Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 14. JUNI 1997
(slendingar í heimsókn í Páfagarði og DV var á staðnum:
n
Það er mjög kalt á Islandi
it
- sagði Jóhannes Páll II. páfi við Frónbúa um heimsókn sína hingað 1989
„It is very cold in Iceland," sagöi
Jóhannes Páll II. páfi á sinni syngj-
andi pólsku ensku um íslandsheim-
sókn sína sumarið 1989 viö Guð-
mundu Elíasdóttur söngkonu fyrir
framan Péturskirkjuna í Róm ný-
lega. Guðmunda var ein af 17
manna hópi fólks úr Leikmannafé-
lagi kaþólska Islendinga sem fór í
pílagrímsfor til Rómar á dögunum.
íslenska hópnum var tekið með
kostum og kynjum í Róm og naut
þar án vafa langrar persónulegrar
vináttu þeirra Jóhannesar Gijsen,
biskups í Landakoti, og páfa.
Þegar páfi, sem er hinn víðforl-
asti í sögunni, er ekki á ferðalögum
um heimsbyggðina tekur hann á
hverjum miðvikudegi á móti þeim
sem hann vilja hitta á Péturstorg-
inu. Sá háttur er hafður á að söfnuð-
ir og hópar hvaðanæva úr heimin-
um tilkynna komu sína til Vatík-
ansins sem síðan skipar hópunum
til sætis á torginu og þykir því
meira til koma, þeim mun nær páfa
hópunum er skipað til sætis. Blaða-
maður DV, sem var með í för í Róm
þann 28. maí sl., gerðist því langleit-
ari eftir því sem Jóhannes Gijsen,
biskup i Landakoti, leiddi íslenska
hópinn nær sæti sjálfs páfans í Róm
og vísaði honum loks til frátekinna
sæta á hægri hönd páfa, skammt frá
þeim þjóðhöfðingjum og sendimönn-
um erlendra rikja sem næstir hon-
um sátu.
Óhræddur um líf sitt
Áður en sjálf athöfnin hófst ók
páfi í opnum bíl umhverfis Péturs-
torgið og í ljósi þess að tilræðismað-
ur skaut á páfa árið 1981 var Jó-
hannes Gijsen bisk-
up spurður hvers
vegna páfi notaði
ekki frekar jeppann
með skothelda gler-
búrinu. Biskup sagði
við DV að páfi ein-
faldlega neitaði að
ganga á þann hátt í
lið með óttanum.
En það var ljóst að
öryggisgæsla var
talsverð þótt ekki
væri hægt að segja
að hún væri mjög
áberandi.
Dökkklæddir lífverð-
ir með talsvert
bólgna jakka voru
allt í kringum bil
páfa á leið hans um-
hverfis torgið og inn-
an um mannmergð-
ina á miðju torginu
og öryggisverðir
voru á þökum hús-
anna í kringum torg-
ið.
Þessum hring-
akstri lauk með því
að jeppanum var ekið
upp tröppurnar fram-
an við Péturskirkj-
una og páfi sté niður
Beðið eftir Jóhannesi Páli páfa fyrir framan Péturs-
kirkjuna í Róm. Fremst á myndinni með sólhlíf er Sig-
urlaug Knudsen söngnemi. Maðurinn með hatt á
höfði er Torfi Ólafsson, fyrrv. formaður Félags ka-
þólskra leikmanna. Fyrir aftan hann situr Guðmunda
Elíasdóttir söngkona og sú sem stendur við hlið
hennar er Sif Knudsen deildarstjóri. DV-myndir SÁ
af pallinum og gekk undir skyggnið
sem stendur framan við aðalinn-
gang kirkjunnar og
tók þar sæti. Þar
hlýddi hann
og allur
þing-
heimur
á ávörp
biskupa |
og
kardí-
nála
sem
kynntu
þá hópa
sem
byggja kirkju sína á.
Húrrahróp
Þegar hópamir og kirkjur
þeirra voru nefnd stóð hver
hópur upp og lét í sér heyra
með ýmsu móti, sumir með
húrrahrópum og aðrir
hylltu kirkjufoðurinn með
söng og hljóðfæraslætti, æði
misjöfnum. Áberandi var
hversu margir þessara hópa
voru frá Póllandi, ættlandi
páfa, en auk þess
voru ótrúlega
margir
þeirra
lengra
að
Jóhannes Páll II. páfi heilsar (slendingum á Péturstorginu í Róm. Hann hafði
orð á því að það hefði verið kalt á íslandi þegar hann var þar.
komnir voru til að hlýða á þennan
æðsta mann kirkju sinnar og arf-
taka Péturs postula, klettsins sem
Kristur sjáífur kvaðst mundu
komnir, ekki sist frá löndum S-Am-
eríku.
Jóhannes Páll páfi tók síðan til
máls og ávarpaði gesti sina á íjölda
tungumála, m.a. pólsku, spönsku, ít-
ölsku, ensku. Að því loknu blessaði
hann hóp fjölfatlaðs fólks sem leitt
var fyrir hann, heilsaði þjóðhöfð-
ingjunum sem næstir honum sátu
Páfi faðmar Sigurlaugu Knudsen aö
sér.
en gekk síðan til íslenska hópsins
og tók í hönd allra og blessaði þá
sem hann náði til. Ung stúlka í
hópnum, Sigurlaug Knudsen söng-
nemi, vakti sérstaka athygli páfa
þvi hana faðmaði hann að sér og
blessaði sérstaklega. -SÁ
Jóhannes Páll páfi ásamt Jóhannesi
Gijsen, biskupi á íslandi.
Hjá sjálfri móður Theresu í Róm:
Guð blessi þig, sonur sæll
- sagði hún við blaðamann DV og laumaði h'elgimynd í lófa hans
„Guð blessi þig, sonur sæll,“
sagði móðir Theresa við blaða-
mann DV og klappaði honum á
kollinn og laumaði lítilli helgi-
mynd af heilagri Theresu, dýrlingi
nunnureglunnar, úr silfri í lófa
hans. DV hitti móður Theresu í
öðru tveggja klaustra nunnureglu
hennar í Róm eldsnemma að
morgni síðasta mánudags maí-
mánaðar sl. ásamt hópi fólks úr
Félagi kaþólskra leikmanna.
íslenski pilagrímahópurinn
kom til Rómar aðfararnótt mánu-
dagsins 26. maí og viö komuna á
hótelið var þreyttum ferðalöngum
tilkynnt að þeir sem vildu ættu
þess kost aö hitta móöur Theresu
í öðru af tveimur klaustrum reglu
hennar í Róm strax kl. 6.30 morg-
uninn eftir. Flestir létu sig hafa
það að rífa sig upp um morguninn
þrátt fyrir að eiga langt og erfitt
flugferðalag frá Islandi til Rómar
að baki.
Þegar að klaustrinu kom varð
hópurinn að bíða nokkra stund
fyrir utan hliðið að klausturgarð-
inum meðan kannað var hvort
fólkiö væri það sem það sagðist
vera. Þegar inn var komið kom í
ljós aö allnokkur hópur bæði
lærðra og leikra var þar þegar
samankominn til að hitta þessa
heimsþekktu konu.
Glaðar nunnur
Klaustrið er stórt íbúðarhús
ásamt útihúsum og mjög stórri lóð
umhverfis sem umlukin er hlöðn-
um múrvegg. Eignin ber þess
merki að hafa áður verið bústaöur
ríkrar fjölskyldu. Einu húsanna,
sem trúlega hefur verið einhvers
konar vagna- eða vélageymsla,
hefur verið breytt í einfalda
kapellu og í henni hófst morgun-
messa fljótlega eftir að við íslend-
ingarnir vorum komnir inn fyrir
hliðið.
Það vakti athygli okkar hve
ungar nunnurnar voru og glaðar
og kátar. Messan var vissulega
hefðbundin kaþólsk messa en yfir
henni var mikill léttleiki og undir
predikun indverska prestsins, sem
flutti messuna, var mikið hlegið
og innilega.
Taugaveiklaðir lífverðir
Að messunni lokinni var okkur
gestunum skipað í einfalda röð
sem síðan gekk fyrir móður Ther-
esu sem sat í hjólastól inni í
kapellunni. I kringum móður
Theresu voru aðstoöarmenn henn-
ar og lífveröir og var nokkur
taugaveiklun í þeirra hópi yfir til-
standinu og vildu þeir hindra að
DV tæki myndir af skjólstæðingi
sínum nema frá ákveðnu sjónar-
homi þar sem reyndar var útilok-
að að ná mynd af öðru en bökum
lífvarðanna.
Þegar blaðamaður þóttist
hvorki skilja né heyra athuga-
semdir lífvarðanna gáfust þeir
upp að öðru leyti en því að skipa
honum að nota ekki leifturljós.
87 ára og furðu ern
Móðir Theresa, sem er 87 ára
gömul, virtist furðu ern og
greinilegt var að hún ber mjög
sterka persónu og nýtur mikillar
virðingar og væntumþykju bæði
nunnanna í reglu hennar sem og
þeirra gesta sem þama vom sam-
ankomnir að hylla hana og njóta
blessunar hennar. Bresk kona,
sem stóð við hlið blaðamanns DV
utan við kirkjuna meðan á mess-
unni stóð, hvíslaði að það væri
ekki á hverjum degi sem maður
ætti í vændum að hitta mann-
eskju sem nánast ömggt væri að
yrði tekin í dýrlingatölu strax að
lokinni jarðvist sinni. Og það
orkaði greinilega mjög sterkt á
marga að hitta þessa merku konu
sem helgað hefur ævi sína því að
þjóna þeim fátækustu af fátæk-
um, því margir gestanna þurrk-
uðu tár af hvörmum þegar þeir
yfirgáfu klaustur Theresusystra í
Róm. -SÁ
Móðir Theresa í hjólastól sínum í kapellu
nunnuklausturs síns í Róm. Fyrir aftan hana
eru glaðir meðlimir prestareglu sem starfar
viö hlið Theresusystra. DV-mynd SÁ