Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 Útlönd Alain Juppé hættir sem forsætisráðherra Frakklands í næstu viku: Chirac forseti leggur framtíð sína að veði Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem var kjörinn til embættis fyrir tveimur árum, leggur framtíð sína að veði í kvöld þegar hann ávarpar frönsku þjóðina til að reyna að koma í veg fyrir sigur stjómarandstöðunnar í síðari umferð þingkosninganna á sunnudaginn kemur. Samsteypustjóm miö- og hægriflokk- anna varð óvænt að láta í minni pok- ann fyrir vinstri flokkunum í fyrri um- ferð kosninganna síðastliðinn sunnu- dag. Chirac hafði boðað til kosning- anna til að styrkja stöðu sína þau fímm ár sem eftir em af kjörtímabili hans. Alain Juppé forsætisráðherra tók í gær á sig alla sök á eöiahagsþrenging- um Frakka undanfarin tvö ár og meta- tvinnuleysi. Aðeins sólarhring eftir ófarir stjómarflokkanna í fyrri umferð kosninganna tilkynnti hann að hann mundi láta af embætti eftir síðari um- ferðina, sama hver færi þar með sigur af hólmi. „Við þurfum nýjan hóp undir for- ustu nýs forsætisráðherra," sagði hann. Alain Juppé, forsætisráöherra Frakklands, og Isabelle, eiginkona hans, ganga um garöa ráöhússins í Bordeaux þar sem hann er jafnframt borgar- stjóri. Símamynd Reuter Juppé hafði áður látið að því liggja að hann væri reiðubúinn að víkja úr embætti til að gefa Chirac svigrúm, ef svo kynni að fara að eina hindrunin í vegi nútímavæðingar Frakklands snerist um persónur, eins og forsætis- ráðherrann orðaði það. Niðurstöður fyrri umferðarinnar setja mikinn þrýsting á leiðtoga stjómarflokkanna að snúa vöm í sókn. Juppé til mikillar hrellingar fór svo að kosningamar snerust upp í eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu um hann og verk hans. Margir hafa verið nefndir til sög- unnar sem hugsanlegir eftirmenn Juppés á stóli forsætisráðherra ef mið- og hægri flokkamar vinna kosn- ingamar. Þeir sem þykja líklegastir em Philippe Séguin, forseti þingsins, og Edouard Balladur, fyrrverandi for- sætisráðherra. Aðrir hugsanlegir eft- irmenn eru Philippe Léotard, leiðtogi stjórnarflokksins UDF, Francois Bayrou menntamálaráðherra og Ra- ymond Barre, borgarstjóri í Lyon og fyrrum forsætisráðherra. Reuter Arafat vonast eftir árangri af leiðtoga- fundi Yasser Arafat, forseti Palest- ínu, og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ræddust við í gær í Kaíró til að undirbúa leiðtoga- fund Egyptalands og ísraels í Sharm el- Sheikh í Egyptalandi í dag. Arafat kveðst vonast til að friðarviðræður milli ísraela og Palestínumanna geti hafist á ný í kjölfar leiðtogafundarins. Þær hafa nú legið niðri í tvo mánuði. Egypsk yfirvöld hafa gert það ljóst að þau muni styöja málstað Palestínumanna á leiðtogafund- inum þegar Mubarak og Benja- min Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, hittast í dag. Hins vegar muni þau hlusta á allar hugmyndir sem leiða til friðar- viðræðna á ný. Michael Jackson vill reisa skemmti- garð í Póllandi Söngvarinn Michael Jackson, sem væntanlegur er í tveggja daga heimsókn til Póllands í dag, hefur hug á að reisa skemmti- garð í anda Disneylands í Varsjá, höfúðborg Póllands. Jackson er að leita að hentugu svæði undir skemmtigarðinn og mun hann fljúga í þyrlu yfir höfuðborgina til að gera sér betur grein fyrir aðstæðum. Gert er ráð fyrir aö samningar um framkvæmdir vegna skemmtigarðsins verði undirritaðir á meðan á heimsókn Jacksons stendur. Jackson mun einnig heim- sækja sjúkrahús fyrir böm og skóla í Varsjá. Reuter Björgunarmenn á Filippseyjum meö látiö ungbarn sem þeir grófu úr rústum húss er varö fyrir aurskriöu. Faöir barns- ins lést einnig í aurskriöunni sem féll á noröurhluta Filippseyja í kjölfar mikilla rigninga. Aö minnsta kosti 22 létu líf- ið í hamförunum._________________Símamynd Reuter Laurent Kabila bannar starfsemi stjórnmálaflokka Laurent Kabila, sjálfskipaður for- seti lýðveldisins Kongó, áður Saír, hefur brotið á bak aftur mótmæli stjómarandstæðinga. Hann hefur útvíkkað bann við starfsemi stjóm- málaflokka og mótmælagöngum og nær það nú til höfuðborgarinnar Kinshasa. Harðskeyttir stjómarandstæðing- ar segjast hins vegar halda fast við áætlun sína um mótmælagöngu í höfuöborginni á morgun. Einn tals- manna stjómarandstöðunnar líkir stefnu nýrra leiðtoga við framkomu Mobutus Sese Seko, fyrrum forseta, sem flúði land. Nauðungarsala á lausafé Nauðungarsala á tölvukerfi af gerðinni Tec, sem samanstendur af netstjóra og 3 pen- ingakössum og útstöðvum (4 PC-vélar) og Concord fjárhagsbókhald, fer fram í versl- uninni Megastore, Kringlunni 4-6, miðvikudaginn 4. júní 1997, kl. 11.00. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Laurent Kabila. Símamynd Reuter Ríkissjónvarpið i Kongó tilkynnti að alþjóðlegt flug hæfist aftur í dag. Hins vegar yrðu feröir um Kongófljót áfram bannaðar fyrst um sinn. Upplýsingaráðherra lýðveldisins Kongó, Raphael Ghenda, tjáði frétta- mönnum að bannið við starfsemi stjómmálaflokka gilti þar til komið hefði verið á lögum og reglu. Erfið- ar timar væru framundan og stjóm- málastarfsemi gæti auðveldlega orð- iö til þess að hlutimir fæm úr bönd- unum. Stjórnarandstæðingar eftidu til mótmælagöngu á fostudaginn og laugardaginn í síðustu viku. Her- sveitir Kabila skutu út í loftið til að dreifa mannfjöldanum og handtóku nokkra göngumenn. Embættismenn segja þá hafa verið látna lausa. Aðstoðarmenn Etiennes Ts- hisekedis, erkifianda Mobutus, sem Kabila sniðgekk við myndun ríkis- stjómar sinnar, segja Kabila hafa komið liðssveitmn frá Rúanda og öðmm nágrannaríkjum fyrir í höf- uðborginni. Saka þeir hann um að reyna að koma á einræði á ný. Að- stoðarmenn Kabila segja aö enginn forsætisráðherra verði i nýju stjórn- inni. Kabila hefur lýst því yfir að ekki verði hægt að halda kosningar fyrr en eftir tvö ár. Reuter í einangrun Liðsforingjamir, sem hrifsuðu til sín völdin í Afrikuríkinu Sierra Leone, virðast æ einangraðri bæði heima og heiman. Orðrómur er á kreiki um gagnbyltingu. A móti Evrópu Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hægriöfgaílokks- ins Þjóðarfylk- ingarinnar í Frakklandi, sagði í gær að flokkur sinn mundi styðja þá frambjóðendur í síðari umferð þingkosninganna sem lýstu yfir stuðningi sínum við útlendinga- fiandsamlega stefnu hans. Sádar viðurkenna Stjómvöld í Sádi-Arabíu hafa viðurkennt stjóm Talebana í Afganistan sem hafa nú lagt allt landið undir sig. Talebanar hafa komið á íslömskum boðum og bönnum í norðurhluta Afganist- ans. Árás fordæmd Yfirmenn lýðveldisvarðarins í Albaníu fordæmdu i gær skotárás manna sinna á hersjúkrahús í höf- uðborginni Tirana og hétu því að koma í veg fyrir aö slíkt endur- tæki sig. Styður brottrekstur Erbakan, forsætisráðherra Tyrklands, studdi áform yfir- manna hersins um að reka 161 marrn úr hemum. Þeir vom flestir grunaðir um að vera harð- línumúslímar. Enskir glæpakóngar Glæpir era hvergi meiri í iðn- ríkjunum en í Englandi, Wales og Hollandi, að því er kemur fram í alþjóðlegri könnun. Milosevic þráast við Slobodan Milosevic Serbíu- forseti ætlar ekki að fara aö Day- ton-friðarsam- komulaginu og framselja ákærða stríðsglæpamenn í hendur réttvísinnar. Bandarísk- ur sendimaður reyndi árangurs- laust að telja honum hughvarf. Ráðherrar hressir Ráðherrar 29 landa OECD lýstu í gær yfir trausti sínu á efnahags- legum ávinningi vaxandi heims- verslunar en viðurkenndu um leið að erfltt væri að sannfæra almenn- ing. ESB gegn dópi Dómsmálaráðherrar Evrópu- sambandslandanna komust nær því á fúndi sínum í gær að girða fyrir lagasmugur sem auðvelda framleiðslu og sölu fíkniefna á borð við E-pilluna. Andstaðan fundar Lítill hópur leiðtoga stjómar- andstöðunnar í Burma kom sam- an á heimili nóbelsverðlaunaþeg- ans Aung San Suu Kyi í morgun eftir aö herstjómin bannaði fiölda- fúnd. Móðir Teresa í New York Móðir Teresa kom til New York í gær þar sem hún hyggst síðar í vikimni taka nýjar nunn- ur í reglu sína. Stuttu eftir komu sína á Kenne- dyflugvöll blessaði móöir Teresa tvær tylftir nunna sem biðu henn- ar. Síðan var henni ekið í hjólastól út í bíl sem ók henni í klaustur í Bronxhverfinu. Flóttamenn sendir heim 25 bosnískir flóttamenn vora sendir heim frá Þýskalandi í morgun. Þjóðveijar hafa kvartað undan því að bosnískir flóttamenn séu að verða byrði vegna aukins atvinnuleysis og slæms efnahags í landinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.