Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 Þjóðin læt- ur ekki plata sig „Þjóðin tekur ekki mark á þessum gagnrýnendum. Hún lætur ekki illa ritfær merkikerti plata sig.“ Atli Heimir Sveinsson tón- skáld, í Morgunblaðinu. Snýr sér við í gröfinni „í öllu falli hefur Bach örugg- lega snúið sér við í gröfinni þetta kvöld, jafnvel þó hann sé í kirkjugarði langt, langt í burtu.“ Jónas Sen, í tónlistargagnrýni, um flutning á verki eftir Bach á Kirkjulistahátíð. i DV. Allir á móti mér „Ég held að allflestir í presta- stétt séu neikvæðir i minn garð og ég stend því einn í þessari deilu.“ Sr. Torfi Hjaltalín, prestur í Möðruvallasókn, í Degi-Tíman- um. Ummæli Heyrðu en skildu ekki „Það heyrðu allir vel í ráð- herranum á þingi, en það var erfiðara að skilja það sem frá honum kom.“ Guðmundur Árni Stefánsson um málflutning utanríkisráð- herra, í DV. Með bundið fyrir augu „Það er illt til þess að hugsa að við höldum inn í nýja öld með bundið fyrir augu og eyru varð- andi alla umræðu um samvinnu Evrópuþjóða." Jakob Frímann Magnússon menningarráðunautur, í Morg- unblaðinu. Hluti af drengjakór Laugarnes- kirkju. segjum vér þakkir Drengjakór Laugarneskirkju er nú að ljúka sínu sjöunda starfsári og verða hinir árlegu vortónleikar kórsins haldnir í Laugameskirkju annað kvöld kl. 20.30 og verða tónleikamir síðan endurteknir í Reykholtskirkju í Borgarfirði, laugardaginn 31. maí kl. 16. Yfirskrift tónleikanna er Guði segjum vér þakkir (Deo dicamus gratias) og er efnisskráin fjöl- breytt, en á henni er að finna is- lensk þjóðlög, sálmalög og erlend lög eftir Bengt Ahlfors, G. Faure, W. Ahlén, Mozart, Purcell og Mendelssohn svo einhverjir séu nefndir. í drengjakómum eru nú 34 drengir á aldrinum 8 til 15 ára, Tónleikar ennfremur koma fram á tónleik- unum drengir úr undirbúnings- deild og félagar úr svokallaðri eldri deild, en það eru fyrrver- andi meðlimir drengjakórsins. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari er Ástríður Haraldsdóttir. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. Rigning og súld af og til Vestur af Irlandi er 1.030 mb hæð og frá henni liggur hæðar- hryggur til norðausturs milli Islands og Færeyja. Á sunnan- verðu Grænlandshafi er 1.008 mb lægð sem þokast í norðausturátt. í dag verður suðaustan- og sunn- ankaldi og stinningskaldi vestan til á landinu síðdegis. Víða verður lít- ils háttar rigning eða súld sunnan- lands og vestan en á Norðaustur- og Austurlandi verður að mestu þurrt. Hann snýst í suðvestankalda og styttir upp að mestu í nótt. Hiti verður 7 til 12 stig á Suður- og Vesturlandi en mjög hlýnandi á Norðaustur- og Austurlandi. Þar má reikna með 14 til 18 stiga hita síð- degis. Á höfuðborgarsvæðinu er suð- austan kaldi eða stinningskaldi og skýjað en að mestu þurrt. Þó verður rigning um tíma síðdegis. Sunnan- og suðvestankaldi verður í kvöld og Veðrið í dag nótt með smáskúrum. Hiti verður 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.16 Sólampprás á morgun: 3.33 Síðdegisfióð í Reykjavík: 22.22 Árdegisflóð á morgun: 10.55 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Frankfurt Glasgow Hamborg London Malaga Mallorca Montreal París Nuuk Vín Winnipeg skýjaö 4 alskýjaó 6 skýjaö 4 skýjaö 5 alskýjaö 4 súld 9 alskýjaó 7 skýjaö 3 rign. á síö.kls. 10 súld 8 léttskýjaö 11 rigning 7 rigning 9 léttskýjað 10 alskýjað 7 skýjaó 10 heiöskírt 17 léttskýjaó 12 skýjað 10 súld 10 skýjaö 11 hálfskýjað 18 léttskýjað 19 léttskýjaó 9 heiöskírt 15 alskýjaö -0 rign. á síð.kls. 10 léttskýjaö 6 Anna Sigurðardóttir, núverandi bæjarstjóri á Höfn: Gróska á öllum sviðum DV, Höfn: „Hér er gróska bæði í atvinnu- og mannlífi," segir Anna Sigurðar- dóttir, núverandi bæjarstjóri á Höfn. Anna verður bæjarstjóri i 3-4 mánuði í fjarveru Sturlaugs Þorsteinssonar sem er í námsleyfi. „Hér er mikill undirbúningur og skipulagning fyrir 100 ára af- mæli Hafnar sem reyndar stendur allt árið. Aðalhátíöin verður 4.-6. júlí. Atvinna er mikil á vegum bæjarins. Haldiö verður áfram við fegran og snyrtingu og verið er að undirbúa nýtt byggingasvæði. Byrjað er á tæplega þúsund fer- Maður dagsins metra viðbótarbyggingu við bamaskólann á Höfn. Þar verða 8 kennslustofur og skal verkinu lok- ið í byrjun árs 1998. Einnig er ver- ið að undirbúa útboð vegna stækk- unar ráðhússins hér á Höfn,“ seg- ir Anna. Byggt verður ofan á húsið sem er 2ja hæða og var byggt 1970. Anna Siguröardóttir. DV-mynd Júlía Þótti þá mörgum stórt byggt fyrir 900 manna sveitarfélag með fáa starfsmenn. Nú eru íbúar um 2200 og síðustu 2 árin hefur starfs- mannafjöldi aukist úr 80 í rúmlega 200. Fjölgunin er tilkomin vegna breytinga á stjómsýslu. Bæjarfélagið tekur við verkefn- um af ríkinu í skóla-, heilbrigðis- og öldrunarmálum og málefnum fatlaðra. í gangi eru jákvæðar við- ræður um sameiningu hreppanna í Lóni, Suðursveitar, Öræfa og Hornafjarðarbæjar. Mikil eftir- spum er eftir húsnæði hér og um- setið hvert leigupláss sem losnar enda næg atvinna. Reynsluverkefnið í heilbrigðis- málum hefur komið vel út. Gjör- breyting varð á aðstöðu til umönn- unar sjúkra með tilkomu nýja hjúkrunarheimilisins 1996. Tveir læknar em starfandi við heilsu- gæslu á Höfn og verið er að vinna að því að fá þriðja lækninn. Stefht er að aukinni sérfræðiþjónustu á heilsugæslustöðinni með því að fá fleiri sérfræðinga í heimsókn og reyna þannig að spará fólki kostn- aðarsamar ferðir til Reykjavíkur. Auk tímabundins bæjarstjóra- starfs er Anna framkvæmdastjóri Stjómsýslusviðs Hornafjarðarbæj- ar og aðstoðarmaður bæjarstjóra. -JI Myndgátan Stólpagripur Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Fjórir leikir í 1. deild Önnur umferð í 1. deild karla hófst í gærkvöld með leik Vík- ings og Breiðabliks. í kvöld eru fjórir leikir á dagskrá. Þór og Þróttur leika á Akureyri, Fylkir og Dalvík á Fylkisvelli, FH og ÍR í Hafnarfirði og Reynir og KA leika í Sandgerði. Tveir leikir era Iþróttir í úrvalsdeild kvenna, stofndeild- inni, ÍBV og Breiðablik leika í Vestmannaeyjum og KR og Hauk- ar á KR-velli. í gærkvöld hófst Bikarkeppni KSÍ og voru þá leiknir fimm leikir. í kvöld era átta leikir á dagskrá og fara þeir fram vítt og breitt um landið. Málverk og skúlptúrar Grímur Marinó sýnir í Safn- húsinu í Borgamesi þrjátíu og sjö verk, olíumálverk, klippi- myndir, myndir í málm og skúlptúra. Auk þess er á sýning- unni ljóðið sem Hrafn Andrés Harðarson hefur samið við verk Sýningar Gríms. í verkum Gríms era til- vísanir í landslag á Vesturlandi og söguna. Meðal annars er þar að finna landslagsmyndir af Snæfellsnesi. Sýningin stendur til 2. júní. Bridge Það fylgir því alltaf sérstök ánægja að hnekkja samningi sem á borðinu virðist vera óhnekkjanleg- ur. Austur var hetjan í þessu spili, Bandaríkjamaðurinn Albert Silber frá Michigan. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og allir á hættu: 4 K972 * ÁD * K3 * KG1083 * Á4 * 10852 -f 9864 * D92 * DG1086 •* KG4 •f Á5 * 765 Norður Austur Suður Vestur 1 * pass 1 * pass 3 * pass 4 * p/h Eftir þriggja spaða áskorun fé- laga, taldi suður sig eiga fyllilega fyrir hækkun í fjóra. Þrátt fyrir að spil norðurs væra í veikara lagi miðað við sagnir, virtist þetta ekki vera erfiður samningur því útspil vesturs var tíguldrottning. Silber vissi að suður ætti tígulásinn og ekki var nein framtíð fyrir vörnina í hjartalitnum. Sagnhafi drap á tíg- ulkónginn í blindum og spilaði smá- um spaða. Silber var búinn að gera sér hugmynd um möguleika vamar- innar, stakk upp ásnum og spilaði laufatvisti. Vestur var með á nótun- um, drap á ásinn og spilaði fjarkan- um til baka. Sagnhafi var allt í einu kominn í vanda, tvisturinn leit út fyrir að vera einspil og í þeirri stöðu mátti ekki stinga upp kóngn- um og fá á sig trompun. Sagnhafi svínaði því laufi, Silber drap á drottninguna og gaf félaga sínum stungu í litnum. ísak Öm Sigurðsson 4 53 * 9763 * DG1072 * Á4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.