Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 33
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 45 Eítt skipslíkaniö á sýningunni í Norræna húsinu. Föðurland vort hálft er hafið í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning á skipslíkön- um af Svíþjóðarbátum sem komu til íslands fyrir hálfri öld. Hefur sýningih yfirskriftina Föðurland vort hálft er hafið. Einnig eru sýnd líkön af eldri og yngri skip- um sem áttu sinn frægðarferil og ljósmyndir sem tengjast hafinu prýða einnig sýninguna. Líkönin gerði Grímur Karlsson, skipstjóri í Njarðvík, en hann á mikiö safn af skipslíkönum sem hann hefur gert af miklum hagleik undanfar- in ár. Sýningin stendur til 10. júní. Tónleikar Pennateikningar Þessa dagana sýnir Brynja Ámadóttir pennateikningar í Galleríi Sölva Helgasonar, Sölva- bar í Lónkoti, Sléttuhllð í Skaga- firði. Brynja er fædd á Siglufirði en fóöurætt hennar kemur úr Skagafirði, Óslandshlíð og Hofs- ósi. Þetta er sjöunda einkasýning Brynju, einnig hefúr hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 28. júní. Jakusho Kwong fyrir miöri mynd ásamt Dalai Lama. Hvað er unnið með því að tapa? Jakusho Kwong eða Roshi eins og hann er oftast nefndur er einn af fáum ZEN-meisturum. Hann er nú kominn til landsins á vegum ís- lenska zen-hópsins og heldur fyrir- lestur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi annað kvöld kl. 20.30. Gróðurkortagerð 1 kvöld verður haldinn síöasti fræðslufyrirlestur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessari vor- önn. Fundurinn er í stofu 101 í Lögbergi. Á fúndinum flytur Guð- mundur Guðjónsson landfræöing- ur erindi sem hann nefnir Gróð- urkortagerð. Samkomur Phoenix-klúbbfundur Síðasti Phoenix-klúbbfundur- inn fyrir sumarfrí verður haldinn í kvöld kl. 20.00 á Hótel Loftleið- um í Þingsölum. Phoenix-klúbb- fundir eru fyrir alla þá sem sótt hafa Brian Tracy námskeiðið Phoenix - Leiðin til árangurs og eru ætlaðir til upprifjunar og við- halds jákvæðu hugarfari. Tvímenningur Félag eldri borgara í Reykjavík stendur fyrir tvímenningi í bridge í Risinu í dag kl. 13.00. Lögfræðingur félagsins er til við- tals á þriðjudögum. Gengið á Krýsuvíkurberg Krýsuvíkurberg er mesta fúgla- bjargið í nágrenni höfuðstaðarins, um 7 km langt og allt að 40 m hátt. Er það suðurbrúnin á Krýsuvíkur- heiði. Ganga á Krýsuvíkurberg er ákaflega áhugaverð, einkum á vor- in og snemma sumars, meðan fúglalífið er þar mest. Umhverfi Um tvær aðalleiðir er að velja á bergið. Önnur er með vesturbrún hraimsins sunnan Geitahlíðar og er þá komið niður á austurenda bergsins en hin er suður frá Bæjar- felli. Hægt er að aka nokkuð áleið- is niður með Vestrilæk en svo verður að ganga niður hjá Selöldu og á bergið vestarlega. í hvoru til- fellinu sem er er æskilegast að ganga eftir allri bergbrúninni og þarf því drjúgan tíma í ferðina ef gert er ráð fyrir nægum tíma til fuglaskoðunar og hvílda. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Kaffi Reykjavík: Grétar og Sigga Beinteins Kaffi Reykjavík er einhver vinsælasti skemmtistaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og þar er haldið uppi merki lifandi tón- listar og ekkert kvöld líður hjá án þess að einhver skemmti- kraftur eöa hljómsveit komi þar fram. í kvöld eru það Stjómar- liðamir vinsælu, Grétar Örv- arsson og Sigga Beinteins, sem Skemmtanir skemmta gestum á Kaffi Reykjavík. Óþarft er að kynna þau nánar en þau hafa staðið framarlega í íslensku skemmtiflórunni í mörg ár og hafa gert víðreist um landið auk þess sem þau geta státað af glæsilegustu útkomu í Eurovision-söngvakeppninni sem íslendingar hafa náð. Þau Grétar og Sigga Beinteins munu einnig skemmta annaö kvöld. Órafmagnað á Gauknum í kvöld verður órafmagnað gæðapopp á Gauki á Stöng með hljómsveitinni Lekkert. Annað kvöld og miðvikudagskvöld er það U3- Project sem leikur fyrir gesti á Gauknum. Hljómsveit þessi hefúr sérhæft sig í U2. Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins skemmta gestum á Kaffi Reykjavík f kvöld. Leikhúskjallarinn: J ónasarkvöld í tilefni sextíu ára afinælis Máls og menningar verð- ur á afmælisárinu efiit til margs konar hátiðahalda. Fyrsta menningarkvöldið er í kvöld í Leikhúskjallaran- um og nefnist það Jónasarkvöld. Þar flytur Páll Valsson erindi um Jónas Hallgrímsson og flutt verða ný lög eft- ir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar. Erindi Páls heitir Eitt sumar enn - Austfjarðaferðin sumarið 1842, en hann er umsjónarmaður endurbættrar útgáfu á Kvæði og sögum Jónasar Hallgrímssonar sem fyrst komu út 1957. Tónleikar Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur samið ný lög við nokkur þekktustu ljóða skáldsins og eru þau komin út á geislaplötu, alls tuttugu og tvö að tölu, undir yfirskrift- inni Jónasarlög. Flytjendur laganna í kvöld eru Signý Sæmundsdóttir, söngur, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sigurður Ingvi Snorrason, klarinetta og Hávaröur Tryggvason, kontra- bassi. Ljóðakvöldið hefst kl. 20.30. Atli Heimir Sveinsson tónskáid. Guðjón Einar Við endurbirtum hér myndina af Guðjóni Ein- ari þar sem slæm villa læddist í textann á föstu- dag. Hann fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans Barn dagsins 9. maí kl. 22.07. Hann var við fæðingu 3810 grömm að þyngd og mældist 55 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Guörún K. Guðjónsdóttir og Leon Einar Pétursson og er Guðjón Einar fyrsta barn þeirra. Mælskulist er í miklum metum hjá hirðinni í myndinni Háðung. Háðung Háskólabiói sýnir um þessar mundir frönsku gæðamyndina Háðung (Ridicule). Mynd þessi gerist við hirð Lúðvíks XVI og er aðalpersónan ungur aðalsmaður, Ponceludon, sem kemur úr sveit- inni. Tilgangur hans er að fá konunginn til að samþykkja lag- færingar á jörð sinni svo að verkamenn geti verið lausir við mýrarköldu. Hann rekur sig fljótt á marga veggi við hirðina þar sem sá sem hefur yfir að ráða mælskulist á mesta mögu- leika á að ná eyrum konungs. Nú vill svo til að Ponceludon er Kvikmyndir snillingur i kappræðum og kemst því á endanum i talfæri við kónginn. Hann á þó eftir að komast að því að það þarf meira til ef halda á hylli konungs. Leik- stjóri er Patrice Leconte en með aðalhlutverk fara Charles Berl- ing, Fanny Ardant, Jean Rochefort og Judith Godreche. Nýjar myndir: Háskólabíó: Umsátrið Laugarásbíó: Lygari, lygari Kringlubíó: Howard Stern Saga-bíó: Tindur Dantes Bíóhöllin: Beavis og Butt-Head Bíóborgin: Donnie Brasco Regnboginn: Öskrið Stjörnubíó: Amy og villigæsrnar Stjörnubíó: Blóð og vín Krossgátan T" T~ 1 ¥• if L > i ir /0» fS" 11 j mmm 1 i? ST 18 y J w Gengið Almennt gengi LÍ nr. 137 23.05.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,820 70,180 71,810 Pund 113,510 114,090 116,580 Kan. dollar 50,730 51,050 51,360 Dönsk kr. 10,8480 10,9050 10,8940 Norsk kr 9,9100 9,9650 10,1310 Sænsk kr. 9,2070 9,2570 9,2080 Fi. mark 13,6770 13,7580 13,8070 Fra. franki 12,2610 12,3310 12,3030 Belg. franki 2,0009 2,0129 2,0108 Sviss. franki 49,6300 49,9000 48,7600 Holl. gyllini 36,7500 36,9700 36,8800 Pýskt mark 41,3300 41,5400 41,4700 ít. líra 0,04187 0,04213 0,04181 Aust. sch. 5,8680 5,9050 5,8940 Port. escudo 0,4090 0,4116 0,4138 Spá. peseti 0,4895 0,4925 0,4921 Jap. yen 0,60320 0,60680 0,56680 írskt pund 105,320 105,980 110,700 SDR 96,84000 97,42000 97,97000 ECU 80,5100 80,9900 80,9400 r~ Lárétt: 1 útlistun, 8 Þræði, 9 matar- ilát, 10 sterkt, 12 undirforul, 14 tarf- ur, 15 haf, 16 kalda, 18 guðir, 19 málms, 21 bugður, 22 borðaði. Lóðrétt: 1 sveigjanleg, 2 deila, 3 bogi, 4 reyndar, 5 kvenmannsnafn, 6 reikningar, 7 glensa, 11 gæfan, 13 skurður, 15 ánægð, 17 krot, 20 ásaka. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 vanmeta, 7 aða, 8 erja, 10 regn, 11 hál, 12 liggi, 13 sú, 14 ang- ist, 16 ösnu, 18 sóa, 19 ljá, 20 marr. Lóðrétt: 1 varla, 2 aðeins, 3 nagg, 4 mengi, 5 er. 6 tjá, 9 alúðar, 11 hissa, 15 gná, 16 öl, 17 um. Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.