Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 lyndbönd 25 Það eru jól en Howard Langston (Arnold Schwarzenegger) er ekki í jólaskapi. Hann vill allt fyrir fjölskyldu sína gera en hefur bara ekki tíma til að sinna henni því að það er svo mikið að gera á skrifstofunni. Eftir að hafa misst af verðlaunaafhendingu sonar síns í karateklúbbnum ákveður hann að bæta fyrir það með því að kaupa handa honum vin- sælasta leikfangið þessi jólin - Túrbómann- inn. Því miður fyrir Howard er Túrbómaður- inn löngu uppseldur og ekki mikill tími til stefnu. Hann eyðir því aðfangadeginum í örvæntingarfulla leit að síðasta Túrbó manninum í hatrammri samkeppni við bréfberann brjálaða Myron (Sin- bad), sem er í sömu erindagjörð- um. Önnur vandamál sem þvæl- ast fyrir Howard eru skugga- legur jólasveinn sem platar Howard til að kaupa haus lausan Túrbómann sem tal- ar kóresku, staðfastur lögregluþjónn sem oft- ar en einu sinni verður á vegi hans, og ná- 1 granninn óþolandi - „hinn fullkomni fað- ir“, sem gerir sig heimakominn hjá fjölskyldu Howards og sér um jólaundir- búninginn á meðán Howard elt- ist við Túrbómanninn. 28. maí gefur Skífan út á myndbandi jólamyndina Jingle All the Way, með Amold Schwarzenegger í aðalhlutverk- inu. Schwarzenegger er án efa vinsælasti hasar- myndaleikari ní- unda og tíunda ára- tugarins en hefur verið að bæta á sig gamanleik undan- farin ár og leikið til skiptis í hasar- myndum og gam- anmyndum, en Jingle All the Way er fyrsta jólamyndin hans. Hann seg- ir að sagan hafi höfðað til sín enda kannist hann vel við vandræði aðal- söguhetjunn- ar, bæði þau að finna nýjasta og flottasta leikfang- ið handa börnunum sínum og hitt, að finna tíma til að sinna bæði fjöl- skyldunni og vinn- unni. Leik- Jingle All the Way: Jólasaga stjóri myndarinnar er Brian Levant (The Flintstones, Beethoven) og Chris Columbus er framleiðandi, en hann hefur setið í leikstjóra- stólnum í myndum eins og Home Alone, Home Alone 2: Lost in New York, Mrs. Doubt- fire og Nine Months. Túrbómaðurinn er ekki byggður á ein- hverri teiknimyndasögu, heldur var hann hannaður sérstaklega fyrir Jingle All the Way. Útlit Túrbómannsins var hannað af Tim Flattery (sem vann svipuð verk í Batman og Mighty Morphin Power Rangers) í sam- vinnu við leikmyndahönnuð myndar- innar, Leslie McDonald. Leikfongin voru síðan framleidd og þeir hönn- uðu einnig Túrbómannsbúning, sem Schwarzenegger klæðist undir lok myndarinnar. Hluti myndarinnar gerist í hin- um fræga „Mall of America" í Minn- eapolis/St. Paul, en hann er stærsti al- gjörlega yfirbyggði búðaklasi í Bandaríkj- unum, nærri því 400.000 fermetrar að stærð og inniheldur meira en 400 sérvöru- verslanir, ásamt 14 sala kvikmyndahúsi og margs konar skemmtistöðum og veit- ingahúsum. Þessi risastóra „Kringla" var kjörinn vettvangur fyrir ævintýralegan og kómískan eltingarleik Howards og bréfber- ans. Amold Schwarzenegger, hasar- hetja númer eitt i Hollywood, er búinn að vera í bransanum í 20 ár. Þessi geðþekki Austurríkismaður fékk snemma áhuga á lyftingum og vaxtarrækt og hlaut titilinn Herra Alheimur“ 20 ára gam- all, þann fyrsta í röð þrett- án slíkra. Kvikmynda- ferill hans hófst árið 1977 í Pumping Iron, heimildamynd um Herra Alheims- keppn- ina. Hann fékk í kjölfar- ið hlutverk í kvikmynd- unum Stay Hungry og The Villain og sjónvarpsmynd- inni The Jayne Mansfield Story. Hann sló síðan í gegn með hlut- verki sínu í Conan the Barbarian, sem aflaði yfir 100 milljón dollara og leiddi af sér framhaldsmyndina Conan the Destroyer. 1983 tók hann að sér hlutverk dráparavél- mennis undir leikstjórn James Cameron í The Terminator, tiltölulega ódýrri mynd sem sló í gegn og aflaði bæði Schwarzenegger og Cameron gríðarlegra vinsælda. í kjölfarið lék hann í röð hasarmynda - Commando, Raw Deal, Predator, The Running Man og Red Heat - þangað til hann lék sitt fyrsta grínhlutverk , með Danny DeVito í Twins, undir leikstjórn Arnold Schwarzenegger, sem á myndinni heldur á frekar ófrýnilegum jólasveini, leikur fööur í leit aö jólagjöf handa syni sínum. Á innfelldu myndinni er hann í miklum æsingi í leikfangaverslun. Ivan Reitman. Eftir hina afar vinsælu Total Recall lék hann aftur undir stjórn Ivan Reit- man í Kindergarten Cop. Næsta hlutverk hans var í framhaldsmyndinni Terminator 2: Judgv ment Day, sem telst vinsælasta myndin hans’ og náði inn yfir hálfum milljarði dollara. Næst kom Last Action Hero og síðan þriðja myndin hans undir stjórn James Cameron - True Lies. Síðast sáum við hann í hasarmynd- inni Eraser en þar á undan endurnýjaði hann samstarf sitt við Danny DeVito og Ivan Reit- man í Junior, en þá bættist Emma Thompson í hópinn. Næst eigum við von á honum sem Mr. Freeze í fjóröu Batman-myndinni. -PJ UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Logi Bergmann Eiðsson „Ætli uppáhaldsmyndin mín sé ekki Life of Brian með bresku grínistun- um í Monty Python. Þeir eru rosalega góðir og ég kann vel að meta húmorinn í myndum þeirra. Það er hægt að horfa á þessar myndir aft- ur og aftur og þær eru þess eðlis að þær koma manni auð- veldlega í gott skap. Ég hafði líka mjög gaman af myndinni When Harry Met Sally. Billy Crystal sem lék aðalhlut- verkið í þeirri mynd er verulega fyndinn. Mér fannst Chevy Chase skemmtilegur á sín- um tíma en stjama hans hefur þó fallið undanfarin ár. Sama má segja um Dan Akroyd. Hann var góður í Blues Brothers en sú mynd er að mínu mati frá- bær. Rocky Horror er einnig dæmi um mynd sem hægt er að horfa á með reglu- legu milli- bili og hafa gaman af. Ég horfi þónokkuð á myndbönd og hef mest gaman af verulega fyndnum myndum með svolítið ruddalegum húrnor." • : 8§I 1 m I IrB S i V First Do No Harm The Secret of Roan Inish Fear Slrtsp Ired Daril Sjr, , / 10 ...First Do No Harm er ný dramat- ísk mynd með stórleikonunni Meryl Streep í aðal- _____________________ hlutverki. Leikur hún Lori Reinmull- er sem berst fyrir lífi sonar síns og velferð fjölskyldu sinn- ar. Lori og eig- inmaður henn- ar lifa ham- ingjusömu lífi ásamt þremur sonum síntnn. Skugga dregur fyrir sólu þegar yngsti sonurinn greinist með sjald- gæfan sjúkdóm sem veldur því að smátt og smátt hverfur honum allur máttur. Allt er reynt til að bjarga lífi drengsins en allt kemur fyrir ekki, honum versnar stöðugt. Þegar öll sund virðast lokuð tekur Lori þá örvæntingarfullu ákvörðun að leita að einhverju hálmstrái í flóru þeirra rita sem hún hefur um sjúk- dóminn. Eftir því sem örvæntingin verður meiri því minna verður fjöl- skyldulífið og fjárhagur heimilisins fer í rúst þegar kerfið styrkir ekki lengur lækniskostnað og fjölskyldan neyðist til að taka soninn úr lífs- nauðsynlegri lyfjameðferð. Auk Meryl Streep leikur Fred Ward stórt hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Jim Abrhams. Bergvík gefur ...First Do No Harm út og er hún leyfð öllum aldurs- flokkum. Útgáfudagur er 28. maí. Mj-íkI cftir J«4tn S«j fc* juim I.)iwh SuunlWh Ed»o The Secret Of Roan Snish John Sayles hef- ur í mörg ár verið að gera athyglis- verðar kvikmynd- ir en það er þó ekki fyrr en með Lone Star að hann vekur verðskuld- aða athygli. Áður en hann gerði Lone Star gerði hann The Secret of Ronan Inis á ír- landi og hefur myndin hlotið lofasamlega dóma. í myndinni nýtur hann aðstoðar eins merkasta kvikmyndatökumanns samtímans, Haskell Wexlers, og þyk- ir hann ná einstökum áhrifum með kvikmyndatökuvélinni. Sögusviðið er norðvesturströnd ír- lands og er handritið byggt á þjóð- sögu um fyrirbærið Selkie sem sagt er vera hálfur maður og hálfur selur. Þegar Fiona kemur til dvalar hjá fóð- urforeldrum sínum, sem búa í litlu fiskiþorpi á ströndinni, vonast hún til að geta svipt hulunni af dularfullu hvarfi barnungs bróöur síns en hún er sannfærð um að hann sé enn á lífi. Henni tekst að fá til liðs við sig ömmu sina og afa og saman halda þau til eyjarinnar Ronan Inis til að komast að hinu sanna í málinu. Myndform gefur út The Secret of Ronan Inish og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfudagur er 28. Eldheit ást sem breytist í ban- væna þráhyggju er þema hinnar taugastrekkj- andi myndar, Fear. Aðalper-1 sónan er ungI stúlka, Nicole I Walker, sem erl að reyna að I finna sína eiginj fótfestu i lifinuj og á erfitt meðl að sætta sig við| afskiptasemi föður síns. Kvöld eitt hittir hún David, ungan mann sem virðist í fyrstu eins og klipptur út úr draumaheimi Nicole. Þau ná strax saman og Nicole er hamingjusöm upp fyrir haus. Faðir hennar er samt ekki sáttur við drenginn og finnur ftjótt að bak við blíða fram- komu hans leynist annar og verri maður. Athugasemdir föðurins hafa samt lítil áhrif á dótturina sem tel- ur þær vera afskiptasemi af verstu gerð. Nicole áttar sig þó um síðir á hvem mann kærastinn hefur að geyma en þá er það orðið of seint og spurningin er aðeins hvort hún' verður fórnarlamb brjálæðings eða sleppur lifandi úr hildarleiknum. Með aðalhlutverkin fara Mark Wahlberg, Reese Witherspoon og Alyssa Milano. Leikstjóri er James Foley. ClC-myndbönd gefa Fear út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 27. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.