Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 28
28 helgarviðtalið
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
4-
LAUGARDAGUR 14. JUNI 1997
helgarviðtalið *
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir segir tíma tii kominn að kona verði biskup yfir íslandi:
r
Aratuga
óánægja
prestastétt
- segir Auður og vill að prestum verði sinnt meira - þeir gerðir hamingjusamari
„Komdu fagnandi," segir séra Auö-
ur Eir Vilhjálmsdóttir biskupsefni
þegar hún tekur á móti blaðamanni
fyrir utan prestssetrið i Þykkvabæ í
blíðskaparveðri, sól og sunnanvindi.
Þetta er hennar uppáhaldsveður, enda
segist hún varla hafa upplifaö logn um
miðjan dag I Þykkvabæ í þau 19 ár
sem hún hefur þjónað þar. Hún er í
önnum við að undirbúa fagnaðarer-
indið í kvennamessu í Laugardal við
þvottalaugamar fyrir 19. júní og spyr
blaðamann hvort hann ætli ekki að
mæta. Ekkert sjálfsagðra þótt karl sé!
Þar með er honum hleypt inn fyrir
þröskuldinn.
En kvennéunessan er bara ekki til-
efni heimsóknar blaðamanns. Fram-
undan er biskupskjör og séra Auður er
eitt fjögurra biskupsefna sem hafa gef-
ið kost á sér sem kunnugt er. Trúlegt
er að kjörið fari fram í ágústlok.
Hún segist hlakka til og er
hvergi bangin þótt
kannanir hafi sýnt
að hún á meira fylgi
meðal almennings en
meðal presta . Hún vill
ganga lengra i prests-
kosningum, fella það
niður að sóknamefndir
kjósi presta, vill að þeir
verði skipaðir af biskupi.
Annars ráða tilviljanir
ráðningu prestanna, maður
þekkir mann o.s.frv. Að
auki er dýrt að sækja um
prestakall og tímafrekt. Ef
hún fengi að ráða vildi hún
breyta þessu strax.
Hún segir konur ávallt hafa verið
kallaðar til að bera umhyggju en
aldrei verið gefið vald. Þær þurfi hins
vegar að hafa valdið til að sýna þessa
umhyggju. Þetta segir hún vera hluta
af kenningum kvennaguðfræðinnar.
förum. Það þarf að gera okkur presta
hamingjusamari stétt svo við getum
gert sóknarbörnin hamingjusamari.“
Prestar skipti um stað
Prestar verði hamingju-
samari
Aðspurð segir hún að biskup eigi að
vera góð manneskja sem stendur við
hlið prestanna og kirkjufólksins og
opnar þeim veg til að njóta trúar sinn-
ar.
Hún segir biskup eiga að beita sér
fyrir bættum kjörum presta.
Þetta yrði hennar meg-
inverkefni og
Liggur margt á hjarta
En af hverju er hún í biskups-
kjöri? Auður Eir er fljót til að
svara. „Mér hefur legið margt á rfíM.s V'“ ~~ oð
hjarta síðan ég fór að kynnast starfi »oW. °» 0öui rt'‘a’
kirkjunnar sem prestur. Og svo er se9'T ^
Næst liggur beint við að spyrja
hvaða lausnir Auður hefur á þessum
vanda. Hún segist lengi hafa reynt að
benda mönnum á þær en það sé erfitt
að fá aðra til að hlusta. Allir stefni
suður, hvort sem þeir séu að skipta
um brauð eða nývígðir. Þetta þurfi
kirkjan að horfast í augu við og
spyrja hvers vegna.
„Það þarf að gera fólki auðveldar
að vera þar sem það vill. í öðru lagi
þarf kirkjan að gera það eftirsókn-
arvert að vera prestur á lands-
byggðinni. Það má meðal annars
gera með því að borga staðarupp-
bætur, gera prestum kleift að
sinna metnaði sínum, færast
eitthváð í fang hvar sem þeir
eru. Störfin verða að sjálfsögðu
í prestaköllunum en einnig á
breiðari grundvelli,“ segir
Auður og vill m.a. koma upp
kirkjusetrum sem hún nefn-
ir svo. Vettvangur þar sem
prestar og aðrir starfs-
menn kirkjunnar geti
komið saman, aukið við
þekkingu sína og unnið
ákveðin verkefni í sam-
einingu. Að prestar
hafi tækifæri alla ævi
til að bæta og auka
. ■ sy.oö- menntun sína i að
koma fagnaðarerind-
.... V'e!öuvato*'at' inu á framfæri.
®e^ao P'^V" Hún vill að prest-
kominn tími til að koná verði kjörin VötW"-
biskup yfir Islandi," segir Auður en
hún er nefnilega fyrsta konan sem gef-
ur kost á sér.
„Hver er sérstaða mín? Boðskapur
kvennaguðfræðinnar sem er kirkjunni
nauðsyn, til dæmis um það að allar
manneskjur eigi að hafa vald en það
eigi ekki að safnast saman efst í
píramída. Ég heyri presta segja að ég
sé ekki að bjóða mig fram til biskups í
alvöru heldur til að kynna skoðanir
minar í alvöruleysi og svo til að gera
mig fræga. Það er bara ekki rétt,“ seg-
ir Auður og hvessir brýmar í smá-
stund áður en glaðværðin og góð-
mennskan skín úr andlitinu á ný.
löngun
biskupsstóli.
„Nú skal ég segja þér af
hverju og þetta hef ég verið að reyna
að segja kirkjunnar mönnum í fimmt-
án ár,“ segir Auður og færist öll í auk-
ana. Blaðamaður sperrir eyrun enn
frekar.
„Þetta er svo merkilegt með kirkj-
una sem er þjóðkirkja. Hún hefur
presta úti um aút land. Alls staðar eru
kirkjur hvar sem þú kemur. En kirkj-
an sinnir ekki prestunum. Þeirra
starfskraftar nýtast ekki nægjanlega.
Eftir ákveðinn tíma í embætti þarfnast
þeir uppörvunar en fá hana ekki.
Kirkjan á ekki að fara svona með
starfsfólkið sitt. Ef hún gerir það þá
getur hún ekki dafnað og tekið fram-
ar geti reglulega skipt
um staði og störf. Þeir fái t.d.
tækifæri á að starfa á sjúkrahúsum
og í fangelsum. Mikilvægast sé að
þeir kunni á umhverfið. Öðruvísi
geti þeir ekki boðað fagnaðarerindið.
Hún leggur áherslu á að hún sé ekk-
ert endilega að tala um að prestar
verði sýnilegri almenningi. Þeir geti
bætt sig án þess.
Innbyggð spenna eins og
íVatnajökli
Flestum eru kunnug þau deilumál
sem upp hafa risið innan þjóðkirkj-
unnar undanfarin misseri. Þannig
hefur verið talað um síðasta ár sem
„annus horribilis" þegar eldar log-
uðu í Langholtssókn og biskup sak-
aður um eitt og annað misjafht, svo
Hver er hún, þessi kona?
Auður Eir er fædd í Reykjavík 21. apríl 1937
og uppalin þar. Foreldrar hennar eru Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og Inga Ámadóttir
húsfreyja. Hún á tvö systkini, Þór, fyrrum
hæstaréttardómara, sem nú býr í Lúxemborg,
og Yrsu Ingibjörgu sem er aðalgjaldkeri Sigl-
ingamálastofiiunar. Eiginmaður hennar er
Þórður Öm Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá
Flugmálasljórn og fyrrum latínukennari í MR.
Þau eiga fjórar dætur; Döllu, Yrsu, Elínu Þöll
og Þjóðhildi. Þær tvær fyrsttöldu eru báðar
vígðir prestar, Dalla í Skagafirði og Yrsa á
Austfjörðum. Elín starfar í Bandarikjunum
sem heyrnar- og talmeinafræðingur og Þjóð-
hildur er viðskiptafræðingur.
Auður lauk stúdentsprófi frá Verslunarskól-
anum 1956 og embættisprófi i guðfræði frá HÍ
áriö 1962. Hún nam guðfræði við Háskólann í
Strassborg árin 1973-1976 á meðan Þórður starf-
aði þar hjá Evrópuráðinu. Hún stundaði nám í
sálusorgun í Noregi 1991 og hefur setið nám-
skeið í hagnýtri guðfræði jafn hérlendis sem er-
lendis. Hún hefur verið prestur í þremur sókn-
um Kirkjuhvolsprestakalls frá árinu 1978 með
aðsetri í Þykkvabæ. Þar áður var hún prestur í
Staðarprestakalli á Vestijörðum 1974-75. Með-
fram námi starfaöi hún hjá lögreglunni í
Reykjavík og vann ötullega að kristnum æsku-
lýðsmálum hjá KFUK, Hjálpræðishemum og
víðar. Ónefhd era fjöldamörg ábyrgöarstörf
innan þjóðkirkjunnar og ekki síst Kvennakirkj-
unnar sem hún stofiiaði ásamt fleiri konum
áriö 1993. Eftir hana liggja bækur, blöð og tíma-
ritsgreinar um kvennaguðfræði og mörg önnur
hugðarefni.
helstu dæmi séu tekin. Auður Eir seg-
ir að þetta sé innibyrgð spenna eins
og fyrir gosið í Vatnajökli.
„Það hefur verið alvarleg óánægja í
prestastéttinni í áratugi, til dæmis
vegna veitinga prestakallanna, og hún
hlaut einhvers staðar að brjotast út.
Bæði lögin og tilfinningarnar skipta
máli. Kirkjan á ekki að vanmeta til-
finningar, stundum vekja lög svo
slæmar tilfinningar að þau þurfa aug-
ljóslega að breytast."
Við tökum næst upp léttara hjal
með alvarlegum undirtóni. Spaug-
stofumálið er enn í fersku minni frá
því fyrr á árinu þegar grínistamir
voru sakaðir um guðlast. Þáttur
þeirra vakti harkaleg viðbrögð innan
kirkjunnar og umræða um það hvort
Guð hefði húmor spratt upp. Auður
segist hafa fylgst vel með þessu máli
og fundist „strákarnir" í Spaugstof-
unni „farið yfir strikið". Hún hefði
verið undrandi sökum þess hvað þeir
væru góðir húmoristar.
Hefði boðið Spaugstofu-
mönnum vínarbrauð
„Ef ég hefði verið biskup hefði ég
boðið þeim í vínarbrauðskaffi á Bisk-
upsstofu á Laugaveginum og sagt við
þá: „Strákar mínir, þetta skuluð þið
ekki gera aftur.“ Svona hefði ég viljað
gera þetta. Ég veit ekki hvort þeir
hefðu þegið vínarbrauðskaffið, en
sættir í rólegheitum eru góður kost-
ur,“ segir Auður og við fáum okkur að
sjálfsögðu vínarbrauð með kaffinu.
Um það hvort ímynd kirkjunnar
hafi beðið skaða af öllum þessum mál-
um setur Auður spurninga-
merki. Eðlilega hcifi
fólk sagt sig úr þjóð-
kirkjunni og það
þurfi ekki endilega að
vera slæmt. Það sé
slæmt að eiga enga
kosti. Hún segir að við
séum sjálf kirkjan. Þess
vegna mætti oft gera grín
að öllum látunum í okkur
sjálfum, til dæmis út af
fjaðrafoki sjálfra okkar út
af Spaugstofumálinu, okkar
sem horfðum bara á álengd-
ar.
börnunum hafi þótt þetta skrýtinn
boðskapur í upphafi en þau séu hon-
um vön i dag. Vissulega séu margir
henni þó ósammála.
„Ef sóknarböm mín vilja vera að
gagnrýna mig hef ég ævinlega beðið
þau blessuð að tala um það yfir kaffi-
bolla en ekki við mig, ef engu verður
breytt af því sem þau era að tala um.
Fólk verður að hafa eitthvað skemmti-
legt til að tala um. Þó það nú væri að
einhver nöldraði ekki svolítið. Ég
virði skoðanir fólks því ég geri ekki
alltaf eitthvað sem er hefðbundið. Mér
líður vel hérna í Þykkvabænum innan
um allar þessar góðu manneskjur,"
segir Auður, brosandi sem fyrr.
Að tala um Guð í kvenkyni stríðir
gegn lögmálum málfræðinnar og oftar
en ekki hefur Auður verið gagnrýnd
fýrir málnotkunina eina. Hún segist
bara ekki sjá aðra leið til að koma
þessum hugmyndum kvennaguðfræð-
innar á blað. Hún segir að stundum
hafi legið við handalögmálum á milli
þeirra hjóna, Þórðar Arnar. Hann sé
mikill málvöndunarmaður, enda fyrr-
um latínukennari!
Búum við karlakirkju
Hún segist verða að viðurkenna að
hugmyndir sínar hindri kjör hennar
til biskups á ákveðinn hátt. Fólki litist
vel á stefnu hennar en myndi ekki
kjósa hana nema hún væri karlmaður!
„Mér finnst þetta segja okkur mikið
um kirkjuna sem er að ganga inn í
21. öldina. Við búum við
karlakirkju.
Þarna
Guð í kvenkyni
„Ég hef verið gift Þórði í 40 ár og segi stundum við hann þegar við skiptumst á skoðunum: Að þú skulir segja þetta, þú sem hefur fengið að standa í Ijóma
guðfræöi minnar í 40 ár,“ segir Auður m.a. í skemmtilegu viðtali við DV. Hér eru þau Þórður Örn Sigurðsson í sumarskapi í Þykkvabænum.
DV-myndir ÞÖK
Frá vandræðagangi innan
þjóðkirkjunnar að hugðarefnum
Auðar, þ.e. kvennaguðfræðinni.
Hún er ein þeirra kvenna sem
stofnaði hreyfinguna Kvennakirkja A9á»
fyrir fjórum árum. Hún segir hana so" 09
hafa áorkað miklu, konur fjölmenni
í messur og taki virkan þátt í þeim.
Þar er því trúað og haldið fram að
Guð sé kona. Talað um Guð í kven-
kyni. Blaðamaður spyr í sinni ein-
fóldu barnstrú hvort það skipti ein-
hverju máli fyrir venjulegan kristinn
mann að Guð sé karl eða kona. Auður
hefur greinilega beðið eftir þessari
spumingu.
„Þetta skiptir máli vegna þess að
það að tala um Guð í karlkyni hefur
byggt upp hóp af körlum sem halda að
þeir séu nær Guði en konur. Mér næg-
ir að líta yfir veraldarsöguna og sjá
hverjir hafa ráðið rikjum. Maður þarf
kannski að hugsa lengi um þetta til að
sannfærast," segir Auður og blaða-
maður viðurkennir efasemdir sínar.
Henni finnst það bara allt í lagi! Þetta
séu djúpar spumingar.
„Hvað gerist svo þegar konur fá að
njóta þess að hafa Guð í sínum hópi
eins og karlar hafa haft? Þá tala þær
ekki um að Guð sé hershöfðingi eða
dómari eða vinni önnur störf sem karl-
ar einir unnu. Þær tala um Guð sem
bakar brauð, hlúir að börnum og öllu
fólki, eins og Jesús sagðist vera eins
og hænumóöir sem safnaði ungunum
undir vængi sér. Guð sem þjónar læt-
ur sér aldrei detta í hug að vera
valdalaus. Hún á sjálf valdið til að
þjóna eins og hún veit að er best.
Skyldi það vera einhvers virði fyrir
alla guðfræði heimsins og þjóðfélag
okkar að fá slíka Guðsmynd?" spyr
Auður og svarar umsvifalaust ját-
andi með sannfærandi röddu.
seíohU'"aOS
eru þykkar
blokkir sem hafa
völdin. Við konur erum að
klappa göt á þessa veggi," segir Auður
og minnir á að hún standi ekki ein i
baráttunni. Einnig hjálpi það til að
aðrar konur standi sig vel í baráttunni
og verði að gera það áfram.
Um afstöðu sína til umdeildra mála
innan kirkjunnar eins og fóstureyð-
inga og samkynhneigðar segist Auður
leggja blessun sína yfir hvorut tveggja.
Ekki megi banna konum að fara í fóst-
ureyðingu, ákvörðunin verði að vera
þeirra. Hún segist á sínum tíma hafa
skrifað biskupi vegna samkynhneigðs
fólks sem óskaði eftir blessun yfir stað-
festingu sambúðar sinnar og það leyfi
sé fyrir hendi. Auður vill ganga lengra
og leyfa samkynhneigðum að vígjast í
guðshúsi með blessun kirkjunnar.
færi á verri veginn segir hún óljóst.
Hugmyndir væru uppi um að leggja
prestakaU hennar, kennt við Kirkju-
hvol, niður um næstu áramót. Ef svo
færi ekki væri hún tilbúin til að vera
áfram í Þykkvabæ.
Langaði að verða
öskukarl!
Eins og kemur fram á öðrum stað í
opnunni starfaði hún mikið að kristi-
legum æskulýðsmálum á sínum yngri
árum. Hún segir það hafa skipt sköp-
um um að hún valdi loks guðfræðina.
Áður hafi hún viljað verða ótal margt.
Hana langaði að starfa í skóbúð, verða
húsgagnasmiður, öskukarl, sendibíl-
stjóri og hún veit ekki hvað. Uppeldið
hafi hins vegar stýrt henni óbeint i
guðfræðina. Afi hennar var prestur og
sömu sögu að segja um móðurbróður
hennar og ömmubræður.
„Þetta var ekki bara allt i kringum
mig heldur er þetta inni í mér,“ segir
Auður.
Tvær af fjórum dætrum
prestar
Tvær af íjórum dætrum Auðar og
Þórðar eru prestar, eins og kemur
fram annars staðar í opnunni. Hún
segist alls ekki hafa viljað að þær yrðu
allar guðfræðingar. Það væri
einmitt gott að hinar tvær hefðu
öðruvísi sjónarhorn. Þannig
væri mjög þægilegt að Þjóð-
hildur væri viðskiptafræðing- "
ur og gæti séð um bókhaldið
hennar. Hún viðurkennir að
hafa óbeint hvatt tvær þær
elstu, Döllu og Yrsu, að fara
í guðfræði. Þær hefðu að
mörgu leyti fengið ólíkt
uppeldi en þær yngri,
Elín Þöll og Þjóðhildur,
sem hefðu verið aldar
upp í Strassborg í
Frakklandi.
„Skynsamleg
spurning,“ segir
Auður hugsi þegar
blaðamanni dettur í
hug að spyrja
hvort það hefði
" ■ ats- breytt hennar sýn
á guðfræðina að
eignast son.
Henni finnst að það hefði
ekki breytt neinu, án þess að hún
geti fullyrt um það eftir á. Hann hefði
að sjálfsögðu fengið nákvæmlega sama
uppeldi og umhyggju og dætumar.
„Ég hef verið gift Þórði í 40 ár og
segi stundum við hann þegar við skipt-
umst á skoðunum: Að þú skulir segja
þetta, þú sem hefur fengið að standa í
ljóma guðfræði minnar í 40 ár,“ segir
Auður og hlær innilega.
ve\'Va°
Prestsherrann
Svo kom hún til þín!
í predikunarstólnum í Þykkvabæ á
sunnudögum, fyrir framan alla kart-
öflubænduma, segir Auður hiksta-
laust: „Svo kom hún til þín og nú för-
um við héðan með Guði. Hún verður
hjá þér.“ Hún viðurkennir að sóknar-
Myndi opna kaffistofu
Áftur að biskupskjörinu. Fari svo að
Auður verði næsti biskup segir hún í
glettni að sitt fyrsta verk í embætti
yrði að færa skrifstofu biskups upp í
ris Biskupsstofu svo hún fengi betra
útsýni yfir Laugaveginn. Næst væri að
opna kaffistofu fyrir presta og almenn-
ing og fá listamenn til að syngja og
leika fyrir utan Biskupsstofu.
„Svo myndi ég fljúga vestur til ísa-
tjarðar ásamt ráðgjöfum og undirbúa
opnun fyrsta kirkjusetursins, kannski
á Suðureyri viö Súgandafjörð,“ segir
Auöur draumkenndri röddu en hún
hóf einmitt prestsskap þarna fyrir
vestan. Var í eitt ár prestur safnað-
anna i Súgandafirði 1974-75.
„Eftir að hafa verið í nokkra daga
fyrir vestan færi ég aftur til Reykjavík-
ur að njóta söngsins á Laugaveginum
og mannlífsins. Fara svo til Austfjarða
og víðar um landið. Svona myndi ég
halda áfram í tíu ár,“ segir Auður sem
nýlega varð sextug og yrði að hætta
sjötug í biskupsstóli eins og lög gera
ráð fyrir, ef hún Guð lofar!
Hvað hún gerði ef biskupskjöriö
Við þessi orð birtist Þórður í stof-
unni og hefur greinilega heyrt eitt-
hvað til síðustu ummæla konu sinnar.
Hann segist geta tekið undir að stund-
um séu þau ekki sammála í öllum smá-
atriðum hvað kvennaguðfræðina
áhrærir, þó ekki væri það nema út af
málfræðinni, en konur séu nú einu
sinni helmingur mannkyns og ekki sá
ómerkari. Þær hafi vissulega rétt á að
túlka kristindóminn á sinn hátt og fá
hann viðurkenndan. Hann kunni hins
vegar vel við það líf að vera „prests-
herrann" ef svo má að orði komast í
húsi kvennaguðfræðingsins. Hann
taki þátt í hennar starfi svo oft sem að-
stæður leyfi og íhlaup sem meðhjálp-
ari séu þar engin undantekning.
Þórður segir engin vandkvæði á því
að vera ávarpaður „biskupsherrann",
nái Auður kjöri. Honum hafi á sínum
tíma boðist innganga í Prestskvennafé-
lagið, liklega fyrstum karla. Eina skil-
yrðið sem hann hefði sett fyrir inn-
göngu var að hann fengi klárlega úr
prestsekknasjóðnum ef til þess kæmi!
Það er komið að lokum spjalls okk-
ar á prestssetrinu í Þykkvabæ. Þórður
er á leiðinni til starfa sinna í borginni
hjá Flugmálastjórn og Auður þarf að
halda áfram við undirbúning fagnaö-
arerindisins í kvennamessunni. Léttur
leikur því hennar framkomu fylgir
eintómur fögnuður. Hvort það nægir
til að við getum ávarpað hana „frú
biskup" í haust er óljóst. Við sjáum
hvað setur. -bjb
t