Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Qupperneq 5
JLj'V FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997
tónlist
19
I
t
i
♦
♦
♦
♦
Mikil spenna hefur byggst upp í
kringum komu hljómsveitarinnar
Skunk Anansie til íslands á morg-
un. Hljómsveitin hefur nú starfað 1
rúm þrjú ár og aukið hróður sinn
jafnt og þétt jafnt innan sviðs sem
utan.
Það verða íslensku sveitimar Un-
un og Botnleðja (Silt) sem hita upp
fyrir sveitina annað kvöld í Laugar-
dalshöllinni. Húsið verður opnað
klukkan 18, fyrri upphitunarhljóm-
sveitin stígm- á svið klukkan 19 og
sjálft aðalatriðið hefst klukkan 21.
Þess má geta fyrir áhyggjufulla for-
eldra að tónleikunum lýkur klukk-
an 23, á sannkristnum tíma, og því
ætti fólk í yngri kantinum að kom-
ast heilu og höldnu heim vel fyrir
miðnætti.
Stofnuð '94
Skunk Anansie hóf feril sinn á
Englandi í febrúar 1994. Nafnið er
samsett úr orðunum Skunk (þýðing:
svart loðið dýr með hvíta rönd á
bakinu sem gefúr frá sér frekar
ógeðfellda lykt jafnt til vamar og
mökunar) og Anansie (þýðing:
kónguló í þjóðsögum Jamaíkabúa -
je man). Hljómsveitin vakti strax at-
hygli og eftir aðeins tveggja mánaða
samstarf var hún komin á samning
hjá útgáfufyrirtækinu One Little
Indian (Sykurmolamir og Björk).
Ofsóknaróður og sól-
brunninn
Til þessa hefur hljómsveitin gefið
út tvær mjög ólíkar plötur. Sú fyrri
kom út árið 1995 og var nafnið Para-
noid and Sunburnt (Ofsóknaróður
og sólbrunninn). Platan var kröftug
og uppfull af gæðarokki (fékk frá-
bæra dóma hjá undirrituðum). Á
henni mátti flnna fyrir áhrifavöld-
um á borð við Primus og Led Zepp-
elin en það var fyrst og fremst af-
burðasöngur hinnar þeldökku lesb-
íu, Skin, sem vakti athygli. Það var
ekki annað hægt en taka undir með
Melody Maker: í heimi þar sem all-
ir em stjörnur í bók Sly and The
Family Stone, þá er Skin sólkerfi.
Sólkerflð var uppfullt af ástríðu og
reiði. Hún söng öll lög plötunnar af
krafti sem á sér engan líka, jafnvel
rólegu lögin. Lagið Selling Jesus
vakti athygli í kvikmyndinni
Strange Days en vinsældalistarnir
heimtuðu ballöður og fengu sitt með
lögunum Weak og Charity sem bæði
fóru inn á topp 20 í Bretlandi.
Árið 1995 valdi breska blaðið Ker-
rang Skunk Anansie besta breska
bandið og árið eftir fékk hljómsveit-
in verðlaun sem besta tónleikasveit-
in. Hér er því um heilmikinn hval-
reka fyrir íslenska tónleikagesti að
ræða, þ.e. þá sem eru búnir að
kaupa miða, því rúm vika er síðan
seldist upp á tónleikana hér á landi.
Yfir í poppið
Eins og komið hefur fram er
söngkona hljómsveitarinnar svört
og heitir Skin, bassaleikarinn geng-
ur undir nafninu Cass, Ace spilar á
gítar og Mark lemur húðir (ekki
verið að gera mikið úr ættarnöfnum
á þessum bæ, KlSS-reglan á ensku
stendur fyrir Keep It Simple Stupid
eða höldum því einfoldu). Þessi flög-
ur breyttu síðan um stefnu með út-
gáfu annarrar breiðskífu sinnar,
Stoosh (sem flnnst ekki þýðing á í
íslenskri orðabók). Platan var mun
poppaðri og því miður datt Skin
niður í það að verða ósköp venjuleg
stjama á nýjan leik. Undirritaður
gaf þeirri plötu engu að síður þrjár
stjömur af flórum mögulegum fyrir
lagasmíðar sem eru stórgóðar og
grípandi. Þeir sem sóttust eftir
rokkinu hráa og öskrinu háa urðu
hins vegar fyrir einhverjum von-
brigðum. Stoosh hefur selst vel til
þessa hér á landi (sérstaklega á síð-
ustu vikum) og lagið Brazen
(nýjasta smáskifa plötunnar) hefur
náð ágætis árangri á vinsældalist-
um. Poppið virðist því virka alveg
jafn vel fyrir flölbreytta sveit á borð
við Skunk Anansie sem stígur reif
og glöð á svið í Laugardalshöllinni
annað kvöld, klukkan 21. Þeir sem
ekki eiga miða missa af kraftmiklu
svitabaði í hópi öskrandi tónleika-
gesta sem munu líklega ekki fá fulla
heyrn að nýju fyrr en einhvem tíma
um hvítasunnuhelgina. Eins og Sto-
nes hefðu sagt það: ...its only rockn-
roll but I like it...
-GBG
♦
♦
*
♦
♦
i
Bono og Sinead
í nýrri mynd eftir leikstjórann
Wim Wenders, sem ber nafiiið The
End of Violence, verður lag þar sem
írska kraftaverkafólkið Bono og
Sinead O’Connor syngja dúett. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
munu meðlimir U2 spila undir en
ekki hefur komið fram hvort lagið
verður gefið út undir merkjum U2
eða hvort Bono og O’Connor verða
einungis skrifuð fyrir laginu. U2 hef-
ur lagt til tónlist í aðrar myndir
Wenders. Til dæmis hið magnaða
lag Until the End of the World af
plötunni Achtung Baby og Stay
(Faraway, So Close) af Zooropa.
Áður óútgefin lög með Kraftwerk
og Roy Orbison og dúett með Micha-
el Stipe úr REM og Vic Chestnut
verða einnig í myndinni The End of
Violence.
Diana Ross
heiðruð
Á nýafstaðinni tónlist-
arviku í London (London
Music Week) fékk sálar-
sflaman Ðiana Ross sér-
stök heiðursverðlaun.
Ross var reyndar í Bret-
landi til að kynna nýja
kvikmynd sem hún leik-
ur i en hún kallast Out of
Darkness.
Winwood gefur
út
Steve Winwood (sem
frægur er fyrir smelli
eins og Higher Love)
gefúr út nýja plötu, er
nefnist Junction Seven, 2. júní næst-
komandi. Fyrsta smáskífan sem tek-
in er af plötunni kemur út þann 26.
maí og nefnist hún Spy in the Hou-
se of Love.
Gríðarlepir vaxtar-
möguleikar í Indlandi
Hvort sem menn trúa því eða ekki
þá líta vestrænir poppsölumenn til
Indlands sem næstu gullnámu. Ind-
versk tónlist hefúr reyndar notið
mikillar hylli í Evrópu að undan-
fömu og hafa Bretar verið sérstak-
lega móttækilegir fyrir henni. Nú
vonast menn hins vegar til þess að
hægt sé að sefla Indverjum vest-
ræna tónlist enda sé hagvöxtur þar
mikill og lítið sé um sölu á ólögleg-
um upptökum þar í landi.