Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Síða 19
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 í:> B B I Hættulegt að sleikja golfbolt- ann 1 Golfarar skyldu var- ast að hreinsa golf- bolta sína með því að sleikja þá. írskur sér- fræðingur segir að það geti valdið lifrarskaða. Ástaeðan er einfaldlega sú að leifar af eiturefnum sem notuð eru til að drepa illgresi á golf- völlum setjast utan á golíbolt- ann. Þegar svo golfarinn sleikir eiturefnin af boltanum er ekki von á góðu. Connor Burke, læknir í Dublin á írlandi, segir frá 65 ára golfara sem fékk lifrarbólgu þótt hann drykki ekki og aðrir áhættuþættir fyrir sjúkdóminn væru ekki fyrir hendi. Golfar- inn viðurkenndi loks að hann, eins og svo margir golfarar aðr- ir, sleikti boltann áður en hann skaut af teig, í stað þess að þurrka af boltanum með hand- klæði. Einkenni sjúkdómsins hurfu þegar golfarinn hætti að sleikja golfboltann sinn. Maðurinn er nú ætíð með rakan klút með sér. Límband til að loka sárum Vísindamenn vestur í Banda- ríkjunum segja að bæði ódýr- ara og hentugra geti verið að nota sterkt límband til að loka sárrnn sem alla jafna þyrfti að sauma saman. Vísindamennimir skoðuðu 130 einstaklinga með 136 sár og komust að því að árangurinn var svo til hinn sami þegar fag- urfræðileg mælistika var sett á sárið, hvort sem notað var lím- band eða saumað. Límbandið hefur hins vegar það fi-am yfir saumaskapinn að ekki þarf aö deyfa þann sem meiddi sig. Ótviræður kostur fyrir þá fjölmörgu sem eru hræddir við sprautur. Þá þarf viðkomandi heldur ekki að koma aftur á slysavarðstofuna til að láta fjarlægja sauminn. Flugválar dreifa skað- ræðisveirum Maöurinn er ekki einn um að ferðast heimsálfa á milli með farþegaþotum heldur eru hættulegar veirur einnig i þeim hópi. Veirur þessar er að fmna í skolptönkum flugvélanna og þær drepast ekki allar við venjulega meðferð slíkra afurða í hreinsistöðvum. Vísindamenn við háskólann í Norður-Karólínu komust að þessu þegar þeir tóku sýni úr skolptönkum farþegaflugvéla. Hættulegar veirur reyndust vera í nærri helmingi sýnanna, !að því er tímaritið New Scient- ist skýrði frá. Veirurnar, sem fundust, valda meðal annars magakveis- um og hita. Talið er að eitt til tíu prósent veiranna úr flug- vélaskolpinu lifi af efnasam- bönd í skolphreinsistöðvum og fari út í umhverfið. Skiptar skoðanir um kolefnisaldurspreiningar: Misjafnt hversu areiðanlega menn telja greininguna Styrkur geislakola C-14 í andrúmsloftinu er alttaf sá sami. Styrkur geislakola í plöntuleifum helmingast á 5700 árum. Greint var frá því í DV 14. maí sl. að rannsóknir sem gerðar voru á kumli í Skriðdal bendi til þess að end- urskoða þurfl íslandssöguna. Var þar um að ræða kolefnisaldursgreiningu, en sú aðferð eru notuð viða um heim til að greina aldur fomleifa. Hér verð- ur reynt að glöggva lesendur á því hvemig slík aldursgreining fer fram. Einnig verða rifjaðar upp deilur sem hafa komið upp um hversu áreiðan- legar slíkar mælingar era hér á landi. Páll Theodórsson eðlisfræðingur er okkar helsti sérfræðingur um kolefti- ismælingar og hefur skrifað greinar og haldið fýrirlestra um efnið. Hér verður einkum vitnað í fyrirlestur sem hann hélt 16. mars sl. í kynningu á störfum Raunvísindadeildar Há- skólans. Geislakol Kolefni hefur geislavirkt afbrigði sem kailast ýmist geislakol, kolefni- 14 eða C-14. Þau myndast í efstu loft- lögum jarðar. Þegar það myndast binst það í kolsýra og dreifist jafnt um lofthjúpinn. Því er alltaf sami styrkur af geislakolum í kolsýrunni alls staðar í andrúmsloftinu. Öðru máli gegnir þegar plöntur hafa bundið kolefni kolsýrunnar í líf- rænan vef. Þegar kolefnið hefur bundist dofnar geislavirkni þess hægt en jafnt. Styrkur ákveðins skammts af geislakoli helmingast á 5700 árum og lækkar um 1% á hverjum 80 árum. Ef vefurinn nær ekki að rotna situr kolefhið með geislakolunum bundið í jurtaleifum og einnig dýraleifum sem geyma í sér jurtaleifar. Og í þeim leif- um minnkar geislavirknin. Hins vegar verður að athuga að að- eins er hægt að mæla vaxtartíma með þessari aðferð. Ef t.d. lurkur hefur fundist við fomaldarappgröft verður fyrst að finna vaxtarár hans með því að rannsaka árhringi gamalla trjáa. Athuga verður hver þeirra hefur sama styrk geislakola og lurkurinn og þannig er hægt aö komast að aldri hans. Hafði Ari fróði rangt fyrir sár? Árin 1971-1975 stóð yflr mikill fom- leifauppgröftur i Aðalstræti sem Else Nordahl, sænskur fomleifafræðing- ur, stjómaði. Á svipuðum tíma var Margrét Hermanns- Auðardóttir i Vestmannaeyjum i svipuðum erinda- gjörðum og gróf m.a. upp landnáms- bæ i Herjólfsdal. Sýni frá báðum þessum stöðum vora send í kolefnisaldursgreiningu í Uppsölum og stjómaði Ingrid Olsson þeirri greiningu. Niðurstaðan var sú að land hafi verið numið í Reykjavík og Vestmannaeyjum um aldamótin 700. í fyrirlestri sínum telur Páll Theodórsson enga ástæðu til að draga þessar niðurstöður í efa. Hann telur lífaldurinn (þ.e. tímann frá því að kolefhið binst og þar til plantan fer að vaxa) lágan því sýnin séu tekin úr birki sem eru ekki langlífar plöntur. Því sé skekkjan ekki mikil í þessum mælingum. Niðurstaða þessi vakti litlar sem engar umræður hér á landi og menn stóðu frekar í þeirri trú að mæling- amar væra rangar. Meðal þeirra var Ingrid Olsson. Hún setti fram tilgátu um að staðbundin lægð væri í geisla- kolsstyrk kolsýrunnar yfir landinu. Páll telur þessa kenningu ólíklega vegna þeirrar jöfnu dreifingar geisla- kols í andrúmsloftinu sem greint var frá hér að framan og meðfylgjandi graf sýnir. Þetta væri þvi of sterk við- Margborgar sig að hætta að drekka: Glötuð starfsgeta heilans endurheimt í bindindinu Til mikils er að vinna að hætta að drekka. Dansk- ar rannsóknir benda til að alkóhólistar geti endurheimt eyðilagða starfsgetu heil- ans á nokkram áram, ef þeir láta bara flöskuna i friði. „Rannsókn mín sýnir að það era ekki heilafrum- urnar heldur svokallaðar stoðfrumur sem eyði- leggjast við margra ára mikla ofneyslu áfengis. Vitað er að stoðframumar geta endurnýjað sig. Vandamálin ættu að vera úr sögunni eftir fimm til sjö ára bindindi," segir læknirinn og vis- indamaðurinn Lise Korbo í viðtali við danska blaðið Politi- ken. Korbo starfar við taugadeild Hvidovre sjúkrahússins. í forrannsókn, sem Lise Korbo gerði, rannsakaði hún heilavef úr látnum alkóhólistum sem drukku mjög mikið og bar sam- an við heilavef úr látnum mönnum sem neyttu áfengis í eðlilegum mæli. Rannsóknin leiddi í ljós að alkóhólistamir glötuðu allt að 37 prósent- .< f, um af stoðfrumum í þeim hluta heilans sem kallast dreki og er hluti af gagnaugageiranum. Stoðfrumurnar geta hins vegar endur- nýjast. Það eru góð tíðindi fyrir bæði alkóhólistana sjálfa og þá sem hafa þá í meðferð. Lise Korbo segir að áfengisdrykkjan leiði til minnistruflana og námserfiðleika hjá mörgum alkóhólist- um. Miðstöð þessara eiginleika er einmitt að finna í drekan- um. „Áður fyrr var sagt að maður drykki heilafrum- urnar í sér í hel. Það gerir maður hins vegar ekki. Kollegi minn, Bente Pakkenberg, benti á það fyrir nokkram árum og rannsókn mín staðfestir að það er aldrei of seint að hætta að drekka,“ segir Lise Korbo. Drekinn skaðast hins vegar varan- lega af völdum súrefnisskorts til heilans og það er þar sem alsheimersjúkdómurinn drepur heilaframur. DV-Mynd:Unnur leitni í þá átt að verja Ara fróða, en tímatal hans hefur alltaf verið talið áreiðanlegt. Margrét Hermanns-Auð- ardóttir er sammála Páli og telur jafn- vel hugsanlegra að þessar mælingar gefi of lágan aldur. Það er því margt sem bendir til þess að endurskoða verði ýmsar tíma- setningar sem áður vora taldar rétt- ar. Á þetta þá einkum við um hvenær landnám hófst hér á landi. Það bend- ir margt til þess að menn séu að hall- ast að því að trúa kolefnisaldurs- greiningum frekar en Ara fróða. -HI Sníkjudýr finnst í suður- amerískum múmíum Vísindamenn í Kólumbíu skýrðu frá því fyrir skömmu að þeir hefðu fúndið leifar af banvænu sníkjudýri í fjögur þúsund ára gömlum múmí- um frá Perú. Uppgötvanir þeirra sýna að Cha- gas-sjúkdómurinn, sem herjar á íbúa i Mið- og Suður-Ameríku á okkar dögum, er alls ekki nein ný bóla. „Niðurstöður okkar benda til að íbúar við strandlengju suðvestur- hluta Suður-Ameríku þjáöust af þessum sjúkdómi fyrir allt að fjög- ur þúsund árum,“ segir í bréfi Felipes Guhls við Andesfiallahá- skólann í Bógóta til læknablaðsins Lancet. Fjölmörg skordýr bera sníkju- dýrið sem veldur Chagas-sjúkdóm- inum. Talið er að 18 til 20 milljón- ir manna í Rómönsku Ameríku þjáist af honum. Fólk smitast alla jafiia í æsku og einkenni koma oft ekki fram fyrr en eftir áratugi. / / >' Hún úaldi skartgripi frá Silfurbúðinni SILFURBÚDIN VX7 Kringlunni 8-12 •Stmi 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.