Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 44
★ TÍr'
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 UV
X
52 ★.
idge
GENERALI-Evrópumótið 1997:
Metþátttaka frá 36 löndum
Fertugasta og þriöja GENERALI-
Evrópumótið í bridge hefst í dag í
borginni Montecatini á Mið-Ítalíu.
Metþátttaka er í mótinu, 36 sveitir í
opna flokknum, 26 i kvennaflokki,
yfir 100 pör í Evrópumóti kvenna og
20 sveitir í flokki eldri spilara.
ísland sendir sveitir í opna flokk-
inn og kvennaflokk. Miklar vænt-
ingar eru bundnar við karlaliðið í
opna flokknum en til þess að kom-
ast í keppni um Bermudaskálina í
haust þarf sveitin að ná einu af
fimm efstu sætunum. Fyrir þá sem
aðgang hafa að Intemeti verður
hægt að skoða mótsblaðið á
www.bridge.gr daglega.
Málgagn bridgeblaðamanna telur
upp nokkrar þjóðir sem líklegar i
efstu sætin og kemur það á óvart að
ekki er minnst á ísland í þeim hópi.
Vonandi afsanna okkar menn þá
spá. Þau lönd sem líkleg þykja til af-
reka eru Austurríki, Danmörk,
Frakkland, England, ísrael, Ítalía,
Holland, Pólland og Svíþjóð. Mér
finnst nú að ísland eigi heima í
þessum hópi.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Ítalía er núverandi Evrópumeist-
ari en líklega er England með
merkilegasta liðið. í því spila tvenn-
*jkák
---------------
H ★
ir tvíburar, Hackett- og Tred-
innikbræðumir.
í kvennaflokki em Frakkar nú-
verandi Evrópumeistarar og Þjóð-
veijar heimsmeistarar. Þessar sveit-
ir verða að teljast líklegir sigurveg-
arar en enginn skyldi þó afskrifa
Englendinga fyrir fram.
ísland hafnaði í 15. sæti í kvenna-
flokki af 22 þjóðum á síðasta Evr-
ópumóti og því ættu konumar að
geta bætt þann árangur núna.
Við skulum skoða eitt spil frá síð-
asta Evrópumóti í kvennaflokki.
A/A-V
* G643
VÁ983
* D983
* 4
* D7
m 10632
+ K54
* 10987
* K985
* DG
* Á762
* ÁKD
* A102
* K54
* G10
* G6532
Spilið kom fyrir í leik íslands og
Hollands en Hollendingar hafa löng-
um átt gott kvennalandslið. ísland
vann leikinn 18-12 og átti þetta spil
sinn þátt í sigrinum.
Lokasamningurinn var fjórir
spaðar í suður á báðum borðum. í
lokaða salnum spilaði Gunnlaug út
tígulgosa, drottning, kóngur og ás.
Hollendingurinn spilaði síðan
trompi á gosann í blindum og þar
með gaf hún þrjá slagi á tromp -
einn niður. Heldur tilþrifalítil spila-
mennska.
Evrópulandslið íslands 1997: Efri röð talið frá vinstri: Guðmundur Páll Arnarson, Guðrún Óskarsdóttir, Valgerður
Kristjánsdóttir, Anna ívars, Ljósbrá Baldursdóttir, Jacci McGreal, Matthías Þorvaldsson. Sitjandi frá vinstri: Aðal-
steinn Jörgensen, Jón Baldursson, Björn Eysteinsson, fyrirliði, Þorlákur Jónsson og Sævar Þorbjörnsson.
DV-mynd Hilmar Þór
í opna salnum fékk Esther Jak-
obsdóttir út lauf. Hún drap á kóng
og spilaði hjartadrottningu, kóngur
og ás. Síðan kom spaði, sjöið, áttan
og tían. Vestur hélt áfram með lauf,
Esther trompaði í blindum og spil-
aði trompi. Þegar drottningin kom
frá austri var trompvandinn leyst-
ur. Enn kom lauf, Esther drap, tók
tígulás og meiri tígul - unnið spil.
Stórmeistararnir Alexei Sírov og
Veselin Topalov tefldu bráðabana
um sigurinn á stórmótinu í Madrid
. á Spáni, sem lauk á dögunum. Topa-
lov hafði lengstum forystu á mótinu
sjálfu en á endasprettinum var
Sírov sterkari og tókst að ná hon-
um. Tveimur einvígisskákum
þeirra um sigurinn lauk með jafn-
tefli. Þá tefldu þeir hraðskák, þcir
sem Topalov hafði hvítt og 6 minút-
ur en Sírov mínútu minna og nægði
þeim síðamefnda jafhtefli. Eftir
spennandi skák tókst Sírov með
naumindum að halda jöfnu og þar
með var hann úrskurðaður sigur-
vegari mótsins.
Þeir Sírov og Topalov fengu 6,5
vinninga af 9 mögulegum en næstir
komu Alexander Beljavskí og Vlad-
imir Akopjan með 5,5 v. Manuel
Illescas, Nigel Short og Judit Polgar
fengu 4,5 v„ Valery Salov 3,5 v„
Jeroen Piket 2,5 v. og San Segundo
rak lestina með 1,5 v.
Enski stórmeistarinn Nigel Short
varð að sætta sig við 50% vinnings-
hlutfall en hann átti þó hug og
hjörtu áhorfenda með djarfri tafl-
mennsku. Sú ákvörðun hans að
dusta rykið af þeirri frægu skák-
byrjun „kóngsbragði" átti sinn þátt
í vinsældum hans. Þessi byrjun er
þekkt fyrir að vera áhættusöm og
kannski ekki alveg „kórrétt“ en hún
leiðir oft á tíðum til skemmtilegra
sviptinga. Short náði að knésetja Pi-
ket og Akopjan með leynivopni sínu
en gerði þau mistök að reyna fyrir
sér í þriðja sinn - gegn Sírov. Úr
þeirri rimmu fór Short hallloka,
enda var leynivopnið ekkert leyni-
vopn lengur.
Kóngsbragð þótti sjálfsagt vopn
hér í eina tíð. Fyrsti heimsmeistar-
inn, Wilhelm Steinitz, var m.a.
kimnur fyrir að beita því og eru
mörg afbrigði kóngsbragðs nefnd
eftir honum. Á yngri árum vílaði
Steinitz ekki fyrir sér að leika
kóngnum fram á borðið snemma
tafls og tefldi feiknarlega djarft en
síðar á ævinni breyttist afstaða
hans til skáklistarinnar og hann
innleiddi varnartækni, sem hann
varð þekktur fyrir.
Nú er Short hins vegar genginn í
bamdóm og er farinn að tefla eins
og Steinitz á yngri árum. Hann var
aðeins 24 leiki að vinna skákina og
þar af lék hann 8 kóngsleiki, sem er
sannarlega óvenjulegt.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Jeroen Piket
Kóngsbragð.
1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 Be7
Svoneftid Cunningham vöm, sem
oftast er mætt með 4. Bc4 og kóngur-
inn fær reit á fl ef svartur segir
skák með biskupnum. En Short fer
óhikað fram á borðið með konung-
inn!
4. Rc3 Bh4+ 5. Ke2 d5
Eðileg viðbrögð til að reyna að
færa sér kóngsstöðuna í nyt em að
opna taflið á þennan hátt.
6. Rxd5 Rf6 7. Rxf6+ Dxf6 8. d4
Bg4 9. Dd2 Rc6 10. c3 0-0-0
Betra er 10. - g5, sem hvítur svar-
ar með 11. Kdl 0-0-0 12. Kc2 og kóng-
urinn leitar vars.
11. Dxf4 De6
Með þessum sterka leik hótar
hvítur 13. Rxh4 og einnig 13. Bc4!
Svartur á enga viðunandi lausn á
vandanum, svo að Piket freistar
þess að fórna peði og hrista upp í
taflinu.
Umsjón
JónLÁmason
12. - g5 13. Rxg5 Bxg5 14. Dxg5
f5 15. h3!
Hins vegar ekki 15. e5? Rxe5 16.
dxe5? Db6+ 17. Kf4 Df2 mát, sem
sýnir skuggahliðar svona tafl-
mennsku.
15. - Rxd4!?
Athyglisverð tilraun, því að ef 15.
- Dxe4+ 16. Kf2 og svartur á erfitt
uppdráttar, t.d. 16. - Bdl 17. Df4
Dc2+ 18. Dd2 Da4 19. Bd3 með vinn-
ingsstöðu.
16. cxd4 Hxd4 17. hxg4! Hxe4+
18. KÍ2 fxg4 19. Hh6 Hf8+ 20.
Kgl??
Nú var Piket orðinn afar tíman-
aumur og kæruleysi grípur Short.
Eftir 20. Kg3 vinnur hvítur auðveld-
lega en nú fær svartur óvænt tæk-
ifæri.
20. - Hxfl+! 21. Kxfl Hel+ 22.
Kf2 De2+?
Missir af 22. - He2+ 23. Kg3
Hxg2+! 24. Kxg2 De2+ og nær jafn-
tefli með þráskák.
23. Kg3 Dd3+ 24. Kxg4
- og svartur gafst upp.