Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Page 3
J3"V FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 HLJÓMPLjíTU ímm'jj irkirk John Scofield - The Best of John Scofield: Engin lognmoila Gltarleikarinn John Scofield á um þessar mundir að baki far- sælan feril sem hljómsveitar- stjóri í tuttugu ár. StíU hans, sem sameinar djass og rokk á áhrifa- mikinn hátt, hefur verið mörg- um djass- og bræöingsgítaristum fyrirmynd. Þrátt fyrir rokk- og blúsáhrifin í þykku rafgítarsándi Scofields er ætíð ljóst að þama fer djassmaður. Ekki síst á þeim diski sem hér er til umfjöllunar, sem spannar hin svonefndu „Blue Note“ ár og hefur að geyma upptökur frá 1989-95. Hér má heyra ýmsar útgáfur af hljómsveitum Scofields, tríó, kvartetta og sextetta. Á fyrri hluta disksins koma m.a. við sögu saxófónleikarinn Joe Lovano, bassaleikaramir Charlie Haden og Marc Johnson og trommaramir Jack DeJohnette og Bill Stewart. Sá síðastnefndi leikin' einnig í seinni hlutanum og er þar í kompaníi með orgelleikaranum Larry Goldings, bassaleikaramnn Dennis Irwin og fleirum. Sá hluti disksins inniheldur meiri blús en fönk en sá fyrri og er það vissulega smekksatriði hvort áheyrendur aðhyllast meira fönk eða nýbop, eða kannski bara rómantíkina í laginu „Message to a Friend“, þar sem Pat Metheny kíkir í heimsókn. - Það má alla vega lofa því að það er engin lognmolla þegar John Scofield er annars vegar. Ingvi Þór Kormáksson Sacred Spirit - Volume 2 Culture Clash: ★★ Ágætt - en ekki nálægt markmið- inu! Þeir sem heyra nafiiið Sacred Spirit í dag tengja það líklega tveggja ára gamalli plötu sem inni- heldur indíánatónlist í bland við takthljóðgervla nútímans. Þar var markmiðið að taka frumbyggjatón- list Amerikunnar og blanda henni saman við tónlist nútímans. Indíánasamblandið heppnaðist ágætlega þótt undirritaður viðurkenni þær miklu mætur sem hann hefur á óbreyttri frumtónlist hinni ýmsu þjóða. Sacred Spirit hópurinn er nú kominn aftur með nýja hugsýn að leiðar- ljósi. Á plötu tvö, sem kailast Culture Clash eða Menningarárekstur, var það hugsýn hópsins að blanda saman frumtónlist fleiri þjóða. Yfirlýst markmið þeirra er gott og hefði möguiega getað orðið að veruleika með því að safiia saman fleiri tónlistarbrotum en því miður verður þessi hugsýn ekki að veruleika á plötunni. Þótt markmiðið samræmist ekki útkomunni er ekki um að ræða alslæma plötu. í raun hefúr heppnast ágætis sambland blúsgítars, hljóð- gervla og takts í bland við spuna klassískra strokhljóðfæraleikara (sá hluti plötunnar sem ber af). Platan ber mun meiri keim af nútímanum en nokkru sinni þeim gamia og í raun er ekki á henni að finna arfleifð gamla tímans fyrir imgu kyn- slóðina. Slik arfleifð ætti að vera markmið plötu sem þessarar. Nútiminn hefúr tögl og hagldir. Legends verður að teljast besta lag miðlungsplötu sem hefur að geyma meira af tískutónlist nútimans en ódauðlegri frumtónlist hinna ýmsu þjóðabrota. Tekið skal fram að ef Sacred Spirit hefði ekki lýst því yfir að hér væri á ferð þjóðarbrotasamsuða sem þessi fengi hópurinn ekki fleiri stjömur. Þá væri bara minna að skrifa um. Guðjón Bergmann Supertramp - Some Things never Change: Lítið um breytingar Eflaust er það þokkalega stór hópur fólks sem man enn áferð- arfallegt poppað rokkið sem hljómsveitin Supertramp bauð upp á á áttunda áratugnum, í samkeppni við lOcc og jafnvel að vissu marki Steely Dan. Sá hópur tekur eflaust fagnandi plötunni Some Things never Change. Enda hefði platan allt eins getað verið gerð á áttunda áratugnum, um svipað leyti og Breakfast in America kom út. Melódíumar em svipáðar og þá, sömuleiðis flutningurinn, þótt liðsskipan Supertramp hafi vitaskuld breyst verulega í tímans rás. Hið eina „nýja“ er að hér og þar má merkja dálítið meiri djassáhrif en áður og sú breyting er einungis til góðs. Rick Wright er sem fyrr allt í öllu í Supertramp. Grípandi laglínur em ófáar í tónlist hans, söngröddin viðfelldin og hefur nákvæmlega ekkert breyst síðan á velmektardögunum. Mark Hart syngur lítillega með Rick Wright og semur með honum tvö lög. Hlutverk Harts er hins vegar svo lítið að hann nær ekki að setja neitt mark á heildarsvip plöt- unnar Some Things never Change sem stendur vel undir naftii: Sumt breytist aldrei. Ásgeir Tómasson tónlist 3r egja ségur G 1 a. *tHn s Fimmta plata The Charlatans kom út í lok apríl á þessu ári. Hljómsveitin hefur starfað sam- fleytt frá árinu 1990 (þó Record Collector segi hljómsveitina hafa starfað lengur undir öðru nafni). Fyrsta smáskífa sveitarinnar kom út árið 1990 og því verður það ár að teljast upphafsár The Charlatans. Hljómur sveitarinnar fékk nafnið Madchester og hefur haldist síðan. Lagið hét The only One I Know og varð unglingasöngur sumarsins. Tim Burgess, söngvari sveitarinnar, fékk mikla athygli fyrir ...Jagger varir og Axl mjaðmir... Tónlistar- pressan var sammála um að þama væri stjama á ferð, strákslegur og sætur, virtist geta séð um sig sjálfur um leið og hann virtist þurfa á mömmu sinni að halda. Spenning- urinn náði hámarki þegar platan Some Friendly kom út og fór beint í fyrsta sæti breska breiðskífulistans. í fangelsi Önnur plata sveitarinnar hét Beetween lOth and llth. Þegar hún kom út var Madchester-hljómurinn ekki inni og þegar hljómborðsleik- arinn Rob Collins var dæmdur í fangelsi í 8 mánuði (þó hann sæti ekki inni nema fjóra) hallaði aðeins undan fæti hjá sveitinni. Platan Up to Our Hips kom út stuttu eftir að Collins losnaði úr fangelsinu og endurhljóðblandanir Chemical Brothers (þá Dust Brot- hers) komu The Charlatans aftur í framvarðalínuna. Tónlistarpresscm -í -f U2 orsakar umfercfarteppu Hljómsveitin U2 lokaði nýlega hraðbrautarkerfinu í Kansas City þegar þeir tóku upp myndbandið við lagið Last Night on Earth. Hljóm- sveitin borgaði umferðamefiidinni fyrir að loka fimm af helstu umferð- aræðum borgarinnar. Þær leiðir sem eftir vora til að komast inn í borgina tepptust hins vegar vegna slysa. Skapaðist af þessu töluverður um- ferðarhnútur. Menn hafa haft mis- jafhar skoðanir á þessu uppátæki U2 manna en flestir era þó á því að þetta verði ágætis auglýsing fyrir borgina. Trommari liger rekinn Hljómsveitm Tiger hefur rekið trommuleikara sinn, Seamus Feeney. Ástæðan fyrir því er að sögn Julie Simms, söngvara hljómsveitarinnar, sú að stíll hans passi ekki við tónlist- arsteftiu þeirra. Þetta hefði komið í ljós þegar ný lög fóra smám saman að verða til. Simms ítrekaði þá skoð- un sína að Feeney væri mjög góður trommuleikari og því væri enn erfið- ara að þurfa að gera þetta. Þeir myndu hins vegar halda áfram að vera vinir og skemmta sér saman. talaði um endurkomu, jafnvel þó að hljómsveitin hefði í raun aldrei horfið af sviðinu. Válegt slys og fyrsta sætið Fyrir tveim áram kom platan The Charlatans síðan út og fór í fyrsta sæti breska breiðskífulistans. Hljómsveitin var aftur komin á for- síður tónlistartímarita, réttum fimm árum eftir fyrstu útgáfúna. Nýja platan heitir Tellin Stories og var tekin upp á bilinu frá mars 1996 til febrúar 1997. Upptökum var að mestu leyti lokið þegar aðallaga- diassbassi Matts bassaleikara. Báðir þessir gripir vora eins og dýrmætustu skartgripir fýrir þá. Búnaöur upphitunarhljómsveit- arinnar, The Longpigs, var einnig í bílnum. Lögreglan í Boston hefúr engar vísbendingar um hveijir hafi verið þama að verki. Þegar þjófnaður þessi átti sér staö átti hljómsveitin aöeins þrjá daga eftir af tónleikaferð sinni. Hún varö að spila órafinagnaö á höfundur sveitarinnar, Rob Collins hljómborðsleikari, lést í bílslysi í júlí 1996. Þrátt fyrir þennan mikla missi sem hljómsveitin finnur enn sárlega fyrir lauk hún upptökum plötunnar með aðstoð Martins Duf- fys úr Primal Scream. Nýja platan er að sjálfsögðu tileinkuð fyrram fé- laga þeirra Martins Blunts bassa- leikara, Johns Brookes trommuleik- ara, söngvarans Tims Burgess og Marks Collins gítarleikara. Platan hefur fengið ágætis viðtök- ur en fyrsta smáskífa hennar, One to Another, komst hæst í þriðja sæti breska smáskífulistans þegar hún kom út í september 1996. -GBG tónleikum kvöldið eftir og þurfti að fá lánaðan til þess búnaö. Talsmaður Suede segir aö þeir félagar hafi orðiö aö skilja bún- aöinn eftir í bílnum yfir nótt fyr- ir utan Paradísarklúbbinn í Boston því þar hafi veriö sér- stakt klúbbkvöld. Allt var sett í bílinn, fyrir utan einn kassagít- ar. Bílnum var siöan stolið af vöktuöu bílastæði. Allir era þeir i miklu uppnámi vegna þessa. -m Hljómsveitin Suede var fyrir skömmu á tónleikaferð um Banda- rikin. Þegar hún var stödd 1 Boston var vörabíl með öllum búnaði hennar, að andvirði 35 þús. Bandaríkjadala (2,4 millj. króna) stoliö. Þar á meðal var Gibson-gítar Richards Oakes frá 7. áratugnum og 1 ÆiA jjjjjma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.