Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Síða 10
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 i
Qmyndbönd
að baki fallegu andliti býr heilsteypt kona sem er vel liðin
I Courage under Fire leikur
Meg Ryan unga stríðshetju og
móður sem er látin þegar
myndin hefst. Persónan er á
yfirborðinu mjög ólík þeim
persónum sem Ryan hefur
túlkað á farsælum leikferli.
En það er nú samt svo að það
er eins og alltaf streymi ein-
hver hlýja í þær persónur sem
Ryan túlkar og er stríðshetjan
í Courage under Fire engin
undantekning.
Það var þó ekki þessi hæfi-
leiki sem Meg Ryan varð fræg
fyrir heldur fyrir að gera sér
upp fullnægingu á eftirminni-
legan hátt í kaffihúsi í When
Harry Met Sally. í
þeirri mynd sýndi
hún umtalsverða
hæfileika sem gam-
anleikkona og er
sjálfsagt eftirsóttust
sem slík. Ryan hefur
þó sýnt að hún er
ekki síðri í dramat-
ískum hlutverkum,
má þar nefna When
a Man Loves a Wom-
an þar sem hún leik-
ur alkóhólista sem
nærri eyðileggur
fjölskyldu sína.
Meg Ryan er nú ein eftirsóttasta
leikkonan í Hollywood og getur nán-
ast valið úr flestum þeim kvenhlut-
verkum sem bjóðast. Nýjasta kvik-
mynd hennar er Adicted to Love
sem frumsýnd var um leið og The
Lost World: Jurassic Park og var
það eina myndin sem stóru fyrirr
tækin þorðu að frumsýna á móti
risaeðlum Spielbergs.
Meg Ryan er ákaflega vel liðin
leikkona og allir sem vinna með
henni hæla henni fyrir samstarf og
telja hana sérstaklega góða í um-
gengni. Að baki fallegu andliti
hennar býr heilsteypt og ákveðin
persóna sem hefur sýnt að það er
töggur í henni þegar eitthvað bjátar
á í einkalífinu en hjónband hennar
og leikarans Dennis Quaid hefur
ekki alltaf verið dans á rósum. Qu-
aid var án þess að hún vissi háður
When a Man Loves a Woman lék Meg Ryan hús-
móður sem á við áfengisvandamál að stríða. Með
henni á myndinni er Andy Garcia sem lék eigin-
mann hennar.
■■
Courage under Fire leikur Meg
Ryan stríðshetju sem fórnar sér fyr-
ir áhöfn sína.
eiturlyfjum þegar þau kynntust. í
nokkur ár gerði hún sér ekki grein
fyrir vandamálinu en þegar kom að
því að taka þurfti á málunum og
Quaid fór I meðferð stóð hún við
hlið hans eins og klettur.
Úr blaðamennsku í leiklist
Meg Ryan fæddist 19. nóvember í
smábænum Fairfield í Connecticut.
Á námsárum hennar stóð hugur
hennar til blaðamennsku og innrit-
aðist hún í háskólann í New York í
því skyni að fullnuma sig í þeirri
grein. Eftir nokkrar annir sneri
hún við blaðinu og innritaðist í leik-
listardeild við háskólann.
Meg Ryan var ein af þeim heppnu
og þurfti ekki að biða lengi eft-
ir hlutverkum þegar námi
lauk. Var það mikið til móður
hennar að þakka en hún er
fyrrum leikkona. Hafði hún
góð sambönd vegna vinnu
sinnar hjá sjónvarpsstöð og
gat útvegaði henni hlutverk í
sjónvarpi og kvikmyndum.
Meira að segja þegar Ryan var
enn í skóla fékk hún lítið hlut-
verk í Rich and Famous, þar
sem hún lék dóttur Candice
Bergen. Hennar fyrsta stóra
hlutverk var í sápuópe-
runni As the World
Turns, sem gengið hef-
m- i nokkra áratugi í
_______ bandarísku
sjónvarpi. í As
the World
Turns lék Meg
Ryan í tvö ár;
með fram þessu
starfi lék hún í
tveimur ódýrum
kvikmyndum.
Stökkið úr
sjónvarpinu yfir
í kvikmyndimar
tók hún þegar henni
bauðst lítið hlutverk
í kvikmyndinni sem
gerði Tom Cruise að
stjömu, Top Gun. Fyrsta aðalhlut-
verk hennar í kvikmynd var
í Innerspace. Það var
einmitt við tökur á
þeirri kvikmynd
sem hún kynntist
Dennis Quaid og
fljótlega eftir frum-
sýningu á Inner-
space giftu þau sig.
Meg Ryan og
Dennis Quaid búa
ekki í Los Angeles
heldur eiga þau fal-
legt sveitasetur í
Connecticut, þar
sem þau era öllum
stundum ásamt
barni sínu. Vinn-
unnar vegna sjást
þau ekki svo vikum
skiptir, en hafa þó
leikið í tveimur kvikmyndum sam-
an auk Innerspace,
D.O.A. oe Flesh
and
-HK
er nú ein eftir-
sóttasta leikkonan í
oggetur nánast
úr flestum þeim kven-
hlutverkum sem bjóðast.
Nýjasta kvikmynd hennar er
Adicted to Love sem frum-
sýnd var um leið og The
Lost World: Jurassic
Park og var það
eina myndin
sem stóru
fýrirtækin
þorðu að
frumsýna
á móti
risaeðl-
um Spi-
elbergs.
■
Samuel L. Jackson, sem leikur annað
Long Kiss Goodnight, hefur leikið nokkur eftirminnileg hlut-
verk, en víst er að flestir muna eftir honum sem Jules, at-
vinnumorðingjanum með biblíutextann á vörunum í kvik-
mynd Quentins Tarantinos, Pulp Fiction. Fyrir leik sinn í
þeirri kvikmynd fékk hann tilnefningu til óskarsverðlauna
sem besti leikarinn í aukahlutverki, sem og tilnefningu til
Golden Globe verölaunanna og var valinn besti leikarinn í
aukahlutverki þegar Bretar útdeildu sínum verðlaunum. í
milli þess sem hann lék í Pulp Fiction og The Long Kiss
Goodnight lék hann meðal annars í Die Hard with a
Vengeance og A Time to Kill.
Samuel L. Jackson er ekki óvanur að vera orðaður við verð-
laun, hans verður ávallt minnst þegar fjallað er um kvik-
myndahátíðina í Cannes fyrir að hafa verið eini leikarinn í
sögu hátíðarinnar sem fengið hefur verðlaun dómnefndar fyr-
ir aukahlutverk. Var það fyrir leik í kvikmynd Spike Lees,
Jungle Fever. Fyrri sömu mynd fékk hann viðurkenningu frá
gagnrýnendum í New York.
Samuel L. Jackson er úr Suðurríkjunum og lauk leiklistar-
skólanámi í Atlanta og starfaði um hríð við leikhúsin þar í
borg. Leið hans lá til New York þar sem hann lék meðal ann-
ars í verkum Shakespeares á Shakespeare-leikhátíðinni.
Fyrsta hlutverk í kvikmynd sem eitthvað kvað var Ragtime
sem Milos Forman leikstýrði. Hann má þó þakka frama sinn
Spike Lee sem hefur notfært sér hæfileika hans frá því hann
gerði sína fyrstu kvikmynd, School Daze.
Samuel L. Jackson býr i Los Angeles ásamt eiginkonu sinni,
leikkonunni La Tanya Richardson og dóttur þeirra Zoe. Hér á
eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem
Samuel L. Jackson hefur leikið í:
Ragtime, 1981
Eddie Murphy, Raw, 1987
School Daze, 1988
Coming to America, 1988
Sea of Love, 1989
Do the Right Thing, 1989
A Shock to the System, 1990
The Return of Superfly, 1990
Mo' Better Blues, 1990
GoodFellas, 1990
The Exorcist III: Legion, 1990
Betsy's Wedding, 1990
Strictly Business, 1991
Jungle Fever, 1991
Johnny Suede, 1991
Jumpin at the Boneyard,
1992
Patriot Games, 1992
Juice, 1992
White Sands, 1992
National
Lampoon's Loa-
ded Weapon,
Samuel L. Jackson
í hlutverki sínu
f The Long Kiss
Goodnight.
1993
True Romance, 1993
The Meteor Man, 1993
Menace li Society, 1993
Jurassic Park, 1993
Amos 8í Andrew, 1993
Pulp Fiction, 1994
The New Age, 1994
Fresh, 1994
Losing Isaiah, 1995
Kiss of Death, 1995
Die Hard with a
Vengeance, 1995
A Time to Kill,
1995
The Great
White Hype,
1996
The Long Kiss
Goodnight,
1996
-HK