Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 23 íþróttir íþróttir Nígeríumadur til Reynismanna Reynismenn úr Sandgerði hafa fengið fjórða erlenda knatt- spymumanninn til liðs við sig. Hann heitir Wale Ajetamobi og er tvítugur sóknarmaður frá Ní- geríu. Hann hefur spilaö í Skot- landi og er með breskt ríkisfang. Fyrir eru hjá liðinu Bosníu- mennimir Ejub Purisevic, þjálf- ari, og Izet Arslanovic og Skot- inn Scott Ramsey. Þeir Ramsey og Ajetamobi em þegnar Evr- ópubandalagsríkja og teljast því ekki útlendingar. -VS Grétar samdi viö Stirling Grétar Hjartarson, knatt- spymumaður úr Sandgerði, hef- ur gert nýjan samning við skoska 1. deildarliðið Stirling Al- bion. Grétar, sem er aðeins 19 ára, fór til Stirling í vetur og vann sér strax fast sæti í liöinu og skoraði nokkur mörk. -VS Stjarnan vann ÍBA Stjarnan sigraði ÍBA, 2-1, í opnunarleik efsiu deildar kvenna í knattspymu um helg- ina en ekki ÍBV eins og kom fram í blaðinu í gær. Beðist er velviröingar á þessum mistök- um. Þá láðist að geta um vara- menn Skallagríms sem komu inn á gegn KR í úrvalsdeild karla. Það voru Stefán B. Ólafs- son, Hjörtur Hjartarson og Krist- ján Georgsson. Stojanka er hætt Stojanka Nikolic, sem leikið hefur með Breiðabliki í kvennaknattspymunni, hefur ákveðið að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik með Blikum í síð- ustu viku þegar Breiðablik lagði KR, 2-0, í úrslitum deildabikar- keppninnar og skoraði hún ann- að af mörkum Blika. Nikolic var þriðji markahæsti leikmaðurinn í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Á móti hafa Blikastúlkur feng- ið Söm Jónu Haraldsdóttur til baka frá ÍBA. -ih Sigurður sigraði Sigurður Albertsson, GS, sigr- aði á Leirumóti Golfklúbbs Suð- umesja sem fram fór í Leirunni um siðustu helgi. Sigurður lék á 75 höggum. Friðjón Þorleifsson, GS, varð í fyrsta sæti með for- gjör á 64 höggum. Sigríður Mathiesen, GR, vann kvennaflokkinn og kom inn á 84 höggum. Hulda Guðmundsdóttir, GS, sigraði með forgjöf en hún lék á 71 höggi. í flokki 50-54 ára sigraði Skúli Ágústsson, GA, á 74 höggum en hann varð einnig efstur með for- gjöf ásamt Þorsteini Erlingssyni, GS, á 69 höggum. -ÆMK Palace fór upp Crystal Palace sigraði Sheff- ield United, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu sem fram fór á Wembley í gær. Palace fylgir því Bolton og Bamsley upp. -VS Bikarkeppnin Úrslit í 1. umferð bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola bikarsins: Neistí D.-Höttur.............1-5 Höttur mætir Sindra. KR23-ÍH.....................ll-ö KR23 mætir Haukum. Víkingur Ó.-Keflavík23.......2-3 Keflavík 23 mætir Vík.23/Breiöab.23 Fram23-ÍA23..................0-1 ÍA23 mætir Gróttu. Valm-23-Njarövik.............3-0 Valur23 mætir Leikni R./GG Úrslitakeppni NBA: Hræðileg hittni hjá Jordan - og Miami vann Chicago, 87-80 Miami tókst að forðast þá auð- mýkingu að tapa 4-0 fyrir Chicago í úrslitum austurdeildar NBA með því að vinna fjórða leik liðanna í gærkvöldi, 87-80, á heimavelli sín- um. Chicago leiðir því 3-1 og get- ur klárað dæmið á heimavelli aðra nótt. Michael Jordan réð úrslitum eins og svo oft áður en á óvenju- legan hátt. Hann átti nefnilega 14 misheppnuð skot í röð áður en hann skoraði sina fyrstu körfu! Miami náði yfírburðastöðu og var 47-31 yfir í hálfleik. Loks í síðasta leikhluta hrökk Jordan í gang og skoraði 18 stig Chicago í röð og minnkaði muninn i eitt stig, 79-78. Þá tóku heimamenn völdin á ný og tryggðu sér sigur. Alonzo Mouming, miðherji Mi- ami, lýsti því yfir fyrir leikinn að það væri ömggt að Miami myndi sigra. Mouming gerði sitt, skoraði 18 stig og tók 14 fráköst og brosti breitt í leikslok. Miami-Chicago..............87-80 Hardaway 25, Mouming 18, Mashbum 17 - Jordan 29, Pippen 14, Rodman 13. Houston-Utah..............95-92 Olajuwon 27, Barkley 20, Drexler 16 - Malone 22, Stockton 22, Homacek 14. Johnson var aftur hetja Houston Houston Rockets náði að jafna metin í 2-2 í einvígi liðsins gegn Utah í fyrrinótt í úrslitum vestur- strandarinnar. Hinn 38 ára gamli Eddie John- son var hetja Houston-liðsins ann- an leikinn í röð en hann tryggði liðinu sigur með 3ja stiga körfu á lokasekúndunni. Hann skoraði 31 stig i þriðja leik liðanna. Utah átti fjórar skottilraunir sem allar misheppnuðust áður en Houston náði knettinum 6,7 sek- úndum fyrir leikslok og þegar leiktíminn var að renna út skoraði Johnsen glæsilega 3ja stiga körfu. „í þessari stöðu var pressan ekki svo mikil þvi hefði skotið geigað hefði leikurinn farið út í framlengingu," sagði Johnson sem skoraði 7 stig í leiknum. „Pressan er á liði Utah núna,“ sagði Hakeem Olajuwon eftir leik- inn en liðin mætast í fimmta sinn í Utah nótt. Sjötti leikur liðanna verður síðan í Houston aðfaranótt föstudags og ef með þarf verður oddaleikur í Utah á sunnudags- kvöld. -VS/GH íslandsmótið 1. deild: Varnarsigur Blikanna gegn Víkingum 0-1 Kjartan Einarsson (84.) „Þetta var vamarsigur hjá okkur og ég er mjög ánægður með stigin þrjú hér í Víkinni. Annars finnst mér aUt of þétt spilað, þetta er annar leikur okkar á þrem dögum. Við mætum Þór næst heima og það verður erfitt," sagði Sigurður Hall- dórsson, þjálfari Breiðabliks. Það var ekkert gefið eftir í leikn- um í gær og ljóst að í báðum liðum eru leikmenn sem myndu sóma sér mjög vel í úrvalsdeUdinni. Víkingar byrjuðu af miklum krafti en sterk vörn Blikanna með Kjartan Ant- onsson sem besta mann ásamt Atla Knútssyni í markinu varðist vel. Blikamir hafa unnið tvo fyrstu leik- ina og eru tU aUs líklegir í sumar. Kjartan Einarsson hefur skorað bæði mörk liðsins í tveim 1-0 sigr- um liðsins eftir tvær umferðir og hlýtur það að teljast aU gott. „Við reyndum að spUa og það tókst oft vel, meiningin var að halda hreinu en það fór á annan veg. Jafntefli hefði verið réttlát úrslit eftir gangi leiksins,“ sagði Magnús Þorvaldsson, þjálfari Víkings. Stefán Amarsson í marki Víkinga átti góðan dag ásamt Þrándi og Zikic í vöminni. Maður leiksins: Atli Knútsson, markvörður Breiðabliks. -Hson Kvennaknattspyrnan: Valssigur á Skaganum Einn leikur var háður í gær- kvöldi í svokaUaöri StofndeUd en svo heitir deUdin sem áður var 1. deild kvenna. Skagastúlkur og stöUur þeirra i Val áttust við á Akranesi og hirtu gestimir öU stig- in sem í boði vom. Úrslit leiksins urðu 1-2 fyrir Val. Rósa Steinþórsdóttir opnaði markareikning Vals í deUdinni á þessu sumri. Leikurinn var í jafn'- vægi í fyrri hálfleik en Ueiri mörk voru þá ekki skoruö. Jónína Víglundsdóttir jafnaöi fyrir Skagastúlkur um miðjan síð- ari hálfleik. Það var síðan Laufey Ólafsdóttir sem skoraði sigurmark Vals fimm mínútum fyrir leikslok. Tveir leikir verða í kvöld og eig- ast þá við ÍBV og Breiðablik í Eyj- um og KR og Haukar á KR-veUi, Hefiast leikimir klikkan 20. -JKS Sænska knattspyrnan: Kristján bestur á vellinum Halmstad heldur efsta sætinu í sænsku knattspyrnunni eftir sigur á Örebro, 3-2, í gærkvöldi. Kristján Jónsson og samherjar hans í Elfsborg eru í öðru sæti en liðið sigraði AIK, 3-1. Sænska útvarpið sagði Kristján hafa verið besti maður vaUarins og hrósaði honum í hástert. Rúnar Kristinsson og félagar í Ör- gryte unnu góðan útisigur á Norrköping í fymakvöld, 1-2, og átti Rúnar ágætan leik. Stefán Þórðarson lék aUan leik- inn með Öster sem gerði góð ferð til Malmö og náði þar jafntefli, 1-1. Úr- slit í öðmm leikjum uröu þau að Gautaborg sigraði TreUeborg, 4-1, Vásterás tapaði 0-1 fyrir Helsing- borg og Degerfors sigraði Ljung- skile, 2-1. Halmstad hefur 18 stig, Elfsborg, 17 stig. Örgryte er í íjórða sæti með 15 stig og Örebro í því áttunda með 11 stig. Hammarby, lið Péturs Marteins- sonar, sigraði Djurgárden, 1-0, í 1. deild og er í efsta sæti. -EH/JKS Fyrir leikinn í nótt höfðu íslend- ingar og Norðmenn ást við í 55 leikj- um. íslendingar höfðu vinninginn með 26 unna leiki á móti 21 hjá Norðmönnum. Jafnt hafði orðið á miUi þjóðanna í 8 skipti. Markatal- an var íslendingum í hag, 1133 mörk gegn 1080. Árangur íslendinga í riðla- keppninni vakti víða athygli en flestir töldu að Júgóslavar myndu vinna riðUinn ömgglega. í frétta- tíma sænska sjóvarpsins var því haldið fram að frammistða íslend- inga hefði komið hvað mest á óvart í keppninni tU þessa. Útsendarar margra liða eru á heimsmeistarakeppninni. Nokkrum leikmönnum hefur þegar verið boð- inn samningur. Frönsk og spænsk leita leikmanna á HM og einnig hef- ur sést til útsendara frá liðum í Þýskalandi. Ein stærsta þjálfararáðstefna sem haldin hefur verið verður í Kanada í júlí í sumar. Fjöldi þjálf- ara hefur tUkynnt komu sína á námskeiðið og í þeim hópi eru nokkrir íslenskir þjálfarar. Þar verður meðal annars HM i Japan krufin tU mergjar. Næsta heimsmeistarakeppni í handknattleik verður haldin í Eg- yptalandi 1999. Áhugi á handknatt- leik í Egyptalandi er gríðarlegur en egypski handboltinn er kominn í fremstu röð. Sagt eftir leikinn: „Vorum búnir að iæra heima“ DV, Kumamoto: „Það var þvílíkur straumur og gleði sem fór um mann í lokin, hreint ólýsanlegt. Ég hélt að við ætluðum aldrei í gang en þetta haföist sem betur fer með dugn- aði og baráttu. Við sýndum tvær hliðar á handbolta. Fyrst mistök og svo alvöru keyrslu sem leiddi tU sigurs. Þetta var ekki auð- veldur leikur og þaö vissum við. Við vorum búnir aö læra heima og erum komnir áfram í keppn- inni,“ sagði Geir Sveinsson, fyr- irliði íslenska landsliðsins, við DV rétt eftir að leiknum gegn Norðmönnum lauk. Að þeim töl- uðum orðum fór Geir í lyfla- próf. Sýndum hvaö karakter- inn er sterkur „Manni stóð ekki á sama. Við vorum aUt of lengi í gang. Við sýndum í raun hvað kartakter- inn var sterkur hjá okkur. Við þéttum hópinn, studdum hver annan og þá kom bara í ljós að við vorum betri en Norðmenn. Við náðum varnarleiknum ekki alveg upp í þessum leik en þetta smaU saman í lokin og þá var ekki spurt að leikslokum. Mér líður ótrúlega vel og maður ger- ir sér varla grein fyrir þvi hvað við höfum gert fyrir sögu hand- boltans á íslandi. Viö lítum á aUa sem jafhinga, hvaða and- stæðing sem við fáum næst, en við ætlum okkur áfram," sagði Valdimar Grímsson við DV eftir leikinn. Balliö rétt aö byrja „Þetta er ævintýri líkast. Norska liðið hreinlega brotnaði niður síðustu 12 mínútur leiks- ins. Við þurfum að koma okkur niður á jörðina fljótt aftur því baUið er rétt að byrja,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson við DV eftir leikinn. -ÞÖK/-GH heldur áfram Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er hér á myndinni að skora eitt af sjö mörkum sínum gegn Normönnum í morgun þar sem íslendingar unnu frækinn sigur í miklum spennuleik, 32-28. Með sigrinum tryggöu íslensku strákarnir sér sæti í 8-liöa úrslitum keppninnar og á fimmtudagsmorguninn kemur í Ijós hvort sigurgangan haldi áfram og að liðið komist í undanúrslit keppninnar. Símamynd Reuter Island (13) 32 Noregur (15)28 3-0, 3-1, 4-3, 5-7, 8-9, 9-13, 13-13, (13-15), 14-15, 15-17, 18-20, 20-21, 22-23, 24-24, 29-24, 30-27, 32-28. Mörk íslands: Geir Sveinsson 7, Julian Duranona 6, Patrekur Jó- hanesson 6, Valdimar Grúnsson 5/1, Gústaf Bjarnason 4, Ólafur Stefáns- son 3, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 7, Guðmundur Hrafnkels- son 7/1. Mörk Noregs: Geir Oustorp 10/5, Frode Hagen 7, Marius Riise 6, Jan Lauritzen 2, Johnny Jensson 2, Glenn Solberg 1. Varin skot: Steinar Ege 12, Frode Seiche 2. Brottvisanir: ísland 10 mín, Nor- egur 2 mín. Dómarar: austurrískir dómarar sem dæmdu i heild vel. Áhorfendur: 10.000. Maður leiksins: Geir Sveinsson. Sýndi frábær tilþrif á linunni og hvatti sína menn áfram með ráð- um og dáðum. Frábær foringi í samhentu liði. 16-liða úrslitin á HM: Ísland-Noregur..............32-28 Spánn-Króatía .............31-25 S-Kórea-Júgóslavía .. e.framl. 37-33 Egyptaland-Kúba.............24-20 Litháen-Svíþjóð .......ekki lokið Tékkland-Ungverjaland .. ekki lokið Frakkland-Japan .......ekki lokið Rússland-Túnis.........ekki lokiö íslendingar tryggðu sér í nótt sæti í 8-liða úrslitum heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik með þvi að leggja Norðmenn að velli i Park Dome-höllinni í Kumamoto, 32-28. Andstæðingar íslendinga í 8-liða úrslitunum verða Tékkar eða Ungverjar en þeim leik var ekki lokið áður en DV fór í prentun. Frábær leikur íslenska liðsins síðasta stundarfjórðunginn gerði gæfumuninn og strákamir sýndu frábæran karakter með því að komast inn í leikinn að nýju eftir að Norðmenn höfðu haft betur. íslendingar náðu að jafha metin í 23-23 þegar 14 mínútur voru til leiksloka og eftir það var ekki aftur snúið. Besti leikur Norömanna Guðmundur Hrafnkelsson kom inn í markið á þessum tíma og markvarsla hans á örlagarík- um augnablikum gaf samherjum hans neistann. Patrekur Jóhann- esson og Julian Duranona fóru á kostum í sókninni og Geir Sveinsson barði sína menn áfram með kjafti og klóm. Norðmenn, sem höfðu leikið meistaralega vel í 45 mínútur og sýndu besta leik sinn í keppninni til þessa, urðu að játa sig sigraða gegn samhentu íslensku liði sem aldrei gafst upp þótt á móti blési. Þungu fargi af létt ísland er þar með komiö í hóp 8 bestu þjóða heims í handknatt- leiksíþróttinni og á fimmtudag- - íslendingar í 8-liöa úrslitin eftir frækinn sigur á Norðmönnum í nótt inn kemur í ljós hvort sigurgang- an heldur áfram og hvort liðið vinnur sér sæti í undanúrslitun- um. Þungu fargi er af íslensku landsliðsmönnum létt. Vonbrigð- in voru mikil eftir heimsmeist- arakeppnina á íslandi fyrir tveimur árum þegar liðið féll úr leik í 16-liða úrslitunum. í Kumamoto hefur íslenska liðið staðið sig frábærlega og með sama áframhaldi eygir liðið möguleika á að ná besta árangri íslendinga í heimsmeistara- keppni frá upphafi. Liöiö lengi í gang íslenska liðið var lengi i gang og langt fram eftir leik var ekki að sjá annað en að Norðmenn ætluðu að fara með sigur af hólmi. Norðmenn spiluðu frábær- lega í fyrri hálfleik og tættu 3:2:1 vörnina hvað eftir annað í sig. Undir lok fyrri hálfleiks og allan seinni hálfleikinn léku íslending- ar 6:0 vöm og þá fór að ganga bet- ur. Fyrri hálfleikurinn var mjög sveiflukenndur. íslenska liðið náði geysilega góðri byrjun og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Berg- sveinn Bergsveinsson gaf tóninn með góðri markvörslu og Patrek- ur Jóhannesson skoraði tvö fyrstu mörkin og Gústaf Bjama- son bætti við þriðja markinu. Byrjunin lofaði því svo sannar- lega mjög góðu. En Norðmenn náðu í kjölfarið góðum leikkafla. Þeim tókst að finna svar við við 3:2:1 vöm íslenska liðsins og eftir 14 mínútna leik voru þeir komn- ir með yfirhöndina, 5-6. Það sem eftir lifðu hálfleiksins höfðu Noðrmennimir frumkvæðið. Þeir náðu mest fjögurra marka for- skoti, 9-13, en íslendingar skor- aðu fjögur mörk í röð á skömm- um tíma og jöfnuðu metin í 13-13. Norðmenn áttu svo síðasta orðið og skomðu tvö síðustu mörk hálf- leiksins. Vamarleikurinn í fyrri hálf- leik var alleitur og hvað eftir annað náðu Norðmenn að opna vöm íslenska liðsins upp á gátt. Þorbjöm Jensson ákvað að breyta vöminni í 6:0 síðustu 10 mínúturnar og við það lagaðist hún. Markvarsla Guömundar geröi gæufmuninn Fyrstu 10 mínútumar í síðari hálfleik héldu Norðmenn is- lenska liðinu áfram 1 heljargreip- um. Þeir leiddu með 1-2 tveggja marka mun og engin veikleika- merki var á leik þeirra. Það var snjall leikur hjá Þorbimi að skipta Guðmundi Hrafnkelssyni inn á þegar allt virtist stefna í æsispennandi leik. Oftar en einu sinni hefur markvarsla Guð- mundar gert gæfumuninn og hún gerði það svo sannarlega í þess- um leik. Hann byrjaði á því að verja dauðafæri Norðmanna og þessi markvarsla hans kveikti neistann í íslenska liðinu sem hafði svo illilega vantað. í kjölfar- ið var eins og strákamir fengju sjálfstraustið. Duranona fór í gang Patrekur Jóhannesson og Juli- an Duranona, fyrrum samherjar hjá KA, sýndu snilldartakta sam- an og mjög ánægjulegt var að sjá Duranona hrökkva loks í gang eftir frekar dapurt gengi í mótinu til þessa. Hann hreinlega tætti norsku vamarmennina í sig og skoraði með fimafostum skotum. Sigur liðsheildarinnar Það er erfitt að taka einhverja leikmenn í íslenska liðinu út. Sig- urinn var liðsheildarinnar og hetjurnar margar í íslenska lið- inu. Fyrri hálfleikurinn var frek- ar dapur af hálfu íslenska liðsins en í þeim síðari sýndu strákamir styrk sinn. Áður er minnst á frammistöðu Guðmundar, Pat- reks og Julians. Geir Sveinsson sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur. Hann hvatti sína menn áfram all- an leikinn og sjálfur skoraði hann 7 glæsileg mörk. Valdimar og Gústaf sýndu frábær tilþrif eins og þeir hafa reyndar gert allt mótið og Júlíus batt vömina vel saman í síðari hálfleik. Strákarnir allir hetjur Strákamar okkar em allir hetjur og verða það áfram hvern- ig svo sem fer hjá þeim í 8-liða úr- slitunum á fimmtudaginn. Þeir hafa borið hróður íslendinga hvarvetna og verið landi og þjóð til sóma. Áfram strákar, þjóðin stendur með ykkur. -GH Geir Sveinsson og Róbert Duranona failast í faöma í leikslok eftir sigurinn á Norömönnum. Þeir félagar léku stórt hlutverk og skoruðu samtals 13 mörk. DV-mynd Þök

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.