Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Qupperneq 12
26
myndbönd
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
MYNDBAm
ÖMMJJj
★★★■i
Blue in the Face:
Meira frá tóbaksbúðinni
Fyrir skömmu kom út myndin Smoke sem var
samstarfsverkefni þeirra Wayne Wang og Paul Aust-
er. Blue in the Face er framhald þessa samstarfs og eins konar hliðar-
mynd við Smoke. Miðdepill myndarinnar er tóbaksbúðin hans Auggie,
sem kom mikið við sögu í Smoke. Ekki er neinn söguþráð að finna í
myndinni heldur eru sýnd ýmis skondin atvik í kringum búðina og þá
sem þangað koma og inn á milli er skotið fróðleiksmolum um Brooklyn
og viötölum við misfræga íbúa, þar sem Lou Reed fer m.a. á kostum og
reytir af sér gullkomin. Leikaramir fá að spila nokkuð frjálst og margt
í myndinni er spunnið án handrits. Með því að tengja sögubútana sam-
an við Brooklyn og tóbaksbúðina hans Auggie og með því aö stíla inn á
léttgeggjaðan húmor þar sem hlegið er að og með íbúum Brooklyn fæst
sterk heildarmynd og myndin verður afar eftirminnileg. Af þeim sem
koma í búðina er einna mestur fengur í leikstjóranum Jim Jarmusch
sem bullar ansi skemmtilega heimspeki um reykmenningu en eitt
skemmtilegasta atriðið er byrjunaratriöið þar sem Mira Sorvino verður
fyrir barðinu á þjóf og Auggie fer að skipta sér af.
Útgefandi: Skifan. Leikstjórar: Wayne Wang og Paul Auster. Aðalhlut-
verk: Harvey Keitel o.m.fl. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð.
-PJ
Kansas City:
Spillingarborg
★★★
Hér segir frá símadömunni Blondie, sem grípur til
sinna ráða þegar eiginmaður hennar lendir í klónum
á glæpaklíku eftir misheppnað rán. Hún rænir ópí-
umsjúkri eiginkonu valdamikils manns, sem er einn
af ráðgjöfum Roosevelts forseta, með það í huga að
svo valdamikill maður hljóti að geta náð bónda hennar aftur. Hann hef-
ur hins vegar ekki miklar áhyggjur af eiginkonu sinni, en því meiri af
hneykslismálinu sem af gæti orðið. Robert Altman er hér með óvægnari
og kaldlyndari mynd en oft áður, en varpar léttleikanum og húmomum,
sem einkennt hefur myndir hans, fyrir róða. Með því tekst honum ansi
vel að draga fram skuggahliðar borgar sem þrífst á glæpum og pólitískri
spillingu. Hann hefur sterka stjórn á hæfum leikurum, en þar fara
fremst í flokki Jennifer Jason Leigh og Miranda Richardson, sem ná afar
góðum tökum á hlutverkum sinum og ná vel saman. Djassinn er síðan
góður bónus og gerir mikið fyrir mynd, sem annars hefði orðið heldur
drungaleg.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Robert Altman. Aðalhlutverk: Jennifer Jason
Leigh, Miranda Richardson og Harry Belafonte. Bandarísk, 1995. Lengd:
111 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
The Pest:
Ofleikur
★★
Pestin er gælunafh smásvindlara nokkurs sem get-
ur brugðið sér í allra kvikinda liki og gerir það.
Skoska mafian er á hælunum á honum og til að bæta
gráu ofan á svart platar ríkur nasisti hann til að
undirrita samning þar sem hann samþykkir að vera
veiðibráð hans í sólarhring og fær 50.000 dollara fyrir, ef hann lifir.
Hann þarf einnig að kljást við spilltan son nasistans, sem sýnir áhuga
á nánum kynnum við hann, og kröfuharðan vinnuveitanda, og þá þarf
hann að mæta í kvöldverðarboð hjá foreldrum kærustu sinnar.
Leikstíll John Leguizamo er hér um bil miðja vegu milli Pauly Shore
og Jim Carrey og byggist auðvitað að mestu á ofboðslega ýktum ofleik.
Húmorinn er auðvitað eins heimskulegur og hugsast getur, sem er allt
í lagi þegar hann heppnast. The Pest er oft mjög skemmtileg og sum at-
riðin fá mann til að skella vel upp úr. Önnur heppnast ekki og eru þá
fremur neyðarleg. Með því að vanda myndina betur og fleygja ófyndn-
ari atriðunum hefði hún getað orðið meistarastykki á borð við Ace
Ventura (ég á auðvitað við þá fyrri), en svo er ekki og í staðinn er hún
bara hin sæmilegasta della.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Paul Miller. Aðalhlutverk: John Leguizamo.
Bandarísk, 1996. Lengd: 92 min. Öllum leyfð. -PJ
The Silencers:
Góðar og vondar geimverur
Svartklæddu mennirnir eru geimverur sem hafa
tekið sér bólfestu á jörðinni og komið sér í mjúkinn
hjá hernaðaryfirvöldum í Bandaríkjunum. Þeir eru
að hjálpa þeim til að smíða vél sem getur gert mönn-
um kleift að ferðast milli stjamanna, en i raun eru þeir að búa í haginn
fyrir innrás. Önnur tegund geimvera, af heldur betri sort, sendir einn úr
sínum röðum til að skakka leikinn og hann gengur til liðs við alríkislög-
reglumann sem hefur flækst í málið. Söguþráðurinn er tóm steypa og fá-
ránlega götóttur, sem hefði veriö allt í lagi ef tekist hefði að skapa góða
stemningu í myndina og gera stílíseraða hasarmynd. Það tekst hins veg-
ar ekki. Myndin tekur sig of alvarlega, leikarar em lélegir, og cillt of mik-
il áhersla er lögð á endalausar bílaklessur og sprengingar. Úr verður
fremur leiðigjöm defla sem á lítið skylt við X-Files (á kápunni er reynt
að selja myndina út á einhvern skyldleika við þættina) annað en gmnn-
hugmyndina um svartklæddu mennina og samsærið í kringum geim-
vemheimsóknina.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Richard Pepin. Aöalhlutverk: Jack Scalia
og Dennis Christopher. Bandarísk, 1995. Lengd: 96 mín. Bönnuð innan 16
ára. -PJ
My ndban dalisti vikunnar
7 \tS /7n4 / % e •
26.maí til 1. júní
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 1 2 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna
2 5 2 Jack Sam-myndbönd Gaman
3 Ný 1 Fear ClC-myndbönd Spenna
4 Ný 1 Jingle All the Way Skífan Caman
5 2 4 Courage under Fire Skífan Spenna
6 3 3 Dragonheart ClC-myndbönd Spenna
7 4 4 Associate Háskólabíó Gaman
« 7 7 Phenomenon ’ Sam myndbönd Drama
9 6 6 Chain Reaction Skífan Spenna
10 S 5 : Tin Cup Warner myndir Gaman
11 15 : 2 Emma Skífan ' Gaman
12 , 10 i 7 Substitute m ; Háskólabíó Spenna
13 n ; ii : Time to Kill Wamermyndir Spenna
14 12 2 ( , Assassination File ClC-myndbönd r Spenna
15 I 13 ; 3 ; X-Files: Tempus Fugit ■ Skrfan , Spenna
16 9 i 7 ; i Black Sheep CiC-myndbönd Gaman
17 ' 14 : 12 : Nutty Professor ClC-myndbönd 1 Gaman
1S 16 ; ii ; r Multiplicity Skífan Gaman
19 18 5 ' Smoke Skrfan ' Drama
20 : Ný , r 1 , "... First do no Harrn,, Bergvík Drama
The Long Kiss Goodnight stóðst atlögu
nýrra mynda þessa vikuna og það þótt í
hlut ætti Arnold Schwarzenegger en
Jingle All the Way fór í fjórða sæti. Tán-
ingshryllingurinn Fear náði að fara einu
sæti ofar, sjálfsagt líður Jingle All the
Way fyrir það að margir tengja hana jól-
unum. Aö öðru leyti eru ekki miklar
breytingar á myndbandalistanum. Ein
önnur ný mynd er á listanum, „...First Do
No Harm“ sem rétt kíkir í 20. sætið. Um
er að ræöa úrvalsdrama meö Meryl
Streep í aðaihlutverki.
Long Kiss
Goodnight
Gena Ðavis og Samu-
el L Jackson
Húsmóðirin Sam-
antha Caine þjáist af
minnisleysi og man
ekkert frá tímanum
áður en hún flutti í
hverfið fyrir átta árum.
Samt sem áður lýstur æ
oftar niður 1 huga henn-
ar leifturmyndum sem
hún á erfitt með að átta
sig á hvaðan koma.
Smám saman gerir hún
sér þó grein fyrir að
þessar myndir eru í
raun hennar eigin
minningar frá tíma þeg-
ar hún var einhver önn-
ur kona. Hún ræður
spæjara til að komast til
botns í málinu og þar
með hefst rannsókn á
flóknu og viðfeðmu máli.
Robin Williams og Di-
ane Lane
Jack er tíu ára
drengur sem eldist flór-
um sinnum hraðar en
eðlilegt er. Hann hefúr
notið vemdar og ástrík-
is foreldra sinna og hef-
ur ávallt haft einka-
kennara. Jack vill sem
skiljanlegt er leika sér
við aðra stráka og því
er hann sendur i fyrsta
sinn í skóla og sest á
bekk með öðrum tíu
ára krökkmn. í fýrstu
virðist þetta ekki ætla
að ganga upp því skóla-
félagar hans líta á hann
sem viðrini og eiga
erfitt með að umgang-
ast hann, en Jack býr
yfir skynsemi bg lífs-
hamingju sem fleytir
honum yfir erfiðasta
lljallann.
Reese Wh'rtherspoon
og Mark Wahlberg.
Nicole er ung stúfka
sem á í miklum vand-
ræðum með að sætta
sig við afskiptasemi
fóður síns. Hún vill fara
eigin leiðir og dreymir
um að hitta drauma-
prinsinn. Kvöld eitt
þegar hún er úti með
bestu vinkonu sinni
hittir hún David, ungan
mann sem í fyrstu virð-
ist eins og sniðinn út úr
draumaheimi hennar.
Þau ná strax saman og
Nicole er mjög ástfang-
in. En ungi maðurinn
er ekki allur þar sem
hann er séður, en það
reynist enginn barna-
leikm' að losna viö
hann.
Jingle All The Way
Arnold
Schwarzenegger og
Sindbad.
Það er liðið að jólum
og hjá flestum er jóla-
undirbúningi lokið. En
þannig er það ekki í til-
felli Howards Langston.
Howard elskar eigin-
konu sina Liz og soninn
Jamie en hefúr ekki
haft tíma til að sinna
þeim sem skyldi. Nú á
að bæta úr og finna
einu jólagjöfina sem
sonm hans vifl, Hvirfil-
manninn. Það reynist
alls ekki auðvelt því
þegar Howard fer af
stað hefúr jólagjöfin
verið uppseld í fjórar
vikur, fer nú í hönd við-
burðaríkur aðfangadag-
ur.
Courage underRre
Denzel Washington
og Meg Ryan.
Undirofúrstinn Nath-
an Sterling verður fyrir
því um nótt í Persaflóa-
stríðinu að sprengja
upp, fyrir slysni, banda-
rlskan skriðdreka. Her-
inn ákveður að þagga
málið niður og kallar
Sterling heim. í kjölfar-
ið er honum falið að
rannsaka dauða flug-
stjóra sem er um það
bfl að verða fýrsta kon-
an til að hljóta æðsta
heiðursmerki Banda-
ríkjahers. Vitnum ber
ekki saman um atvik
þau sem leiddu til
dauða hennar og til-
raunir Sterlings til að
komast að hinu sanna
ýfa gömul sár.