Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 14. JUNI 1997
dagsönn *.
Serpent leikur í Laugarneskirkju
í dag.
Brass-
tónleikar
í dag heldur málmblásarahóp-
urinn Serpent tónleika í Laugar-
neskirkju. Á efnisskránni eru
verk eftir Bach, Carmichael,
Gabriel, Wagner og Weill. Þrett-
án hljóðfæraleikarar skipa
Serpent, á trompeta eru Birkir
Freyr Matthíasson, Edda Rut
Björnsdóttir, Guðmundur Haf-
steinsson og Jóhann Stefánsson,
á hom eru Emil Friðfinnsson,
Jóhann Bjöm Ævarsson og Stef-
án Jón Bemharðsson, á básúnur
eru David Bobroff, Edward
Frederiksen, Einar Jónsson og
Sigrún Sævarsdóttir, á túbu er
Þórhallur Ingi Halldórsson og
slagverksleikarar eru Helgi
Jónsson og Kjartan Guðnason.
Tónleikamir hefjast kl. 14.
Tónleikar
Ný norsk tónverk
Á morgun verða tónleikar í
Norræna húsinu þar sem Krist-
in Hoiseth Rustad sópransöng-
kona og Knut Anders Vestad
tónskáld koma fram. Flutt verða
tvö verk eftir Vestad, Missa
Brevis op. 11 (samið 1993) og The
Meridian under Atlantis (samið
1996) við texta eftir Bodvar
Schjeldemp. Síðara verkið er
samið fyrir kór og hljómsveit en
er hér flutt fyrir sópran og pí-
anó. Tónleikarnir heíjast kl.
20.30.
íslensk tónlist
í Langholtskirkju
Á morgun kl. 20.30 verða tón-
leikar í Langholtskirkju. Flytj-
endur eru kórar Tónal, sem em
á förum til Uddevalla í Svíþjóð
til þátttöku í norrænu tónlistar-
móti. Á efhisskrá er islensk tón-
list.
Amælishátíð
Olís
Olís stendur í dag fyrir fjöl-
breyttri afmælishátíð við þjón-
ustustöð Olís við Langatanga í
Mosfellsbæ í tilefni 70 ára af-
mælis félagsins. Hátíðin stendur
frá kl. 10-16. Verður fiölbreytt
skemmtun þar sem reynt verður
að gera öllum til hæfis, Olli
kemur á svæðið, grillað verður
og stuðhljómsveit úr Mosfellsbæ
leikur, svo eitthvað sé nefnt.
Eyþór og Nonni á A. Hansen
Dúettinn Eyþór og Nonni
skemmta í kvöld á A. Hansen.
Samkomur
Gönguferð á Þingvöllum
Gengið verður í dag um gaml-
ar slóðir í Þingvallahrauni og
hugað að búsetu almúgafólks að
fomu og nýju í nágrenni þing-
staðarins. Ferðin hefst við
Fossagjá kl. 13 og tekur um það
bil þrjár klukkustundir.
Furðufjölskyldan
í Fjölskyídugarðinum
Fyrsta sýningin með hinni lit-
ríku Furðufiölskyldu í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum
verður í dag.
Skúrir á Norðurlandi
Yfir Grænlandshafi er um 1020
mb hæð en skammt norðaustur af
Skotlandi er nærri kyrrstæð 997 mb
lægð.
Veðrið í dag
Eins og oft að sumri til er veðrinu
misskipt á landsmenn. Á meðan
Sunnlendingar og íbúar á höfuð-
borgasrvæðinu geta baðað sig í sól-
skininu mega íbúar á Norður- og
Austurlandi búa við skúraveður og
svalt loft. í dag verður fremur hæg
norðlæg eða breytileg átt. Skúrir
eða súld með köflum um norðanvert
landið en bjart veður sunnan til.
Hiti 2 til 15 stig. Sunnanlands verð-
ur hlýjast í dag en kaldast á annesj-
mn norðaustanlands.
Sólarlag í Reykjavík: 23.59
Sólarupprás á morgrrn: 02.57
Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.26
Árdegisflóð á morgun: 01.46
Veðriðkl. 12 r a
hádegi í gæn
Akureyri alskýjaö 8
Akurnes skýjaö 9
Bergsstaöir alskýjaö 7
Bolungarvík alskýjaö 8
Egilsstaöir skýjaö 9
Keflavíkurflugv. léttskýjaö 9
Kirkjubkl. skúr 12
Raufarhöfn skúr 5
Reykjavik léttskýjaö 9
Stórhöföi léttskýjaö 12
Helsinki hálfskýjaö 26
Kaupmannah. alskýjað 17
Ósló skýjaö 24
Stokkhólmur skýjaö 25
Þórshöfn skýjaö 7
Amsterdam skýjaö 20
Barcelona
Chicago þokumóða 19
Frankfurt rign. á síö. klst. 19
Glasgow skýjaó 15
Hamborg alskýjaö 22
London skýjaö 20
Lúxemborg skýjaö 21
Malaga heiöskírt 34
Mallorca léttskýjaö 26
París skýjaö 21
Róm þokumóöa 25
New York þokumóöa 22
Orlando skýjaó 24
Nuuk skýjaó 11
Vín alskýjað 22
Washington rigning 21
Winnipeg léttskýjaö 12
The Moonboots á Gauki á Stöng:
Nýrómantískt popp
Gaukur á Stöng býður upp á lif-
andi tónlist á hverju kvöldi og hef-
ur gert það í nokkur ár. í kvöld er
það hljómsveitin The Moonboots
sem leikur fyrir gesti á Gauknum,
mun hún einnig leika á þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júní. The Moonboots
sérhæfir sig í nýrómantískri tón-
list í anda Duran Duran og fleiri.
Hljómsveitina skipa Svavar K.
Kristinsson, söngur, Þráinn Á.
Baldvinsson, gítar, Helgi Guö-
bjartsson, trommur, Ólafur Á.
Haraldsson, hljómborð, og Snorri
Hengill, bassi.
Vestanhafs á Felgunni
Hljómsveitin Vestanhafs mun
eyða helginni á Felgunni á Pat-
reksfirði. Brátt mun Felgan hætta,
en eins og kunnugt er stóð mikið
strið um staðinn á tímabili siðast-
liðinn vetur og því ærin ástæða
fyrir Vestfirðinga að koma á stað-
inn auk þess að hlýða á góða
hljómsveit, en Vestanhafs skipa
Björgvin Gíslason, Jón Björgvins-
son og Jón Ingólfsson.
Skemmtanir
Kúrekaball í Úthlíð
Skemmtistaðurinn Réttin í Út-
hlíð verður fimm ára í dag. Af
þessu tilefni verður haldið kúreka-
ball. Mjöll sér um kennslu í
kúrekadönsum frá kl. 23.
Myndgátan
Vex ásmegin
Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki.
Hilmir Snær Guðnason, Baltasar
Kormákur og Ingvar E. Sigurðs-
son leika í Listaverkinu.
Listaverkið *
Allt frá því Listaverkið var
frumsýnt fyrir tæpum tveimur
mánuði hefur verið nánast upp-
selt á allar sýningar og er næsta
sýning í kvöld. Þótt sýningum
fari að fækka þetta leikárið verð-
ur það sjálfsagt tekið upp í haust.
Þeir Baltasar Kormákur, Hilmir
Snær Guðnason og Ingvar E. Sig-
urðsson fara með aðalhlutverkin
í leiritinu sem er eftir franska
leikskáldið Yazminu Reza. Lista-
verkið var fyrst frumsýnt í
Frakklandi 1994 og hefur síðan
farið sigm-för um Evrópu.
Leikhús
I Listaverkinu segir frá þremur
vinum sem þekkst hafa árum
saman, húðsjúkdómalækni, flug-
vélaverkfræðingi og verslunar-
manni. Lýst er á gamansaman
! hátt vináttu þessara þriggja karl-
manna og hvernig samband
þeirra lendir í óvæntri kreppu
vegna listaverkakaupa eins
þeirra. Meðan þeir vinna úr
vanda sínum skjóta upp kollinum.
skemmtilegar spurningar um
stöðu listarinnar og eðli vinátt-
unnar.
Pétur Gunnarsson rithöfundur
þýddi verkið og leikstjóri er Guð-
jón Pedersen.
Bikarkeppnin
í fótbolta
Um helgina verða hvorki
meira né minna en 32 knatt-
spyrnulið í sviðsljósinu, en þá
fara fram 32-liða úrslit í bikar-
keppni karla í fótboltanum. Með-
al leikja sem leiknir verða í dag
má nefna að Þróttarliðin í
Reykjavík og Neskaupstað mæt-
ast, fA mætir ÍA 23 ára liðinu,
íþróttír
KR-ingar í sama aldursflokki
leika gegn Fram og ÍR tekur á
móti efsta liðinu I úrvalsdeild-
inni, Keflavík. Á morgun leika
svo meðal annars Völsungur og
Fylkir, Víkingur og Skallagrím-
ur og Keflavík 23 ára og Valur.
Flestir leikirnir í dag og á morg-
un hefiast kl. 14.00.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 155
13.06.1997 kl. 9.15
Eininn Kaup Sala Tollnenni
Dollar 70,400 70,760 71,810
Pund 114,770 115,360 116,580
Kan. dollar 50,870 51,190 51,360
Dönsk kr. 10,7000 10,7570 10,8940
Norsk kr 9,7470 9,8000 10,1310
Sænsk kr. 9,0400 9,0900 9,2080
Fi. mark 13,5750 13,6550 13,8070
Fra. franki 12,0730 12,1420 12,3030
Belg. franki 1,9733 1,9851 2,0108
Sviss. franki 48,8300 49,1000 48,7600
Holl. gyllini 36,2200 36,4400 36,8800 '
Þýskt mark 40,7500 40,9500 41,4700
ít. líra 0,04145 0,04171 0,04181
Aust. sch. 5,7880 5,8230 5,8940
Port. escudo 0,4030 0,4055 0,4138
Spá. peseti 0,4818 0,4848 0,4921
Jap. yen 0,61590 0,61960 0,56680
írskt pund 106,750 107,410 110,700
SDR 97,26000 97,84000 97,97000
ECU 79,4600 79,9400 80,9400
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270