Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 22
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 JjV 22 rstæð sakamál í fyrstu héldu menn aö mjög erfitt yrði að bera kennsl á líkið. Það var svo illa brennt að þeir sem komu að því gátu ekki gert sér grein fyrir því hvort það var af karli eða konu. Grunur vaknaði hins vegar fljótlega um að það væri af konu, því eiginkonu mannsins sem eigraði um fyrir framan brunarústirnar með brunasár og sviðinn hund var hvergi að sjá. Réttarlæknar voru hins vegar ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að það væri lík af konu sem fundist hefði. Ekki var þó hægt að slá því fóstu strax að það væri af hinni tutt- ugu og fjögurra ára Alison, eiginkonu Marks Traversari. Grunur hafði þá vaknað um að morð hefði verið framið. Ekki varð skýrt í skyndi hvernig eldurinn hafði kviknað en ljóst var af brunarústunum og frásögn nágranna að engu var líkara en sprenging hefði orðið í húsinu, og það síðan orðið alelda. Mark, til hægri. að hann vildi að eldurinn léki um hann sjálfan á þann hátt sem hann hafði gert, jafnvel þótt það renndi á sinn hátt frekari stoðum undir fullyrðingu hans um að inn- brotsþjófar hefðu kveikt í húsinu eftir að hafa bundið konu hans. Atriði úr frá- sögn Marks, nið- urstöður rann- sókna, yfir- heyrslur og mál- Alison. flutningur leiddu þó að lokum til þess að hægt var að gera sér mynd af því sem gerst hafði. Áverki á höfði Alison sýndi að hún hafði orðið fyrir höfuðhöggi. Áverkann hafði Mark veitt henni með hamri. Hún hafði misst með- vitund en komst aftur til hennar áður en Mark hafði kveikt í húsinu. Þá lá hún bundin í rúminu. Henni hefur þá verið ljóst í hve bráðri lífshættu hún var. Hún gat náð til hans og beit hann í sitjandann. Þannig lagði hún yf- irvöldunum til eitt mikilvægasta sönnunar- gagnið í málinu. r Ikveikjan Þar sem Alison lá á rúminu, bundin og með höfuðáverka, sá hún mann sinn hella bensíni yfir rúmið og hana sjálfa. Bensíni úr öðrum brúsa hellti hann síðan í tvö önnur herbergi. Meðan þetta stóð yfir æpti Alison eins hátt og hún gat. Þá vætti Mark handklæði í bensíni og þrýsti að vitum hennar. Meðan hann reyndi að kæfa hana fylgdu augu hennar hverri hreyfingu hans. Það þoldi hann illa og ákvað því að binda enda á líf hennar í skyndi. Hann sótti riffil sem hann átti og skaut hana í höfuðið. Er Alsion var öll har Mark eld að bensíninu en «sii gerði sér ekki grein fyrir þvi að svo langt var liðið frá því að hann byijaði að hella því yfir rúmið að svefn- herbergið og hin herbergin tvö Dómurinn Kviðdómendur fundu Mark Travestari sek- an um morð, íkveikju og tilraun til trygginga- svika. Dómarinn kvað síðan upp lífstíðardóm yfir honum en það var greinilegt að honum fannst glæpurinn lýsa mannvonsku. „Enginn sem verið hefur við þessi réttar- höld,“ sagði dómarinn, „er i neinum vafa um að ég var að dæma mann sem er svo vondur að illska hans er nær takmarkalaus. Eftir að hafa slegið konu sína með hamri svo að hún missti meðvitund batt hann hana og lagði á rúm þeirra hjóna. Þegar hún komst aftur til meðvitundar lét hann hana horfa á meðan hann hehti yfir hana bensíni og undirbjó íkveikju. Svo skaut hann hana og kveikti i húsinu.“ voru orðin full af bensíngufú. Um leið og hann kveikti á eldspýtunni varð sprenging, þakið á húsinu lyftist og hann og hundurinn urðu um- luktir eldi. Á síðustu stundu tókst Mark þó að komast út með heimilishundinn. Ástarsambandið Við réttarhöldin kom fram að i sömu vik- unni og þau Mark og Alison giftu sig komst hann í kynni við Catherine Boycott og þá byrjaði ástarsamband þeirra. Hjónband hans og Alison stóð því í raun höllum fæti nokkrum dögum eftir að þau hófu búskap. Er Catherine kynntist Mark var hún herbergis- þerna á gistihúsi. Þar kom þó að hún vildi slíta tengslin við Mark. Hún fluttist til Leeds en hann vildi ekki að þau hættu að vera sam- an og sagðist myndu sjá til þess að þau gætu hafið sambúð. Hann skyldi leysa öll vandamál sem í veginum væru. Bréfin sem Mark hafði skrifað Catherine voru enn í hennar vörslu og þegar rannsókn- arlögreglunni varð ljóst að hann hafði átt í ástarsambandi við hana lagði hún þau fram, enda var henni þá orðið ljóst á hvern hátt hann hafði ætlað sér að leysa þau vandamál sem hafði borið á góma hjá þeim. Catherine mætti síðan í réttinum. íkveikja Á líkinu voru leifar af reipi og var ljóst að konan hafði verið bundin, bæði á höndum og fótum. Er þetta lá fyrir voru líkurnar á því að morð hefði verið framið orðnar miklar. Þá leiddi rannsókn brunamálasérfræðinga í ljós að bensín hafði verið notað til að kveikja í húsinu. Nágrannakona, Elizabeth Challinor, lýsti því sem hún hafði orðið vitni að. „Ég var að láta niður föggur mínar því ég var á leið í sumarleyfi. Allt 1 einu fór húsið okkar að hristast, rétt eins og það væri kominn jarð- skjálfti. Svo heyrðust drunur en síðan miklir brestir. Ég hélt þá að þota hefði flogið yfir og rofið hljóðmúrinn. Ég gekk út að glugganum en þá hafði þakið á húsinu við hliðina þegar lyfst og margra metra háar eldtungur stóðu upp í loftið.“ fyrir hvers vegna hún hafði verið myrt. Rann- sóknarlögreglumenn komust þó hrátt að því að hún var líftryggð fyrir jafnvirði rúmlega tíu milljóna króna og skyldi féð renna til eig- inmannsins, Marks, ef hún létist. Er hér var Þakið lyftist af þessum hluta hússins. Saga Marks Eiginmaður látnu konunnar hafði, eins og áður segir, verið fyrir utan húsið með hund sinn þegar slökkviliðið og lögreglan kom á vettvang. Þar gekk hann fram og aftur án af- láts en þegar hann var spurður hvað gerst hefði sagði hann að brotist hefði verið inn. Lögreglumennirnir báðu hann að greina nán- ar frá atburðinum. „Ég var að koma heim,“ sagði Mark, „en þá voru innbrotsþjófar fyrir í húsinu og þeir réð- ust á mig. Þeir fundu svefnpillur og viskíflösku og neyddu mig til að skola pillun- um niður með áfenginu." Mark sagði síðan að hánn hefði sofnað en svo hefði hann vaknað við reykjarlykt og eft- ir það hefði atburða- rásin verið mjög hröð. Eldurinn hefði læst sig í allt sem fýr- ir varð og hann og hundurinn hefðu brennst þegar hann hefði flúið húsið með hann. Saga Marks þótti mjög ótrúðverðug. Hann var tekinn til frekari yfirheyrslu en jafnframt sendur í læknisskoðun. Þá kom í ljós það sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir lausn þessarar gátu. Á sitjanda hans fund- ust tannaför. Líftryggingin Mark gaf enga við- hlítandi skýringu á tannaförunum. En þar eð yfirgnæfandi líkur þóttu á því að hann hefði myrt konu sína og kveikt í húsinu var leitað til tann- læknis Alison. Hann gat lagt fram kort og myndir og þegar samanburður var gerður við tanngarða líksins fékkst staðfesting á að hin látna væri Alison Travestari. Og tannaförin á Mark reyndst vera eftir hana. Hún hafði bitið mann sinn í afturendann en við hvaða að- stæður lá enn ekki fyrir. Alison hafði unnið á skrifstofu slökkviliðs- ins í Staffordshire á Englandi, þar sem atburð- urinn gerðist, en enn sem komið var lá ekki Catherine Boycott, fyrir miðju. komið duldist fáum að Alison hafði verið myrt til fjár. En fleira átti eftir að koma í ljós. Bráfin Rannsóknarlögreglan sendi skýrslu um nið- urstöður rannsóknarinnar til saksóknaraemb- ættisins og þar þótti koma svo skýrt fram að Mark Travestari hefði myrt konu sína að ákæra var gefin út á hendur honum. Þá hafði líkskoðun leitt í ljós að Alison hafði einnig verið skotin í höfuðið. Nokkru eftir að réttar- höldin hófust lýsti sak- sóknarinn yfir því að hann hefði með höndum gögn sem renndu enn frekari stoðum undir morðákæruna. Hann tók síðan fram bréf sem hann sagði Mark hafa skrifað ungri konu, Catherine Boycott. Við þetta brá sakborningi greinilega. í einu bréfanna stóð: „Ég elska þig mjög mikið en ég ætla ekki að koma skríðandi til þín sem fá- tæklingur, enda getum við ekki lifað á ástinni einni saman." Nú var fengin endan- leg skýring á því hvers vegna Alison var myrt. Hún hafði staðið í vegi fyrir því að Mark gæti kvænst annarri konu en að auki gerði lát hennar honum kleift að ganga í annað hjóna- band allvel fjáður. Bundin á rúminu Lengi vel var ekki ljóst hver atburðarásin í húsinu hafði verið. Fiásögn Elizabeth Challin- or staðfesti að vísu þá niðurstöðu að spreng- ing heföi orðið í bensíngufu. Greinilegt var að með því hafði Mark ekki reiknað, enda hæpið Hinn hluti hússins var afar illa leikinn. Tannaförín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.