn. Hann leitaði að rímorði á móti sky. Bye kom til greina, sömuleiðis cry eða lie. Allt í einu mundi hann eft- ir pie. Það á sér sína sögu í því þjóðsagnasafni sem orðið hefur til í kringum Bítlana. John Lennon á að hafa látið hafa það eftir sér í blaðaviðtali um nafnið The Beatles að það hafi birst honum sem sýn. Hann sá fyrir sér mann, sifj- andi á logandi böku (flaming pie), og maðurinn sagði: „Þið eigið að heita Beatles, ekki Beetles heldur Beatles með a-i.“ „Ég reyndi að hrista pie-orðið af mér en því skaut aftur og aftur upp í hugann," segir Paul. „Á endanum ákvað ég að nota það, ekki einungis í textann heldur líka í titil lagsins og nafn plötunn- ar.“ Þjóðsagan um sýnina og bökuna logandi er auðvitað ekki sönn. John og Stu (Sutcliffe) datt það í hug og tilkynntu okkur George að þeir væru búnir að finna nafh sem héldi." Fjölskylduplata Paul McCartney er 1 aðalhlutverki á nýjustu plöt- unni sinni - syngur lögin, leikur á bassa, gítar, trommur og fleira. Linda kona hans syngur bak- raddir i nokkrum lögum, fiölskylduvinurinn Ringo Starr trommar í tveimur og semur raunar annað með Paul. Og loks er þess að geta að sonur Pauls og Lindu, James McCartney, tekur gitarsóló í laginu Heaven on Sunday. Það er ffumraun hans á hljóm- plötu. James kemur reyndar aðeins viðar við sögu því að hann er efniviðurinn í laginu Young Boy sem fyrr var nefnt. Pilturinn hefur sem vonlegt er spurt fóður sinn ýmissa spurninga um lífið og fortíöina. Spurningarnar urðu fóðurnum tilefni til að rifia upp um hvað hans eigin hugrenningar snerust þegar hann var sautján-átján ára og hvaða hugmyndir hann gerði sér um lífið fram undan. Young Boy varð Paul jafiiframt tilefni til að kalla til leiks gamlan kunningja , Steve Miller. Þeir unnu saman fyrir tæpum þremur áratugum og notaði Miller þá dulnefnið Ramon. Hann leikur í nokknun lögum á Flaming Pie og semur einnig lagið Used to Be Bad með Paul McCartney. ÁT | 1.(1) Tellin' Stories The Carlatans 2. ( 3 ) Spice Spice Girls 3. ( 2 ) In It For the Money Supergrass 4. ( 4 ) White on Blonde Texas 5. ( 5 ) Shelter The Brand New Heavies 6. (- ) Republica Republica 7. (13) Pop U2 8. ( 7 ) Dig Your Own Hole The Chemical Brothers 9. (10) Ocean Drive Lighthouse Family 10. ( 6 ) Ultra Depeche Mode < Bandaríkin ----— plötur og diskar — 1. (1 ) Hupnotize The Notorious B.I.G. 2. { 3 ) You Were Ment For Me Jewel 3. ( 2 ) Can't Nobody Hold Me Down Puff Daddy 4. ( 5 ) I Want You Savage Garden 5. ( 4 ) For You I Will Monica 6. (- ) 16 Mmmbop Hanson ] 7. ( 7 ) Return of the Mack Mark Morrison t 8. ( 9 ) Where Have All the Cowboys... Paula Cole | 9. ( 8 ) Hard To Say l m Sorry AZYet |10. (6)6 Wannabe Spice Girls Ragga og Jack Magic sveitin Ragga and the Jack Magic Orchestra senda á mánudaginn kemur frá sér sína fyrstu hljómplötu sem ber nafn kombósins. Fólkið að baki nafninu er að sjálf- sögðu Ragnhildur Gísladóttir söngkona og eiginmaöur hennar, Jakob Frímann Magnússon. Þau eru þegar byrjuð að kynna nýju plöt- una og voru til dæmis með sína fyrstu tónleika sem aðalnúmer í Lundúnum í fyrradag. Þótt platan sé enn ekki komin á almennan mark- að hefur henni bersýni- lega verið dreift til er- lendra músíkblaða- Það manna. syna ur- vekja athygli klippur sem útgefandinn, EMI, hefur safnað. Af þeim má sjá að breskir gagnrýnendur eru al- mennt hrifnir af útkomunni. í mánaðarritinu Q fær platan til að mynda fiórar stjörnur af fimm mögulegum og þar eru aðstandendumir lofaðir fyrir frumleika og sterkt ímyndunarafl. í tfma- ritinu Vox, sem reynir að keppa við Q á bresk- um markaði, er hrifningin ekki alveg eins mik- il og platan fær einkunnina fióra (hæst gefið 10). Svo að enn sé vitnað í umsagnir breskra músíkblaða (Ragnhildur og Jakob afþakka við- töl við Fjörkálf DV) þá er rödd söngkonunnar líkt við víkingaexi sem fellur á frosinn vodka- klump í mnfiöllun New Musical Express um tónleika Röggu and the Jack Magic Orchestra í háskólanum í Bath fyrir nokkrum vikum. Þar, eins og í fleiri umsögnum, má lesa að tónlistin sem boðið er upp á sé frumleg og stórskrítin í senn en að það geri hana einmitt athyglisverða. Ragga and the Jack Magic Orchestra: Frumleg, furðuleg og athyglisverð er það sem breskir blaöamenn hafa meðal annars um tónlist nýju plötunnar að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.