Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Síða 36
Vinningótölur laugardaginn
1 11 (26
28 f 36
Vinningar vinninga Vinning&upphœð
<■ sats m 1 11.475.700
2.4ats<* ® 6 120.130
1 4 at s 127 9.790
4- 3 ats 4.394 660
24. 05
Hélldarvinnlngóupphœð
16.339.850
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Ástfangin krydd-
stúlka á íslandi
„Viö erum yfir okkur ástfangin,"
sagði Fiölnir Þorgeirsson þegar
blaðamaður DV rakst á hann á
■*^r skemmtistaðnum Astró sl. laugar-
dagskvöld ásamt kryddstúlkunni
Mel B. sem er meðlimur einnar
„heitustu" poppsveitar heims um
þessar mundir, Spice Girls.
Turtildúfurnar komu akandi í
límósínu, eins og finu fólki sæmir,
ásamt hópi af fólki og litu vart
hvort af öðru allt kvöldið.
„Mel fer til Bretlands á morgun
en henni finnst alveg frábært að
vera hérna. Ég er í fyrirtækja-
rekstri þannig að ég get ekki farið
utan núna en ég mun heimsækja
hana reglulega og ætli við verðum
ekki til skiptis á tslandi og Bret-
landi,“ sagði Fjölnir. -ggá
Aðilar VestQarðadeilunnar á óformlegum fundum í gærkvöld:
Búist við
sáttatillögu
Aðilar vinnudeilunnar á Vest-
fjörðum, alþýðusambandsmenn og
vinnuveitendur, sátu á óformleg-
um fundum með ríkissáttasemjara
í Karphúsinu gærdag og í gær-
kvöld. Þar var farið ítarlega yfir
stöðu mála og fundaði sáttasemj-
ari með aðilunum hvorum í sínu
lagi. Þótti fjóst að verið væri að
kanna grundvöll sáttatillögu.
„Við vitum ekki hvort þessir
fundir leiða til sáttatillögu eða
annars, þ.e. að menn semji. Deilu-
aðilar eru komnir suður og hér
eru miklar þreifingar í gangi. Mál-
in skýrast væntanlega á morgun,"
sagði Þórir Einarsson ríkissátta-
semjari við DV í gærkvöld, að-
spurður hvort verið væri að vinna
að sáttatillögu sem lögð yrði fram
næstu daga.
Vinnudeila Alþýðusambands
Vestfjarða og vinnuveitenda
vestra hefur staðið yfir í sex vik-
ur. Deiluaðilar gengu á fund Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra og
Páls Péturssonar félagsmálaráð-
herra í Ráðherrabústaðnum i gær-
dag þar sem ráðherrunum var
gerð grein fyrir stöðu mála. Eftir
fúndinn sögðu ráðherrarnir að
deilan væri í mun harðari hnút en
þeir hefðu gert sér grein fyrir,
hnút sem virtist fremur herðast en
losna. Mikið bil væri milli aðila.
Sagðist Davíð hafa verulegar
áhyggjur af framtíð byggðarlag-
anna á Vestfjörðum héldi deilan
mikið lengur áfram. Báðir útilok-
uðu ráðherrarnir þó setningu
bráðabirgðalaga til lausnar deil-
unni, erfitt væri að flnna flöt til
setningar slíkra laga. Drægist deil-
an á langinn væri hins vegar ekki
útilokað að gripið yrði til slíkra
örþrifaráða.
Verkfallsverðir fylgdust náið
með ferðum togarans Bessa í gær
og var mönnum heitt í hamsi. Var
löndun úr togaranum stöðvuð þar
sem hann hafði lagst að bryggju i
Súðavík í gærmorgun. Stjóm
Frosta hf., sem gerir út Bessa,
sagði í tilkynningu „harma þær
ólögmætu aðgerðir sem hafðar
hafa verið uppi í Hafharfirði og
Grundarfirði þegar löndun var
stöðvuð". Væri Bessi eina skipið á
Vestfjörðum sem komið hefði ver-
ið í veg fyrir löndun úr.
Pétur Sigurðsson, formaður
ASV, sendi í gærmorgun harðort
Pétur Sigurðsson mundar hér
myndatökuvél sjónvarpsmanna.
Ekki fylgir sögunni hvort tökuvél-
in hafi hjálpað Pétri að sjá málin (
fókus. DV-mynd Pjetur
bréf til forsætisráðherra þar sem
sagði að ef verkfallsbrot við lönd-
un úr Bessa í Súðavík yrði ekki
stöðvuð yrði ekki rætt við einn né
neinn um lausn vinnudeilunnar.
-hlh
Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, viö upphaf fundar alþýðusambandsmanna meö Davíð
Oddssyni forsætisráðherra og Páli Péturssyni félagsmálaráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær. Á fundinum voru
málin skýrð fyrir ráöherrunum. DV-mynd Pjetur
Reykjavík:
Tveir brunar
í fyrrinótt
Slökkviliðið í Reykjavík var kall-
að út tvisvar sama klukkutímann í
fyrrinótt vegna bruna.
Fyrra útkallið átti sér stað klukk-
an 1.04. Tilkynnt var um eld á 5.
hæð í húsi í Lækjargötu þar sem
skemmtistaðurinn Tunglið er til
húsa. Skemmtistaðurinn var rýmd-
ur á meðan slökkvistarf stóð yfir.
Eldur hafði myndast í sófa í
geymslu og gekk slökkvistarf greið-
lega. Skemmdir urðu nokkrar.
Rétt um það leyti sem slökkvilið
var á heimleið var tilkynnt um eld
og mikinn reyk í iðnaðarhúsnæði
að Brautarholti 26. Þegar slökkvilið
kom á staðinn var útlitið ekki gott.
Mikið rauk út um glugga á efstu
hæð í þriggja hæða húsi. Slökkvi-
starf gekk þó vonum framar og gekk
vel að slökkva eldinn. Töluverðar
skemmdir urðu á húsinu vegna elds
og reyks.
Eldsupptök í báðum bnmimum
eru ókunn en rannsókn stendur
yfir. -RR
Reykjavík:
Sænskar löggur
handtóku
innbrotsþjófa
Tveir sænskir lögreglumenn í fríi
á íslandi handtóku tvo innbrots-
þjófa í Reykjavík í gærmorgun.
Svíarnir voru á herbergi sínu á
Hótel Leifi Eiríkssyni á Skólavörðu-
stíg þegar þeir urðu varir við mann
úti á götunni. Sá var að brjótast inn
í bfl. Svíamir stukku út og hand-
tóku manninn. Hann var síðan
færður í fangageymslur.
Sænsku lögreglumennimir fóru
þvi næst í göngutúr um hverfið og
handtóku þá annan innbrotsþjóf á
Laugavegi sem var búinn að brjóta
rúðu í verslun þar. Svíarnir héldu
manninum þar til Reykjavíkurlög-
reglan kom að og flutti hann í fanga-
geymslur.
Sænsku lögregluþjónarnir ættu
því að vera í góðri æfingu eftir
þessa Reykjavíkurheimsókn sína.
-RR
Laxinn genginn
„Ég var að kíkja eftir laxi í
Elliðaánum og sá þá þrjá laxa í
Miðkvöm, skammt neðan við
Sjávarfossinn. Tveir laxanna vom
smáir en einn um 12 pund,“ sagði
áhugamaður um laxveiði í samtali
við DV í gær.
Þetta era fyrstu fréttir sem berast
af laxagengd en veiði hefst í
Elliðaánum um miðjan júní. -SK
VERÐUR EKKI AÐ
SENDA ÞÓFANA Á
SÆNSKUNÁMSKEIÐ?
L O K I
Veðrið á morgun:
Hlýtt
austan til
Á morgun verður suðvestan-
kaldi með rigningu um vestanvert
landið en hægari austan til, létt-
skýjað og hlýtt.
Veðrið i dag er á bls. 44