Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 36
hWWáSk
, BBi « iH |
aðjinna
>
cn o
CC , | u_i '
? ,—1
- i
S LD
<C
JE
C/O ' 1
1— UD
1—
>- LD
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
Á slysstaö í Ljósheimum.
DV-mynd S
Slasaðist
alvarlega
þegar vinnu-
* pallur féll
Maður slasaðist alvarlega þegar
vinnupallur, sem hann var á, féll
nokkra metra við 9 hæða fjölbýlis-
hús við Ljósheima í gærdag.
Maðurinn var á vinnupallinum
ásamt tveimur vinnufélögum sínum
en þeir sluppu ómeiddir. Pallurinn
var við þriðju hæð þegar eitthvað
gaf sig í festingum. Lóð á þakinu
féll og slóst utan í manninn. Talið
er að öryggisvír pallsins hafi komið
í veg fyrir að hann félli alveg niður.
Maðurinn hlaut alvarlega áverka
á öxl, fjögur rifbein brotnuðu og
lunga féll saman. Mennirnir voru
allir með öryggishjálma á höfði.
-RR
Drangsnes:
Verkfallsátök
og handalög-
mál
Til handalögmála kom þegar
verkfallsverðir frá Hólmavík
reyndu að stöðva löndun úr Víkur-
nesi við höfnina á Drangsnesi í nótt.
Nokkrir slösuðust í átökum sem
brutust út við höfnina. Að sögn lög-
reglu slösuðust nokkrir en þó lítil-
lega. Þrátt fyrir þessar aðgerðir
tókst verkfallsvörðum ekki að koma
■sí veg fyrir löndun og uppskipun
rækjunnar úr Víkurnesi.
-RR
L O K I
Þeir rúlluðu
yfir okkur
- sagöi norski sjónvarpsþulurinn, uppgefinn eftir leikinn
DV, Noregi:
„Til hamingju ísland. Það er
þó bót i máli að bræður okkar
komust áfram,“ sagði norski
sjónvarpsþulurinn eftir leik ís-
lendinga og Norðmanna í morg-
un þar sem íslendingar fóru
með sigur af hólmi, 32-28, í
spennuleik.
Norðmenn sögðust hafa verið
í paradís í 40 mínútur og þá
spilað betur en nokkru sinni
áður. íslensku harðjaxlamir
voru slegnir út af laginu en þá
byrjuðu vandræðin. „Þeir rúll-
uðu bara yfir okkur á lokamín-
útunum," sagði norski þulurinn
eftir leikinn þegar hann út-
skýrði hvað hafði gerst. „Við
getum aldrei spilað heilan leik.“
Norðmenn voru á milli vonar
og ótta fyrir leikinn. í blöðun-
um var sagt að íslenska liðið
væri með eindæmum harðsnúið
og margir leikmenn með langa
reynslu að baki. Aftenposten
tók það skýrt fram að íslenska
kvennalandsliðið væri miklu
lakara en það norska og eigin-
lega væri norska karlalandslið-
ið ekki verðugur fulltrúi þjóðar-
innar. Tap núna væri þó ekki
svo alvarlegt þótt það væri
óréttlátt. íslendingar væru allt
of fáir til að hafa rétt til að sigra
Norðmenn, sagði í blaðinu.
Norðmenn hafa eytt miklum
peningum í landslið sitt slðustu
árin og á sunnudaginn kom
fyrsti sigur á A-móti í heims-
meistarakepnni í 33 ár. í morg-
un átti að halda sigurgöngunni
áfram og það gekk lengi leiks.
íslenska liöið reynslumeira
og taugasterkara
„Ekki láta þetta gerast," sagði
þulurinn í örvæntingu sinni eft-
ir að íslendingar jöfnuðu og
sagði að þessi Duranona ætti
ekki heima i norrænu liði. Á
lokasprettinum voru líka höfð
mörg orð um Guðmund Hrafn-
kelsson markvörð og að það
skipti miklu máli að markvörð-
urinn væri reyndur og tauga-
sterkur. Eftir leikinn komust
vitringarnir að því að munur-
inn á landsliðum íslands og Nor-
egs væri sá að íslenska liðið
væri reynslumeira og tauga-
sterkara og að norska liðið héldi
ekki haus nema hluta hvers
leiks. Meðan svo væri þyrfti
ekki að reikna með stórafrek-
um. -GK
Bergsveinn Bergsveinsson, Guömundur Hrafnkelsson og Julian Róbert Duranona fagna hér glæsilegum sigri á
Norðmönnum nú í morgunsárið. Guðmundur kom í markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og markvarsla
hans skipti sköpum fyrir tslenska liðiö sem lagði Norömenn, 32-28. Strákarnir okkar verða næst í eldlínunni á
fimmtudagsmorgun en þá leika þeir í 8-liöa úrslitunum.
DV-mynd ÞÖK
Veörið á morgun:
Allhvöss
sunnanátt
Á morgun verður allhvöss
sunnanátt með rigningu vestan
til á landinu en austan til verð-
ur skýjað og gola eða kaldi. Hiti
verður á bilinu 6-15 stig, hlýj-
ast verður síðdegis á Norður-
landi.
Veörið í dag er á bls. 36
Vestfj arðaverkfall:
Afskipti
forsætisráð-
herra
harðlega
gagnrýnd
Búist er við að Þórir Einarsson
rikissáttasemjari leggi fram til-
lögu til lausnar Vestfjarðadeilunni
í dag. Óljóst er hvort um verður
að ræða miðlunartillögu eða sátta-
tillögu en sáttasemjari og starfslið
hans sat fram á nótt við að leita
leiða til að höggva á hnútinn.
Samninganefnd Alþýðusambands
Vestfjarða kom saman á ísafirði í
gærkvöld og samþykkti einróma
að mótmæla hugmynd um miðlun-
artillögu frá sáttassemjara. Það er
mat verkfallsmanna að miðlunar-
tillaga myndi einungis herða þann
hnút sem deilan er þegar í. í bréfi,
sem Vestfirðingar sendu sátta-
semjara í morgun, er þetta til-
kynnt og afskipti forsætisráðherra
af deilunni harðlega gagnrýnd.
„Ummæli forsætisráðherra þar
sem hann blandaði sér óviður-
kvæmlega í kjaradeiluna og tók af-
stöðu með öðrum aðilanum um
leið og hann gaf uppskrift að lausn
deilunnar sem verkafólk getur
engan veginn sætt sig við gefur
ekki fyrirheit um ásættanlega nið-
urstöðu. Þrátt fyrir það lýsir fund-
urinn fyllsta trausti á embætti rík-
issáttasemjara og telur hlutleysi
þess hafið yfir ógætilegar glósur
frá forsætisráðherra," segir i bréfi
Vestfirðinganna.
Sjá nánar fréttaljós um Vest-
fjarðadeiluna á bls. 7
-rt
Eldur í SG-húsum:
Starfsmaður
kom í veg
fyrir stórtjón
Árvekni starfsmanns SG- húsa á
Selfossi kom í veg fyrir að illa færi
þegar eldur kviknaði í bygging-
arfyrirtækinu um hádegisbilið í
gær.
Starfsmaðurinn varð var við eld-
inn og tókst að koma í veg fyrir að
hann breiddist út um spónakerfi
hússins.
Að sögn Kristjáns Einarssonar,
slökkviliðsstjóra í Árnessýslu, var
mikil mildi að ekki fór verr.
Krisján segir að stórtjón hefði orðið
ef eldurinn hefði ekki uppgötvast í
tæka tíð. -RR