Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Blaðsíða 10
24 imyndbönd
★ ★
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 I >~\7~
ar, framkvæmdastjóri og blaöafull-
trúi.
Það er auðvelt að gleyma þvi að
Claire Danes er aðeins sautján ára.
Hún hefur leikið í fimm kvikmynd-
um og er engin þeirra dæmigerð
táningamynd. Hún var aðeins þrett-
án ára þegar hún fékk hlutverk í
hinni dramatísku sjónvarpsþátta-
röð My so Called Life sem fékk mik-
ið hrós hjá gagnrýnendum en naut
ekki að sama skapi vinsælda hjá al-
menningi í Bandaríkjunum. Fyrir
leik í þáttaröðinni
fékk Danes
Claire Danes er aðeins sautján
ára gömul leikkona, sem er ekki
hár aldur. Hún á þó að baki mörg ár
í leiklistinni og þykir í dag ein allra
efnilegasta kvikmyndaleikkonan.
Steven Spielberg lét hafa eftir sér að
hún væri efnilegasta leikkonan sem
komið hefði fram í Bandaríkjunum
siðustu tíu árin. Sjálf segir hún í
viðtali að stundum flnnist sér
frægðin hafa komið of snemma: „Ég
er stundum óhamingjusöm og það
eru margar ástæður fyrir því, sú
helsta er þó að ég sakna þess að
vera aldrei með krökkum á mínum
aldri. Ég get varla sagt að ég hafi
tíma fyrir sjálfa mig og því
ekki mikil gleði í lífi
þessa stundina.“ Hún við-
urkennir þó að þetta
sé það líf sem hún
hafi kosið. Til að
halda öllu gangandi
eru á hennar snær-
um í dag tveir
umboðsmenn,
annar er móð-
ir henn-
Það er allt annað að vera ung og
þekkt leikkona heldur en ungur og
þekktur leikari. Flestir mínir vinir
eru karlleikarar og þegar við fórum
saman út erum við ekki fyrr komin
inn í klúbb en fallegar stúlkur lað-
ast að þeim eins og flugur að hunangi en
ég sit ofast ein úti í homi.
í To Gillian on her 37th Birthday
leikur Clare Danes stúlku sem hef-
ur misst móður sína og á erfitt með
aö fóta sig án hennar.
Golden Globe verðlaunin og var til-
nefnd til Emmy-verðlaunanna. Þótti
hún sýna einstakan skilning á erf-
iöu hlutverki og það Scuna hrós hef-
ur hún fengið fýrir Romeo og Juli-
et, en sú kvilonynd hefur verið
sýnd við miklar vinsældir um allan
heim, meðal annars í Regnbogan-
um og er þessi nútímaútgáfa af
hinu klassíska verki þegar orðin
vinsælasta kvikmyndaútgáfan af
leikriti Shakespeares.
Byrjaði í ballett
Claire Danes fæddist í New
York og ólst þar upp. Hún var að-
eins fjögurra ára að aldri þegar
hún hóf ballettnám. Hún sýndi
fljótt hæfileika sem leikkona og
með skólanámi sótti hún nám í
listaskólanum Professinol Perform-
ing Arts School. Hún var enn þá í
bamaskóla þegar hún byrjaði að
koma fram í ýmsum leikritum og
ballettum í New York.
Þegar hún fékk hlutverkið i My
So Called Life flutti öll fjölskyldan
til Los Angeles og þar byrjaði ferill
hennar í kvikmyndum árið 1994
þegar hún fékk hlutverk hinnar
sjúku Beth, í Little Women, í
kjölfarið komu lítil hlutverk í
How to Make an American
Quilt, þar hún lék aftur á móti
Winona Ryder og Home from the
Holidays þar sem mótleikari
hennar var meðal annars Holly
Claire Danes ásamt Leonardo
DiCaprio í Romeo and Juliet.
Hunter. Síðan kom stóra tækifærið
í Romeo and Juliet. Leikstjóri
myndarinnar, Baz Luhrmann, hafði
prófað mjög margar ungar leikkon-
ur og verið óánægður með þær all-
ar þegar Leonardo DiCaprio stakk
upp á því að hann prófaði Claire
Danes. Luhrmann féll strax fyrir
leik hennar og réð hana strax eftir
fyrstu prufú.
Danes segir að það hafi ekki verið
auðvelt að leika i Romeo og Juliet.
„Það var ekki hlutverkið sjálft held-
ur umhverfið sem myndin var tekin
í en það var í Mexíkó. Þar sem
myndin er um glæpagengi völdust í
statistahlutverkin að mínu mati
kolruglaðir og óþolandi strákar sem
kunnu ekki mannasiði og voru
stanslaust með blótsyrði á vör og var
mjög erfitt að leika á móti þeim í ná-
vígi.“ Danes er aftm- á móti ánægð
með samstarf sitt og Di Caprio.
„Hann er þvilikur atvinnumaður og
góður félagi að ég lærði heiimikið af
honum.“
Vinna og aftur vinna
Claire Danes er bókuð næstu tvö
árin og hefur lítinn frítíma og er
ekki beint ánægð með það. „Það er
allt annað að vera ung og þekkt
leikkona heldur en ungur og þekkt-
ur leikari. Flestir mínir vinir eru
karlleikarar og þegar við förum
SEunan að skemmta okkur erum við
ekki fyrr komin inn í klúbb en fal-
legar stúlkur laðaðst að þeim eins
og flugur að hunangi og ég sit ofast
ein úti homi og hugsa til þess að
þaö væri nú gaman ef sautján ára
strákar tækju nú allt í einu upp á
því að falla að fótum mér, en það
gerist ekki.“
Nýjasta kvikmynd Claire Danes
er To Gillian on Her 37th Birthday,
þar sem hún leikur á móti Michelle
Pfeiffer. Fljótlega verður tekin til
sýningar Polish Wedding, þar sem
hún leikur á móti Gabriel Byme og
Lena Olin, næst í röðinni hjá henni
er kvikmynd Oliver Stones, Stray
Dogs og þessa dagana er hún að
leika í The Rainmaker, sem gerð er
eftir skáldsögu John Grisham og er
leikstýrt af Francis Ford Coppola.
-HK
Denzel Washington
- leikferillinn
Denzel Washington leikur annað aðalhlutverkið í Courage Under Fire, sem trónir
í efsta sæti myndbandalistans þessa vikuna. Fer hann einkar vel með hlutverk her-
foringja sem gerði stór mistök í hernaði. Washington hefur verið hrósað fyrir að kafa
djúpt í þær persónur sem hann leikur og gerir hann þá ekki greinarmun á léttvæg-
um afþreyingarmyndum á borð við The Preacher’s Wife eða drama á borð við
Malcolm X. Nú er Denzel Washington meðal eftirsóttustu leikara í Hollywood og
stendur hann fremstur meðal svartra leikara.
Denzel Washington fæddist í Mt. Vernon í New York. Háskólanám stund-
aði hann við Fordham University í Washington-ríki. Þaðan lá leið
hans til San Francisco þar sem hann gekk í leiklistarskóla. Hann
ákvað fyrst að reyna fyrir sér á heimaslóðum í New York og þar ^
lék hann í mörgum leikritum áður en hann var verðlaunaður
fyrir leik sinn í A Soldier’s Play. Leikur hans náði athygli sjón- ■
varpsframleiðenda sem buðu honum hlutverk í vinsælli sjón-
varpsseríu, St. Elsewhere. Eftir það tók boltinn fljótlega að
rúlla.
Denzel Washington hlaut óskarsverðlaun sem besti leik-
ari í aukahlutverki fyrir leik sinn í hlutverki þrælsins
Trip í Glory, en þeirri kvikmynd leikstýrði Edward
Zwick, sá sami sem leikstýrði Washington í Courage
Under Fire.
Denzel Washington hefur auk þess að hafa fengið ósk-
arsverðlaunin verið tilnefndur tvisvar að auki, fyrir j
hlutverk Stevens Bikos í Cry Freedom og fyrir
Malcolm X. Hér á eftir fer listi yíir þær kvikmyndir J
sem Denzel Washington hefur leikið í:
IIÍLll’iIÞlHn*
I
i
Carbon Copy, 1981
A Soldier's Story, 1984
Power, 1986
Cry Freedom, 1987
For Queen and Country, 1988
uinn, 1989
Glory, 1989
Mo' Better Blues, 1990
Heart Condition, 1990
Richochet, 1991
Mississippi Masala, 1992
Malcolm X, 1992
Much Ado About Nothing, 1993
The Pelican Brief, 1993
Philadelphia, 1993
Crimson Tlde, 1995
Devil in a Blue Dress, 1995
Virtuousity, 1995
Courage Under Fire, 1996
L The Preacher's Wife, 1996
-HK