Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 16
menning MANUDAGUR 26. MAI1997 IKópavogur styrkir lista- menn Árleg úthlutun listamannastyrkja í Kópavogi fór fram á afmælisdegi bæjar- ins 11. maí. Þeir sem styrkina hlutu voru Ásdís Sigurþórsdóttir myndlistar- maður, Böðvar Bjarki Pétursson kvik- myndageröarmaður, Jónas Bragi gler- listamaður, Kjartan Ámason rithöfund- ur, Kristján Logason, skáld og ljósmynd- | ari og tónlistarmennirnir Martial Nar- i deau og Unnur María Ingólfsdóttir. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Alþýðlegur Atli fíeimir Til eru þeir sem halda að Atli Heimir Sveins- son semji ekkert nema framúrstefnulega tón- list sem aðeins fáir útvaldir skilja. Þetta er mesti misskilningur. Öll lögin á nýjum geisladiski með 22 lögum hans við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar eru hin aðgengilegustu, enda segir tónskáldið sjálft í bæklingi sem fylgir geisla- diskinum að hann hafi samið þessi lög við „leikrit sem aldrei var skrifað." Hugmyndin mun hafa verið sú að nokkrir leikarar og söngvarar myndu flytja lögin í skólum, bömum til skemmtunar og yndisauka. Svoleiðis tónsmíðar verða auð- vitað að vera einfaldar og gríp- andi og hefur Atla Heimi svo sannarlega tekist það. Hvert einasta lag er hreinasta perla og sum eru bein- línis innblásin. Sérstaklega verður að nefna Næturkyrrð, Ferðalok og Grátittlinginn sem em sérlega fögur og hrífandi. Einstaka lag er í þjóðlegum stíl, eins og Á gömlu leiði 1841 sem minnir skemmtilega á „Hér undir jarðar hvílir moldu Sæmundar Klemenssonar líkami". A hinn bóginn er lag Atla Heimis við hina vinsælu fylleríisvísu „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur...“ mjög ólíkt upphaf- lega laginu sem er eftir Wayse. Sköpunarverk Atla Heimis er trú- lega of hratt fyrir drafandi veislu- gesti á ellefta glasi en að öðru leyti er ljóst að lögin á geisladiskin- um eiga eftir að vera á hvers manns vörum í framtíðinni. Raddsetning undir- leiksins fyrir bassa, klar- ínettu, píanó og fiðlu er listilega Hljómplötur Jónas Sen gerð og fær hvert hljóðfæri að njóta sín. Hljóð- færaleikurinn er reyndar allur til fyrirmyndar. Signý Sæmundsdóttir syngur öll lögin og skilar hlutverki sínu með miklum ágætum. Upptakan er sömuleiðis hin prýöilegasta en það var Bjami Rúnar Bjamason sem sá um hana. Stjama geisladisksins er þó auðvitað Atli Heimir sjálfur. Hann sannar það hér með að hann kann að semja hin skemmtilegustu dægurlög og ber höfuð og herðar yfir margan popparann. Eiginlega ættum við að fá HANN til að semja næsta Eurovision-lag - hver veit nema ísland myndi þá fara með sigur af hólmi - loksins! Jónasarlög eftir Atla Heimi Sveinsson Ljóð: Jónas Hallgrímsson Söngur: Signý Sæmundsdóttir Undirleikur: Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari og Há- varður Tryggvason kontrabassaleikari. Mál og menning 1997. IÁstir og ljúft líf hjá LR Það verður heitt í húsum Leikfélags Reykjavíkur í haust, samkvæmt fréttum þaðan, eftir heldur nöturlegt nýliðið leikár. Annað verkið sem byrjað er að æfa er söngleikurinn Hið ljúfa líf eftir Benóný ■ Ægisson með tónlist eftir KK og Jón | Ólafsson; leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð. | Leikurinn gerist á einu kvöldi á dans- stað sem man sinn fífil fegri. Inn í and- | rúmsloft ógæfu og eiturlyfjaneyslu rekst !, ung stúlka sem syngur sig inn í hjörtu viðstaddra. Ungu söngkonuna leikur I Selma Bjömsdóttir, kunn sjónvarps-Ó- II kona. Hið ljúfa lif hefst á stóra sviðinu í 1 september. I Hitt verkið verður frumsýnt í lok !! ágúst á litla sviðinu. Þetta er Ástarsaga p 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur, skáld og | rithöfund, sem hóf sinn feril sem verð- I launaleikritaskáld eins og menn muna. Ástarsaga gerist í táknrænum ástar- L skógi sem fólk er alltaf að villast í, ;; „ögrandi verk, í senn rómantískt og l djarft", eins og segir í fréttinni. LR kemur enn á óvart með vali á leik- I stjóra. Það er Auður Rjarnadóttir baller- ; ína sem stýrir Ástarsögu og verður ; ■ spennandi að sjá árangurinn. En þó að f.: höfundur og leikstjóri séu konur eru f persónur allar karlkyns - eða að ■ minnsta kosti leiknar af karlmönnum: ;; Áma Pétri Guðjónssyni, Þorsteini | Gunnarssyni og Þórhalli Gunnarssyni, | sem sjá má á myndinni. ISamanburðarrannsókn á sömu bók í nýju hefti af Tímariti Máls og menn- ingar, sem kemur út í næstu viku, er grein eftir Jón Yngva Jóhannsson, ung- an bókmenntafræðing, um bók Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, Fyrirgefningu synd- j anna. Eiginlega er þetta samanburðar- | rannsókn en þó á sama verki því hann :j ber saman íslenska frumtextann og ensku þýðinguna, Absolution. Fregnir I herma að hann komist að því að verkið hafi tekið gi-undvallarbreytingum á leið ■j sinni milli tungumála ... Frændafundur Fróðskaparfélag Færeyja stendur að útgáfu bókarinnar Frændafúndur 2. Þar era átján fyrirlestrar sem vora haldnir á ráðstefnu í Færeyjum 1995 á vegum Fróðskaparsetursins þar og heimspekideildar Há- skóla íslands og era ýmist á færeysku eða íslensku. Efnið er fjölbreytt, frá orðatiltækjum og hjátrú til leiklistar og mynd- listar, skoðað bæði frá íslenskum og fær- eyskum sjónarhóli. Ritstjórar era Turið Sigurö- ardóttir og Magnús Snædal. Háskóla- útgáfan sér um dreifingu. Flestir áhugamenn um mynd- list munu kannast við þá reynslu að koma í kaþólska kirkju sem geymir sögufræg listaverk og finna sig utangátta eða traflandi í þessu umhverfi vegna bænahalds eða annarra kirkjulegra athafna. Ferðamaðurinn sem kemur í kirkjuna til þess að njóta lista- verks á fagurfræðilegum forsend- um finnur að hann er umborinn - en kannski ekki alltaf jafn vel- komtnn - af þeim sem staddir era í kirkjunni til þess að rækta sam- band sitt viö Guð. Hægt er að ímynda sér þessar aðstæður með öfugum formerkj- um: sanntrúaður kaþólikki með litla fagurfræðilega menntun kemur í Listasögusafnið i Vínar- borg og fær trúarlega köllun frammi fyrir málverki Caravaggi- os af Maríu með talnabandið og fellur á kné í bæn, rétt eins og til- biðjendur hennar á myndinni. Slikt háttalag myndi þykja i hæsta máta truflandi og óviðeig- andi í þessu musteri listarinnar og yrði vafalaust ekki liðið ef all- ar bænir talnabandsins yrðu raktar. Hvemig stendur á því að við getum notið trúarlegrar listar í kirkju, jafnvel þó við séum trú- laus, en verið fyrirmunað að iðka trú okkar í listasafni án tillits til fagurfræðilegra siðareglna? Þessi spuming verður í raun enn áleitnari ef þess er gætt að mál- verkið sem um er rætt mun ein- mitt vera gert fyrir guðshús og í þeim tilgangi að fá menn til að knékrjúpa fyrir Guðsmóðurinni. Það er hið breytta umhverfi og umgjörð listasafnsins sem hefur sett þetta meistaraverk i nýtt samhengi, ekki sem trúarlega list heldur menningarsögulegan minnisvarða er beri að umgangast sem slíkan. Þetta dæmi segir okkur talsvert um það tví- ræða samband sem ríkir á milli listrækni og trúrækni en þessi málefni eru nú til umræðu á kirkjulistarviku i Hallgrímskirkju. Sú hugmynd að reisa listinni sjálfstæð must- eri, listarinnar vegna er vart eldri en 250 ára. Hún er skilgetið afkvæmi upplýsingarinnar og þeirrar hugmyndar að hægt sé að upplifa sann- leikann á þrem ólíkum forsendum: á forsend- um trúarreynslunnar, á forsendum hinnar fag- urfræðilegu reynslu og á forsendum hinnar vísindalegu rökræðu og reynsluhyggju. Það var ekki fyrr en á 18. öldinni sem fagur- fræðin varð til sem sjálfstæð fræðigrein. Hún frelsaði listina úr viðjum kirkjuvaldsins og Fyrst hvarf hið trúarlega inni- hald, þá hið sögulega, síðan mað- urinn og náttúran og á endanum formið sem sjálfstætt gildi. Um leið einangraðist listin frá íjöldan- um, en hefur þó jafnan leitað end- umýjunar í þeirri alþýðumenn- ingu sem kennd hefur verið við kitsch eða listlíki. Deginum ljósara er að skapandi listamenn hafa sjaldan verið ein- angraðri en einmitt á okkar dög- um, þó að tækniframfarir hafi gert alla miðlun listarinnar auð- veldari en dæmi era um í sög- unni. Hvað tengir listina og kirkjuna sem stofnun á okkar dögum? Kannski fyrst og fremst sameigin- legt skipbrot: á sama hátt og list- in hefur tæmst af inntaki sem sjálfstæð stofnun um leið og hún einangraði hina fagurfræðilegu reynslu við helgidóma listmuster- isins í safninu og akademiunni, þá hefur kirkjan einangrast með sína helgisiði og trúarkreddur, sem ná ekki að tengjast þeim þjóöfélagsveruleika er lifir utan musterisveggjanna. Eftir 250 ára aðskilnað era end- tufundimir heldur nöturlegir og verður ekki annað sagt en að kirkjulistarsýning sú sem nú stendur yfir í Hallgrímskirkju endurspegli þetta ástand með nokkuð augljósum hætti. Eða hvemig ætla menn að blása lífi í fom trúartákn sem væntanlega eiga að standa fyrir eilífan og óhagganlegan sannleika, þegar sannfæringuna vantar? Tákn- fræði framkristninnar, sem er lif- andi vitnisburður í sínu umhverfi í katakombunum í Róm, verður í besta falli að innantómu formi eða vörumerki og í versta falli að tilgerð þegar búið er að klæða hana í föt nútíma hönnunar undir yfirskini ný- sköpunar í myndlist. En vandinn sem birtist okkur í þversögninni andspænis meistaraverki Caravaggios er engu að síður til staðar. Hann er hluti af sögu sem hér hefur verið gróflega einfölduð og varðar einangrun hinnar fagurfræðilegu reynslu. Sú saga er hluti af okkar menningcirarfi og okkar menningarsögulegu forsendum og við höfum öll gott af að horfast í augu við hana, einnig á kirkjulistarviku. En lausnin á þversögninni er ófundin enn. Hallgrímskirkja: Sýning á hugmyndum að myndverkum í nýjar kirkjur eftir níu lista- menn. Caravaggio: Marfa meö talnabandiö. 1606-1607. Myndlisl Úlafur Gíslason kirkjuaðalsins og geröi hana að fánabera þeirr- ar frelsiskröfu sem franska byltingin hafði bragðist. Listin varö í vissum skilningi arftaki trúarinnar eða afhelguð trúarbrögð, og hennar átti alþýðan að njóta í musteri upplýsingarinn- ar sem var listasafnið og listaakademían. Þar var listaverkið goðmagnað á sínum eigin for- sendum og þar með hófst sú tæming á inni- haldi listarinnar sem staðið hefur yfir síðan. Endurfundir trúar og listar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.