Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 8. HG í Foldaskóla sendir bangsann Benna um Bandaríkin: Hefur heimsótt yfir tug skóla 8. HG í Foldaskóla hefur undan- farið tekið þátt í sérstöku verkefni á vegum Kidlink, samtaka sem fá fólk á aldrinum 10-15 ára um allan heim til að spjalla saman á Netinu. Þau sendu lítinn bangsa, sem heitir Benni, til Bandaríkjanna með alls kyns sérstaka hluti frá íslandi í poka. Jafnaldrar krakkanna í Bandaríkjunum hafa síðan skipt á þessum hlutum og hlutum heim- an frá sér. Nú er Benni kominn heim með hlutina og þar kenndi ýmissa grasa, svo ekki sé sterkar til orða tekið. Blaðamað- ur DV hitti krakkana á föstudaginn og spjallaði við Rósu Gunnarsdóttur sem á í raun frumkvæðið að verkefninu um Benna. Ótrúlega viðbrögð „Krakkarnir í bekknum hafa gert dálítið að því að tala við jafnaldra sína í Bandaríkjunum í gegnum Kidlink. Ég hafði heyrt af því að krakkar höfðu sent jafn- öldrum sínum í öðrum lönd- um ýmsa hluti og ákvað því að reyna eitthvað svipað,“ sagði Rósa. Rósa sendi stutta fyrir- spurn inn á vef Kidlink þar sem þessi hugmynd var viðruð. Við- brögðin létu svo á sér standa. Ragnheiöur Bjarnadóttir, 14 ára, meö Benna. Hluti 8. HG í Foldaskóla meö Benna. Á bak viö þau má sjá hluta af því sem kom með Benna frá Bandaríkjunum. DV-myndir S „Ég átti alls ekki von á svo ótrúlega miklum viðbrögðum sem raunin varð. Allir vildu fá eitthvað frá ís- landi,“ sagði Rósa. Úr varð að Benni var sendur til Bandaríkjanna með bakpoka og m.a. voru sendir fánar og myndir, ásamt nokkrum sérís- lenkum uppskriftum, m.a. að sviða- sultu og lifrarpyslu. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir. Benni hefur nú farið í um 14-15 skóla og alls staðar hafa viðtökurnar verið prýð- isgóðar," sagði hún. Benni fer kringum hnöttínn Benni hefur nú flakkað um Bandaríkin undanfama mánuði og safnað að sér ýmsum hlutum sem krakkarnir í skólunum þar hafa viljað láta af hendi. Framtak þetta hefur einnig vakið athygli erlendra fjölmiðla og m.a. var frétt í Los Ang- eles Times um heimsókn Benna. Hlutimir sem þeir fengu til baka voru margir hverjir ekki af verri endanum. Eldfjallaaska, ísknatt- leikspökkur og ógrynnin öll af póst- kortum og veggmyndum svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir, sem eru 14 ára, virtust allir vera hinir ánægð- ustu með það sem þeir fengu. En Benni fær hins vegar ekki langa hvíld. Eftir nokkrar vikur heldur hann áfram flakki sínu. Fyrst verður hann sendur aftur til Bandaríkjanna þar sem nokkrir skólar komust ekki að í fyrstu heim- sókninni. Síðan fer hann hringinn í kringum hnöttinn, til Brasilíu, Ástralíu, Nýja-Sjálands og að lokum Evrópu. Að lokum má geta þess að hægt er að fylgjast með þessu skemmti- lega verkefni 8. HG í Foldaskóla á slóðunum http://www.intercom.net/loc- al/weeg/bennil.html og http: / / www.kidlink.com/KID- PROJ/Benni. -HI „Ýtni" færist í vöxt á Netinu: Microsoft og Netscape bæta ýtni í vafrana Ýtni, eða „Push“, eins og það heit- ir á ensku, er nýtt form í upplýs- ingaleit sem að mörgu leyti er talið hentugra heldur en að leita á vefn- um, enda getur slíkt gert hvem mann vitlausan. Að minnsta kosti virðist þetta skoðun Microsoft og Netscape. Báðir þessir vafrafram- leiðendur ætla að bæta eiginleikum í vafra sína sem gerir notendum kleift að nýta sér ýtnina til þess að fá upplýsingar. Ýtni gengur út á það að í stað þess að þurfa að leita að upplýsing- um um ákveðna hluti í hvert sinn sem maður þarf á þeim að halda eru sendar til manns nýjar upplýsingar um leið og þær berast. Pointcast er Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúðlcaupið 1 <9)SILFURBÚÐIN '-LS Kringlunni 8-12 »Sími568 9066 - Þar fœröu gjöfina - sennilega þekktasta dæmið um ýtni en með því er hægt að fá fréttir sendar nánast um leið og þær eiga sér stað. Kosturinn við þess aðferð annar en að fá niðurstöðumar strax er sá að maður fær ekki allar þær gagnslausu upplýsingar sem oft vilja fljóta með þegar leitað er. Af þessum ástæðum hafa ýmsir talið ýtni hentuga leið til að fá þær upp- lýsingar sem á þarf að halda. Microsoft ætlar að bæta þessum eiginleika við Internet Explorer 4.0 þegar endanleg útgáfa af honum lít- ur dagsins ljós. Gert hefur verið samkomulag við ýmis fyrirtæki um að þau noti tækni Microsoft til að ýta upplýsingum sínum til netnot- enda. Reyndar er þar ekki um einkarétt að ræða því sum þessara fyrirtækja, sem hafa náð samning- um við Microsoft, segjast einnig styðja Netscape. Netscape hefur hins vegar gert betur. Fyrirtækið er í samstarfi við Marimba og hefur samið um að all- ar þær 100 ýtnirásir sem fyrirtækið ræður yfir verði fáanlegar í Nets- cape. Þessi tækni kallast Netcaster. Eitt er ólíkt með því sem þessir tveir framleiðendur bjóða upp á í vöfrum sínum. Microsoft lætur þá sem veita upplýsingarnar ráða hvaða gögn er hægt að fá á þennan hátt. Netscape mun hins vegar frek- ar safna saman öllu sem finnst og úr því geta síðan notendur valið hvaða flokk upplýsinga þeir vilja fá sendan í tölvuna til sín. -HI Netíð í símaklefa Lítiö kanadískt fyrirtæki, King Products, hefur nú þróaö nýja tækni sem gerir vefinn aögengilegan gegnum venjuleg- an símaklefa. Fyrirtækiö hefur þegar fengiö pantanir fyrir ríflega 2 milljónir dollara. Tækni þessi, sem kallast á ensku „powerpho- nes,“ veröur fyrst sett upp í Hong Kong. Þannig verö- urt.d. hægt aö panta hótelher- bergi og borö á veit- ingahúsi úr símaklefa á fjölförnum stööum, s.s. járnbrautar- stöövum og söfnum. Kirkjubækur á geisladiska Danir eru farnir aö gera kirkjubækur sínar aögengilegar á geisladiskum. Fyrsti geisladiskurinn er þegar kominn út og inniheldur kirkjubækur Árósa frá 1729-1891. Alls eru þetta 6293 skannaöar síöur og eru 36.839 ein- staklingar skráöir á þessum síöum. Margir möguleikar eru til leitar á síö- unum, t.d. eftir nafni manns, fæöing- arstað og fæöingardegi. Meðal ann- arra möguleika má nefna aö hægt er aö skoöa nánar síöur sem innihalda einhverjar athyglisveröar athugasemd- ir. Oracle 8 kemuríjúní Næsta útgáfa af Oracle gagnagrunnin- um, Oracle 8, veröur sett á markaö um heim allan 24. júní. Nýja útgáfan get- ur meðhöndlaö miklu meira magn upplýsinga en eldri útgáfur. Ray Lane, framkvæmdastjóri Oracle, sagöi aö líklega mundu nettölvurn- ar koma á markaö á svipuöum tíma. Málaferli gegn Amazon.com Hagnaður Nintendo minnkar Útlit er fyrir aö Nintendo sé aö veröa undirí samkeppninni viö Sony á leikjatölvumarkaönum. Hagnaöur Nintendo minnkaöi um 13,7% á sföasta ári í tímatali þeirra Japana en hjá þeim voru áramót 31. mars. Nintendo-menn skýra þetta meö miklum kostnaöi viö framleiöslu og dreifingu á hinni nýju 64 bæta [eikjatölvu þeirra, Nintendo 64. Á meðan á þessu stendur heldur Sony Playstation áfram aö seljast vel. í fýrra seldu þeir 8,9 milljón tölvur meöan Nin- tendo seldi aöeins 6,1 milljón._ @megin:Bókaversl- unin Barnes & Noble, sem nýlega hefur opnað vef- síöu, hefur höföað mál á hendur sam- keppnisaðila sínum, Amazon.com. Sú síöarnefnda er ákærö fyrir aö kalla sig stærstu bóka- búö heims á heima- síöu sinni. Segja talsmenn Barnes & Noble aö Amazon.com sé ekki bókabúö heldur bókabraskari sem noti Netiö til aö græöa. Amaz- on.com, sem er nú aö rétta úr kútnum eftir nokkra fjárhagserfið- leika, er þessa dagana aö fara á almennan hlutabréfamarkaö. Bú- ist er viö mikilli sölu á þeim bréf- um næstu vikur og mánuði. / Kerri Strug Bandaríska funleikakon- an Kerri Strug öðlaðist heimsfrægð eftir Ólympíu- leikana í Atlanta á síðasta ári. Heimasíða tileinkuð henni er staðsett á http://www.strug.com. Ferðalög Mjög ítarlegur og j skemmtilegur ferðavefur er á http: //www.tra- velweb.com. Þar er m.a. hægt að fá upplýsingar um flugfar og hótel og panta sér far og gistingu. Símaskrá Banda- ríkjanna Ef leitað er að símanúm- eri og/eða heimilisfangi einhvers í Bandarikjunum þá er rétti staðurinn http://www.abii.com/looku í pusa/adp/peopsrch.htm. Þar er hægt að finna alla | skráða símnotendur Banda- í ríkjanna. Edgar Allan Poe Heimasíða tileinkuð þess- um fræga hryllingssagna- höfundi er á ; http://www.cais.com/webw eave/poe/poe.html. Jamaica Þeir sem vilja fá upplýs- ingar um Jamaica geta fundið allt sem þeim dettur í hug um landið á http://www.jamaica- gleaner.com. Britanica um ÓL Encyclopaedia Britanica hefur sett saman myndar- legan upplýsingavef um sögu Ólympíuleikanna. Hann er að fmna á http: //sports.eb.com. HM í handbolta Heimasíða tileinkuð heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem nú stendur sem hæst er að finna á http://handball.et- net.co.jp. Hekla Upplýsingar og myndir af Heklu er að finna á http: //www.smart.is/rang/ra- efiii/kohekl.htm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.