Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 10
myndbönd FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 '13"V Jennlfi - ánægðust með að hafa ekki staðnað í vissum hlutverkum Jennifer Lopez er ung leikkona sem er á mikilli hraðferð upp sljömustigann í Hollywood. Lopez hefur ekki langa reynslu að baki i kvikmyndum en verið áberandi í þeim myndum sem hún hefur leikið í. Fyrsta kvikmyndin sem hún er aðalstjarnan í, Selena, hefur náð miklum vinsældum og þykir ljóst að Jennifer Lopez á bjarta framtíð fyr- ir höndum ef hún heldur rétt á spöð- unum. Jennifer Lopez leikur á móti Robin Williams í Jack, sem er á myndbandalistanum þessa vikuna, leikur hún þar þynþokkafulla kennslukonu sem fær meðal nem- enda sinna fullorðinn mann sem er þó aðeins tíu ára gamall. í myndinni verða allir strákamir hrifnir af kennslukonunni og er Jack þar eng- in undantekning. Hún á samt í meiri erfiðleikum með hann, sem skiljanlegt er. Lopez segir að það hafi verið leik- sfjórinn Francis Ford Coppola sem hafi fundist það nauðsynlegt að hún hefði áhrif á hormónaganginn hjá strákunum og þegar hún hafði spurt hann hvers vegna svaraði hann þvi til að hann hefði haft kennara sem hafði þessi áhrif á hann þegar hann var strákur. Sjálf segist Lopez hafa gengið í kaþólskan skóla í tólf ár þar sem slíkur hugs- anagangur var víðs fjarri henni. „Við vorum þrjár stelpumar í minni fjölskyldu og við vissum ekki hvað kærasti var fyrr en viö vorum orðnar nánast að táning- Dansaði í vin- um. Þegar auglýst var eftir dansara til að vera fastamaður í hin- um vinsæla sjónvarpsþœtti In Living Color sótti hún um starfið og var valin úr fjölda umsækjehda og sú sem valdi hana var Rosie Perez, sem eins og Lopez stökk inn í kvikmyndimar, en Perez var þá danshöfundur sjónvarps- þáttarins. í Anaconda þarf Jennifer Lopez aö eiga viö risaslöngu. Hún er á myndinni ásamt Jon Voight. sælum sjónvarpsþætti í Jack leikstýrir Francis Ford Coppola Jennifer Lopez en hann var einmitt framleiðandi tyrstu kvikmyndarinnar sem hún lék í, My Family/Mi Familia, þar sem hún lék unga mexíkanska móður sem verður fómarlamb aðstæðna þegar hópur ólöglegra innflytj- enda er fluttur yfir landamærin yfir til Mexíkó. Fékk hún mikið lof fyrir leik sinn og á þeim rúm- um tveimur árum sem liðin eru hefur Lopez leikið í fimm kvik- myndum. Jennife Lopez fæddist fyrir tuttugu og sex árum í Bronx. Foreldrar hennar komu frá Puerto Rico. Hún stundaði nám jöfnum höndum í ballett og djass- ballett. Þegar auglýst var eftir dansara til að vera fastamaður í Jennifer Lopez ásamt Robin Williams hinum vinsæla sjónvarpsþætti In Living Color sótti hún um starfið og var valin úr fjölda umsækjanda. Sú sem valdi hana var Rosie Perez, sem eins og Lopez stökk inn í kvikmynd- imar, en Perez var þá danshöfund- ur sjónvarpsþáttarins. Áður hafði Lopez dansað með ýmsum dans- flokkum og meðal annars ferðast um Evrópu með einum slíkum. Þegar Lopez hafði lokið við My Family/Mi Familia lék hún á móti Wesley Snipes og Woody Harrelson í Money Train. Jack kom næst, síð- an Blood and Wine, þcir sem hún leikur á móti Jack Nicholson og Michael Caine, sú mynd er nú sýnd í Stjömubíói. Næsta mynd hennar var síðan hryllingsmyndin Anaconda sem náði miklum vin- sældum vest- an hafs og verður tekin til sýningar hér á landi í byrjun júní. Stærsta hlut- verk hennar aftur á móti hingað til er titilhlutverkið 'Jack- í Selena. í þeirri mynd leikur hún söngkonuna vinsælu sem myrt var fýrir tæpum tveimur árum. Vakti morðið heims- athygli. Hefur Selena fengið góða dóma og nýtist Lopez vel í hlutverk- in reynsla hennar í skemmtana- bransanum. Jennifer Lopez er mjög ánægð með þau hlutverk sem hún hefur fengið hingað til: „Ég hef ekki þurft að vera hrædd við að festast í einu hlutverki, ég hef verið svo heppin að hlutverkin hafa verið mjög ólík og ef ferill minn heldur áfram á ' Dennis - Leikferillinn Dennis Quaid er einn af eftirsótt- ustu leikurum í Hollywood. Hann hefur leikið í rúmum þrjátíu kvik- myndum og sjónvarpsmyndum og unnið með mörgum af hæfileika- mestu leikstjórunum. Dennis Quaid leikur aðalhlutverkið í Deagonhe- art, sem er í þriðja sæti myndbanda- listans, og stutt er síðan hann lék á móti Juliu Roberts í Something to Talk about. Þá var hann sá leikari sem hlaut mesta hrós fyrir leik í Wyatt Earp, lék hann Doc Holliday og var nánast óþekkjanlegur í hlut- verkinu. Dennis Quaid lék sitt frysta hlut- verk í kvikmynd árið 1977, var það í September 30, 1955, sem James Bridges leikstýrði. Athygli vakti hann fyrst í gamanmyndinni vin- sælu, Breaking Away, sem Peter Yates leikstýrði. Hann fylgdi vel- gengninni eftir með The Long Riders þar sem hann lék á móti eldri bróður sínum, Randy Quaid. Dennis Quaid hefur átt misgóða daga eins og flestir en oft hefur hon- um tekist vel upp. Má nefna myndir eins The Big Easy, þar sem hann lék á móti Ellen Barkin, Everybody’s All American, þar sem mótleikari hans var Jessica Lange, Great Balls of Fire, en í þeirri mynd lék hann rokkarann Jerry Lee Lewis, og Postcards from the Edge þar sem mótleikari hans var Meryl Streep. Fyrir tíu ánun lék Dennis Quaid í Innerspace og var mótleikari hans Meg Ryan. Kynni þeirra leiddu til hjónabands sem þykir standa traust- um fótum enn þann dag í dag. Auk þess að leika í Innerspace hafa þau hjón leikið saman í D.O.A. og Flesh and Bone. Dennis Quaid fæddist í Houston í Texas og nam leiklist við háskólann í Houston. Lék hann um tíma í þeirri borg en flutti sig um set til New York þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri á sviði á móti bróð- ur sínum Randy í leikriti Sam Shepards, True West. Quaid hefur leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum og eru helstar, Bill on His Own og Johnny Belinda. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Dennis Quaid hefur leikið í. September 30, 1955,1977 Seniors, 1978 Our Winning Season, 1978 G.O.R.P., 1979 Breaking away, 1979 The Long Riders, 1980 All Night Long, 1981 Caveman, 1981 The Nights Went out in Georgia, 1981 Tough Enough, 1982 Jaws 3-D, 1983 The Right Stuff, 1983 Dreamscape, 1984 Enemy Mine, 1985 The Big Easy, 1987 Innerspace, 1987 Suspect, 1987 D.O.A. 1988 Great Bails of Fire, 1989 Postcards from the Edge, 1990 Come See the Paradise, 1990 Undercover Blues, 1993 Wilder Napalm, 1993 Flesh and Bone, 1993 Wyatt Earp, 1994 Something to Talk about, 1995 Dragonheart, 1996 Dennis Quaid í hlutverki sínu í art.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.