Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Qupperneq 30
DV í Rómaborg: Þar sem túristinn er auðlindin í borginni eilífu, Róm, er ferða- maðurinn eins og helstu nytjastofn- ar í hafinu umhverfis ísland, hann er auðlind. Og auðvitað streyma ferðamennimir að borginni þar sem mörg helstu stórvirki mannsandans í listum og mannvirkjum eru saman komin á einum stað og þjónustu- starfsemi við þá blómstrar. Ferðamaðurinn er auðlind Róm- verja eins og fiskurinn er auðlind ís- lendinga og þar eins og hér ganga menn misvel um auðlindina og kunna misvel til verka við nýtingu hennar og nýtingin því misskyn- samleg. Nánast hver einasti af hópi Is- lendinga sem vora á ferð í Róm í byrjun mánaðarins hefur misjafna sögu að segja af samskiptum við þá borgarbúa sem gera út á ferðamenn í borginni, allt frá ótrúlegri greiða- semi og velvilja til hreinna rána og ránstilrauna, misfagmannlegra þó. Eldri hjón voru á gangi fyrir utan hótel íslenska hópsins sem er skammt frá aðaljárnbrautarstöð Rómar. Þar vora þau stöðvuð af tveimur mönnum og framvísaði annar þeirra lögregluskírteini og spurði konuna hvort hún væri með mikla peninga í veskinu. Hann kvaðst spyrja vegna þess að i ná- grenninu væri mikið af þjófum sem væru eiturfíklar og væru þeir vísir ^til að ræna þau. Maðurinn krafðist þess i krafti myndugleika síns sem lögreglumanns að hún tæki upp peningana úr veskinu svo hann gæti talið þá. Hann fór mjög fimum fingrum um seðlabunkann og rétti henni hann síðan aftur og sagði henni að drífa sig strax aftur heim á hótel og setja peningana í geymslu þar. Ekki væri óhætt að vera með svona mikla peninga á sér i þessari háskalegu borg. Hjónin hlýddu þessu, en þegar á hótelið var komið sáu þau að veru- lega vantaði upp á peningana og hafði „lögreglumaðurinn" skattlagt þau um talsvert á annan tug þús- unda ísl. króna. „Forstjóri" P&G textiles Þessi féflettingartilraun, sem að vísu tókst vel út frá sjónarmiði ræn- ingjans, var þó harla groddaleg mið- að við þá sem reynd var með ágæt- um árangri á blaðamanni DV og fjölskyldu hans: Blaðcimaðurinn ásamt konu sinni og dóttur stóðu á götuhorni og rýndu í götukort sem þau héldu á. Skyndilega stansar lítill Ford Fiesta með frönsku númeri og ökumaður skrúfar niður rúðuna og kallar og biður um aðstoð við að staðsetja sig. Húsbóndinn, greiðvikinn að vanda, bendir á staðinn á kortinu og bíl- stjórinn, sem talar ensku með hreim sem er eftir á að hyggja fremur ítalskur en franskur, spyr hvort þetta sé ekki rétta leiðin út á hrað- brautina til Parísar. Jú, segir ís- landsmaðurinn, en dóttirin tekur eftir þvi að maðurinn lítur ekkert sérstaklega mikið á kortið. „Mamma er íslensk" „Eruð þið dönsk?“ spyr maður- inn. - Nei, islensk, segir íslands- maður. „Furðuleg tilviljun,“ hrópar bilstjórinn upp. „Mamma fæddist á íslandi og mikil vinkona mín vinn- ur í íslenska sendiráðinu í París.“ segir hann. „Þetta er stórkostlegt. Ég verð að gefa þér eitthvað í tilefni af þessu. Ég er aðstoðarforstjóri P&G Textiles í París og Róm. Ég var á sýningu að kynna haustlínuna okkar í karlmannafatnaði og ég er héma með jakka, sýnishorn sem engin ástæða er að draslast með heim. Taktu hann.“ Og hann kallar líka á eiginkonuna og vill gefa henni sams konar jakka. Og enn kallar hann í dótturina og réttir henni út um bílgluggann þriðja jakkann. Takiði þetta og njótið vel. „Ég er blankur" En þá kemur aðalfidusinn: „Ég hata Rómverja og Róm og ítali," hrópar „aðstoðarforstjórinn" á frönsku Fiestunni. Það var brotist inn í bílinn í nótt og það er búið að stela ferðatékkunum mínum öll- um,“ segir maðurinn og sýnir tóma ferðatékkakápu. „Ég er staurblank- ur, bíllinn er tómur og mig vantar smápening til að kaupa bensín svo ég komist heim til Parisar. Þið bjargið því nú, er það ekki?“ sagði „forstjórinn". Ejölskyldan með þrjá vandaða Armanihannaða jakka, sem vafalaust kosta yfir milljón lír- ur í rómverskri tískubúð, vill gjarn- an hjálpa manninum og húsbóndinn réttir honum 50 þúsund lirur. „Ekki nóg,“ segir „forstjórinn“ og eigin- konan réttir aðrar 50 þúsund. „Meira, meira, stærri seðla, eigið þið þá ekki?“ spyr forstjórinn á Fiestunni og eiginmaðurinn réttir honum 100 þúsund lírur og síðan annan 100 þúsund líra seðil. Þá ger- ist dóttirin enn tortryggnari en hún var fyrir og lætur það í ljósi og eig- inkonan segir „Stoppaðu nú!“ þegar islandsmaðurinn ætlar að taka enn einn hundraðþúsundkallinn upp úr veskinu. í sama bili heyrist í sirenu lögreglubíls og „forstjórinn" rekur Fiestuna í gir og spænir í burt svo rýkur úr framdekkjunum. Eftir standa þrír íslendingar á götuhorni með þrjá vandaða og inn- pakkaða Armanijakka fyrir 12 þús- und kall íslenskar og finnst það séu að vaxa asnaeyru út úr höfðinu. Er- indið til Rómar var ekki að kaupa Armanijakka. -SÁ Frá Róm. Minnismerki um Viktor Emanúel II. Ítalíukóng sem sameinaöi Ítalíu er meðal merkra minja i Róm þótt ekki séu menn á eitt sáttir um fegurð þess eða ágæti og hversu vel eða illa það fellur að umhverfi sínu. DV-mynd SÁ Góðar gönguleiöir í Snæfellsbæ DV, Vesturlandi: Gönguleiðir eru margar í Snæ- fellsbæ enda sveitin þekkt sem ver- stöð fyrram sem sótt var víða að af landinu. Urðu fyrram til leiðir sem ekki eru nú alfaraleiðir en þess virði að ganga þær hafi maður ánægju af útivera. Vestur undir Jökli er hægt að fara frá Búðaósi um Klettsgötu yfir þvert Búðahraun og eftir Hraun- landarifi út á Eystri-Hamar hjá bænum Hamraendum. Hraungatan um Búöahraun er hnökrótt og ekki góð reiðgata. Betra er að fara svo- nefnda Jaðragötu ofan Búða- hrauns, þótt þar sé nokkuð mýr- lent. Þaðan liggur leiðin út hamar- inn yfir Sleggjubeinu, Hestlæk og Grísafossá, eftir brún Sölvahamars fyrir Göngukonustein og niður Stapaklíf. Frá Arnarstapa liggur hraungata með ströndinni út á Hellna og þaðan beinustu leið um Svalþúfu, Lóndr- anga, Malarrif og allt vestur í Ein- arslón og Dritvík. Um Breiðuvík liggur vegur (reiðvegur) um Kambs- skarð til Ólafsvíkur. Þá má einnig fara Jökulháls frá Arnarstapa til Ól- Frá Búðum er farið um Amar- Grundarfjarðar. Frá Beruvík og út á hólum nokkurn spöl frá sjó, en afsvíkur. dalsskarð (Bláfeldarskarð) til Öndverðames er gengið út hjá Nes- þarna eru hin nafnkunnu sjávar- LAUGARDAGUR 14. Jl Krókssai I Landnámu segir a mundur hinn suðureysi komið skipi sínu í ( skarðsárós og numið Sæ arhlíð alla, allt til Vatns Ifyrir ofan Sæmundarlæk. árkrókur er byggður úr Sauðár, sem er fornt býli tfl þess fyrst getið í Stui og þá sem náttstaðar ! prests Sarrasonar sem s liði á Laxárdal og Reykja fyrir Haugsnesbardaga. Þ sé getið um Sauðá sem námsjörð er ljóst að sn Ívar jörðin byggð og ei furða því Gönguskarðsán ur verið góð höfn og len skipi sínu fleiri landnám: en Sæmundur. Sauðá mundarhlíð er þvi nyrsta í landnámi Sæmundar. A er ekki allt ljóst um land og ýmsir hafa talið að námsjörðin hafi verið I endi, þar sem golfvöUuri nú, t.d. Gísli sagnaritari ráðsson. Aðrir telja að i endi sé gamalt húsmanns Byggð á Sauðárkróki 1871, þegar Ámi Árnason smiður fær leiguland hjá 1 hreppstjóra á Sauðá tU þ koma sér upp þurrabúð á árkróki og gerast þar námsmaður ásamt ráð sinni, Sigríði. Árið 1851 leyfi tU sjóverslunar á S: króki og í júlímánuði 185! ur fyrsta kaupskipið á Kr og nokkrum dögum seirn næsta. Sauðárkrókur er festast í sessi sem vers pláss. Kaupmenn reisa verslunarfélög og kaupféli stofnuð. Skipakomum fj og sumarkauptíð var of menn því bændur þurfitu um að dvelja nokkra d Króknum og landnemim ætlaði sér að lifa á hanc sínu, járnsmíðinni, kom lega auga á að vænlegt ví selja veitingar og gistir Króknum. Breyttist því flj nafn hans í mmmi héra úr Áma klénsmið í Áma Árin líða, bærinn sta mannlíf þróast og fjölbre atvinnumöguleikum vex sókn og verkun sjávarfai höfuðatvinnugrein en þó flest heimili í bænum bú garðholu, sauðfjáreign nokkram kúm. Sauðárl hinum forna er skipt í S hrepp og Sauðárkróks árið 1907 og kauptúnir breytt í kaupstað með 1 hinn 13. maí 1947. Fram t ins 1970 byggðust rbúðas' á Sauðárkróki undir N inn að Hegrabraut, en s aldarfjórðunginn eða svo þau verið byggð sunnai Sauðá, r Hlíða- og Túna um. Tekið upp úr Król sem er upplýsingaból Sauðárkrók. björg sem nefnast Svörtuloft þessi leið er farin verða fyr Lambhagatjarnir, rétt ut; Beruvik. Upp af þeim er klettar, sem nefnast Stapar. við þá er Jónsstekkur, en þi áður fyrr reimt mjög. Lengra úti í hrauninu er s ur sem nefnist Djúpagróf. E honum era Sveltikvíar. Ut Sveltikvíar era Fannhamrar nokkra utar era hraunurð: nefnast Svörtuengjar. Þá tel Saxhólsbjarg og nær allt ai rauf en þar era landamerl Saxhóls og Öndverðamess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.