Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 34 jnyndbönd MYNDBAMDA ^MRVN Tin Cup: Að sigra eða sigra ekki * Roy Tin Cup McAvoy er golfsnillingur sem húkir í hjólhýsi og kennir golf á lúsarlaunum vegna þess að hann er svo vitlaus að hann klúðrar öllu sem hann kemur nálægt. Versti óvinur hans er ekki eins snjall golfleikari en miklu klárari og gengur vel. Hann á líka unnustu sem Tin Cup er ástfanginn af. Til að vinna ástir hennar ákveður Tin Cup að taka þátt í opna bandaríska meistaramótinu og vinna það. Hvorki söguþráð- urinn né persónurnar í þessari mynd ganga upp. Svo virðist sem mein- ingin hafi verið að búa til einhvers konar sjarmerandi „lúser“ með snilligáfu en Costner er bara ekkert sjarmerandi og einhvem veginn gat ég ekki fengið mig til að taka snilligáfu hans trúanlega. Hann býr til per- sónu sem er svo leiðinleg að við lá að ég héldi með vonda kallinum. Rene Russo er lítið skárri. Hún er snoppufríð en afar léleg leikkona og gersneydd öllum kynþokka. Ekki einu sinni Cheech Marin nær að galdra fram brosviprur þannig að þessi mynd er vonlaus í alla staði. Til að bæta gráu ofan á svart eru leiðindin rúmlega tveir klukkutímar að lengd. Golfið fær hálfa stjörnu. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Ron Shelton. Aðalhlutverk: Kevin Costner og Rene Russo. Bandarísk, 1996. Lengd: 129 mín. Öllum leyfð. Chain Reaction: Eltingaleikur -pj Hópur vísindamanna er að reyna að þróa aðferð til að vinna orku úr vatni en aðferðin á að skila nánast ótakmarkaðri orku á ódýran hátt án þess að ógna umhverfinu. Þegar tilraunimar hera loks árangur er forvigismaðurinn drepinn og tilraunastofan sprengd í tætlur. Keanu Reeves og Rachel Weisz leika tvö ungmenni sem voru þátttakendur í tilrauninni og er þeim kennt um ódæðið. Þau leggja á flótta og em hundelt, hæði af alríkislögreglunni og hinum óprút- tnu samsærismönnum sem í rauninni báru ábyrgð á ódæðinu. Keanu Reeves fer ekkert illa með línumar sínar en ég man ekki einu sinni hvernig Rachel Weisz litur út. Morgan Freeman og Fred Ward eru hins vegar traustir í sínum hlutverkum. Söguþráðurinn er afar veikburða og sérstaklega er broslegt að það taki Fred Ward nánast alla myndina að fatta að einhver kom fólskum sönn- unargögnum fyrir i íhúðum skötuhjúanna tveggja. Hins vegar er mikið af flottum sprengingum og tilheyrandi og það er víst það sem mestu máli skiptir í svona mynd. Hasarinn er eins og gengur og gerist en vinnu- brögðin í fagmannlegri kantinum. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andrew Davis. Aðalhlutverk: Keanu Reeves og Morgan Freeman. Bandarísk, 1996. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Bordello of Blood: Blóðsugufyndni Hér er um að ræða mynd úr seriunni Tales from the Crypt sem leggur sig út fyrir að gera fyndnar hryllingsmyndir. í Bordello of Blood er aldagömul vampíra búin að hola sér niður í líkhúsi nokkru og rekur þar vændishús þar sem viðskiptavinimir fá ekki alveg þá þjónustu sem þeir vonast eftir. Eftir að drullusokkur nokkur mætir örlögum sínum þar fer systir hans að grafast fyrir um hvarf hans og ræður einkaspæjara til að kanna málið. í þetta blandast síðan vantrúað lögreglulið og heittrúaður sjónvarpspredikari. Hryllingurinn og grínið eru bæði í veikburðari kantinum, enda er markhópurinn kannski einum of ungur, hvort sem um er að ræða þroskaðan húmor eða hryllingsþol. Leikaramir eru nánast allir þriðja flokks en sjónvarpspresturinn er þó þokkalegur. Corey Feldman leikur töffarann sem er borðaður í byrjun myndarinnar og er nákvæmlega eins og hann var þegar hann barnung- ur barðist við Kiefer Sutherland í einhverri vampírumyndinni. Þrátt fyrir alla gallana er myndin brosleg á stundum og svo eru vampírur alltaf flottar, sérstaklega ef þær em kvenkyns. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Gilbert Adler. Aðalhlutverk: Dennis Miller, Erika Eleniak og Angie Everhart. Bandarísk, 1996. Lengd: 83 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Funeral: Mafíósar Myndin hefst á líkvöku mafíósans Johnnys Temp- ios. Meðal syrgjenda eru bræður hans, Ray og Chez. Chez er ekki alveg heill á geði og er nánast óvið- ræðuhæfúr vegna örvæntingar hans. Ray er hins vegar drifinn áfram af heift og hefhdarþrá. Milli þess sem við fylgjumst með leit Rays að morðingja bróð- ur síns fáum við að sjá skot úr fortíðinni og fræð- umst um samband hræðranna þriggja. Myndin fetar ekki veg spennumyndar heldur kannar samskipti mafiósanna og eiginkvenna þeirra og sýnir á kald- ranalegan hátt þeirra miskunnarlausu veröld. Örlög þeirra eru grimm og áhorfandanum er ekki hlíft við neinu. Með því að víkja ekki undan þar sem aðrar myndir hefðu hlíft áhorfandanum ýtir hún óþægilega við honum og öðlast trúverðugleika fyrir vikið. Abel Ferrara leikstýrir gjarnan athyglisverðum og tilgerðarlausum myndum og nær yfirleitt miklu úr leikarahópnum. Þessi mynd er nokkuð vel heppnuð og leikaramir standa fyrir sinu en bestur er senuþjófurinn Benicio Del Toro. Vincent Gallo og Isabella Rossellini ná einnig fima- sterkum tökum á sínum hlutverkum og Christopher Walken og Chris Penn líða fyrir samanburðinn þótt þeir leiki alls ekki ilia. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Abel Ferrara. Aðalhlutverk: Christopher Walken, Vincent Gallo og Chris Penn. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Phenomenon heldur fyrsta sætinu þriöju vikuna í röð en verður sjáifsagt fljótlega að fara að gefa eftir. Sú sem líklegust er til aö ná efsta sætinu er Tin Cup sem kem- ur á hraðferð beint í þriðja sætiö. Pessi gamansama kvikmynd með Kevin Costner gerist aö stórum hluta á golfvelli og er því örugglega góð skemmtun öllum þeim sem þessa dagana eru aö pússa kylfur sínar fyrir átök sumarsins. Á myndinni er Kevin Costner í hlutverki at- vinnumannsins og Cheech Marin í hlutverki kylfu- sveins. Önnur ný mynd kemur inn á listann þessa vik- una. Er það úrvalsmyndin Smoke sem segir á skemmti- legan máta frá kaupmanninum á horninu og viðskipta- vinum hans og hvernig líf allra blandast saman - sann- kölluö kvikmyndaveisla fyrir alla sem gaman hafa af góðum kvikmyndum. 28. apríl til 4. maí S/ETI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL , UTGEF. TEG. 1 i ; 3 Phenomenon Sam-myndbönd Drama 2 . 4 . 2 Chain Reaction Skrfan Spenna 3 Ný 1 ; Tin Cup Warner myndir Gaman 4 2 i 3 r Black Sheep ClC-myndbönd Gaman 5 ; 3 8 ; Substitute Háskólabió Spenna 6 1 6 r 7 Timeto Kill Warner myndir Spenna 7 ; 5 4 ; Fan Sam-myndbönd Spenna 8 9 l 4 r Escape from L.A. ClC-myndbönd Spenna 9 io ; 4 ; Feeling Minnesota Myndfsrm Spenna 10 n 7 Multiplicity Sfcrfan Gaman 11 7 8 Nutty Professor ClC-myndbönd Gaman r 12 H mm 12 5 Stiptease Skífan Spenna n ; s ; 6 ; Twister ClC-myndbönd Spenna 14 13 r 4 ; r Lone Star Skífan Spenna 15 ; ní ; i ; Smoke Skífan Drama 16 i 15 i 5 Beautiful Girls Skrfan Gaman 17 17 3 ; Solo Sktfan Spenna 18 14 9 : HHHH Eraser Warner Myndir Spenna 19 18 ' 15 Fargo Háskólabíó Spenna 20 20 i 2 Funeral Myndform Spenna Phenomenon John Travolta og Robert Duvall Hinn hlédrægi George verður fyrir því að einhvers konar eldingu lýst- ur niður í hann og vankar hann. Þegar hann rankar við sér áttar hann sig á því að áður óþekkt orka hefur hreiðrað um sig í líkama hans og huga, orka sem ger- ir honum kleift að sjá og ftnna fyrir óorðnum hlutum, jafnframt því að hann getur nú hreyft hluti úr stað með huganum. Þeg- ar hæfileikar hans spyrjast út vekur það misjöfn við- brögð. Chain Reaction Keanu Reeves og Morgan Freeman Vélvirkinn Eddie Kasalivich og vís- indakonan Lily Sinclair eru í flokki vísindamanna sem hafa fundið upp nýja tegund orku. Skömmu eftir að uppfinningin er gerð er rannsóknar- stofan eyðilögð í sprengingu og yfir- maður þeirra myrt- ur. Eddie og Lily eru grunuð um ódæðið og eina von þeirra er að valda- mikill embættis- maður leggi þeim lið. Allsendis óvíst er þó að hann sé á þeirra bandi. Tin Cup Kevin Costner og Rene Russo Ef Roy „Tin Cup“ McAvoy væri snjall hefði hann getað orðið meðal þeirra snjöllustu í golfí- þróttinni í stað þess að vera nú golf- kennari í litlum bæ i Texas. Hann hefði einnig átt að láta sér nægja að kenna sálfræðingnum dr. Molly golf eins og beðið var um í stað þess verða ástfang- inn af henni. Nú þarf hann að gera eitthvað stórkost- legt til að koma lífi sínu á rétta braut. Það sem Roy þarf að gera er að sigra á opna bandaríska meistaramótinu. Black Sheep Chris Farley og David Spade Mike Donnelly er með afbrigðum óheppinn og er í raun eitt stykki gang- andi stórslys. Nú hef- ur hann ákveðið að aðstoða bróður sinn við að vinna ríkis- stjórakosningar. En það er alveg sama hvað Mike gerir, alltaf endar allt með ósköpum. Þegar A1 sér að pólitískur fer- ill hans er í hættu fær hann letiblóðið Steve Dodds til að að- stoða sig við að koma bróður sínum úr um- ferð tímabundið. Steve áttar sig fljótt á að hann er að gera hrikalegustu mistök lífs síns. The Substitute Tom Berenger og Diane Verona Kennslukona við framhaldsskóla í Flórída hefur sagt forsprakka glæp- aklíkunnar i skólan- um stríð á hendur með þeim afleiðing- mn að á hana er ráð- ist og hún stórslösuð. Unnusti hennar, málaliðinn Shale, ákveður að ráða sig sem forfallakennara í hennar stað til að ganga á milli bols og höfuðs á glæpaklík- unni. Hann kemst hins vegar fljótt að því að klíkan er hlekkur í gífurlega vel skipulagðri eitur- lyfjadreifingu og kallar félaga sína til liðs við sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.