Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 Fréttir Rís ný verslunarmiðstöð í Smárahvammslandinu? Hagkvæmniathuganir gefa jákvæða niðurstöðu Enn er óvíst til hvers risastór lóð í Smárahvammslandinu i Kópavogi verður notuð. Hugmyndir hafa heyrst um stóra verslunarmiðstöð og skrifstofubyggingu. Á laugardag sagði DV frá Smáranum ehf., hluta- félagi sem stofnað hefur verið um athugun á nýtingu á umræddri lóð. Lóðin er 100 þúsund fermetrar og af- markast af Reykjanesbraut að aust- an, Hagasmára að sunnan, Smára- hvammsvegi að vestan og Fifu- hvamsvegi að norðan. Heilsugæslu- stöð rís nú vestast á lóðinni en að öðru leyti er óráðið hvað þar verður byggt. Niðurstöður hagkvæmniat- hugana varðandi verslunarmiðstöð hafa verið jákvæðar. „Það er verið að skoða hvað gera á við lóðina og mörgum spumingum ósvarað. Þetta er stór lóð sem gefur tilefni til mikilla fjárfestinga. Það hefur verið unnið að undirbúnings- vinnu vegna nýtingar lóðarinnar í eitt og háift til tvö ár sem ekki er langur tími miðað við líftíma fjár- festinganna. Niðurstöður allra hag- kvæmniathugana hafa verið jákvæð- ar en vinnu við umfangsmiklar markaðsrannsóknir og fleira er ólok- ið. Þeir aðilar sem standa að Smár- anum horfa langt ffam í tímann og verða engar ákvarðanir teknar fyrr en öll lykilatriði eru á hreinu,“ sagði Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smárans, við DV. Að Smáranum ehf. standa Nóa- tún, Olíufélagið, BYKO, Steypustöð- in og Byggingarfélag Gunnars og Gylfa. Síðastnefndi aðilinn er lóðar- hafl á þessum stað. Pálmi leggur áherslu á að enn sé allt galopið varðandi nýtingu lóðarinnar. Tal um verslunarmiðstöð eða skrif- stofubyggingu sé bara orðrómur. -hlh Harpa Lind Haröardóttir var valin feguröardrottning (slands 1997 á Hótel Islandi sl. föstu- dagskvöld. Hún tók viö kórónunni og sprotanum úr höndum Sólveigar Lilju Guömunds- dóttur, feguröardrottningu íslands áriö 1996, en hún er einnig úr Njarðvík. Harpa Lind fegurst kvenna Þorgeröur Þóröardóttir, feguröardrottning Austurlands, var kjörin besta Ijós- myndafyrirsætan en hún lenti í fimmta sæti í keppninni um titilinn feguröar- drottning íslands. DV-myndir Teitur Harpa Lind Harðar- dóttir úr Njarðvík var valin fegurðardrottn- ing íslands á Hótel ís- landi á föstudagskvöld- ið en tuttugu stúlkur frá öllum landshlutum kepptu um titilinn. Guðný Helga Herberts- dóttir úr Reykjavík varð í öðru sæti og Dagmar íris Gylfadótt- ir, fegurðardrottning Reykjavíkur, hafnaði í því þriðja. Hún var einnig kjörin vinsæl- asta stúlkan. Þorgerð- ur Þórðardóttir, feg- urðardrottning Aust- urlands, var kjörin besta íjósmyndafyrir- sætan. Harpa Lind mun keppa fyrir íslands hönd um titilinn Ung- frú Evrópa og Ungfrú heimur. -gdt Dagfari_________________________ Kringlóttir útreikningar Eftir mikla útreikninga og yfir- legu hafa færustu sérfræðingar fundið út hvað helst vantar í ís- lenskt samfélag. Það er hvorki sjúkrahús né skólar enda nóg af slíku. Það sem sárast brennur á mönnum er að fá nýja verslunar- miðstöð, klasa eða kringlu eins og við þekkjum úr Kringlumýrinni. Kringlan hefúr glatt okkur í ríf- lega áratug og í dag vita menn ekki hvemig þeir fóru að áður en hún kom til. Þar er allt til alls, verslan- ir af öllum gerðum, allt frá efna- laugum upp i áfengisverslun, veit- ingastaðir og nýjasta viðbótin er fjöldi kvikmyndasala. í salarkynn- um Kringlunnar geta menn eytt heilu dögunum og þurfa því ekki að láta sér leiðast heima hjá sér. Þetta er fjölmennasti samkomu- staður þjóðarinnar og guUtryggt að hitta fjölda manns á göngum versl- unarmiðstöðvarinnar. Viti menn ekki hvað þeir ætla sér að kaupa fara þeir í Kringluna og mega ganga út frá þvi sem vísu að þeir finna eitthvað. Ungmenni steðja þangað að loknum prófum og sletta úr klaufunum. Allt er svo þægilegt á glæsigötum verslunar- klasans. Þar eru menn ekki háðir dæmigerðu íslenski veðri, hríð og frosthörkum eð vetri og rigningu og roki að sumri. Stórkaupmenn vilja meira að segja gera Kringluna alþjóðlega og flytja inn ferðamenn í þeim til- gangi einum að fara með þá í mið- stöðina og selja þeim merkjavöru svokaUaða sem mun vera ódýrari hér á landi en í nálægum stórborg- um. íslendingar hafa að vísu aldrei áttað sig almennUega á þessu enda flykkjast þeir í verslunarferöir tU útlanda og telja sig vera að gera stórkostleg kaup. í kringlum framtíðarinnar felast möguleikarnir. Við erum hvort sem er með allt of dýran landbún- að, mengandi stóriðju og of fáa fiska í sjónum. Þess vegna hafa helstu stórfyrirtæki tekið sig sam- an og ætla sér að koma upp nýrri kringlu í Kópavogi. Sú kringla hef- ur fengið tU umráða risavaxna lóð enda mun ekki af veita. Þar á allt að vera á svipuðum nótum og i Kringlumýrinni, bara stærra. Verslanir fleiri og stærri. Göngu- götumar breiðari og fleiri og jafn- vel fleiri bíósalir. Þessi nýi klasi kann að valda nokkru hugarangri hjá fólki enda er ekki ýkja langt á miUi Kringlu- mýrar og Smárahvamms þar sem nýja verslunarmiðstöðin á að rísa. Húsmæður verða að gera það upp við sig hvar þær eiga að eyða deg- inum. Auðvitað er hugsanlegt að hinir skipulögðu ráði vel við verk- efnið. Þeir gætu tU dæmis farið á mánudögum í Kringluna og þriðjudögum í Smáraklasann og síðan koU af koUi. Þá er og hugs- anlegt að skipta heimsóknunum hreinlega eftir vikum. Viku í Kringlunni og viku í Smára- hvammi. GaUinn er bara sá að ekki eru aUir svona skipulagðir. Eiga krakkar að dreifa sér að loknmn prófum eða skipta miUi ára? Oddatölur í Kringlu og jöfnu tölurnar í Kópavoginum? Þetta verður sennUega minna vandamál með innfluttu viðskipta- vinina. Væntanlega verður séð tU þess að þeir komi við á báðum stöðum tU þess að ná sér í merkja- vöruna. VUji menn hafa virkUeg- an stæl á þessu ætti að koma upp neðanjarðarbraut miUi verslunar- miðstöðvanna, metrói að útlendri fyrirmynd. Þá þyrftu ferðamenn- irnir aldrei að kynnast íslenskum útsynnmgi. Þeir yrðu sóttir í Leifsstöð og skUað þangað aftur að loknum innkaupum. Nái áformin um nýju kringluna fram að ganga ætti ekki að væsa um okkur í framtíðinni. Það mætti jafnvel hugsa sér að koma upp enn einni í Leifsstöðinni um leið og þeir stækka hana. Þá þarf ekki einu sinni að fara með merkjavöru- kaupendurna út af UugveUinum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.