Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 15 Rödd mínsnáðans er græn Framboö sjónvarpsstöðvanna á barnaefni hefur aukist mjög undanfar- in ár og má þaö teljast til undantekninga aö teiknimyndir séu ekki tal- settar. Á bak við raddirnar leynast reyndir leikarar sem í mörgum til- fellum hafa sérhœft sig í talsetningu erlends efnis. Múmínálfarnir hafa verið mjög vinsælir enda eru þeir mjög gott barnaefni," segir Sigrún Edda Björnsdóttir leik- ari. Hún les inn raddir Múmínálf- anna ásamt Kristjáni Franklín Magnús. Fyrir fjórum árum sáust Múminálfarnir fyrst á skjánum hér- lendis og síðan hafa verið sýndar seríur af og til. Fyrir helgi var Sig- rún Edda að lesa inn á 92. þáttinn. „Múmínálfarnir eru með besta bamaefni sem ég hef talsett. Þegar maður er mikið í þessum leiklestri fer ekki hjá því að maður finni að efnið er mjög misjafnt að gæðum. Af öðru góðu bamaefni get ég nefnt breska þætti en þar eru sögurnar góðar og rólegt yfirbragð. Sumt af efninu er í hasarmyndastíl sem ég er ekkert sérlega hrifin af,“ segir Sigrún Edda. Hún hefur einnig skrifað efni fyr- ir böm. Bóla heitir ein af hennar sögupersónum sem Sigrún Edda leikur sjáif. Nýverið skrifaði hún sögu fyrir Umferðarráð en fóstrur í leikskólum munu segja sögumar. Sigrún Edda segir að vinnan við leiklesturinn sé miserfið en krefjist alltaf tölverðs undirbúnings. „Talið sem við fáum með Múmín- álfunum er á japönsku. Meðan við lesum íslenskuna hljómar japansk- an í eyrum okkar en þar sem við skiljum hana auðvitað ekki er tölu- verð vinna fólgin í því að einbeita sér að textanum og finna út hvenær setningu er lokið. Þvi verðum við að skapa okkar eigin karaktera og raddir Múmínálfana eru nánast frumsamdar af okkur,“ segir Sigrún Edda. Það tekur um tvær klukkustundir að tala inn á hvem þátt sem er 25 mínútur að lengd. Þess utan er vinna við undirbúninginn. Sigrún talar inn fyrir nokkrar sögupersón- ur í Múmínálfunum og byrjar á því að lita yfir hverja sögupersónu í handritinu til þess að aðgreina raddirnar. Múmínmamman er til að mynda rauð rödd og Múmínsnáðinn er græn rödd. Þá er auðveldara að skipta á milli raddanna í upptök- unni. Heimavinnan er líka fólgin í því að horfa á þáttinn á myndbandi. Hvað varðar muninn á leikhús- vinnu og leiklestri inn á myndir segir Sigrún Edda að vinnan í leik- húsinu sé meira skapandi. „í þeim tilfellum sem myndir koma frá Disney eða Wamer verð- um við að tala inn í prufur sem sendar em út til hlustunar. í raun er okkur leikstýrt að utan því ís- lensku raddirnar verða að hljóma eins og þær bandarísku. Fulltrúar fyrirtækjanna koma síðan til ís- lands til að taka út verkið,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf gaman af að talsetja ef efnið er gott og nægur tími gefinn til að vanda sig. Hins vegar er oft svo mikil framleiðsla í gangi að maður fær ekki tækifæri til að vinna eins vel og ég vil. Múmínálfarnir eru dæmi um efni sem er seinlegt í vinnslu en við vilj- um vanda okkur því þetta er klass- ískt og gott efni,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir, leikari og „Múmínsnáði“. -jáhj Sigrún Edda Björnsdóttir leikari: Böðvar Guðmundsson upptökustjóri: Mikil þolinmæðisvinna Tæknin hefur breyst mjög mikið á þessum tíma og helst era það hljóðgæðin sem hafa batnað mjög. Fyrst var þetta í mono, fór síð- an yfir í stereo en er nú í víöómi" seg- ir Böðvar Guðmundsson, upptöku- stjóri hjá kvikmyndagerðinni Hljóð og mynd, en fyrirtækið hefur unnið við talsetningu teiknimynda í rúm- lega 10 ár. „Krafan um fjölbreytilegar og góðar leikraddir hefur aukist mjög undanfarin ár og fleiri leikarar eru nú fengnir til að tala inn á hverja ein- staka teiknimynd. Hér áður fyrr voru þaö kannski einn eða tveir sem voru aö tala fyrir 20 fígúrur en í dag era þeir 5-7 sem sjá um það.“ Böðvar segir að í dag sé það orðið mjög algengt að erlendir aðilar velji raddirnar, stórir framleiðendur á borð við Disney og Wamer Brothers. „Þessum fyrirtækjum er alls ekki sama um hvaða rödd er fyrir hvaða persónu, þau gera mjög miklar kröf- ur. Leikarar era prófaðir, oft í nokkr- ar vikur, síðan veljum við 0-5 raddir sem við teljum að passi vel og pruf- umar eru sendar út. Síðan velja stóra fyrirtækin röddina sem þau telja vera þá réttu.“ Böðvar segir heilmikla þolinmæðis- vinnu liggja að baki vel talsettri mynd, allt þurfi að passa saman og ganga upp. „Talið þarf náttúrlega að koma þegar figúran opnar munninn og hætta þegar hún lokar honum. Auk þess þarf þýðingin aö vera á góðu íslensku máli. En þegar fólk er í þessu árum saman þjálfast það upp, þetta era fagmenn sem að þessu standa." -ggá Júlíus Brjánsson leikari: Blámann lifir áfram Þetta var Blámann, blái fíllinn. Þetta er alveg stórfurðulegt, hann varð svo gífurlega vinsæll. Þetta lifir svo- leiðis hjá fólki að ég botna ekkert i því, mér fannst þetta bara venjuleg teiknimynd. En það er gaman að vita að þetta hafi lukkast." Maður er búinn að vera í þessu síðan elstu börn muna, frá því að þetta byrjaði hjá ríkissjónvarpinu. Þó ég sé ekki mikið gefinn fyrir að guma held ég að enginn haifi jafn langa reynslu af þessu og ég,“ segir Július Bijánsson leikari sem hefur talað inn á mikinn fjölda teiknimynda um langt árabil og hefur leikstýrt þeim síðustu árin. „Síðan þeg- ar Stöð 2 byrjaði var ég einn af fyrstu leik- urunum sem voru fastráðnir í talsetn- ingu. Stöð 2 var að mörgu leyti brautryðjandi á þessum svið- um og jók gríðarlega við þenn- an þátt bamaefnis. Og í dag er nánast ekki boðið upp á annað en talsettar teiknimyndir." Júlíus segir ástandið hér á áram áður hafa verið þannig að efni sem ætlað hafi verið 2-3 ára bömum hafi verið textað. „Það var ætlast til að þessu litlu böm læsu, sem er út af fyrir sig alveg fáránlegt, auk þess sem textinn stelur frá myndinni þannig að hún verður hvorki fugl né fiskur.“ En hvað teiknimynda- persóna er Júlíusi eftir- minnilegust? „Ég veit það nú ekki en ein virðist lifa í minningunni. Það var teiknimynd sem ég las inn á fyrir svona 18-20 áram hjá ríkissjónvarpinu. Hún er yngstu tal- setjurunum héma í fersku minni og ég hef rekist á fólk sem kann heilu kaflana utan að, kafla sem ég var löngu búinn að gleyma. Ofbeldið á undanhaldi Júlíus segir að hann hafi misjafh- lega mikið álit á efninu en það hafi stórbatnað á undanfomum árum. „Mér finnst þetta ofbeldiskennda drasl vera á undanhaldi. Það er mik- ið um mjög vandað efni nú, t.d. teiknimyndimar frá Wamer og Dis- ney. Á tímabili var mikið af ein- hverjum skelfilega ruglingslegum geimmyndum, það var alveg hræði- lega leiðinlegt að vinna við þær, en þær sjást nánast ekki lengur. Það era allir glaðir yfir því og ekki sist foreldrar held ég.“ En horfir Júlíus sjálfur á teikni- myndir? „Maður stendur sig enn að því að horfa á teiknimyndir og gleyma sér í þeim, svona stundum!" -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.